Morgunblaðið - 04.08.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 04.08.2015, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 ✝ Herdís Krist-jana Hervins- dóttir fæddist í Ólafsvík 26. mars 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 22. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hervin Pétursson, f. 21 ágúst 1904, d. 30. september 1969, og Sigríður Þórð- ardóttir, f. 30. október 1900, d. 9. desember 1984. Herdís var einkadóttir þeirra hjóna. Eftirlifandi eiginmaður Herdísar er Vigfús Kr. Vigfús- son húsamíðameistari, f. 14. desember 1924. Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson og Kristín Jensdóttir. Börn Her- dísar og Vigfúsar eru: 1) Hervin Sigurður, f. 19. febr- Kristinn og Jóhann Michael. 5) Gunnhildur Linda, f. 14. jan- úar 1954, maki Heiðar E. Friðriksson, f. 20. ágúst 1954. Börn þeirra eru Herbert Elv- an og Herdís Kristjana. 6) Hlynur, f. 7. desember 1963, maki Guðný Hrafnsdóttir. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Hrafn. Eiginkona Hlyns er Olga Eremína, f. 29. mars 1975. Barn þeirra er Emilý Dís. Fóstursonur Hlyns, sonur Olgu, er Ilya. Langömmubörn- in eru 29 talsins. Herdís ólst upp í Ólafsvík. Eftir hefðbundna skólagöngu í Ólafsvík fór hún í Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Dísa í Vík, eins og hún var oftast kölluð, stofnaði verslunina Vík í Ólafsvík ásamt Vigfúsi eig- inmanni sínum og ráku þau hana í yfir 30 ár. Vigfús byggði þeim hjónum mynd- arlegt heimili að Bæjartúni 9 í Ólafsvík og bjó Herdís þar allt til æviloka. Útför Herdísar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 4. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 14. úar 1947, d. 8. október 2013, maki Margrét Skarphéðinsdóttir. Þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru Sig- urður Skarphéð- inn, Herdís Krist- jana og Ólafur Freyr sem er lát- inn. 2) Kristín, f. 26. febrúar 1949, maki Björn Erlingur Jónasson, f. 6. janúar 1950. Börn þeirra eru Vigfús Kristinn, Lára Jóna og Gyða Hlín. 3) Vigfús, f. 2. júní 1950, d. 17. júlí 2013, maki Guðrún Jóhannesdóttir, f. 20. maí 1952. Börn þeirra eru Fanney og Vigfús. 4) Óð- inn Pétur, f. 29. maí 1953, maki Sonja Riedmann, f. 20. desember 1954. Börn þeirra eru Alexander, Atli Pétur, Það verður öðruvísi að koma til Ólafsvíkur og fara í Bæjar- túnið og enginn amma Dísa sem tekur á móti manni. Með rjúk- andi heitt kaffi og hlaðið borð af heimabökuðum kræsingum. Enda ekkert bakarísrusl í boði hjá henni eins og hún orðaði það. Hjá ömmu var stöðugur straumur af fólki allan daginn og oft var talað um trúnaðarhornið þar sem amma var einstaklega góður hlustandi og þótti mörg- um gott að leita til hennar með hin margvíslegustu málefni. Við fundum það alltaf sterkt hjá ömmu hvað við skipt- um hana miklu máli og var hún alltaf áhugasöm um hvað við vorum að gera og bar hag okkar fyrir brjósti. Hún var mjög hreinskilin og sagði meiningu sína og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Það sem einkenndi ömmu fyrst og fremst var hversu stórt hjarta hún hafði og þar var pláss fyrir alla stór- fjölskylduna. Einnig var hún alltaf reiðubúin að hjálpa þeim sem minna máttu sín og skipti þar engu máli hvort um var að ræða fólk eða dýr. Það var alltaf gaman að hlusta á ömmu segja frá, hún hafði svo skemmtilegan frásagnarstíl. Hún endaði oft sögurnar á því að segja, já, mað- ur veit nú ýmislegt eða það hvíslaði að mér lítill fugl. Eins þegar við töluðum við hana í síma þá kom allt í einu hjá henni, jæja, ég er ekki með fleiri lummur núna, sælar/sælir og nánast skellti á. Elsku amma, minningarnar eru margar og við þær er gott að ylja sér í sorginni. Þakkir fyrir allar okkar góðu stundir saman og allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín, Vigfús, Lára og Gyða. Það er með miklum söknuði sem við hjónin kveðjum frábæra vinkonu okkar, hana Herdísi, eða Dísu, eins og hún var ávallt kölluð. Þótt vitað væri að hverju stefndi á sl. mánuðum hjá henni er maður samt alltaf óviðbúinn. Hún var búa sig undir að fara vestur til Ólafsvíkur eftir sjúkra- húslegu á Akranesi en lést áður en af því varð. Ég kynntist Dísu fljótlega eft- ir að ég fluttist til Ólafsvíkur fyrir nær fimmtíu árum. Ég átti því láni að fagna að Dísa og mað- ur hennar, Vigfús og fjölskyldan öll, hafa verið okkar bestu vinir alla tíð og fyrir það vil ég þakka. Dísa var svo sannarlega vinur vina sinna og það fengum við að vita sem stóðum henni nær. Við vorum samherjar í pólitíkinni og studdum Framsóknarflokkinn og okkar mann alla tíð. Hún var hreinskiptin og hafði sterkar skoðanir á bæði mönnum og málefnum og það var gaman að ræða við hana um þessi mál. Það var ekki hægt að snúa því sem hún sagði en það reyndi svo sem ekki mikið á það á milli okkar því langoftast vorum við sam- mála um málefnin. Það var alltaf gaman að heimsækja Dísu og þá stóð ekki á því að boðið var í eld- húsið og kökum og fínu meðlæti raðað á borðið og það varð að taka á því, annað kom ekki til greina. Dísa var örlát kona og gaf ávallt þeim sem áttu erfitt og margir hugsa vafalaust hlýlega til hennar á þessari stundu. Það var ekkert talið eftir sér hjá henni að hjálpa þeim sem var hjálparþurfi. Dísa var glaðlynd kona og hún kunni margar sögur og ljóð voru henni mjög hug- leikin. Dísa fór ekki varhluta af áföll- um í lífinu en mörg hafa dunið yfir hana. Þegar hún var þrettán ára, eða árið 1941, komst Hervin faðir hennar af í sjóslysi er bát- urinn Dagmar fórst fyrir utan höfnina í Ólafsvík en hann gat bundið sig við lóðabelg og komst þannig upp í fjöru. Í þessu slysi fórst Pétur afi hennar ásamt tveimur mönnum. Á síðasta sjó- mannadag sagði hún við mig að hún ætlaði að segja mér þessa sögu fljótlega en það mun bíða um sinn. Árið 2013 missti hún tvo góða syni sína, þá Vigfús og Hervin, með stuttu millibili og árið eftir þá missir hún eitt barnabarn sitt. Dísa hélt sinu striki og sýndi mikið æðruleysi þrátt fyrir þessu miklu áföll. Vafalaust hefur hún átt sínar erfiðu stundir þótt ekki sæist það á henni. Hún var frekar í því að hugga aðra vegna þessara áfalla sem reyndu að sjálfsögðu á alla fjölskylduna og nána vini. Í gegnum öll veikindi Herdísar undanfarið þá hefur Vigfús eig- inmaður hennar stutt hana af mikilli samviskusemi og staðið sig eins og klettur, en hann og Herdís voru mjög samrýnd alla tíð. Kæri Vigfús og fjölskylda. Við hjónin sendum ykkur öllum inni- legar samúðarkveðjur vegna frá- falls frábærrar konu sem við kveðjum í dag. Guð blessi minn- ingu Herdísar Hervinsdóttur. Mig langar til að enda þessar línur á síðasta erindi í fallegu ljóði eftir Matthías Jochumson: Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Pétur Steinar Jóhannsson Herdís Kristjana Hervinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma mín. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og langafa í Ólafsvík. Alltaf þegar við komum voru kræsingar á borðum. En það besta var að þú varst alltaf svo góð og yndisleg. Ég hefði ekki get- að hugsað mér betri lang- ömmu. Takk fyrir allar góðu stundirnar og minn- ingarnar sem ég mun geyma með mér. Þín lang- ömmustelpa, Ásdís Rán Kolbeinsdóttir Ég var svo hepp- inn að kynnast Bjarna þegar hann var bara sex ára gutti, fullur af krafti og sköpunargleði. Það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Ég heiti Bjarni og ég er höfðingi.“ Svo stökk hann upp dyrastafinn og klifraði upp í loft með ógnar hraða. Hann var uppi á öllu og ofan á öllu alls staðar. Hann sagði mér að hann væri foringinn í hverfinu og í vinahópnum. Alltaf var hann brosandi og glaður og einstaklega uppátækjasamur. Eftir því sem árin liðu sá ég hvað Bjarni var listrænn og sér- lega hugmyndaríkur drengur. Hann var snillingur í að mála og teikna, hann var mælskur og góð- ur penni, frábær tónlistarmaður, næmur fyrir góðum hljóðfæraleik og sándi. Hann var líka góður í íþróttum, það var sama hvort það var fót- bolti, línuskautar eða hjólabretti. Hann náði góðum tökum á því strax. Hann spilaði á bassa og var í hljómsveit. Það var ekki til það sem hann gat ekki. Hann elskaði að koma í heimsókn til mín og stóru systur, hann elskaði að ég bakaði og eldaði fyrir hann, þá var hann súperglaður. Það var svo gaman að elda fyrir hann, því hann tók svo vel á því, allt sem ég gerði var svo svakalega gott, ég var besti bakari og kokkur í heimi. Á svona stundum var Bjarni í essinu sínu, hugmyndir hans komu á færibandi og allt svo framandi og á undan sinni samtíð að ég mátti hafa mig allan við að halda í við hann, að skilja og sjá fram á við. Þarna var ég svo var Bjarni Þór Júlíusson ✝ Bjarni Þór Júl-íusson fæddist 2. nóvember 1966. Hann lést 11. júlí 2015. Útför hans hefur farið fram. við að Bjarni var ekki sporgöngu maður, heldur mað- ur sem hugsar út fyrir rammann og finnur nýjar leiðir. Algjör frumkvöðull. Vá, hvað það hefði verið gaman að fá að kíkja inn í huga hans eitt augnablik og sjá hvað hann var að hugsa, þvílík ævin- týraveröld. Eftir að Bjarni missti föður sinn, þegar hann var aðeins 14 ára, var hann meira hjá okkur og reyndum við sem mest við gátum að styðja hann. Alltaf stóð heimili okkar opið. Hann leitaði mikið til okkar sem foreldra og fyrir- mynda. Ófáar stundirnar sátum við saman ég, Júlli og Tryggvi, synir mínir, og Hrafnhildur, konan mín, og töluðum um allt milli himins og jarðar, gleymdum stund og stað. Svona myndir og minningar vil ég geyma, því Bjarni er í mínum huga höfðingi og foringi. Bjarni var mjög barngóður og sóttu börn mikið til hans, því hann átti alltaf tíma fyrir alla, unga sem aldna. Hann átti á lífsleiðinni sjálfur fjögur yndisleg börn sem eru gull- molar á allan hátt og Bjarna til fyrirmyndar. Guð blessi hann, og fjölskyldu hans. Takk fyrir samveruna, elsku Bjarni, mágur minn og vinur. Guð geymi þig. Gústav Bergman. Alveg frá því við munum eftir okkur var Bjarni stór partur af lífi okkar. Skemmtilegri mann er erf- itt að finna hann var alltaf til í sprell og djúpar samræður um allt milli himins og jarðar þó kyn- slóðarbilið væri mikið. Það sem okkur þótti einna vænst um var hvað hann virkilega hlustaði á mann og sýndi fólki skilning og áhuga. Bjarni kom alltaf jafnt fram við alla og tók fólki eins og það er. Hann vildi alltaf sjá það góða í manneskjum og var okkar fremsti aðdáandi sem og við hans. Erfitt er að finna mann sem elskaði fjölskylduna sína jafn mikið og Bjarni gerði, hann elsk- aði fjölskylduboð þó að honum tækist sjaldnast að mæta á tilsett- um tíma. Bjarni tók sér tíma að kynnast fólkinu sínu og afmælis- og jólagjafir voru í takt við það. Gott dæmi um það var þegar Nína hafði verið að prófa sig áfram við að mála málverk snemma á árinu án þess að segja neinum frá, þeg- ar jólin komu fékk Nína striga og pensla frá Bjarna ásamt hvatn- ingarkorti. Við erum ævinlega þakklátar að hafa fengið að kynnast Bjarna. Elsku Bjarni, takk fyrir allar góðu stundirnar, takk fyrir káp- urnar sem þú gafst okkur sem eru okkur svo kærar og takk fyrir að elska alltaf matinn sem við eld- uðum fyrir þig! Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Þínar María Rós og Nína Rún. Bjarni, Að þú sért farinn er eitthvað svo fjarstæðukennt. Þú af öllum. Þú sem áttir hálft lífið eftir. Þú sem varst alltaf að reyna að gera heiminn að betri stað, áttir ekki skilið að þurfa fara svona snemma. Þegar ég var lítill varst þú mér sem stóri bróðir af bestu gerð. Þú kenndir mér allt mögulegt um vís- indi og náttúruna. Við smíðuðum flugmódel og pappírsskutlur, flugum flugdrekum og gerðum ýmsar vísindalegar tilraunir. Þær voru ófáar kvöldstundirnar sem við eyddum saman spjallandi um hinar og þessar lausnir á vanda- málum heimsins. Það sem ég leit upp til þín! Þú bjóst yfir þeim merka eiginleika að geta komið fram við alla sem jafningja. Og fólk (að minnsta kosti ég) var stolt af því að vera metnir jafningjar þínir. Þú komst alltaf með svo skemmtilegar og framúrstefnu- legar hugmyndir sem að voru svo oft langt á undan sinni samtíð. Eitt gott dæmi um það var t.d. þegar þú gerðist umboðsaðili fyr- ir NeXT tölvur á Íslandi. Þú varst ekki lengi að sjá möguleikana sem þessar nýju tölvur buðu upp á. En þeir voru því miður ekki margir í heiminum sem deildu þeirri skoð- un með ykkur Steve Jobs á þeim tíma og því gekk þetta brösulega. Rúmum fimm árum síðar var þessi sama tækni innlimuð í Apple vörurnar. Þá var heimurinn loks- ins tilbúinn og Apple veldið reist- ist við nánast á einum degi. ’The rest is history’ á þeim bænum. Á afmælinu mínu fyrr á þessu ári, þegar þú áttir sjálfur fullt í fangi með þinn banvæna sjúk- dóm, tókst þú þér samt sem áður tíma og skrifaðir þessi fallegu orð til mín: „Það hefur verið ryfjað upp nokkuð undanfarið það sem ég gerði við lungað af unglingsárun- um mínum. Þau eru mér mjög eft- irminnileg og kær í alla staði, og það eigum við sameiginlegt frá því þú fæddist að okkur fannst eðlisfræði, efnafræði og vísindi óþreytandi vettvangur fyrir okk- ar náskylda huga. Á meðan aðrir jafnaldrar mínir voru að byrja drykkju og skemmtanir, þá kætt- ist ég yfir þeim stundum með þér að geta miðlað þekkingu í einn snjallan og gáfaðan svamp og gera eðlisfræðitilraunir með vatni og lofti. Um tíma voru öll kvöld og langar helgar okkar samvera hlaðin af leikjum og fróðleik. (þetta hélt mér frá óreglu eins og aðrir fiktuðu við) Þú hefur auðgað lífið mitt, fækkað unglingaveikum áfengisblöruðum og stefnulaus- um helgum vandræðagangs. Fyr- ir þína tilvist, hefur það sannast að ég er betri maður og vitrari af þeim sökum. Þú ert mér kær og sekur um að vera í hópi topp fimm mestu gæðinga sem hafa auðgað líf mitt“ – BÞJ Ef að allir ættu frænda eins og þig, væri heimurinn betri staður! Þó svo að stóra verkefni þitt síðasta rúma áratugar hafi ekki náð að líta dagsins ljós á þínum líf- tíma, skilur þú hins vegar eftir þig mikla arfleifð í formi fjögurra frá- bærra barna. Þau voru heldur betur stolt þitt enda hverju öðru vandaðri. Ef að ég fæ einhvern tíma að vera þeim til staðar eins og þú varst fyrir mig, þá yrði ég heiðraður. Takk fyrir allt kallinn minn og hvíldu í friði. Þér verður ekki gleymt! Júlíus Bergmann Gústafsson Ég minnist Ragnars Sig- björnssonar með mikilli virðingu og þakklæti fyrir samstarfið. Hann var fyrsti forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Há- skóla Íslands í jarðskjálfta- verkfræði sem sett var á stofn á Selfossi um síðustu aldamót. Þá var ég skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og áttu stofnanirnar tvær fljót- lega nokkurt samstarf varð- andi starfsmannamál, en það var hins vegar með tilkomu Háskólafélags Suðurlands að samstarf okkar varð nánara. Fyrstu misserin í starfi mínu hjá Háskólafélaginu var það reyndar varnarbarátta fyrir hönd jarðskjálftamiðstöðvar- innar þar sem ítrekað voru sérgreind framlög til hennar skorin niður í fjárlagafrum- vörpum í kjölfar bankahruns- ins. Með öflugum stuðningi þingmanna Suðurkjördæmis, Sambands sunnlenskra sveit- arfélaga og rektors Háskóla Íslands tókst að verja tilveru stofnunarinnar á Selfossi. Við þessar aðstæður er mér minn- isstætt að Ragnar taldi að sókn væri besta vörnin og við tók tímabil uppbyggingar stað- bundins meistara- og doktors- náms á Selfossi. Ragnar var ekki aðeins vísindamaður í fremstu röð á sínu sviði í heim- inum heldur einnig einn af brautryðjendum þeirrar hugs- unar að rannsóknartengdu framhaldsnámi á sérsviði hans væri best fyrirkomið sem næst vettvangi þeirra atburða sem fræðigreinin fæst við, þ.e. að skilja þá margvíslegu áraun Ragnar Sigbjörnsson ✝ Ragnar Sig-björnsson fæddist 7. maí 1944. Hann lést 15. júlí 2015. Ragnar var jarð- sunginn 23. júlí 2015. sem mannvirki þurfa að þola vegna stórra jarð- skjálfta og að und- irbúa samfélög fyrir slíka atburði. Vorið 2011 varð að veruleika fyrsta alþjóðlega meist- aranámið í sam- vinnu Rannsóknar- miðstöðvarinnar og Háskólafélags- ins. Rannsóknarmiðstöðin og Háskóli Íslands lögðu til sér- þekkinguna varðandi kennslu nemenda og vottun námskeið- anna en Háskólafélagið lagðist á árar með Rannsóknarmið- stöðinni að kynna og markaðs- setja námið, hélt utan um gist- ingu og önnur praktísk atriði varðandi dvöl nemendanna og sá um innheimtu nauðsynlegra gjalda í þessu sambandi. Síðan hafa árlega verið haldin slík námskeið hér á Selfossi þar til nú í vor að ekki reyndist næg eftirspurn eftir slíku námi. Þetta uppbyggingarstarf var unnið undir dyggri forystu Ragnars og þar skipti miklu hversu vel kynntur Ragnar var á sínu fræðasviði erlendis. Það hvílir nú á herðum okkar sam- starfsmanna Ragnars að halda merki hans um framhaldsnám í héraði á lofti. Honum entist því miður ekki aldur til að koma fjármögnun slíks náms í höfn í gegnum evrópska og alþjóð- lega samstarfssamninga en reynsla undanfarinna ára bendir til þess að slíkt fyr- irkomulag sé nauðsynlegt til að auðvelda erlendum úrvals- nemendum að sækja hingað slíkt nám, og gera það um leið aðgengilegt fyrir þá fáu ís- lensku nemendur sem leggja slíkt nám fyrir sig. Ég votta fjölskyldu Ragnars samúð vegna ótímabærs frá- falls hans. Minningin um góðan dreng og mikilhæfan vísinda- mann lifir. Sigurður Sigursveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.