Morgunblaðið - 04.08.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 04.08.2015, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR RUNÓLFSSON rafvirkjameistari, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sóltún njóta þess. . Ingibjörg Elíasdóttir, Elías Gunnarsson, Ingunn Sæmundsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jakob Þór Pétursson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, DAGBJARTUR MAJASSON frá Leiru í Grunnavíkurhreppi, síðast búsettur í Sydney, Ástralíu, lést laugardaginn 4. október 2014. Minningarathöfn fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 10.30. . Björk Dagbjartsdóttir, Gary Potter, Reynir Potter, Erika Hanrahan, Sean Hanrahan. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÓSKARSSON rafvélavirki, Breiðuvík 37, áður til heimilis á Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13. . Þóra Guðjónsdóttir, Hjördís Agnardsóttir, Rannveig Agnarsdóttir, Ólafur Finnbogason, Tryggvi Agnarsson, Inga Jóna Ævarsdóttir, Brynja Agnarsdóttir, Guðfinnur Þór Newman, Lena Haraldsdóttir, Sveinn Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Lækjasmára 8, Kópavogi, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13. . Guðjón Örn Kristjánsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Stefán Þórisson, Ólafur Jón Guðjónsson, Eyrún Ásta Bergsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Erla Björk Guðjónsdóttir, Gunnar Ólafsson, Örn Már Guðjónsson, Sigrún Svava Gísladóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær systir okkar, mágkona og yndislega frænka, ELLEN THORARENSEN, lést miðvikudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13. . Gunnlaug Lydía Thorarensen, Rafn Ragnarsson, Oddur Thorarensen, Sólrún Helgadóttir, Hildur Thorarensen, Heiðar Ásgeirsson, Margrét Steinunn Thorarensen, Erling Ingvason, börn okkar og barnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, SVANHILDUR ALBERTSDÓTTIR, Álfheimum 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinslækningadeild Landspítalans eða Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. . Anna Margrét Albertsdóttir, Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson, Elísabet Hildiþórsdóttir, María Hildiþórsdóttir, Birkir Pálsson, Hildur Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Auðbjörg Stef-ánsdóttir fæddist í Neskaup- stað 27. júlí 1925. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 21. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Stefán Guðmundsson, f. 14.12. 1881, d. 21.8. 1955, og Sess- elja Jóhannesdóttir, f. 9.8. 1889, d. 10.4. 1974. Auðbjörg var næstyngst átta systkina sem nú eru öll fallin frá. Systkini henn- ar eru: Helga, f. 8.10. 1911; Jó- hannes, f. 9.3. 1913, Ólöf Jóna, f. 6.5. 1915, Sveinbjörg, f. 23.7. Björg Einarsdóttir. Sonur hans er Stefán Fannar og dóttir hennar er Arna Eir. 2) Auð- björg Íris, f. 9. desember 1973, sambýlismaður Jóhann S. Frið- leifsson. Börn þeirra eru Sara Hlín, Birkir Ísak og Daði Freyr. 3) Eva Rós, f. 6. janúar 1983, sambýlismaður Karl Hilmarsson. Sonur þeirra er Rökkvi Leó. Auðbjörg ólst upp á Norð- firði og bjó þar alla ævi. Fyrst bjuggu Auðbjörg og Hall- grímur á Sólheimi en fluttust 1957 að Þiljuvöllum 25. Þar bjó hún þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Breiðablik í Neskaupstað 2013. Auðbjörg vann í Síldarverksmiðjunni í Neskaupstað þangað til að hún var nær sjötugu. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugum. Útför Auðbjargar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 4. ágúst 2015, kl. 14. 1916, Karl, f. 9.11. 1919, Garðar, f. 29.2. 1924 og Hreinn, f. 20.5. 1929. Á gamlársdag 1948 giftist Auð- björg Hallgrími Þórarinssyni, f. 14. júlí 1925. Hann lést 20. maí 2007. Einkasonur Hall- gríms og Auð- bjargar er Stefán, f. 16. júlí 1948. Sambýliskona hans er Sigrún Hv. Magnúsdóttir, f. 24. desember 1949. Börn hans af fyrri sambúð eru: 1) Hallgrímur, f. 2. nóv- ember 1970, sambýliskona Una Elsku amma Takk fyrir öll þau sumur er við systkinin dvöldum hjá ykkur afa á Norðfirði sem börn. Þið bíðandi í dyragættinni eftir komu okkar og svo glöð að sjá okkur. Hlýtt faðmlag. Búið að fylla ísskápinn af mandarínum og kókómjólk. Farið á rúntinn, keyptur ís, í bæjarferðir, húsin skoðuð og sagðar sögur, í laut- arferðir með teppi og yfirfullt nestisbox. Heitt kakó og upp- rúllaðar pönnukökur með sykri. Óla frænka með í för. Náttúran könnuð og ýmsum fróðleiksmol- um laumað að okkur. Takk, amma fyrir okkar sam- töl í gegnum tíðina, um allt og ekkert. Um Norðfjörð, fjöl- skylduna, sögur af þér, afa og pabba, þínum stóra systkinahóp úr Svalbarði, jafnvel hvítu kisu. Spánarferðir, markaðurinn og sól. Spilandi handbolta á möl- inni, þið vinkonurnar, þú og Guðný, ungar konur í kjólum með blómamynstri, svo fallegar. Takk, amma fyrir komur þín- ar suður nú í seinni tíð. Farið á rúntinn, keyptur ís, húsin skoð- uð, farið í búðarferðir, rúntað í hjólastól um alla Smáralind og leit að rauða litnum þínum. Heimsóknir til vina og ættingja. Takk, amma fyrir síðustu samveruna okkar á pallinum heima, í sól og blíðu, grillaðir hamborgarar, mikið spjallað og hlegið. Öll barnabörnin saman komin með fjölskyldur eins þú vildir. Enginn skilinn útundan. Takk, amma fyrir þína um- hyggju og hlýju, þinn áhuga á langömmubörnunum, þolin- mæði, hrós og lof, minnug á alla afmælisdaga. Þitt örlæti og gjafmildi. Söknum þín alla tíð. Takk, elsku amma mín. Þín nafna, Auðbjörg Íris. Ég var svo ákaflega heppin að fá að vera eitt af ljósunum í lífinu hennar ömmu minnar. Fjölskyldan skipti ömmu miklu máli og hún hugsaði um okkur barnabörnin af ást og alúð. Amma var einstök manneskja, einlæg, með góða nærveru og hló alltaf af einstakri gleði sem smitaðist yfir á nærstadda. Þótt við amma ættum heima sitt hvorum megin á landinu var alltaf gott samband á milli okk- ar, við vorum duglegar að tala saman í síma og amma og afi sendu mér reglulega pakka með öllu mögulegu sem þeim datt í hug að ég hefði gaman af. Upp úr þessum pökkum komu margskonar dýrgripir sem amma hafði tekið til og alltaf fylgdi fallegt bréf sem afi hafði handskrifað svo listilega vel. Á hverju sumri komu þau suður og þá fékk ég oft að vera hjá þeim, fara með þeim í bíltúr, kaupa ís og skoða skipin við höfnina. Það var alltaf áhuga- vert að fara í bíltúr með þeim en við keyrðum mikið um, bæði þegar þau komu suður og líka þegar ég heimsótti þau austur. Amma kunni ótal sögur um landslagið sem við keyrðum um. Augun í mér hafa eflaust stækkað umtalsvert þar sem ég sat í aftursætinu en hún fram í og sagði frá afturgöngum sem reikuðu um í austfjarðaþokunni. Við vorum líka dugleg að skoða í myndaalbúmin og þar átti líka hver og einn sína sögu sem amma sagði af næmi. Ég man að ég undi mér alltaf vel hjá þeim, í rónni fyrir austan fékk ég næði til að teikna og lesa og þótt við værum oftast bara þrjú leiddist mér aldrei. Ég var allt- af velkomin til þeirra og mikið dekrað við mig. Amma var svo mikill sælkeri og var dugleg að elda. Hennar sérgrein var samt að steikja pönnukökur, sem við barnabörnin röðuðum í okkur í tugatali og afi var heppinn ef hann náði nokkrum. Amma og afi voru ákaflega samrýmd og þegar afi féll frá fyrir átta árum var augljóst að amma hafði misst hluta af sjálfri sér líka. Í dag leggjum við ömmu við hlið afa og þótt við söknum hennar veit ég að hann er ánægður að sjá hana aftur og að þau munu una sér vel saman úti á Bakka- bakka í fallega firðinum sínum. Takk fyrir allt elsku amma. Öll sú ást og væntumþykja sem þið sýnduð mér er ljós sem ég ber með mér alla ævi. Eva Rós Stefánsdóttir. Eitt sinn glöddust englar Drottins svo mikið að þeir sendu einn af sínum gæsluvörð- um kvenlegs yndisþokka til jarðar. Ekki til að dreifa jafnt í þetta sinn. Nei, þeir völdu lítinn fjöllum girtan fjörð með fátæka og ríka, og daga bjarta og dimma. För þeirra barst að litlu húsi. Þar tóku þeir af sér pinkla og poka, útdeildu gjöfum sínum þar sem ungu hjónin Stefán og Sesselja bjuggu við þeirra tíma kjör. Gjafirnar skyldu börn þeirra prýða í fyllingu tímans. Börnin létu ekki eftir sér bíða. Þau eignuðust átta börn. Fjórar dætur sem hver fékk sína gjöf. Fjóra karlmannlega drengi. Gestir og gangandi virtu fyrir sér þessar gjafir Drottins er birtust í börnum þeirra og dá- sömuðu og mæltu í hversdags- leika dagsins. – Stefán og Sess- elja, eignist fleiri börn. – Árin liðu og dæturnar urðu augna- yndi ólofaðra manna og rólynd- issíldarskipstjóra sem gátu í blíðskaparveðri og vaðandi síld tekið net sín upp og siglt til hafnar, ef fréttist af þeim á balli. En tíminn líður og tekur sitt gjald og nú hefur síðasta barn ömmu og afa, Auðbjörg, kvatt þennan heim. Á úlnliðum hennar voru ekki glitrandi arm- bönd úr skíra gulli né men á hálsi úr skrautsteinum. Hún þurfti þess ekki með. Ungi pilt- urinn úr Skaftafellssýslu, Hall- grímur, dökkur á brún og brá, sá þessa blómarós, þau urðu hjón og bjuggu alla tíð fyrir austan á Neskaupstað. Elsta systirin, móðir mín, bjó líka í faðmi fjalla blárra en fyrir vest- an. Þangað voru vondir vegir, ef nokkrir, á sínum tíma. Auð- björg heimsótti hana og öll systkinin. Hallgrímur elskaði vélar og bíla, ók hratt yfir vötn og vöð með aðra hönd á stýri, beygði til hægri og vinstri, var allt í einu kominn á leiðarenda. Lögreglan stöðvaði hann fyrir vestan og spurði hvar væri hægt að kaupa svona bíl. Nú er fjörður afa og ömmu og barna þeirra ekki lengur hnit í lífi mínu. En orðin á milli lína sem enginn sér lifa og auðga eins og nafn hennar, Auðbjörg. Hún bar höfuðið hátt og lét aldrei bugast þó á móti blési. Ég kveð þig með þessum línum mínum og fjörðinn þinn sem tók svo vel á móti okkur á æskudögum liðnum. Stefán Finnsson. Auðbjörg Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.