Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér hefur unnist vel og nú er svo komið að þú getur tekið til úrlausnar verkefni sem lengi hefur legið í láginni. Sinntu sjálf- um/sjálfri þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búin/n til að greina á milli og velja þá leið sem farsælust er. Hugsaðu vel um sjálfa/n þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú verður þú að bretta upp erm- arnar og ganga í þau verk sem þú hefur látið sitja á hakanum. Hugleiddu viðbrögðin vel áður en þú leggur til atlögu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leitaðu leiða til að bæta heimilis- aðstæður þínar. Ef þú ákveður að gefa kost á þér verður þú að gæta þess vandlega að sýna tillitssemi og sveigjanleika. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það góða við að hafa tvöfaldan persónu- leika er að þú þarft ekki að bregðast við á einn veg. Með því að skilja þetta, öðlast þú al- sælu í samskiptum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst vinnan frábær því hún er nú flóknari og meiri en nokkurn tíma áður. Hverju sem þú trúir, virðist sem þú hafir upp- fyllt vel skyldur þínar við einhvern. 23. sept. - 22. okt.  Vog Annríki er lykilorð dagsins. Njóttu já- kvæðni þinnar meðan hún varir og reyndu að hitta alla sem þér er annt um í dag. Þú ert gædd/ur ríku sjálfstrausti, hefur góða skipu- lagshæfileika sem gera þig vel til forystu fall- inn/fallna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það ætti að vera öruggt að veðja á sjálfa/n sig. Reyndu að sigla milli skers og báru svo þú náir klakklaust landi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er engin ástæða til að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Ekki vera leið/ur – þetta hendir flesta, haltu ótrauð/ur áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu ekki að komast hjá því að leggja þig alla/n fram við þau verkefni sem þér eru falin. Reyndu að sýna þolinmæði í samskiptum við aðra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einungis þeir sem reyna við erfið verkefni eiga fyllilega eftir að meta dirfsku þína núna. Einn mesti styrkur þinn er sá að þú berð mikla virðingu fyrir öðru fólki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu allt sem þú getur til þess að koma hlutunum í skikkanlegt horf. Hvað svo sem þú velur þá muntu feta nýja braut. Sigurður Jónsson tannlæknirhefur gaman af því að kasta fram tækifærisvísum. Einhverju sinni var hann í Sundhöllinni sem oftar og í sturtunni á undan honum var maður sem hafði vatnið brennheitt. Þá kom þessi staka frá Sigurði: Blandarðu svona baðvatnið að boði þinna feðra eða til að venjast við velgjuna í neðra? Helgi Seljan hefur gaman af því að henda gaman að sjálfum sér: Ellin gjörir aldrei hlé, að ‘enni er mikill bagi. Held þó heilabúið sé hartnær barasta í lagi? Guðmundur Arnfinnsson lét þess getið að Vaðalfjöll hefði borið á góma í Vísnahorni – „en þau hafði ég fyrir augum dag hvern á heimaslóð og kvað um þau vísu: Vaðalfjöll í heiðið háa hefjast tröllaukin að sjá yfir völl og vatnið bláa vafin öll í sólargljá.“ Nú hefur komið í fréttum að Fiskistofa verði flutt til Akureyr- ar á nýársdag. Hjálmar Frey- steinsson segir á Boðnarmiði „Akureyri – með öllu“ og síðan: Akureyri af bæjum ber, búsældarleg þykir mér og fyrirmannlegt fólkið er. Fiskistofa er líka hér! Aðalsteinn Svanur Sigfússon skilur hvað að baki liggur flutn- ingnum: Á Akureyri er aldrei neitt til miska, til innfæddra er skemmtilegt að líta. Nú á að skoða þessa furðufiska og finna út hvort stofninn megi nýta. Guðmundur Halldórsson hefur næmt fegurðarskyn: Akureyri af bæjum ber í búsæld öðrum fremur, feiki verður fallegt hér er Fiskistofa kemur. Þorsteinn Erlingsson orti 27. júlí 1908: Margra hunda og manna dygð má sér aftur veita en þegar ég tapa þinni tryggð þýðir ei neitt að leita. Þessi staka kallast á við stöku Jóns S. Bergmanns, sem hann orti jólakvöldið 1918 þegar hann hafði ekki annað gesta en kött einn: Þótt mér bregðist hyllin hlý hæfir ekki að kvarta meðan ég á ítök í einu kattarhjarta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Elli kerlingu og Fiskistofu Í klípu „HALTU ÞÉR FAST FYRIR SNÚNINGINN – SJÁLFSTÆTT FRAMHALD ÞVOTTAVÉLARINNAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VAKNAÐU, PABBI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa svipað. HVAÐ MYNDI ÉG GERA EF LÍSA SEGÐI MÉR UPP? ER ÞETTA NÝTT FRANSKT VOPN? KANNSKI GETUM VIÐ NOTAÐ ÞAÐ TIL AÐ GRILLA SYKURPÚÐA! LÍTUR ÚT EINS OG STÓR TANNSTÖNGULL! EN GARDE, VÍKINGA- SVÍN! HMMM... ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG GRÁTARI.Snemma í júnímánuði ár hvertdregur Víkverji sig í hlé og hverf- ur í annan heim þar sem hann hleður rafhlöðurnar eftir íslenskan vetur. Þegar hann snýr aftur er hann endur- nærður á sál og líkama og á móti hon- um taka laufguð tré og grænir reitir. Þá er komið sumar. x x x Bið Víkverja eftir lóu á leiti ogblómi í haga hefst yfirleitt í febr- úar, þeim bölvanlega leiðinlega mán- uði. Þá hafa jólaljósin verið myrkvuð og kertaljós og kósýheit megna vart að bægja frá skammdegisþunglyndi hinna nöpru norðurslóða. x x x Samt er það svo að þegar sumri ferað halla er Víkverji jafnan farinn að þrá veturinn; myrkrið, frostið og norðurljósin. Hann kann að daðra við sólina en Vetur konungur er lífs- förunautur hans. x x x En nú bregður við nýjan tón. Sumarið hefur verið Víkverja gott; það hefur vafið hann mildum örmum og bægt hinum nístandi Kára frá, og aldrei þessu vant lætur sökn- uðurinn eftir vetri ekki á sér kræla. x x x Víkverji sér það nú í rósrauðumbjarma að rækta jurtir í blóma- pottum, fjárfesta í almennilegu grilli og iðka golf. Hann hlakkar til Hinseg- in daga og Menningarnætur og hugs- ar vart til haustsins. Þráin eftir rökkrinu er víðsfjarri. x x x Það er þó ekki svo að Víkverji hafisagt skilið við raunveruleikann. Hann veit sem er að sumarið er svik- ult og að rok og rigning og válynd veður gætu allt eins beðið handan næstu helgar. En þess nú heldur að njóta á meðan er. x x x Ef til vill er það lykillinn að farsæl-um árstíðaskiptum; að lifa í núinu og njóta þess sem manni er gefið. Víkverji vitnar í Chekhov: Fólk gætir ekki að því hvort það er vetur eða sumar þegar það höndlar hamingj- una. víkverji@mbl.is Víkverji Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúkasarguðspjall 2:11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.