Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 30

Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Böðvar Guðmundsson samdi óp- erutextann og skilaði honum til mín í byrjun árs 1988 en þá var ég reyndar kominn í Tónlistarháskól- ann í Freiburg í Þýskalandi. Um sumarið dvaldi ég einn mánuð í grískum sumarbústað með félaga mínum, tónskáldinu Georgios Sfi- ridis og þar hófst ég handa við smíði verksins. Upphaflega gerði ég ráð fyrir fjórum persónum í óperunni: Bald- ursbrá, Rebba, Spóa og Hrúti ásamt yrðlingum, sungnum af börnum. Þegar ég var hins vegar á leiðinni til Grikklands hugsaði ég með mér að best væri að einfalda söguþráðinn og sleppa yrðling- unum, láta söguna aðeins hverfast um aðalpersónurnar fjórar. Þegar ég kom hins vegar í gríska bústaðinn voru þar sjö ný- fæddir hvolpar fyrir. Þeir léku sér í garðinum, nudduðu sér við lapp- irnar á mér þar sem ég sat við skriftir eins og þeir væru að biðja um að fá að vera með í leiknum. Ég gat ekki annað en orðið við þeirri bón. Flestar laglínur óperunnar urðu til í Grikklandi en eftir að ég sneri aftur til Þýskalands endaði verkið ofan í skúffu og ég snerti það ekki áratugum saman. Mér fannst sögu- þráðurinn ekki nógu sterkur.“ Hvað varð svo til þess að þú tókst aftur upp þráðinn? „Sveinn Einarsson leikstjóri benti mér á hvar breyta þyrfti söguþræðinum svo verkið kæmist á flug. Ég endurskrifaði tónlistina 2011 og samdi sjálfur nýjan texta fyrir þriðja þátt en það verður að taka fram að andinn í verkinu, kar- akterarnir, eru Böðvars og ég hélt bara áfram í sama anda og hann. Ég lýk verkinu árið 2013, er að vinna í þessu með hléum, aðallega á Siglufirði. Tilraunir til þess að afla styrkja fyrir sviðssetningu óper- unnar í fyrra gengu erfiðlega, svo niðurstaðan varð að flytja óperuna á tvennum tónleikum sumarið 2014, á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og í Langholtskirkju.“ Viðtökurnar góðar „Við fengum frábæra dóma. Fjóla Nikulásdóttir söng Baldurs- brá, Eyjólfur Eyjólfsson var Spói, Jón Svavar Jósefsson stökk inn á síðustu stundu fyrir Rebba og Dav- íð Ólafsson var Hrúturinn. Krakk- arnir í hlutverki yrðlinganna stóðu sig frábærlega og ég var mjög heppinn með hljóðfæraleikara. Tón- leikarnir voru meira að segja til- nefndir til Íslensku tónlistarverð- launanna. Það þýddi að við gátum ekki látið staðar numið. Við yrðum að setja verkið á svið. Aftur var leitað styrkja og nú skipti sköpum myndarlegt framlag úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar í Hagkaupum. Fleiri styrkir, sem og velvild Hörpu og Íslensku óperunnar, gerðu okkur að endingu kleift að setja verkið á svið í Hörpu.“ Hvað er eiginlega ævintýra- ópera? „Ævintýraópera er óhefðbundin ópera einkum hugsuð fyrir börn. Nútímaóperur eru yfirleitt alvar- legs eðlis og skírskota beint til samtímans. Baldursbrá byggist hins vegar á tímalausu ævintýri, er gamansöm og tónmálið er yfirleitt hefðbundið. Þetta er saga um vináttu, svik, eðlislægt hatur sem hægt er að vinna bug á og síðast en ekki síst um drauminn sem verður að ræt- ast. Túlkunin á sögunni er samt vit- anlega hverjum og einum í sjálfs- vald sett.“ Yngri áhorfendur koma ekki fyrst upp í hugann þegar óperur ber á góma. „Mig langaði til að skapa verk sem höfðaði til barna líkt og leikrit Thorbjörns Egner en sem sprytti upp úr íslensku umhverfi. Ég vildi að verkið talaði beint til þeirra en hefði samt alþjóðlega skírskotun. Ég notaði íslensk þjóðlög, rímnalög og þulur sem og dansa. Önnur fyrirmynd var ítalska tón- skáldið Claudio Monteverdi. Hann notaði öll stílbrigði sem þá voru þekkt í tónlist um 1600, bæði gömul og ný og úr varð nýtt form, óperan. Ég reyndi að hafa tónlistina eins fjölbreytta og kostur var og gerði reyndar í því að fara fram úr sjálf- um mér í þeim efnum. Hvert ein- asta sviðsatriði átti að koma áheyr- andanum í opna skjöldu en þó þannig að börn hefðu trú á því.“ Þjóðlegt á Siglufirði Þú stóðst að stofnun Þjóðlagaset- urs og Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Hvað er að gerast á þeim vett- vangi? „Við stofnuðum Félag um Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar árið 1999 og í kjölfarið var fyrsta Þjóðlagahátíðin haldin árið 2000. Þjóðlagasetrið var sett á laggirnar árið 2006 og því fylgdi þjóðlaga- söfnun um allt land. Það sem þetta starf hefur helst skilað er að ungt fólkt lætur sig þjóðlagaarfinn meira varða en áður. En það hefur gengið mjög erfið- lega að reka setrið eftir að fjár- laganefnd hætti að styrkja það. Það Ævintýraóperan Baldursbrá  Gunnsteinn Ólafsson lærði tónsmíðar í Ungverjalandi  Ævintýraóperan endaði í skúffunni þar sem hún beið í rúm 20 ár  Tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014  Þjóðlög á Siglufirði og þjóðlagasetur þar í bæ Heilsar Gunnsteinn heilsar upp á Gústa Guðsmann í Báta- húsi Síldarminjasafnsins á þjóðlagahátíð. »Ég reyndi að hafa tón-listina eins fjölbreytta og kostur var og gerði reyndar í því að fara fram úr sjálfum mér í þeim efn- um. VIÐTAL Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Gunnsteinn Ólafsson kemur víða við. Hann setti á fót þjóðlagahátíð á Siglufirði og stofnaði Þjóðlagasetur þar í bæ. Hann er náttúruverndar- sinni, tónlistarkennari, stjórnandi Háskólakórsins og höfundur ævintýraóperunnar Baldursbrár, svo fátt eitt sé nefnt. Baldursbrá, sem Gunnsteinn samdi ásamt Böðvari Guðmunds- syni var frumflutt á tónleikum á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði síð- asta sumar og var í kjölfarið til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna. Nú á að sýna hana í Hörpu hinn 29. ágúst. 27 ár í vinnslu Hvert er upphaf Baldursbrár? „Upphaf þessa verks má rekja til ársins 1987 þegar ég var á ferðalagi í Transylvaníu. Þá var ég við nám í tónsmíðum í Búdapest í Ungverja- landi á fjórða og síðasta ári. Sagan af Baldursbrá varð til og ég fékk styrk frá Lista- og menningarráði Kópavogs til þess að gera barna- óperu úr efniviðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.