Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Hefur þú séð þennan mann?
2. „Ég er einn í klefanum núna“
3. Selur á tjaldstæðinu í Laugardal
4. Ránsfengurinn hleypur á milljónum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fimmtudaginn 6. ágúst opnar
Georg Óskar sína tíundu einkasýn-
ingu, myndlistarsýninguna „Lust for
life“, í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16.
Opnunin sjálf er klukkan 17.00-
19.00.
Georg (f. 1985) er frá Akureyri,
kláraði Myndlistaskólann á Akureyri
árið 2009 og stundar nú masters-
nám við Listaháskólann í Bergen í
Noregi.
Lust for life í SÍM-
salnum á fimmtudag
Í kvöld verður fyrsti kvöldviðburður
Hinsegin daga í Iðnó og ber hann
heitið Stellukvöld í Iðnó. Viðburður-
inn hefst klukkan 21.00 en húsið
verður opnað klukkan 20.30.
Tónlistar- og baráttukonan Stella
Hauks lést í janúar síðastliðnum.
Tónlist Stellu verður í fyrirrúmi
ásamt minningabrotum vina og fé-
laga. Stella barðist
fyrir konur – með
konum, fyrir réttlæti
gegn óréttlæti, og
mátti oft hljóta bágt
fyrir. Söng um ástir
kvenna til kvenna.
Hljómsveit
Tomma Tomm &
Andrea Gylfa, Dísa
Hreiðars & band,
Bogga Ísleifs &
band, Hörður
Torfa og Bjart-
mar Guðlaugs
koma fram.
Fyrsti viðburður Hin-
segin daga í kvöld
Á miðvikudag Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning á
Austurlandi, dálítil súld á annesjum á norðvesturlandi en bjart með
köflum á Suðvesturlandi. Hiti 8 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-18 m/s hvassast á Suðaust-
urlandi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Rigning á austanverðu
landinu en skýjað með köflum fyrir vestan. Hiti 8 til 19 stig.
VEÐUR
„Mér líður virkilega vel,“
sagði Hrafnhildur Lúthers-
dóttir meðal annars við
Morgunblaðið, en hún synd-
ir í kvöld fyrst íslenskra
kvenna til úrslita á HM í
Kazan. Eftir tvo keppnis-
daga hafa þegar fallið þrjú
Íslandsmet auk þess sem
Anton Sveinn Mckee náði
lágmarki inn á Ólympíu-
leika. Bæði nefndu þau
hversu góður andi væri í ís-
lenska hópnum ytra. »1
Hrafnhildur synd-
ir til úrslita á HM
Alex Oxlade-Chamberlain var hetja
Arsenal þegar hann tryggði liðinu 1:0
sigur á Chelsea í leiknum um Sam-
félagsskjöldinn sem markar upphaf
nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni.
Fram að sigrinum hafði Arsenal ekki
haft betur gegn Chelsea í þrettán
síðustu til-
raunum
sínum.
»3
Chamberlain tryggði
Arsenal skjöldinn á ný
Blikur eru á lofti um að þátttaka Ís-
landsmeistara KR í Evrópukeppninni í
körfuknattleik sé í uppnámi. Í til-
kynningu sem Evrópska körfuknatt-
leikssambandið gaf út í gærkvöldi er
ekkert íslenskt félagslið skráð til
leiks, en svo virðist sem keppnis-
fyrirkomulagi hafi verið breytt og lið-
um fækkað. Farið er yfir málið í
Morgunblaðinu í dag. »1
Þátttaka KR-inga í
Evrópu í uppnámi?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Taugarnar hingað vestur á Strandir eru sterkar og hafa alltaf
haldist,“ segir Gunnar Þórðarson tónskáld. „Hér er ég fæddur og
ólst upp fyrstu árin, þar til fjölskyldan flutti til Keflavíkur. Það var
einhver tilfinningasemi sem greip mig árið 2001 þegar ég frétti að
æskuheimili mitt væri til sölu. Þá stóðst ég ekki mátið og keypti
húsið, sem var í mikilli niðurníðslu. Ég fékk iðnaðarmenn til að
sinna endurbótum og ýmsu gat ég sinnt sjálfur. Og nú hefur húsið
fengið alveg nýjan svip og hér hef ég verið löngum stundum síð-
ustu árin.“
Gunnarshólmi við Kópanesbraut á Hólmavík er eitt af reisulegri
húsunum í kauptúninu. Það var reist árið 1913 og er í hefðbundn-
um stíl síns tíma, það er kjallari, hæð og ris. Það var lengi kallað
Björnshús en núverandi eigandi nefnir það Gunnarshólma.
„Hér bjuggu afi minn og amma og síðar foreldrar mínir, Guðrún
Guðbjörnsdóttir og Þórður Björnsson. Það var svo árið 1952 sem
síldin hvarf og um líkt leyti kom varnarliðið og allir gátu fengið
vinnu á Keflavíkurflugvelli. Það lá því nokkuð beint við að flytja á
Suðurnesin, eins og margir héðan af Ströndunum gerðu. Þar suð-
ur frá átti ég heima fram á þrítugsaldurinn en hef verið í fjörutíu
ár í höfuðborginni.“
Gítarinn er alltaf nærri
Gunnar Þórðarson er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðar-
innar. Lögin hans skipta hundruðum; eða hver kannast ekki við
Fyrsta kossinn, Bláu augun þín, Við Reykjavíkurtjörn, Vetrarsól,
Þitt fyrsta bros, Himin og jörð og svo mætti lengi áfram telja. Síð-
ari árin hefur Gunnar í ríkari mæli sinnt útsetningum og tón-
smíðum og þar hefur gamli popparinn róið á mið sem fáir hefðu
séð fyrir. Þar er skemmst að minnast óperunnar Ragnheiðar eftir
Gunnar og Friðrik Erlingsson, sem flutt var fyrir tveimur árum.
Þar var lagt út frá ævi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur
í Skálholti og vakti þessi nálgun á örlagasögu hennar mikla athygli
og var góður rómur gerður að.
„Að skrifa út óperu er tveggja til þriggja ára verkefni. Ragn-
heiði vann ég að stórum hluta hér fyrir vestan. Og þetta er orðið
ósköp þægilegt þegar maður hefur tölvuna og vinnur tónlistina
þannig þó að gítarinn sé auðvitað alltaf nærri,“ segir Gunnar kím-
inn á svip. Hann upplýsir að um þessar mundir vinni hann að gerð
annarrar óperu, hvar sótt er í hinn sögulega arf. Hann vill þó ekki
upplýsa nánar hver efniviðurinn sé.
Hér vinnst mér vel
„Oft er ég hér eina til tvær vikur í senn og hér vinnst mér vel,“
segir Gunnar. Bætir við að ekki sé nema þriggja og hálfs tíma
akstur úr Reykjavík um Dali. Þar muni um nýlegan veg yfir
Þröskulda og á þeirri leið er farið um höfuðból Dalasýslunnar – en
það tengist nafni Gunnars sem er höfundur hins vinsæla lags Er
ég kem heim í Búðardal sem allt eins gæti verið um Hólmavík.
Er ég kem heim á Hólmavík
Gunnar Þórðarson situr við og
semur nýja óperu í húsi bernsku
sinnar norður á Ströndum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tónskáld „Tilfinningasemi greip mig þegar ég frétti að æskuheimili mitt væri til
sölu,“ segir Gunnar Þórðarson, sem er með mörg járn í eldinum sem endranær.