Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  181. tölublað  103. árgangur  SPILAR Á GÍT- AR Í BÆNUM OG FÆR AURA GOTT AND- RÚMSLOFT OG ÞÉTT BÖND TÓNLEIKAR ÞAR SEM ALLIR ÞEKKJA LÖGIN OG SYNGJA MEÐ INNIPÚKINN 33 FISKIDAGURINN Á DALVÍK 30BÝR Í BANDARÍKJUNUM 10 Veðrinu hefur verið misskipt á landinu síð- ustu vikur. Meðan fólk hefur baðað sig í sól á Suðvesturlandi hefur verið blautt og kalt víða norðanlands og austan og enn er víða mikill snjór á hálendinu. Nú í byrjun ágúst er enn allur akstur bannaður á sex svæðum á hálendinu. „Það er alveg á hreinu að það hefur ekki verið svona mikill snjór í Öskju síðan 1980. Ég hef verið þar uppfrá hvert einasta sumar síðan þá,“ sagði Gísli Rafn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Myvatn Tours í Mývatnssveit. Í síðustu viku tókst að moka síðasta spölinn að bílaplaninu við Öskju. Þar voru 300-400 metra langir skaflar og 2-3 metrar að dýpt. Mjög kalt er á þessum slóðum og sumar næt- ur frystir. Ólíklegt þykir vegna ófærðar að Gæsavatnaleið opnist í sumar. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks, Ís- lendingar sem erlendir ferðamenn, sótt í miðborgina og notið sín í sólinni við Austur- völl. Veitingamenn eru ánægðir með vertíð- ina. »2, 4 og 14 Fólk baðar sig í sól á Suðvesturlandi en snjórinn hamlar för á hálendinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Austurvöllur Veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur eru ánægðir með sumarvertíðina og síðustu vikur hefur bekkurinn verið þétt setinn við Austurvöll. Veðri misskipt það sem af er sumri Ljósmynd/Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Askja Ferðamenn ganga á snjó frá bílaplaninu og inn að Víti og Öskju. Þar er enn mikill snjór. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dimítrí Medvedev, forsætisráð- herra Rússlands, skipaði fyrir um það í Moskvu í gær að kannað yrði hvort Rússland ætti að grípa til við- skiptaþvingana gegn sjö löndum, Ís- landi þar á meðal, til viðbótar þeim löndum sem Rússar hafa þegar bannað innflutning frá. Medvedev greindi jafnframt frá því að hann myndi stýra rannsókninni sjálfur. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra segir að utanríkis- ráðuneytið sé að reyna að afla frek- ari upplýsinga um það hversu mikil alvara sé í þessu hjá Rússum. „Auðvitað veldur þetta áhyggjum. Við höfum haft áhyggjur af því allan tímann að lenda á viðskiptabann- lista hjá Rússum. Þessar fréttir eru ekki til þess fallnar að draga úr áhyggjum okkar,“ sagði utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Miklir hagsmunir í uppnámi Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að viðskiptabannið hafi sett mikla hagsmuni Íslands í uppnám, en útflutningur sjávarfangs, fros- inna loðnuafurða, makríls og síldar til Rússlands er á bilinu 21 til 25 milljarðar á ári, að hans sögn. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í gær að í hans huga hefði ekki komið til greina að Ísland stæði fyrir utan framlengingu á viðskiptabanni Evr- ópusambandsins, Bandaríkjanna og Kanada á Rússland. Medvedev skoðar bann  Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir stjórnvöld allan tímann hafa haft áhyggjur af því að Ísland lenti á viðskiptabannlista hjá Rússlandi MMedvedev kannar … »6 Viðskiptaþvinganir » Rússar kanna hvort þeir setji gagnviðskiptaþvinganir á sjö lönd til viðbótar þeim ríkj- um sem þegar eru í banni. » Ísland er eitt þessara sjö landa. Hin löndin eru Svart- fjallaland, Albanía, Noregur, Liechtenstein, Úkraína og Georgía. Nýskráðir raf- bílar hér á landi eru orðn- ir 206 það sem af er þessu ári. Samtals er 521 ökutæki í rafbílaflota landsmanna samkvæmt upplýsingum Önnu Margrétar Björnsdóttur á Samgöngustofu. Um síðustu mánaðamót voru 323.115 ökutæki á skrá. Hlutfall hreinna rafbíla er 0,16%. Blendingsbílar sem nýta rafmagn að einhverju leyti sem orkugjafa eru fleiri, eða 1.557 til viðbótar. Rafbílum tók að fjölga verulega eftir að öll gjöld á þá voru felld niður; virðisaukaskattur, vörugjald og bifreiðagjald. Á árunum 2005 til 2011 voru aðeins 13 til 15 hreinir rafbílar í landinu. Óljóst er hve lengi rafbílar munu njóta opinberra ívilnana. Þær gilda aðeins í eitt ár í senn. Í nágranna- löndunum eru uppi áform um að falla frá slíkum stuðningi. gudmundur@mbl.is » 12 Rafbílum hefur fjölg- að mikið  „Ég er gríðar- lega ánægð og líð- ur mjög vel. Þetta sýnir að það er allt hægt og við getum gert stóra hluti þó að við séum frá litlu landi,“ sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en fyrr um daginn synti hún fyrst íslenskra kvenna til úrslita á heimsmeistara- móti í 50 metra laug í Kazan í Rúss- landi. Hrafnhildur endaði í sjötta sæti, sem var langt fyrir ofan væntingar hennar fyrir mótið. Hún viðurkenndi að stressið hefði heldur betur sagt til sín fyrir úrslitasundið. » Íþróttir Hrafnhildur synti inn í sögubækurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir  Innfluttum ís- og frystiskápum til heimilisnota fjölgaði um 73% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við fyrstu sex mánuðina í fyrra, sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni. Inn- flutningur á sjónvarpstækjum jókst enn meira og tvöfaldaðist á milli ára. Þá voru 86% fleiri þvottavélar flutt- ar til landsins á fyrri árshelmingi en á sama tímabili í fyrra. „Það má gera ráð fyrir því að nið- urfelling vörugjalda spili þarna tölu- vert inn í en þetta er svo sem einnig í takt við annað í hagkerfinu,“ segir Konráð S. Guðjónsson hjá greining- ardeild Arion banka. »16 Kippur í innflutningi á heimilistækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.