Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 6
SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dimítrí Medvedev, forsætisráð- herra Rússlands, fyrirskipaði í Moskvu í gær að stjórnkerfið greindi nýjustu fréttir af viðskipta- þvingunum gegn Rússlandi og kannaði hvort ástæða væri til þess að Rússar beittu gagnþvingunum gegn fleiri löndum en hingað til. Rússar hafa þegar bannað innflutn- ing á vörum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Kanada, Ástralíu og Noregi. Það bann gildir til 5. ágúst 2016. Þetta kom fram á rússneska vef- miðlinum https://news.mail.ru/poli- tics/ í gær. Þar kom fram að rann- sókn rússneskra stjórnvalda yrði stýrt af Medvedev sjálfum og myndi beinast gegn eftirtöldum löndum: Svartfjallalandi, Albaníu, Íslandi, Noregi, Liechtenstein, Úkraínu og Georgíu, sem staðfestu þátttöku sína þann 30. júlí sl. í framlengingu á viðskiptabanni Evr- ópusambandsins á Rússa. Talsmaður rússneskra stjórn- valda, Dimitry Peskov, sagði blaða- og fréttamönnum í Moskvu í gær að Rússland kynni að grípa til gagn- þvingana gegn ofangreindum sjö löndum. Noregur beittur viðskiptabanni Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi að þessi rússneski fréttaflutningur væri einkennilegur og orkaði jafn- vel tvímælis vegna þess að þau lönd sem væru talin upp að ætti að kanna með hugsanlegar gagnvið- skiptaþvinganir Rússa hefðu öll áð- ur verið þátttakendur í viðskipta- banninu, að Georgíu undanskilinni. Noregur væri nú þegar beittur við- skiptabanni af hálfu Rússa. „Þetta er enn mjög óljóst og óljóst hvað Medvedev er að segja. Við getum lítið annað gert en að fylgjast með og við erum að reyna að afla frekari upplýsinga um það hversu mikil alvara er í þessu hjá Rússum,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði að utanríkisráðuneyt- ið væri að sjálfsögðu alltaf reiðubúið að aðstoða útflytjendur. „Frá því að þvinganirnar tóku gildi gagnvart Rússum hefur enginn útflytjandi óskað aðstoðar ráðuneytisins, sendi- ráða eða Íslandsstofu við að finna nýja markaði,“ sagði ráðherra. „Auðvitað veldur þetta áhyggjum. Við höfum haft áhyggjur af því allan tímann að lenda á viðskiptabanns- lista hjá Rússum. Þessar fréttir eru ekki til þess fallnar að draga úr áhyggjum okkar,“ sagði utanríkis- ráðherra. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að viðskiptabannið hafi sett mikla hagsmuni Íslands í uppnám. Jens Garðar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir hags- munir sem væru í húfi fyrir íslensk- an sjávarútveg á ársgrundvelli, ef Rússar beittu viðskiptabanni gegn Íslandi, væru á bilinu 21 til 25 millj- arðar króna. „Í heildina erum við að flytja út til Rússlands vörur fyrir um 30 milljarða króna á ári og þar af vega loðnuafurðir, síld og makríll langmest, eða 21 til 25 milljarðar króna, en Rússar taka um 80% af öllum frystum loðnuafurðum okk- ar,“ sagði Jens Garðar. Hann segir að þetta sé í annað skiptið sem atvinnugreinin fái frétt- ir af viðskiptabanni gegn Rússlandi í gegnum erlenda fjölmiðla. Fyrst hafi það verið þegar viðskiptabannið var samþykkt. Þá hafi SFS fengið fréttirnar af því eftir að skrifað hafði verið undir og sama hafi gerst í síðustu viku, þegar framlenging viðskiptabannsins var ákveðin. SFS hafi fyrst frétt af málinu í gegnum rússneska fjölmiðla. „Mér finnst að það mættu vera aðeins liprari sam- skipti á milli utanríkisþjónustunnar og atvinnugreinarinnar, því að þarna eru gríðarlegir hagsmunir í húfi,“ sagði Jens Garðar. Árangurslitlar þvinganir „Mér hefur sýnst það síðustu ár og áratugi að viðskiptaþvinganir séu ekki að bera neinn árangur. Við Íslendingar höfum tekið ákveðin skref til þess að reyna að auka verslun og viðskipti við mörg lönd, þar á meðal við Rússland. Ég hefði haldið að það væri betra fyrir al- menning í Rússlandi ef landið væri opið og það væri frjáls verslun og viðskipti á milli landa,“ sagði Jens Garðar. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, seg- ir að í hans huga hafi ekki komið til greina að Ísland stæði fyrir utan framlengingu á viðskiptabanni Evrópusambandsins, Bandaríkj- anna og Kanada á Rússland. Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á því að utanríkismálanefnd fundaði um málið í dag eða á morg- un. „Þetta eru samstilltar aðgerðir allra Vesturlanda og í mínum huga hefði ekki komið til greina að Ís- land stæði fyrir utan þessar aðgerð- ir. Aðgerðirnar voru ákveðnar í ljósi atburða sem áttu sér stað í Úkraínu og á Krímskaga. Öll NATO-ríkin eru með í þessum að- gerðum og öll ríki á Evrópska efna- hagssvæðinu. Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Íslandi ef við tækjum ekki þátt í aðgerðum af þessu tagi,“ sagði Birgir. Medvedev kannar gagnþvinganir  Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir gríðarlega hagsmuni í húfi fyrir íslenskan sjávar- útveg  Utanríkisráðherra telur að fréttirnar um Medvedev frá Rússlandi orki jafnvel tvímælis Morgunblaðið/Ómar Útflutningur Íslenskar sjávarafurðir, einkum frystar loðnuaafurðir, síld og makríll, fyrir 21-25 milljarða eru fluttar til Rússlands ár hvert. Birgir Ármannsson Gunnar Bragi Sveinsson Jens Garðar Helgason Dimítrí Medvedev 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 „Þetta gekk mjög vel miðað við að- stæður. Völlurinn var erfiður en stuttu áður en ég fór inn á rigndi hressilega og það hafði sitt að segja. Við eigum því töluvert inni, eins og til dæmis á yfirferðinni og á brokki. En ég get ekki verið annað en mjög sáttur,“ segir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, sem stendur efstur eftir forkeppni í fjórgangi á Heimsleikum íslenska hestsins í Herning í Danmörku á stóðhest- inum Hrímni frá Ósi með 7,47 í ein- kunn. Guðmundur hlakkar til að mæta í A-úrslitin á sunnudaginn því hann segir Hrímni vera í feikna formi og hann virki alltaf vel í úrslitum. Næst er þó töltkeppni hjá Hrímni og Guðmundi á morgun. Spennan er mikil á mótum sem þessum jafnt meðal knapa og áhorf- enda. Kona Guðmundar, hin norska Eva Dyröy, hélt í sérvisku sína og horfði ekki á eiginmann sinn í for- keppninni. „Ég hef ekki horft á for- keppni hjá þeim í allt sumar og þorði því ekki að gera það heldur núna,“ segir Eva hlæjandi en hún ætlar þó að horfa á þá í úrslitum og hvetja til dáða. Í öðru til þriðja sæti í fjórgangi eru Johanna Tryggvason á Fönix frá Syðri-Hóli sem keppir fyrir Þýskaland og Nils Christian Lar- sen á Viktor fra Diisa með ein- kunnina 7,43 og eru þeir fulltrúar Noregs. Þá eru Kristín Lárusdóttir og Þokki efst í B-úrslit með 7,10 í ein- kunn. Jóhann Skúlason á Garpi frá Højgaarden lauk ekki keppni því að svokallað fylliefni sem var í hófi hestsins féll úr og því var sýning hans stöðvuð. Íslensku ungmennin stóðu sig vel. Guðmunda Ellen Sig- urðardóttir og Týr frá Skálatjörn hlutu 6,40 í einkunn og eru í fimmta sæti í keppni ungmenna. Jóhanna Margrét Snorradóttir á Stimpli frá Vatni komst í B-úrslit ungmenna með 6,33 í einkunn. Fresta þurfti hæfileikadómum sex vetra hryssna vegna rigningar og fer sá dómur því fram í dag. thorunn@mbl.is Efstur en á mikið inni fyrir úrslitin  Völlurinn nokkuð erfiður eftir rigningu  Guðmunda Ellen komst í A-úrslit ungmenna og Jó- hanna í B  Kristín og Þokki efst í B-úrslitum  Jóhann lauk ekki keppni því fylliefni féll úr skeifu Ljósmynd/Eiðfaxi Fjórgangur Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi á tölti. Ljósmynd/Eiðfaxi Stuð Íslenskir áhorfendur styðja vel við bakið á sínu fólki með fána á lofti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.