Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18
Hitamet hafa ekki verið slegin í sum-
ar en þó hefur blíðviðri verið ráðandi,
sérstaklega í júlí. Mikill fjöldi ferða-
manna og borgarbúa hefur sótt í
miðbæinn í sólinni og notið sín við
Austurvöll.
Veitingamenn á svæðinu eru
ánægðir með vertíðina og segja hana
með besta móti. Staðir sem bjóða
upp á útisvæði standa sérstaklega vel
og hafa haft forskot í samkeppni um
kúnnana á meðan sólin skín.
Einhverjir hafa haft orð á því í
sumar að bærinn sé orðinn fullur af
útlendingum en veitingamenn segja
allt að helming gesta innlendan, sér-
staklega þegar sólin skín.
Guðný Atladóttir, framkvæmda-
stjóri Cafe París, segir júlímánuð
hafa verið með allra besta móti.
„Þetta hefur verið ofsalega ljúft. Það
er búin að vera mjög skemmtileg
stemning og það er kominn lífvæn-
legur rekstur í kring þannig að Aust-
urvöllur hefur orðið enn líflegri.“
Hún segist ánægð með nágrann-
ana og það sé frekar til búbótar en
hitt að meira líf færist yfir svæðið.
Sumrin í fyrra og þar áður voru
heldur döpur, rigning meira og
minna, en nú hefur brugðið til betri
vegar. „Ef það er sól og gott veður er
alltaf fullt hjá mér á útisvæði og það
hefur verið alla daga í júlí“
Slegist um ölsöluna
Sumarið hefur slegið met í matsölu
á staðnum en í áfenginu hefur harðn-
andi samkeppni haldið aftur af sams
konar meti í þeirri sölu. Margir barir
hafa opnað á svæðinu og bjóða upp á
tilboð í samkeppni hver við annan en
láta þó vel af sumrinu, næg umferð
hafi verið um staðina.
Á Micro Bar segir Árni Hafstað
eigandi aðsóknina hjá sér aðeins hafa
dvínað miðað við síðasta sumar. „Við
erum búnir að vera síðan 2012 og það
hefur dregist aðeins saman núna en
það kom loksins samkeppni á þessum
markaði. Við vorum eiginlega eini
bjórbarinn frá því við opnuðum og
þangað til í desember, þá komu tveir
barir í viðbót. Menn eru að sækja á
sama markað.“
Sumarið segir hann þó hafa verið
með ágætum. bso@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blíða Veðrið hefur verið ágætt í borginni og sólskinsdagarnir í sumar eru orðnir nokkuð margir.
Viðhald Blómin þurfa sinn sopa ekki síður en ferðamenn.
Harðnandi samkeppni
í ölsölu í miðbænum
Vinsælt Alþingishúsið setur svip á miðborgina og margir staldra þar við. Mikill mannfjöldi á Austurvelli í blíðviðri í sumar
Samkvæmt upplýsingum á vef
Fiskistofu var í gær búið að landa
tæplega 60 þúsund tonnum af mak-
ríl á árinu. Á sama tíma í fyrra var
búið að landa rúmlega 70 þúsund
tonnum. Athygli vekur að í ár hafa
smábátar sem veiða með línu og
handfæri veitt um 90 tonn, en á
þriðja þúsund tonna á sama tíma í
fyrra.
Fram kemur á heimasíðu Síldar-
vinnslunnar að makrílvertíðin hafi
hafist hjá fyrirtækinu um 10. júlí.
Um verslunarmannahelgina hafði
9.383 tonnum verið landað til
vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnsl-
unnar og kemur sá afli af þremur
skipum; Berki NK, Beiti NK og
Bjarna Ólafssyni AK. Þá höfðu
frystiskipin Kristina EA og Hákon
EA landað um 3.500 tonnum í
frystigeymslur Síldarvinnslunnar
fyrir helgina.
Á heimasíðunni kemur fram að
veiðar hafi gengið vel um helgina
og kom Börkur með 600 tonn til
löndunar á mánudag. Beitir var í
gær að leggja af stað í land með 850
tonn en Bjarni Ólafsson var á mið-
unum. Frystiskipið Vilhelm Þor-
steinsson landaði 500 tonnum á
mánudag og Kristina var í gær að
landa rúmlega 2.000 tonnum.
Búið að veiða um 60 þúsund tonn af makríl
á vertíðinni – lítið hefur verið veitt á króka
Hið árlega Grímsævintýri verður
haldið að Borg í Grímsnesi næst-
komandi laugardag. Um er að
ræða fjölskylduhátíð þar sem
kennir ýmissa grasa. Meðal ann-
ars verður tombóla þar sem allur
ágóði rennur til góðgerða og
líknarmála.
Fram kemur í tilkynningu um
hátíðarhöldin að tombólan hafi
verið haldin frá árinu 1926. Með-
al annars verður handverks- og
matarmarkaður auk þess sem
hjálparsveitin Tintron sýnir tæki
sín og tól. Skátarnir á Úlfljóts-
vatni verða með útieldhús þar
sem hægt verður að poppa og
baka brauð yfir opnum eldi. Frítt
verður í sund á meðan á hátíðinni
stendur og er aðgangur að hátíð-
inni ókeypis.
Grímsævintýri eru árviss við-
burður laugardaginn eftir versl-
unarmannahelgina. Að hátíðinni
stendur kvenfélag Grímsnes-
hrepps.
Fjölskylduhátíð að Borg næsta laugardag