Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsetakosn-ingar farafram í Bandaríkjunum eft- ir 15 mánuði. Fjöl- miðlar þar í landi hafa í hálft ár látið eins og kjördagur sé daginn eft- ir. Það er auðvitað afrek að halda slíkum dampi svo lengi. Það er mikið undir og það hjálpar að prófkjör flokkanna tveggja eru fyrirferðarmikil og aðdragandinn langur. Repúblik- anaflokkurinn, sem vann síðustu þingkosningar, telur sig eiga möguleika á því að ná Hvíta hús- inu úr höndum Demókrata. Sú von ýtir undir framboð metn- aðarfulls fólks og hafa 17 fram- bjóðendur hafið opinbera bar- áttu um að fá að vera í framboði fyrir flokkinn á næsta ári. Skipt- ar skoðanir eru um hvort þessi fjöldi framboða styrki eða veiki Repúblikanaflokkinn. Óneitan- lega nær hann mikilli athygli en ekki er endilega víst að hún sé öll eftirsóknarverð. Framboð auðmannsins Donalds Trump þykir hafa minnt á stemningu sem verður eftir að minkur ber dyra í hænsnabúinu. Trump fer mikinn og er ekki vandlátur á efni eða orðfæri. En með því hefur hann ekki aðeins náð athygli, heldur miklum stuðningi, sem haldist hefur lengur en fréttaskýrendur töldu líklegt og fremur farið vax- andi en hitt. Mótframbjóðendur hans innan flokksins vona að þegar Trump neyðist í málefna- legar umræður við þá, en sé ekki einn með blaðamanna- skara á eftir sér, muni staðan lagast. Demókratamegin virtist allt með öðr- um brag. Hillary Clinton var fremur eins og að undirbúa krýn- ingu sína sem forsetaframbjóð- andi en vera í baráttu í prófkjöri Demókrata. Hún hefur enn mikla yfirburði á hugsanlega og yfir- lýsta mótframbjóðendur í flokkn- um. En þó hefur verulega dregið úr þeim yfirburðum. Þannig hefur stuðningur við sósíalistann Bernie Sanders vax- ið hraðar en nokkurn hefði grun- að. Eyðing Hillary Clinton á 30.000 „persónulegum“ tölvu- póstum úr tölvukerfum sem hún rak heiman frá sér á meðan hún var utanríkisráðherra hefur skaðað trúverðugleika hennar verulega. Sama er að segja um auðsöfnun þeirra hjóna síðustu árin. Þetta hefur leitt til þess að nú eru taldar auknar líkur á að Joe Biden varaforseti ákveði að bjóða sig fram sem forsetaefni. Aldur þessara helstu vonar- peninga bandarískra stjórnmála er eftirtektarverður. Bernie Sanders verður 74 ára 8. septem- ber. Donald Trump varð 69 ára 14. júní sl. Hillary verður 68 ára 26. október nk. og Joe Biden verður 73 ára 20. nóvember nk. Kannski gefur þetta unglingn- um Jeb Bush (62 ára frá því í febrúar) aukna möguleika á kjöri. Sviptingar eru í framboðsmálum vestra þótt langt sé í kjördag} Eru kosningar vestra á morgun? Í Morgunblaðinu ígær var þessi frétt ein af mörgum eftirtektarverðum: „Heiki Maas, dóms- málaráðherra Þýskalands, rak í dag Harald Range ríkissaksóknara úr embætti. Range hafði áður sakað ráðherrann um að hafa óeðlileg afskipti af rannsókn á máli sem varðar þýska vefmiðilinn Netz- politik.org. Ríkissaksóknari hefur að und- anförnu rannsakað hvort tveir blaðamenn vefmiðilsins hafi gerst sekir um landráð með því að birta sérstök leyniskjöl um starfsemi þýsku þjóðarörygg- isstofnunarinnar. Fram kemur í skjölunum að stofnunin hafi hug á því að herða eftirlit sitt með internetinu. Málið hefur vakið mikla at- hygli í Þýskalandi. Mótmæli voru haldin þar sem ríkis- saksóknari var sakaður um að vega að tjáningarfrelsinu með því að reyna að þagga niður í rannsóknarblaðamönum. Dómsmálaráðherrann til- kynnti um fregnirnar á blaða- mannafundi í dag. Gildir uppsögnin frá og með deginum í dag. Range, sem er 67 ára gamall, átti ekki að láta af emb- ætti fyrr en á næsta ári.“ Fyrstu viðbrögð fjölmiðils eru að fagna því að hið opinbera komist ekki upp með að beita valdi sínu til að þagga nið- ur í frjálsum fjölmiðlum. Að vísu er nýlegt íslenskt dæmi til um að sumir fjölmiðlar þar láta stjórn- málalegan rétttrúnað sinn ráða afstöðu sinni til þess þáttar, sem í öðrum tilvikum væri talinn heil- agur, þegar „litlir símamenn“ af öðru sauðahúsi ættu í hlut. En fréttin frá Þýskalandi er athyglisverð frá íslensku sjón- armiði af annarri ástæðu. Hún er sú að dómsmálaráðherra ákveður, með samþykki kanslara Þýskalands, að vísa ríkis- saksóknaranum samstundis úr embætti vegna ágreinings um hvaða mál eigi að rannsaka og hugsanlega beina til dómstóla. Á Íslandi væri óhugsandi að sjálf- stæðum ríkissaksóknara yrði vikið frá af slíku tilefni. Fréttir af brott- rekstri þýska ríkis- saksóknarans sýna ólíkar stjórn- skipulegar áherslur} Merkilegur munur Ó tti er sterk tilfinning sem hefur lifað með mannfólkinu í árþús- undir. Þegar hætta steðjaði að komust þeir forfeður okkar lífs af sem hlupu umsvifalaust í skjól – jafnvel þegar óttinn reyndist ástæðulaus. Óttinn er lamandi. Þegar hann hefur náð fót- festu reynist oft erfitt – ef ekki ómögulegt – að bægja honum frá. Sköpunargáfa og rök- hugsun víkja fyrir óttanum og þeir sem lifa undir oki hans eru gjarnir á að loka sig af fyr- ir umheiminum. Þeir verða þröngsýnir. Þröngsýni, sá mikli löstur, er nefnilega fylgi- fiskur óttans. Það má segja að óttinn hafi tekið völdin í pólitískri umræðu. Óttinn við útlendinga, ótt- inn við þá ókunnugu, óttinn við alla þá sem eru öðruvísi. Það á ekki aðeins við hér á landi, heldur um allan heim, sér í lagi í Evrópu. Og alls staðar er til fólk sem nærist á þessum ótta. Fólk sem kann að nota hann sér til framdráttar. Stjórnmálamenn fara þar oft – því miður – fremstir í flokki. Fjölmörg dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gert út á ótta til að næla sér í atkvæði. „Útlendinga- spilinu“ er gjarnan leikið út og á hátíðarstundum er talað fjálglega um þjóðmenningu og reynt að höfða til þjóðern- iskenndar kjósenda. Við þekkjum umræðuna. Í vetur spurði einn þingmað- ur hvort bakgrunnur allra múslíma sem búa hér á landi hefði verið kannaður. Þegar hann var beðinn um að út- skýra ummæli sín nánar sagðist hann aðeins vilja „taka umræðuna“, hvað sem það svo þýðir. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði um að taka á móti fimmtíu stríðshrjáðum flótta- mönnum í ár og á næsta ári vakti einnig hörð viðbrögð. Fjölmargir, þar á meðal stjórn- málamenn, spurðu hvort það væri forsvaran- legt að taka á móti fólkinu á meðan margir Ís- lendingar berðust í bökkum. Þeir sögðust vilja „taka umræðuna“ um það. Hinir, sem voguðu sér að gagnrýna málflutninginn, voru sakaðir um að vega að tjáningarfrelsinu, eins undarlegt og það kann að hljóma. Fordómarnir eru víða. Með því að nýta sér óttann hafa stjórnmálamenn ýtt undir þá. Hinir óttaslegnu verða hræddir við hið óþekkta – al- gerlega að ástæðulausu – og gleyma aðalatrið- inu: að fólk er bara fólk. Við eigum að dæma það að verðleikum, ekki þjóðerni, litarafti eða trú. Við eigum að sjálfsögðu að leyfa þeim sem vilja að setj- ast að hér á landi. Það auðgar ekki aðeins samfélagið okk- ar, sem verður fjölbreyttara fyrir vikið, heldur opnar augu okkar fyrir ólíkum siðum, hefðum og lífsviðhorfum. Og þá er það auðvitað vel þekkt staðreynd að í opnum og frjálsum samfélögum er velsældin jafnan mest, en einna minnst í lokuðustu samfélögum heims. Andúð sumra Íslendinga á fólki sem hefur unnið það eitt til saka að fæðast á erlendri grundu er óskiljanleg. Þessi þröngsýni þarf ekki endilega að vera sprottin af fá- fræði, heldur ótta. Hann þarf að uppræta. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Ástæðulaus ótti Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Enn berast fréttir af meintubarnaníði breskra stjórn-málaskörunga, en í þettasinn er um að ræða Edw- ard Heath, sem var forsætisráðherra 1970-1974 og dó 2005. Svo háttsettur leiðtogi hefur ekki fyrr verið bendl- aður við slík mál. Margaret Thatcher felldi Heath af leiðtogastóli Íhalds- flokksins árið 1975. Árið 1973 samdi Heath við Íslendinga um lausn deilna um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Og árið 1967 var Heath gest- ur á Pressuballinu, árlegum fagnaði Blaðamannafélags Íslands. Blaðið Telegraph skýrði frá því í gær að maður á sjötugsaldri segði að Heath hefði nauðgað sér árið 1961, en þá var maðurinn 12 ára. Fram kom einnig að maðurinn segðist hafa verið beittur kynferðisofbeldi marg- sinnis af hálfu föður síns og barna- níðinga úr vinahópi hans. Hann hefði fengið far hjá Heath, sem þá var þingmaður, á A2-hraðbrautinni í Kent. Heath hefði síðan nauðgað honum í íbúð í Park Lane í London. Fjórum árum síðar sagðist hann hafa séð mynd af Heath og áttað sig á hver hann væri. „Það skýrði margt fyrir mér eins og það að enginn trúði mér þegar ég sagði frá því sem gerð- ist í London. Ég var kallaður lygari, ég væri að ímynda mér þetta.“ Í fyrradag sagðist sjálfstæð rann- sóknanefnd bresku lögreglunnar vera að kanna ástæður þess að á tí- unda áratugnum var hætt við ákæru gegn konu sem rak hóruhús. Hún mun hafa hótað að saka Heath um barnaníð. Lögreglan í Wiltshire, þar sem Heath átti hús, hvatti í gær fólk sem áliti sig vera meðal fórnarlamba Heaths til að gefa sig fram. En hvernig maður var Edward Heath? Hann var afburða tónlistar- maður, lék á orgel og var mikill sigl- ingakappi, talaði ensku með sér- kennilegum yfirstéttarhreim sem gert var grín að. Sjálfur sagðist hann eitt sinn ekki skilja Liverpool- mállýsku Bítlanna. Samkynhneigður eða... Heath var alræmdur fyrir hryssingslega framkomu og jafnvel dónaskap, margir sögðu hann ekki geta spjallað við fólk um dægurmál. Að sjálfsögðu fara þessir dómar þó eftir því hvort um andstæðinga eða aðdáendur í pólitík var að að ræða. Heath var í raun aldrei við kven- mann kenndur og gafst Kay Raven, unnusta hans úr æsku, að lokum upp á platónsku sambandi þeirra. Mun hann hafa tekið því illa en sagði í sjón- varpsviðtali árið 1998 að hann hefði í mörg ár geymt mynd af henni. Mikið var hvískrað um meinta samkyn- hneigð hans alla tíð en sjálfur neitaði hann ætíð að ræða slík persónuleg mál. Menn eru yfirleitt á því að Heath hafi verið mikill einfari sem átti til að hunsa sessunaut sinn í veislu ef um konu var að ræða. Getum hefur verið leitt að því að hneyksli sem varð þáverandi leiðtoga Frjálslynda flokksins, Jeremy Thorpe, að falli hafi hrætt Heath mjög og hann ákveðið að reyna að bæla niður samkynhneigð sína. Thorpe var sakaður um að hafa látið myrða fyrrverandi ástmann sinn. Hann var sýknaður árið 1979 en stjórnmálaferillinn var þegar á enda. En Telegraph minnir einnig á að þegar árið 1955 hafi íhaldsmaður í borgarstjórn Lundúna sagt að leyni- þjónustan, MI5, hefði varað Heath við því að flækjast um á almennings- salernum og reyna að tæla menn til kynmaka. Borgarfulltrúinn, Brian Coleman, hafði engar sannanir enda MI5 þögul sem gröfin. Mikill einfari og aldrei við konu kenndur AP Gestgjafi Heath kom talsvert við íslenska sögu, en í desember 1973 náðist samkomulag við hann um útfærslu fiskveiðilögsögu Íslands í 50 mílur. Hér eru Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Heath í Downing-stræti 10. Margaret Thatcher, sem var ráðherra í stjórn Heaths, sigraði hann í leiðtogakjöri íhaldsmanna 1975. Sam- skipti Heaths, sem naut einkum hylli vinstriarms flokksins og Evrópusambands- sinna, við arftakann eru víð- fræg. „Fýlan ótrúlega“ eins og sú saga var nefnd. Hann hafnaði öllum tilboðum um sæti í ríkis- stjórn eða önnur há embætti, þar á meðal stöðu fram- kvæmdastjóra NATO. Að sögn Thatcher gerði hann það með afar ruddalegum hætti. Í 26 ár var Heath óbreyttur þingmaður og gagnrýndi hann Thatcher stöðugt. „Fýlan ótrúlega“ ÓSÁTTUR VIÐ THATCHER Margaret Thatcher

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.