Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 ✝ Emil Guð-mundur Guð- mundsson fæddist á Lóni í Ólafsfirði 6. desember 1925. Hann lést á dval- arheimilinu Selja- hlíð 22. júlí 2015. Foreldrar Emils voru Guðmundur Aðalsteinn Sigurðs- son, f. 24.8. 1889, d. 28.6. 1963, og Kristín Jónsdóttir, f. 21.10. 1892, d. 18.2. 1971. Systkini Emils eru: 1) Sigmar Magnús, f. 10.8. 1911, d. 29.6. 1917. 2) Hólmfríður Steinunn, f. 25. 7. 1913, d. 7. 1. 1944. 3) Þor- steinn Gísli, f. 23.5. 1915, d. 25.11. 1920. 4) Guðmundur Kristinn, f. 23.7. 1916, d. 27.7. 1916. 5) Baldvina, f. 13.11. 1917, d. 5.3. 1918. 6) Baldvina, f, 16.3. 1919, d. 14.2. 1995. 7) Jón Þor- steinn, f. 27.2. 1921, d. 20.4. 2009. 8) Sigríður Bjarnveig, f. 6.1. 1923, d. 30.06. 1999. 9) Ragnar Ólafur, f. 17.9. 1927, d. 29.9. 1999. 10) Margrét, f. 25.7. 1929, d. 9.2. 2011. 11) Stefanía Guðný, f. 25.9. 1931, d. 28.3. 1962. 12) Sigurður Krist- inn, f. 23.2. 1935. 13) Guðdís Sæunn, f. 1.11. 1937. Börn Emils eru: 1) Pálína Guðný, f. 30.6 1956, maki Guðlaugur Fr. Sig- mundsson og eiga þau fimm börn og 11 barnabörn. 2) Kristín Aðalheiður, f. 27.10. 1957, maki Ólafur Vilhjálmsson og eiga þau tvö börn og 3 barna- börn. 3) Margrét, f. 30.7.1959, maki Helgi Pétur Guðjónsson og eiga þau sjö börn og 11 barna- börn. 4) Guðmundur Jóhann, f. 17.9. 1964, börn hans eru fjögur og tvö barnabörn. 5) Sigurður Freyr, f. 24.6. 1968, maki Hanna Rut Jónasdóttir og eiga þau átta börn. Þann 22. janúar 1971 útskrif- aðist Emil sem skipstjóri frá Stýrimannaskólanum. Útför Emils verður gerð frá Seljakirkju í dag, 5. ágúst 2015, kl. 13. Elsku pabbi, við kveðjum þig með þessum fallegu ljóðlínum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Dætur þínar, Pálína Guðný, Kristín Aðalheiður og Margrét. Emil Guðmundur Guðmundsson ✝ Agnar B. Ósk-arsson fæddist á Akureyri 15. sept- ember 1930. Hann lést 28. júlí 2015. Foreldrar Agnars voru Óskar Sigvaldi Gíslason múrara- meistari, f. 15.októ- ber 1900, d. 8. apríl 1957, og Agnea Tryggvadóttir hús- freyja, f. 13. júní 1900, d. 24. september 1995. Agnar var næstyngstur átta systkina en þau eru: Gunnar Tryggvi f. 13.3. 1925, d. 3.9. 2007, Hreinn f. 7.5. 1926, d. 24.5. 2011, Jóhanna Kristín, f. 2.9. 1927, d. 1.3. 1932, Gíslína Mar- grét, f. 18.10. 1928, d. 3.10. 2012, Guðmundur Karl, f. 15.9. 1930, d. 8.10. 2007, Hrafn, f. 18.11. 1940, og Örn, f. 18.11. 1940. Eftirlifandi eig- inkona Agnars er Þóra Guðjóns- dóttir, f. 16.12. 1935, en þau giftu sig 29. mars 1956. Foreldrar Þóru voru Hjördís Ís- aksdóttir hús- freyja, f. 29.10. 1912, d. 8.12. 1941, og Guðjón Jónsson sjómaður, f. 3.8. 1909, d. 18.8. 1983. Börn Agnars og Þóru eru: Hjördís, f. 4.1. 1953, Rannveig, f. 31.12. 1955, í sambúð með Ólafi Finnbogasyni, Tryggvi, f. 21.7. 1958, kvæntur Ingu Jónu Æv- arsdóttur, og Brynja, f. 14.4. 1963, í sambúð með Guðfinni Þór Newman. Barnabarn og fósturdóttir Agnars og Þóru er Lena Haraldsdóttir, f. 18.8. 1972, gift Sveini Arnari Reyn- issyni. Barnabörn Agnars og Þóru eru 11 og barnabarna- börnin eru átta. Agnar lærði rafvélavirkjun og tók sveinspróf 1959 og öðl- aðist síðan meistararéttindi 1960. Við rafvélavirkjunina vann hann á eigin verkstæði í 30 ár, Rafsegli við Kaupvangs- stræti í Gilinu sem hann átti ásamt Ingimari Þorkelssyni. Sjóinn stundaði hann í afleys- ingum þar til hann seldi Raf- segul og fór alfarið á sjóinn á Harðbak EA 303 1981-1996 og vann sem vélstjóri þar til hann hætti alveg störfum. Í allt urðu árin á sjónum 20. Árið 1998 venda þau sínu kvæði í kross og flytja frá Akureyri úr Byggða- veginum til Reykjavíkur í Breiðuvíkina. Þau hjónin störf- uðu með Korpúlfum, félagi aldr- aðra í Grafarvogi, fóru margar góðar ferðir með þeim hópi og byggðubústað á Flúðum og hlúðu að í gegnum árin. Útför Agnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 5. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Áttu aur, ertu viss um að það sé nóg? Ég má þetta, ég á þig! Þú kjaftar ekki frá því ef þú veist það ekki. Setningar sem ég heyrði oft í uppvextinum. Pabbi vildi alltaf vera viss um að maður hefði nóg, ekki minna en vinkonurnar, og hafði gaman að því að stríða svona aðeins. Mér finnst ég endalaust heppin að hafa átt hann sem pabba. Alltaf til staðar, hvort held- ur við að kaupa handa mér amer- íska úlpu frekar en Hekluúlpu, en sú ameríska var sko helmingi dýr- ari þegar ég var unglingur, lána mér bílinn á rúntinn, spyrja út úr fyrir próf, mála herbergið eftir kúnstarinnar reglum sem stelpan vildi, hjálpa til við flutninga, laga og gera við eða bara hvað sem var. Og gafst aldrei upp, fór allt á seigl- unni, hætti ekki fyrr en honum tókst það sem hann ætlaði sér. Pabbi bara reddaði hlutunum. Sem barn fór hann með mig og Tryggva bróður á ísrúnt, niður á bryggju að skoða skipin og bátana og ófá skiptin fórum við í rúnt þar sem ég stóð fyrir aftan hann og fékk að stýra. Skemmtilegast var að fá að stýra upp gilið. Allar beygjurnar maður minn! Alltaf var eitthvert klink í úlpuvasanum á snaganum í þvottahúsinu ef mann langaði í smá nammi og tala nú ekki um þegar leiðin lá niður í bæ eftir skóla, en Rafsegull, verk- stæðið hans pabba, var svo heppi- lega vel í leiðinni. Maður kom nú ekki að tómum kofanum þar. Ný flík, skór eða ný klipping og pabbi tók eftir því, ekki langt síðan hann hafði á orði orðinn sárlasinn hvort ég væri í nýju loðvesti, sem var auðvitað rétt hjá honum. Pabbi vissi líka alveg að ég gengi með tvo stráka, ekki stelpur eins og ég var 100% viss um. Þá var hann kominn á Harðbak sem vélstjóri og þegar hann kvaddi áð- ur en hann fór um borð bað hann alltaf að heilsa strákunum. Hlust- aði ekkert á mig með þetta stelpu- tal, vissi sko betur. Og hann var ekki síðri afi en pabbi. Strákarnir mínir elskuðu afa og ömmu og vissu ekkert betra en að fara norð- ur og fá þau suður og best var auð- vitað þegar þau fluttu alveg í borgina til okkar. Fyrsta útilega bræðranna var auðvitað með afa og ömmu í Vaglaskóg, þá eins árs og sváfu auðvitað eins og ljós í tjaldvagn- inum. Áttum við eftir að fara nokkrar slíkar með þeim og hafa það notalegt. Síðar byggðu þau sér fallega sumarbústaðinn á Flúðum og hafa hlúð og hugsað vel um eins og allt sem þau hafa gert í gegnum tíðina. Nú er það okkar systkinanna að halda við með mömmu í fararbroddi. Ég gæti rifjað upp endalaust góðar minningar en læt hér staðar numið. Elsku hjartans pabbi minn, þakka þér allt og allt, sem yngsta barnið í hópnum er ég þakklát fyr- ir að hafa fengið að hafa þig öll þessi ár. Veit að heill hópur höfð- ingja, eins og Andri minn orðaði það, hefur tekið á móti þér. Hvíl í friði þú allra besti. Þín, Brynja, Guðfinnur, Aron og Andri. Agnar B. Óskarsson ✝ Hannes Pálssonfæddist 5. októ- ber 1920 að Hólum í Hjaltadal. Hann lést í Reykjavík 23. júlí 2015. Hann var sonur Páls Zóphóníasson- ar, skólastjóra þar og síðar alþingis- manns, og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur. Hannes var kvæntur Sigrúnu Helgadóttur, f. 27. september 1920, d. 28. maí 2015. Þau voru gift í 72 ár. Börn Hannesar og Sigrúnar eru Guðrún Helga, Kristín Hulda, Halla Þuríður, Páll Helgi og Pétur Hörður. Systkini Hannesar voru þau Ragnar hálfbróðir, Unnur, Zóp- hónías, Páll Agnar, Hjalti og Vig- dís, sem ein lifir systkini sín. Hannes varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1940 og á árunum 1942 til 1943 var hann við nám hjá Manu- facture Trust Co, einum stærsta banka New York. Hann hóf störf Hannes var einnig lengi í samn- inganefnd SÍB, sat í stjórn Nor- rænna bankamanna, NBU, í átta ár og fjölmörgum nefndum á veg- um SÍB og NBU. Hannes gegndi einnig forystuhlutverki víðar, hann var í stjórn Framfarafélags Vogahverfis þegar það hverfi var að byggjast upp, var í forystu Byggingarsamvinnufélags banka- manna, sem flutti inn og setti upp sænsk timburhús í Vogunum á ár- unum fyrir og eftir 1950. Hann var í stjórn SVFR, enda flinkur og fengsæll laxveiðimaður. Hannes sinnti mörgum trún- aðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn. Hann var formaður fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík í átta ár frá 1966, sat í miðstjórn flokksins um árabil, var á lista til alþingiskosn- inga nokkur ár, sat í uppstilling- arnefnd flokksins, var formaður Húsbyggingasjóðs framsóknar- félaganna í Reykjavík auk ann- arra trúnaðarstarfa. Þá var hann fulltrúi flokksins í sendinefnd Ís- lands á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna fjórum sinnum, fyrst 1971. Útför Hannesar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 5. ágúst 2015, kl. 13. hjá Búnaðarbanka Íslands haustið 1939 og starfaði við bank- ann í 53 ár. Hann varð útibússtjóri Austurbæjarútibús Búnaðarbankans þegar það var stofn- að í desember 1948 og gegndi þeirri stöðu þar til hann var ráðinn aðstoðar- bankastjóri Bún- aðarbankans 1976. Hannes vann lengi og ötullega að hagsmunamálum almennra bankamanna. Hann sat í stjórn Starfsmannafélags Búnaðarbank- ans og síðar í stjórn SÍB, Sam- bands íslenskra bankamanna. Sat hann sem almennur stjórnar- maður í samtals 23 ár, á árabilinu 1946 til 1967, en sem formaður SÍB í 10 ár, fyrst frá 1959 til 1961 og svo árin 1967 til 1975. Hannes vann einnig af krafti við uppbygg- ingu Bankamannaskólans, sem hóf starfsemi sína 1959. Hannes sat lengi í stjórn skólans og gegndi þar oft kennslu. Það er fagurt á Íslandi snemmsumars þegar sólin skín nánast allan sólarhringinn. Ár og lækir fyllast af lífi og laxinn sæk- ir í heimkynni sín, sprettharður og spegilfagur. Þá fyllast nátt- úruunnendur þrá eftir að tengj- ast sumri og sól og nálægð við líf- ríkið. Vinur minn Hannes Pálsson sem nú hefur kvatt þennan heim var ímynd alls þess sem fylgir fögru sumri og hann umgekkst landið sitt af stakri nærfærni. Við Hannes vorum samstarfs- menn í mörg ár hjá Búnaðar- banka Íslands. Var sá vettvangur á margan hátt sérstakur. Þar ríkti góður samstarfsandi og samheldni meðal manna um að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. Þar voru útibúin vissulega í lykilhlutverki, en lengstan hluta starfsaldurs síns veitti Hannes Pálsson stærsta útibúinu, Aust- urbæjarútibúi, forystu en lauk farsælum starfsferli sem aðstoð- arbankastjóri. Hannes var mikill félagsmála- maður og sat í stjórnum starfs- mannafélags og eftirlaunasjóðs og var fulltrúi bankans í stjórn Félags íslenskra bankamanna svo og stjórn Norræna banka- sambandsins. Þá er ótalið frum- kvöðlastarf hans við banka- mannaskólann. Hannesar verður ekki minnst án þess að geta eiginkonu hans, Sigrúnar, sem lést fyrir fáum vik- um. Satt best að segja voru þau hjón svo einstaklega samtvinnuð að allir sem þau þekktu hlutu að hafa aðdáun á. Fóru þau reyndar ætíð saman í ferðir sínar um landið og reyndar í ferðalög víðs vegar um heiminn þó nágranna- löndin hafi e.t.v. heillað þau mest. Við hjónin sendum afkomend- um þeirra og fjölskyldum einlæg- ar samúðarkveðjur um leið og hugljúfar minningar fylgja. Jón Adolf Guðjónsson. Ég kynntist honum Hannesi Pálssyni fyrir margt löngu heima hjá Gunnari og Ullu í Snekkju- voginum. Ég get ekki sagt að ég hafi veitt honum sérstaka athygli þá, enda aldursmunur talsverð- ur. Það dregur einhvern veginn saman aldurinn hjá mönnum með tímanum. Þegar ég fór að of- sækja sundlaugarnar í Laugar- dal var Hannes þar. Smám sam- an þéttist kunningsskapurinn þótt ég væri ekki alltaf ginn- keyptur fyrir ágætum Fram- sóknarflokksins. En ég var móttækilegur fyrir skemmtilegheitum og húmor þessa manns og fleiri í þeim flokki. Svo fór að myndast þarna félagsskapur um kaffiselskap á laugardögum og fleira menning- artengt. Þarna þótti mér gott að koma og vera með mér eldri og reyndari mönnum. Það rennur eiginlega fyrst upp fyrir mér núna að það er nánast enginn eft- ir. Hannes var yfirleitt ekki minna en 102 % framsóknarmað- ur í pólitíkinni, sem gekk næst laxveiðiáhuganum hjá honum. En það var oft glettni í augunum og honum duttu ótrúlegustu vinklar í hug á mönnum og málefnum með djörfum og fyrirvaralausum athugasemdum. „Þú þarna Krist- ín – þú ert alltaf að tala þarna niðri á Alþingi. Um hvað ertu allt- af að tala?“ Það var regla að hann gat aldrei munað föðurnöfn á þingmönnum sjálfstæðismanna, þegar hann talaði við mig. „Hann þarna strákurinn Þorsteinn, hvers son er hann nú aftur…? Já hann þarna Ólafur í Olíumöl, hvers son er hann nú aftur.“ Það var alltaf glettni og háð sem ríkti í stjórnmálaumræðunum í laugun- um og þar mátti aldrei tala í al- vöru og því fylgt eftir. Eitt sinn datt Hannes í hálk- unni á leið út á skýli og hálfrot- aðist. Við reistum hann við og hann lauk ferðinni með okkur þótt krambúleraður væri. Fé- lagarnir spurðu hvort Hannes hefði meitt sig. Ég sagðist hafa spurt hann þegar var búið að reisa hann við hvort hann væri ekki framsóknarmaður. Hann svaraði hátt og snjallt „Jú“. Það er ekkert að Hannesi sagði ég. Hann var þó eitthvað reifaður og krambúleraður á eftir. Eitt sinn barst tal okkar tveggja að bankamálum. Ég sat þá áhyggjufullur í stjórn einnar slíkrar stofnunar. Þá sagði Hann- es mér að í lánamálum í bank- anum hans hefði hann alltaf haft eitt prinsipp þegar kom að stórum spurningum um lánshæfi. „Þeir komu með alls kyns skjöl og excela um hvernig þeir ætluðu að borga. Ég horfði nú minnst á það allt. Ég horfði á manninn á bak við og spurði mig hvort hann væri í lagi? Ef maðurinn var í lagi þá var allt annað í lagi. Ég þurfti ekkert meira. Ég tapaði aldrei á neinum sem ég lánaði.“ Yfirfært á mitt daglega líf sá ég fljótt viskuna í þessu. Sé mað- urinn í lagi þá er annað í lagi. Og ekki síður á hinn veginn. Maður- inn og gæfan virðast haldast í hendur því sá fyrri smíðar yfir- leitt hið síðara. Meiri speki í við- skiptum þarf maður eiginlega ekki. Mér þótti með árunum æ vænna um hann Hannes sem vin og félaga. Það var alltaf yndislegt að hitta hann og eiga við hann Hannes Pálsson www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs föður okkar, INGVARS SIGURJÓNSSONAR, Vestmannaeyjum. . Hólmfríður, Sigþór, Sigurlín Guðný, Sigurjón og fjölskyldur. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGFRÍÐUR H. HALLDÓRSDÓTTIR, Hrólfsskálamel 6, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Landspítalans 31. júlí. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju 11. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Nýrað, félag nýrnasjúklinga, 334-26-001558, kt. 670387-1279. . Pétur Sigurðsson, Fanney Pétursdóttir, Egill Már Markússon, Ragna Pétursdóttir, Hannes Páll Guðmundsson, Jason, Sunna, Tómas, Pétur og Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.