Morgunblaðið - 05.08.2015, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Gleðigjafinn Ingimar Einarsson frá Kjarnholtum er 80 ára í dag.Ingimar starfaði í áratugi hjá Bændasamtökum Íslands viðNautastöðina á Hvanneyri. Hann bjó lengst af í Fífusundi á
Hvanneyri en er nú búsettur í Reykholti í Biskupstungum.
Helstu áhugamál hans eru útivera í íslenskri náttúru og tónlist, þá
sérstaklega harmonikkuleikur. Ingimar hefur um árabil komið fram
sem harmonikkuleikari á ýmsum mannamótum og er ennþá í fullu fjöri
sem slíkur.
Íslensk náttúra hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi Ingimars. Á ár-
um áður var hestamennska veigamikil en síðustu áratugina hafa
gönguferðir um íslenska náttúru tekið við og hefur hann víða farið.
„Heilbrigt líferni er mitt mottó og að hafa nóg að gera. Undirstaðan að
heilbrigðu líferni er hreyfing, að vinna í sínum áhugamálum og hafa já-
kvætt viðhorf.“
Ingimar fer ennþá með sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands en nú
í ágúst fer einmitt fram árleg ferð hans um Laugaveginn. Þar er harm-
onikkan ómissandi þáttur til að ná fram réttri upplifun fyrir göngufólk-
ið.
Í tilefni afmælisins býður Ingimar vinum og vandamönnum til
skemmtikvölds í Félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 8. ágúst nk.
kl. 18, þar sem mikið verður um dýrðir. Allir eru hjartanlega velkomn-
ir. Ingimar afþakkar gjafir en biður fólk að taka með sér dansskóna.
Með nikku Þessa keypti Ingimar fyrir síðustu jól, en hann á sex harm-
ónikkur. Hún er ítölsk og spilar Ingimar á hana við hátíðleg tækifæri.
Harmónikkan er
sjaldan langt undan
Ingimar Einarsson er áttræður í dag
V
ilhjálmur Elías Birgis-
son fæddist 5. ágúst
1965 á Akranesi og hef-
ur ætíð verið búsettur
þar. „Ég ólst upp í mik-
illi nálægð við fjöruna og lenti þar í
ýmsum ævintýrum en systkinahóp-
urinn var stór og því alltaf líf og
fjör.“ Æskuheimilið var á Brekku-
braut 31 og gekk Vilhjálmur í
Brekkubæjarskóla, sem þá var eini
grunnskólinn á Akranesi.
Vilhjálmur byrjaði ungur að
vinna fyrir sér og þá fyrst við að
beita og jafnframt við vinnu á Eyr-
inni þar sem hann meðal annars
hengdi upp skreið. Fimmtán ára
gamall fór hann svo á vertíðabátinn
Önnu AK og stundaði í kjölfarið sjó-
mennsku meira og minna næsta
áratuginn. „Sjómennskan hefur alla
tíð heillað mig enda er það ein af
mikilvægustu atvinnugreinum Ís-
lendinga. Ég reri með föður mínum
sem var mikill aflaskipstjóri á Akra-
nesi hér á árum áður en upp úr 1990
hóf ég hins vegar störf sem háseti á
Akraborginni. Þar kunni ég einnig
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness – 50 ára
Á Akratorgi Vilhjálmur og Þórhildur ásamt tveimur af barnabörnum sínum, Róberti og Bríeti.
Öflugur baráttumaður
Góð markvarsla Þessi mynd birtist á baksíðu Morgunblaðsins 1977, en á
henni sést Vilhjálmur verja boltann í úrslitaleik ÍA og Vals í 5. flokki.
Reykjavík Manúel Kató Stef-
ánsson fæddist 5. ágúst 2014
kl. 13.42. Hann vó 3516 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans eru
Sunna Dís og Stefán Svan.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is