Morgunblaðið - 05.08.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
www.gulimidinn.is
Hugsaðu um heilsuna
Guli miðinn fylgir
þér alla ævi
frá upphafi
Fæst í öllum helstu apótekum,
heilsubúðum og matvöruverslunum
B-SÚPER - Sterk blanda B vítamína
Húð, hár og andoxun, orka og kraftur,
streita og taugarnar
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú býrð yfir fágun og líður best þegar
þú nýtir listræna hæfileika þína til fulls. Á
árinu sem fram undan er munt þú uppskera
vel eins og þú hefur sáð.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gefur og gefur og þegar kvöldar
gleðst þú yfir viðleitni þinni. Með áreynslu
skerpir þú samskipti þín og talar við fólk sem
skilur þig illa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú vilt alltaf segja sannleikann og
því er alltaf allt á hreinu í samböndum þín-
um. Gættu þess að blandast ekki persónu-
lega í málið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef lífið er leikrit er það svo sannar-
lega sprengihlægilegt gamanleikrit byggt á
misskilningi um þessar mundir. Leyfðu þeim
að leiða þig áfram, annars getur allt farið á
versta veg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt vera stolt/ur af verkum þínum
en betri er innri ánægja en bægslagangur út
á við. Fyrirætlanir manns eru það sem gera
gæfumuninn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fólk sem kallar fram það besta í þér á
skilið meira af tíma þínum. Oft er sagt að
meyjur séu smámunasamar, í dag er það
satt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart
að þú munt undrast þín eigin viðbrögð.
Biddu afsökunar á því sem kann að særa
aðra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Leggðu þitt af mörkum svo að
samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Með að-
gæslu og fyrirhyggju má forðast slíkt. Það er
í fínu lagi að gera sér eitthvað til dægrastytt-
ingar þegar laus stund liggur fyrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu þér tóm til þess að vera
ein/n með sjálfum/sjálfri þér. Hvort sem þér
líkar betur eða verr skaltu reyna að fá góða
heildarmynd af eignum þínum og skuldum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gamlir vinir þrá að vera í sam-
bandi við þig en óttast að þú erfir enn gamlar
syndir við þá. Dagurinn hentar vel til dag-
drauma og skapandi hugsunar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu daginn í dag til þess að
sinna fasteignaviðskiptum eða kaupa eitt-
hvað fallegt fyrir heimilið. Vinnufélagar taka
sérstaklega vel í að hjálpa þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert í aðstæðum til að varðveita
hefð eða kunnáttu. Mundu að uppörvun
reynist yfirleitt betur en gagnrýni.
Ég hitti karlinn á Laugaveginumá frídegi verslunarmanna þar
sem hann var að spóka sig hlaðinn
pinklum. Ég spurði hann frétta.
Hann hallaði höfðinu eilítið til
vinstri og svaraði:
Það er sólskin og sunnanátt hlý
og sannaðist fyrir mér enn
að í dag allir fá frí
nema auðvitað verslunarmenn.
Og var horfinn inn í næstu versl-
un.
Bjarki Karlsson hefur gaman af
því að leika sér að orðum og hug-
myndum. Hann segir á Boðnarmiði:
Mjaðar mjölvöl
mín er kvöl svöl:
allt er öl böl
utan fölöl.
Stefán Sigurðsson spurði hvort
þetta væri ekki hringhend hlunk-
henda. Bjarki svaraði „hvorugt“
enda þekkist sá háttur ekki nema í
einni stöku eftir Káinn sem aldrei
er of oft kveðin:
Það sem ég meina, sérðu, sko! –
vera’ ekki’ að neinu rugli;
bara’ að reyna’ að drepa tvo
steina með einum fugli.
Þetta kallar Káinn „botnleysu“:
Allt, sem ég hef ort og sagt,
............er einskis virði,
því botninn er suður í Borgarfirði.
Fía á Sandi segir á Leirnum að
nú sé í tísku að yrkja um ellina og
þessi spurning hafi vaknað hjá sér:
„Verða hipparnir öðruvísi eldri-
borgarar en foreldrarnir?“
Þeir sem voru hressir bæði og hraðir
og heiminn vildu sjá með interrail.
Þeir sem kusu gæðastundir glaðir
gerðust tæknifrík og lærðu á mail.
Með blómunum þeir brutu af sér helsi
og breyttu sínum heimi litla stund.
Þeir áskildu sér frjálsra ásta frelsi
en fara samt, á Hvamminn, eða
á Grund.
Þar heimtar liðið, hamborgara og
nammi
hass og pitsu, bjór og eðalvín
og hrópa „shitt“ á hjúkkurnar á Hvammi
„Hvar er fokking pissuflaskan mín?“
Sigurður Jónsson tannlæknir orti
þegar listamaður auglýsti eftir lík-
um:
Hlutverkið sem auglýst er
ekki mun ég þiggja.
Ó, nei, fjandinn fjarri mér
fyrr skal ég dauður liggja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mjaðar mjölvöl og
hippar eldri borgara
Í klípu
„LÖGGURNAR BARA NÁ MÉR EKKI. SKO,
VISSULEGA NÁÐU ÞEIR MÉR, EN ÉG HELD
AÐ ÞÆR MUNI ALDREI NÁ MÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÆTTU AÐ ÝTA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera þar sem ég
vil vera.
HVAÐ ER BETRA EN AÐ
VERA KÖTTUR?
AÐ VERA KÖTTUR
MEÐ ÍS!
SAMKVÆMT NÝJUM ENDUR-
VINNSLUSTAÐLI OKKAR ÞARF ÉG
AÐ BIÐJA YKKUR UM AÐ FJARLÆGJA
ÖRVARNAR GÆTILEGA...
...OG GEYMA ÞÆR TIL
NOTKUNAR Í NÆSTU
ORRUSTU!
Víkverji hlustaði með beyg á veður-fréttir í aðdraganda verslunar-
mannahelgarinnar. Hann var á leið
til Akureyrar á unglingalandsmót og
svo virtist sem hann ætti í vændum
heimskautaveður. Það yrði kalt þeg-
ar hann kæmi og síðan myndi kólna.
Einhvers staðar var talað um nætur-
frost.
x x x
Þegar á hólminn kom reyndistveðrið með skaplegasta móti.
Vissulega var ekki hlýtt en þó þurfti
ekki mikið til að klæða kuldann af
sér. Treflarnir og síðu nærbuxurnar
komust aldrei upp úr töskunni.
x x x
Mótið var vel heppnað og hin bestaskemmtun. Víkverji horfði á
fótbolta, körfubolta og strandblak á
milli þess sem hann spókaði sig á Ak-
ureyri, tók út veitingastaðina og
skoðaði tívolíið þar sem kaupa mátti
aðgang að ýmsum glæfratækjum.
Vakti einhvers konar teygjubyssa,
sem skaut fólki út í himinhvolfið í lít-
illi kúlu án þess þó að sleppa, tals-
verðan ugg í brjósti Víkverja.
x x x
Þegar leið að brottför hófst um-ræðan um umferðina á mánu-
deginum. Helsta hollráðið var að
leggja snemma af stað til að lenda
ekki í umferðarteppu og þurfa að sil-
ast áfram alla leiðina frá Akureyri til
Reykjavíkur. Þetta ráð virðist hafa
náð til margra því að tjaldstæðið var
nánast tómt þegar föruneyti Vík-
verja pakkaði saman upp úr hádegi á
mánudag.
x x x
Eftir skylduviðkomu í ísbúðinniBrynju var lagt í hann. Víkverji
beið eftir umferðarstöppunni en ekk-
ert gerðist. Tiltölulega fáir voru á
ferðinni og allt gekk greiðlega. Við
Hvalfjarðargöngin biðu sex bílar og
olli helst töf að starfsmaður sem tók
við miðum hafði komið sér þannig
fyrir að enginn bíll var við gjald-
skýlið. Víkverji velti fyrir sér hvort
margra kílómetra röð hefði verið við
skýlið þegar allir hinir forsjálu, sem
lögðu af stað snemma, komu að skýl-
inu og prísaði sig sælan fyrir ófor-
sjálnina. víkverji@mbl.is
Víkverji
Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir
vaxa að viti sem hlýða boðum hans.
Lofstír hans stendur um eilífð.
Sálmarnir 111:10