Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 31
Melankólía Fyrsta sýning haustsins í Tjarnarbíói er frá Spáni, en það er
leikhópurinn Patricia Pardo sem sýnir sirkusverkið Comissura.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
» Dagskrá Hinsegin dagahófst í hjarta miðborgar
Reykjavíkur í gær þegar
formaður Hinsegin daga,
Eva María Þórarinsdóttir
Lange, og borgarstjóri
Reykjavíkur, Dagur B.
Eggertsson, opnuðu ljós-
myndasýningu á Skóla-
vörðustíg.
Ljósmyndasýningin er á
vegum ljósmyndarans
Geirix og kemur úr einka-
safni hans, en Geirix hefur
myndað gleðigönguna og
viðburði tengda hátíðinni í
fjöldamörg ár.
Hinsegin dagar hefjast með ljósmyndasýningu á Skólavörðustíg
Opnun Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, opnaði sýningu Geirix á Skólavörðustíg í gær.
Ljósmyndir Myndirnar eru úr einkasafni Geirix og eru frá Gay pride.
Málað Skólavörðustígur verður litríkur næstu daga þar sem
þátttakendur og skipuleggjendur Hinsegin daga mála götuna.
Litríkt Með málningarrúllur að vopni er bærinn málaður í regn-
bogans litum sem tákna fána og merki Hinsegin daga.
Morgunblaðið/Þórður
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar