Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  200. tölublað  103. árgangur  ÁSÓKN Í HUGVERKA- FYRIRTÆKI ÚR MINKABÚI Í FISKVERKUN ÓTAL ÆVINTÝRA- FERÐIR Í BOÐI UM ALLAN HEIM Á FERÐ UM ÍSLAND 54-55 HAUSTFERÐIR 2015 66-77VIÐSKIPTAMOGGINN  Stjórnendur Hildu, eignasafns sem er að öllu leyti í eigu Seðla- banka Íslands, hafa á fyrri hluta ársins 2015 selt eignir, sem bók- færðar voru á 5,9 milljarða, út úr félaginu. Það hafa þeir gert í að- draganda þess að félagið hefur nú verið auglýst til sölu. Meðal þess sem selt hefur verið eru verðmæt- ustu fasteignirnar sem félagið átti en það eru eignir í Lágmúla 6-8, Fosshálsi 25 og Suðurhrauni 3 í Garðabæ. »Viðskipti Hafa selt 6 milljarða af eignum Hildu í ár Vetrar- og langtímaleiga » Toyota Aygo árgerð 2014 kostar 48.900 kr. á mánuði miðað við vetrarleigu. » Sambærilegt verð fyrir Chevrolet Spark er 49.900 kr. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Morgunblaðið gerði úttekt á fram- boði bíla á leigu, verði þeirra og þjónustu sem innifalin er í verðinu. Í ljós kom að hæglega má leigja smábíl fyrir minna en 50 þúsund krónur á mánuði, þar sem trygg- ingar, bifreiðagjöld, dekkjaskipti og ýmiss konar þjónusta er inni- falin. Þó er mismunandi eftir bíla- leigum hversu mikil þjónusta og viðhald er innifalið. Verðið hækk- ar þó snarlega sé óskað eftir stærri bílum, svo sem jeppa eða sendibíl. Margar bílaleigur bjóða einnig upp á svokallaða vetrarleigu, þar sem leigutímabilið miðast við sept- ember/október og fram í maí/júní. Slík leiga tryggir almennt aðeins lægra verð en langtímaleiga, sem getur verið á bilinu 12-36 mánuðir. Bílaleigurnar Hertz, Sixt, Avis, Ratio og Thrifty Cars veittu upp- lýsingar um verð og þjónustu. Uppgefið verð miðast við að eknir séu 1.250-1.750 kílómetrar á mán- uði. Hægt er að greiða aukalega fyrir fleiri kílómetra á mánuði. Bítast um besta bílaverðið  Hægt að leigja sér smábíl undir 50 þúsund krónum á mánuði  Margar bíla- leigur bjóða upp á sérstaka vetrarleigu  Leigutíminn getur verið 1-48 mánuðir MMikil samkeppni í bílaleigu »20 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fast- eignafélagsins Regins, segir að vaxta- stig og fjármagnskostnaður sem því fylgi valdi því að ekki séu forsendur fyrir því að byggja upp íbúðaleigu- markað á Íslandi. „Íbúðaleigumarkaður er allt ann- ars eðlis en sá markaður sem við er- um starfandi á og hann er ekki líkleg- ur til að skila mikilli arðsemi eins og staðan er, jafnvel þó að kvartað sé undan háu leiguverði,“ segir Helgi í opnuviðtali í Við- skiptaMogganum í dag. Hann telur að leigufélög verði að hafa aðgengi að lánsfé sem beri um 3% raunvexti og að það muni ekki gerast án samstillts átaks stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinn- ar og lífeyriskerfisins. „Ég er einfald- lega þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að byggja upp leigufélög sem mæta þeirri þörf og eftirspurn hvað varðar leiguverð á íbúðamarkaði fyrr en þessu verður kippt í liðinn,“ bætir Helgi við. Lífeyrissjóðir í lykilhlutverki Helgi segir að slíkar aðgerðir myndu þurfa að fela í sér tilslakanir af hálfu lánveitenda hvað varðar ávöxt- unarkröfu þeirra fjármuna sem þeir myndu leggja til. Þar vísar hann til líf- eyrissjóða en segir að verkalýðsfélög, atvinnulíf og hið opinbera þurfi einnig að standa að því að tryggja lægri fjár- magnskostnað. »Viðskipti Lækka verður vaxtakostnað  Íbúðaleigumarkaðurinn í ógöngum að mati forstjóra Regins Helgi S. Gunnarsson Líf og fjör var í nágrenni Háteigsskóla í gær, en þar fá nemendur tækifæri til að sleikja sólina í fyrstu íþróttatímum skólaársins. Göngustígum hverfisins deila þau með nágrönnum skólans sem margir fá sér langa göngutúra í góðviðrinu. Síðari hluta vikunnar er útlit fyrir að víða um land dragi fyrir sólu og það fari að rigna, eink- um norðan til. Ef marka má langtímaspá má þó gera ráð fyrir þurrviðri víðast hvar um helgina. Ungir sem aldnir njóta veðurblíðunnar í sumarlok Morgunblaðið/Eggert Blíðviðri í borginni síðustu daga  Helgi Gunn- laugsson, af- brotafræðingur og prófessor í fé- lagsfræði við HÍ, telur að aukinn straumur ferða- manna geti leitt til aukinnar eftirspurnar eft- ir kynlífsþjón- ustu og fíkni- efnum. Mælingar á kynlífshegðan sýna að ef fólk kaupir vændisþjón- ustu, þá er algengt að það geri það í ferðalögum, þegar það er fjarri heimkynnum sínum. Ferðaþjónusta og vændi vaxa saman Ísland Vændið eltir eftirspurnina. Afkoma kúabúa hefur ekki batnað í samræmi við aukna framleiðslu og auknar tekjur af mjólkursölu. Kostnaður við fóður hefur vaxið mikið og ýmsir aðrir kostnaðarliðir. Þá hafa laun bænda hækkað. Landssamband kúabænda hefur tekið saman upplýsingar um afkomu kúabúa á síðasta ári. Það er gert með athugun á úrtaki búa frá bók- haldsþjónustum búnaðarsamtak- anna. Þetta gera samtökin vegna þess hversu seint Hagstofa Íslands, sem annast hagsýslugerð fyrir land- búnaðinn, skilar sínum niðurstöðum. Framkvæmdastjóri LK segir að bændur þurfi upplýsingar um stöðu greinarinnar á hverjum tíma. »22 Afkoman ekki batnað í samræmi við tekjur Í fjósi Auka þarf fóðrun og fjölga kúm til að auka framleiðslu. Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Landsbanki og Íslandsbanki, skiluðu samtals 42,5 milljörðum króna í hagnað eftir fyrstu sex mánuði ársins. Það er 4,5 milljörð- um króna minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Arion banki skil- ar mestum hagnaði, 19,3 milljörð- um króna, þá var Landsbankinn með 12,4 milljarða króna hagnað og Íslandsbanki hagnaðist um 10,8 milljarða króna. »Viðskipti Uppgjör Arion banki er sá bankanna sem skilaði mestum hagnaði og meiri en í fyrra. 42,5 milljarða hagnaður bankanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.