Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 DRAUMADVÖL Á BALÍ 1.–13. NÓVEMBER Frábær sérferð til Bali, fararstjóri er Vilborg Halldórsdóttir sem er ein af þeim fjölmörgu sem hafa fallið fyrir eyjunni eftir að hafa dvalið þar. VERÐ FRÁ 379.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is þjóðleg glæpasamtök sem stunda mansal frá fátækari löndum og yfir til Vestur-Evrópu, þá kemur upp spurningin hvar mansalsfórnar- lömbin eru sett niður; hvar mark- aðurinn fyrir vændi er og hverjir eru tilbúnir að taka við þolendum man- sals. Oft er horft á staði þar sem ferðamennska er mikil og talsvert af alþjóðlegri traffík,“ segir Helgi og bendir á að nú komi yfir milljón ferðamenn árlega til Íslands., „Þá útskýrir Helgi að ef mál sem varða vændiskaup á Íslandi sl. fjög- ur ár eru skoðuð, kemur fram að vændiskaupendur eru fyrst og fremst íslenskir karlar. Um 30-40 konur hafa verið skilgreindar sem brotaþolar fyrir vændissöluna og helmingurinn af þessum konum er útlendingar. Túristarnir sóttu nektarstaðina „Þegar nektarstaðirnir hér á landi voru í sem mestum blóma í kringum aldamótin og veltan skipti hundr- uðum milljóna króna á ári, var alveg ljóst að það var ekki bara íslenskur karlpeningur sem nýtti sér þjónustu nektardansstaðanna, heldur líka túristar. Við sáum að útlendingar leituðu í þessa afþreyingu, ef svo má að orði komast, þannig að þetta er þekkt hér á landi. Það er alveg ljóst að í þessum jaðarheimi, vændi eða kynlífsþjónustu, horfa menn mikið til ferðamanna,“ segir Helgi. Yfir milljón ferðamenn á ári Berst þá talið að því hvaða áhrif aukin eftirspurn eftir vændi hafi á mansal til Íslands. „Ef þetta eru al- Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Merkingum við Glym í Botnsdal er ábótavant og gönguleiðin þar er ekki hættulaus fyrir ferðamenn. Þetta segir Kjartan S. Þorsteins- son, björgunarsveitarmaður á Akranesi. Björgunarsveitin þurfti, bæði í ágúst og apríl á þessu ári, að koma fólki til bjargar á þessu svæði en erfitt getur verið að komast yfir ána með slasaða. Aðeins er hægt að komast yfir ána á tvenns konar máta. Annars vegar að ganga yfir gamlan símastaur sem hefur verið lagður yfir brúna og halda í vír sem hefur verið strengdur yfir. Hins vegar að vaða yfir ána, sem er, að sögn Kjartans, oft og tíðum afar straummikil. Slys hafa aukist á svæðinu í takt við fjölgun ferðamanna Fyrr í þessum mánuði ökkla- brotnaði kona á göngu á stígnum við gilið. Björgunarsveitarmenn þurftu þá að bera konuna í sjúkra- börum niður stíginn, festa börurnar í vírinn, leggja þær þvert yfir staur- inn og ýta henni yfir á meðan björg- unarsveitarmenn óðu yfir ána. Þá lenti gönguhópur í hrakningum á svæðinu í apríl. „Tvær ungar mann- eskjur duttu í ána og blotnuðu. Þær náðu að krafla sig til baka en voru ansi kaldar þegar þær komu í land. Þetta var að vetri til og þá var búið að taka staurinn í burtu, líklegast vegna ísingar í vatninu. Þá var eina leiðin að festa þær í vírinn og koma þeim yfir ána þannig,“ grein- ir Kjartan frá. Hann segir slys hafa aukist á svæðinu, í takt við fjölda ferðamanna og bætir við: „Leiðin er orð- in mjög vinsæl og alltaf eru bílar á bílaplan- inu og stöðug umferð,“ segir hann. Þá bendir hann á, að aðstæður við Glym séu varasamar fyrir ferðamenn, sem eigi til að slasast. „Þetta er ekki hættulaus leið og merkingar vantar, bæði leiðbein- andi merkingar og hættumerk- ingar. Það hefur eitthvað verið gert í þeim efnum, þ.e. bönd hafa verið strengd til að leiðbeina fólki, en betur má ef duga skal,“ segir Kjart- an. Brú þyrfti að vera nokkuð há Björgunarsveitin hefur ekki ósk- að formlega eftir brú yfir ána en meðlimir hennar hafa rætt mál- efnið sín á milli. Kjartan bendir þó á, að slík brú yrði að vera nokkuð há, enda taki ísingar í ánni venju- legar göngubrýr með sér. ,,Þetta hefur allt gengið vel hjá okkur hingað til en það er ákveðin áhætta fólgin í því að vaða ána eða að bera slasaðan einstakling upp á staur og ýta honum þannig yfir ána,“ segir hann að lokum. Merkingar skortir við Glym Foss Glymur í Botnsdal í Hvalfirði.  Aðeins hægt að vaða yfir ána eða ganga eftir gömlum símastaur Björgunarsveitir og þyrla Land- helgisgæslunnar voru kallaðar út eftir að drengur féll og slasaðist á göngu á hálendinu í gær. Slysið varð á milli Hrafntinnuskers og Álftavatns þar sem hann var í hópi samnemenda sinna á göngu. Í fyrstu var ekki hægt að lenda þyrlunni nærri slysstað og því voru læknir og sigmaður sendir um 3 km leið fótgangandi til þess að búa hann undir flutning. Aðstæður nærri slysstað bötnuðu í kjölfarið og gat þyrlan sótt drenginn án þess að flytja þyrfti hann langa leið. Meiðsl hans voru ekki talin alvar- leg en hópurinn komst áfram leiðar sinnar án frekari aðstoðar. Þyrla sótti slasaðan dreng á hálendið nær Hrafntinnuskeri Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Það er orðið þröngt um set hjá okk- ur en við leitum lausna á því eins og þurfa þykir,“ segir Þorsteinn Gunn- arsson, staðgengill forstjóra, um hvernig sé ástatt í húsnæðismálum Útlendingastofnunar, en mikill fjöldi hælisleitenda hefur komið til landsins í mánuðinum. Sl. mánudag sóttu 14 einstaklingar um hæli en almennt hafa hælisleitendur verið á milli 15-18 í hverjum mánuði það sem af er ári. Útlendingastofnun gerir samn- inga við sveitarfélög um hýsingu hælisleitenda. „Við erum með samn- inga við sveitarfélögin Reykjanesbæ og Reykjavík um að taka við ákveðnum fjölda og svo þjónustum við sjálf allt sem er umfram það. Við erum með húsnæði þar sem við tök- um á móti fólki, það er svona að fyll- ast hjá okkur núna en þá reynum við að koma fólki yfir í önnur úrræði svo það sé pláss fyrir þá sem koma nýir inn,“ segir Þorsteinn. Hann bætir þó við að almennt megi sjá fjölgun hælisleitenda á haustmánuðum og það sama eigi sér stað á öðrum Norðurlöndum, a.m.k. í Svíþjóð og Noregi. Hann segir að Útlendingastofnun muni taka sam- an tölur og samanburð um komu hælisleitenda til landsins um mán- aðamótin en þá skýrist mögulega hvort um tímabundna fjölgun sé að ræða. 32 hafa sótt um í ágústmánuði Á þriðjudaginn var eitt ár síðan Rauði krossinn tók að sér réttinda- gæslu fyrir hælisleitendur, en á þeim tíma hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi. Tólf þeirra hafa hlotið al- þjóðlega vernd á Íslandi. Fólkið sem hingað hefur leitað er af 39 ólíkum þjóðernum, langflestir eru frá Albaníu en þar á eftir kemur fólk frá Makedóníu, Sýrlandi, Úkra- ínu og Írak. Samkvæmt Rauða krossinum hafa 32 einstaklingar sótt um vernd í ágústmánuði og hafa um- sækjendur aldrei verið jafn margir í einum mánuði þó hann sé ekki liðinn enn. „Þröngt um set hjá okkur“  Húsnæði Útlendingastofnunar að fyllast vegna mikils straums hælisleitenda undanfarin mánuð  Á síðastliðnu ári hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi Helgi telur að Ísland ætti að vera betur í stakk búið til að takast á við mansal en mörg önnur lönd á meginlandi Evrópu, þar sem auðveldlega er hægt að ferðast á milli landamæra á bifreiðum. Ísland ætti að hafa meiri burði til að vinna bug á mansali en aðrar þjóðir. Helgi segir að vel hafi tekist að draga úr starfsemi nektardansstaða, eða í það minnsta að gera hana duldari, með löggjöf. „Hvað varðar kynlífsbylgjuna sem getur komið með auknum ferðamannastraumi, er örugglega hægt að hafa áhrif á starfsemina með aðgerðum stjórnvalda, því við höfum gert það áður, t.d. gagnvart nektardansstöð- unum og mótorhjólagengjunum á allra síðustu árum. Ef við viljum, ætt- um við að geta haft eitthvert taumhald á starfsemi af þessu tagi.“ Ísland betur í stakk búið AÐGERÐIR Í BARÁTTUNNI VIÐ MANSAL Helgi Gunnlaugsson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði við HÍ, telur að aukinn straumur ferða- manna geti leitt til aukinnar eftir- spurnar eftir kynlífsþjónustu og fíkniefnum. „Þetta sjáum við í mælingum á kynlífshegðan fólks. Þegar fólk er spurt hvort það hafi keypt vændis- þjónustu, er yfirleitt spurt ef svarið er já undir hvaða kringumstæðum og eitt algengasta svarið er ferðalög, þegar menn eru fjarri heimkynnum og einir, t.d. í viðskiptaferðalögum,“ segir Helgi og bætir við að svipað eigi oft við um fyrstu reynslu af notkun fíkniefna. Lögreglunni ekki ókunnugt Alda Hrönn Jóhannsdóttir, að- stoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrti í Morgunblaðinu í gær að aukinn ferðamannastraumur hefði leitt til vaxtar í kynlífsferðamennsku og vændi á Íslandi. Hún sagði að dæmi væru um að erlendir ferðamenn kæmu til landsins til að taka þátt í kynlífsferðamennsku. Þá hafi til- kynningar borist um að vændi sé stundað á hótelum og airbnb- íbúðum. Lögreglan rannsakar nú á annan tug mansalsmála sem teygja sig til allra heimsálfa og tengjast ýmist kynlífsþrælkun, nauðungarvinnu eða málamyndahjónaböndum. Talið er að konur og ungmenni hafi verið flutt til landsins frá Austur-Evrópu, Kína og Nígeríu. Vöxtur ferðaþjónustu gæti ýtt undir vændi  Helmingur vændiskvenna kemur erlendis frá Þessi maður nýtti góðviðrið á suðvesturhorninu til góðra verka á húsþaki í Hafnarfirðinum og málaði bæ- inn rauðan fyrir sinn part. Fari sem sýnist í veðurspám gætu menn brátt farið að rigna inni með húsverkin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hver að verða síðastur í húsverkunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.