Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Mán. - fim. kl. 09-18 - Föstud. kl. 09-17 Lokað á laugardögum í sumarÞITTERVALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is 15ÁRA STOFNAÐ2000 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ö fugt við það sem oft er haldið fram varpar ný- leg skýrsla frá Pew- stofnuninni með yfir- skriftinni Táningar, tækni og vinátta, óvenjulega jákvæðu ljósi á vináttutengsl og sambönd sem unglingar mynda í hinum stafræna heimi. Ekki aðeins eignast þeir vini í gegnum samfélagsmiðla, tölvuleiki, skilaboða-öpp og þvíumlíkt, heldur finna unglingar á aldrinum 13 til 17 ára samhliða ýmsar leiðir til að styrkja sambönd sín við vini í raun- heimi. Niðurstöðurnar ganga á skjön við þau viðteknu og ógnvænlegu varnarorð um að netheimar svipti unglingana hæfileikanum til að eiga samskipti við fólk augliti til auglitis. Og þá mýtu að þar sem þeir væru stöðugt fyrir framan tölvuskjái yrðu þeir berskjaldaðri en ella gagnvart einelti og illsku heimsins, auk þess sem þeir freistuðust til að leika tölvu- leiki í óhófi og sér til óbóta. „Full- orðnir hafa haft tilhneigingu til að líta á þann tíma sem unglingar verja í spjall og annað á netinu sem léttúð- uga skemmtun og algjöra tímaeyðslu. Við komumst þvert á móti að því að það er mikilvægt fyrir unglinga að mynda og viðhalda þessum vina- tengslum í lífi sínu,“ sagði Amanda Lenhart, aðalhöfundur rannsókn- arinnar og aðstoðarforstjóri rann- sókna hjá Pew-stofnuninni. 20% höfðu hitt netvininn í eigin persónu The New York Times rýndi í rannsóknina og gerði því skóna að samskipti unglinga á netinu væru vissulega mikilvæg vegna þess að margir ættu þess ekki kost að „hanga með“ vinum sínum í eigin persónu. Utan skólans kváðust 25% eiga sam- skipti við vini sína augliti til auglitis daglega, 39% á nokkurra daga fresti, og um þriðjungur sjaldnar. Lenhart segir margt koma í veg fyrir að ung- lingar geti átt slík samskipti, til dæm- is séu margir foreldrar þeirrar skoð- unar að umhverfið sé ekki eins öruggt og áður fyrir unglinga að fara frjálsir allra sinna ferða, gangandi eða hjólandi. „Í netheimum geta ung- lingar aftur á móti verið með vinum sínum, sem þeir hafa ekki tök á að hitta í eigin persónu,“ segir Lenhart. Netheimar gefa unglingum líka tækifæri til að víkka út félagshring- inn. Samkvæmt rannsókninni höfðu fleiri eignast vini á netinu (57% einn vin og 29% fleiri en fimm vini) heldur en í verslunarmiðstöðinni eða á íþróttaviðburðum. Sumir kynntust þegar netvinur kynnti nýjan vin til sögunnar í hópspjalli eða skilaboða- appi, aðrir gegnum tölvuleiki, blogg eða samfélagsmiðlana Facebook og Instagram. Flestir urðu aldrei meira en vinir á netinu því einungis 20% unglinganna sögðust hafa hitt netvin- inn í eigin persónu. Bæði strákar og stelpur sögðu netsamskipti, t.d. á samfélagsmiðlum, færa þau nær vinum sínum í raun- heimi. Sem dæmi fannst 83% not- endum samfélagsmiðla þeir þannig vera betur með á nótunum um hvað væri að gerast í lífi vina sinna og 70% sögðust gera sér betri grein fyrir líð- an og tilfinningum vina sinna. 68% trúðu því að netvinirnir stæðu með þeim gegnum súrt og sætt. Sama dramatíkin Dramatíkin í lífi unglinganna í netheimum reyndist um margt lík þeirri sem tíðkast í raunheimum. Margir urðu fyrir sárum vonbrigðum ef tölvuleikjapersónu þeirra var „eytt“, tóku nærri sér að lenda í orða- hnippingum eða sjá skilaboð um partý og vera ekki boðið. Á stundum blossaði líka öfundin upp þegar þeir sáu hið fullkomna líf sem vinirnir á samfélagsmiðlunum birtu af lífi sínu. „Unglingarnir eru meðvitandi um og hafa áhyggjur af að aðrir setji á netið ýmislegt sem þeir sjálfir hefðu enga stjórn á, enda er tilhneiging til að dæma fólk eftir því hvernig það birtist samfélagsmiðlum,“ segir Len- hart og nefnir til að mynda þá sem yf- irfara háskóla- og eða atvinnuum- sóknir. „Allir láta sig varða hvernig þeir koma fyrir. Unglingar hafa alltaf tekið sér góðan tíma í að ákveða í hverju þeir eigi að vera, hvernig þeir eigi að hafa hárið, hvað þeir eigi að segja. Í þessum stafræna heimi eru slíkar ákvarðanir hins vegar mun af- drifaríkari en áður,“ segir Lenhart. Hún hefur lög að mæla því eins og alkunna er hverfur ekkert af sjálfu sér af netinu. Hvorki hallærislega myndin né fljótfærnislegu eða dóna- legu ummælin. Að sögn Lenhart er þó margt sem bendir til að skömmin yfir slíkum glappaskotum á netinu dofni með tímanum rétt eins og ax- arsköft unglinga í aldanna rás hafi yf- irleitt ekki fylgt þeim lífið á enda. „Um síðir verður kannski ekki litið á þig sem manneskju af holdi og blóði nema þú eigir þér óheppilega sögu á netinu,“ spáir hún. Vinatengsl í netheimum mikilvæg Þrátt fyrir bölsýnisraus um að vaxandi netnotkun unglinga valdi félagsfælni og félagslegri einangrun, leiðir ný bandarísk rann- sókn annað í ljós. Morgunblaðið/Eggert „Um síðir verður kannski ekki litið á þig sem manneskju af holdi og blóði nema þú eigir þér óheppilega sögu á netinu.“ Samskiptin Í netheimum geta unglingar átt samskipti við vini sína sem þeir hafa ekki tök á að hitta í eigin persónu. Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness hefst í dag og lýkur sunnudaginn 30. ágúst. Seltirningar hafa verið hvattir til að taka dagana frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í svokölluðum hverfalitum. Sú hefð hefur einnig myndast kringum há- tíðina að íbúar hverfa standi fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi, svo sem vöfflukaffi, götug- rilli og skemmtunum fyrir ball. Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt, t.d. verða djasstónleikar með Bogomil Font og Tómasi R. Einarssyni og hljómsveit í Félags- heimilinu í kvöld kl. 21-23.30 og brekkusöngur í Plútóbrekku kl. 19.30-21 á föstudaginn. Ýmsir sem verið hafa áberandi í tónlistarlífi bæjarins síðustu árin verða það líka í brekkusöngnum. Þá verður stuð- ball með Made-In Sveitinni og Hreim í fararbroddi í Íþrótta- miðstöðinni á laugardagskvöldið. Af öðrum viðburðum má nefna sundlaugarpartí, heilreiðatúr með Bjarna Torfa, frisbígolfmót og þrautagöngu bæjarbúa, sem felst í að börn og fullorðnir spreyta sig á þrautum víðs vegar um bæinn. Nesstofa og Lyfjafræðisafnið verða opin alla helgina kl. 13 til 17 og í sýningarrýminu í Nesi er Lis- tería, samsýning fimm listamanna. Bæjarhátíð Seltjarnarness Þrautaganga, djass og stuð Morgunblaðið/hag Það jafnast ekker á við djass Bogomil Font og Tómas R. Einarsson spila. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.