Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Björnsson, forstjóri Festi, sem á Krónuverslanirnar, segir það geta haft áhrif á verð innfluttra vara til Ís- lands ef evran haldi áfram að veikjast gagnvart Bandaríkjadal. Fjallað var um væntanlega lækkun flugfargjalda og flutningskostnaðar í Morgunblaðinu í gær, í tilefni af mik- illi lækkun olíuverðs. Voru leiddar að því líkur að þessi þróun kynni að lækka vöruverð á Íslandi. Töldu greinendur að áhrif verðhruns á olíu og hrávöru myndu jafnvel minnka innflutta verðbólgu í haust meira en spáð var og það jafnvel leiða til minni verðbólgu en áætlað var. Jón Björnsson svaraði því til í tölvupósti að það skipti miklu máli fyrir innkaupsverðið hvernig gengi dollarans þróaðist gagnvart evru. „Flest sem við kaupum inn er í evru en við kaupum það af aðilum sem kaupa inn í dollar. Þar lítur myndin ekki nógu vel út en ef okkar birgjar taka á sig verðhækkun munu þeir hækka verðið til okkar í framtíð- inni,“ skrifaði Jón í svari sínu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í svari sínu að „álagning félags- ins hafi frekar verið að lækka undan- farin misseri, sem sé staðfesting á því að gengisstyrking íslensku krónunn- ar hafi skilað sér í lægra vöruverði til viðskiptavina félagsins“. Vaxtamunur kalli á innstreymi Ragnar Björn Ragnarsson, gjald- eyrismiðlari hjá Arion banka, segir aðspurður ekki sjálfgefið að veiking evru gagnvart Bandaríkjadal muni leiða til hærra verðs á vörum sem fluttar séu inn til Íslands. Hann segir dollarann munu styrkj- ast gagnvart evru ef bandaríski seðla- bankinn hækki vexti. Ástæðan sé sú að þá muni vaxtamunur milli dollara og evru aukast og fjármagn streyma til Bandaríkjanna, meðal annars vegna kaupa á skuldabréfum. Mark- aðurinn hafi reiknað með vaxtahækk- unum í Bandaríkjunum í september en það hafi breyst eftir hlutabréfa- hrunið í Kína og víðar um heim. Nú sé horft til desember. Hann segir að ef vaxtamunur milli dollara og evru aukist muni það festa evruna í sessi sem lágvaxtarmynt sem fjárfestar noti til að fjármagna viðskipti á öðrum myntsvæðum. Djúptækur vandi í mörgum löndum á evrusvæðinu verði ekki leystur í ná- inni framtíð. Vextir á evrusvæðinu verði að líkindum áfram lágir. Samandregið telur Ragnar Björn meiri líkur á að dollarinn muni styrkj- ast gagnvart evrunni. Það geti líka gerst að beðið verði með vaxtahækk- anir í Bandaríkjunum vegna þess að innflutt verðbólga sé að minnka. Gengi gjaldmiðla á borð við kínverska júanið sé að gefa eftir og við það verði innfluttar vörur til Bandaríkjanna ódýrari. Verði þróunin á þennan veg geti það seinkað styrkingu dalsins gagnvart evru. Varðandi spár um þróun vöruverðs á Íslandi næstu misseri segir Ragnar Björn að verð á hrávöru muni ekki fylgja gengi dals- ins að öllu leyti. Dýr dollari myndi fæla frá Það sé hæpið að segja að styrking dollarans muni hafa neikvæð áhrif á verð innfluttra vara á Íslandi, sem keyptar séu inn í evrum. „Markaðurinn finnur út úr þessu. Ef dollarinn er dýr fara fyrirtækin einfaldlega annað. Styrking dollarans þarf ekki endilega að þýða að hrávör- ur verði dýrari. Ef dollarinn styrkist um 10% mun hveiti til dæmis ekki hækka um 10% gagnvart öðrum myntum,“ segir Ragnar Björn. Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir styrkingu evrunnar gagnvart Banda- ríkjadal á síðustu vikum þvert á hrak- spár um að gengi evru myndi halda áfram að veikjast í fyrirsjáanlegri framtíð. Evran hafi í kjölfar evru- kreppunnar orðið að fjármögnunar- mynt, líkt og japanska jenið hafi verið síðan í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Það er að segja mynt með lága vexti á svæði þar sem er lítill hag- vöxtur. Var tíundi áratuginn í Japan nefndur „glataði áratugurinn“, enda ávannst þá lítið í efnahagsmálum. „Evran hefur verið að styrkjast, þvert á allar væntingar. Flestir búast við því að vöxtur á evrusvæðinu verði hægari en í Bandaríkjunum. Þá hugsa menn með sér að það hljóti að koma fram í genginu. Sagt er að evr- an sé lágvaxtamynt sem muni veikj- ast gagnvart öðrum myntum á svæð- um þar sem er meiri hagvöxtur. Menn kaupa því eignir á vaxtarsvæð- um og taka lán fyrir kaupum í evrum. Fyrir vikið verður evran fjármögnun- armynt. Þess vegna kalla ég evruna hið nýja jen,“ segir Heiðar. Hann segir þorra fjárfesta hafa verið sömu megin í þessum viðskipt- um. Nú neyðist margir til að selja eignir vegna mikillar lækkunar í kauphöllunum. „Menn hafa tekið mikið af lánum í evrum og verða fyrir höggi þegar eignirnar rýrna þegar hlutabréfa- markaðir falla [í kjölfar snarprar lækkunar í Kína] og áhættuálagið eykst. Á hinum endanum segja lán- veitendur að þetta sé áhætta sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir. Þeir segja lántakanum að koma með frekari tryggingar. Ef lántakinn getur það ekki þarf hann að gera upp hluta af láninu. Þannig að ég tel að evran hafi verið að styrkjast vegna þess að of mikil spákaupmennska hafi verið í þá átt að evran sé að fara að veikjast um ókomna tíð. Nú gengur þetta svona til baka,“ segir Heiðar, sem spáir því að- spurður að gengi krónu muni halda áfram að styrkjast. Hversu mikil sú styrking verði muni ráðast af aðgerð- um Seðlabankans og ríkisstjórnar- innar. Skiptar skoðanir um áhrif veikari evru  Gjaldeyrismiðlari er ekki sammála forstjóra Krónunnar Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal Spá Goldman Sachs til 2018* 1,15 1,10 1,05 1,00 0,95 0,90 0,85 0,80 26.08. 2015 2016 2017 2018 *Hér er miðað við gengisskráningu kl. 15.45 í gær og spá sem birtist í The Global FXAnalyst, riti Goldman Sachs, 9. júlí sl. 1,14 0,85 0,8 0,8 Jón Björnsson Finnur Árnason Ragnar Björn Ragnarsson Heiðar Guðjónsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 50% afsláttur Flottir fyrir helgina! Vel fylltur í 70-85B og 75-85C á kr. 5.850- buxurnar kr. 1.995 Mjúkur í 75-90CD á kr. 5.850, buxur kr. 1.995 Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is Léttir og þægilegir dömuskór úr leðri með 50% afslætti Enn rýmum við til Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 www.tiskuhus.is Útsölulok 70% afsláttur af öllum útsöluvörum Smart föt, fyrir smart konur Reiknast af upphaflegu verði Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um 23% nemenda á iðnnáms- brautum Verkmenntaskóla Austur- lands, VA, koma beint úr 10. bekk og tæp 37% þeirra sem nú hófu nám í grunndeildum iðngreina í Verk- menntaskóla Akureyrar, VMA, luku 10. bekk í vor. Þetta er talsvert hærra hlutfall en landsmeðaltalið. Samkvæmt tölum Menntamála- stofnunar völdu 14% 10. bekkinga verknám og í Morgunblaðinu í gær sagði Jón B. Stefánsson, skólameist- ari Tækniskólans, að fáir innrituðust til náms þar strax eftir grunnskóla. Skólameistarar VA og VMA segja mismunandi atvinnulíf helstu skýr- inguna á muninum á aðsókn í iðnám á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. „Þau eru helst að fara í grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina, málm- og véltæknigreina og rafiðna- greina,“ segir Elvar Jónsson, skóla- meistari VA. Hann segir að 140 nem- endur séu í dagskóla í VA, helmingur þeirra á iðnnámsbrautum. Sterk hefð fyrir iðnnámi „Við erum í miklu samstarfi við at- vinnulífið og höfum gert mikið í að markaðssetja námið hjá okkur,“ seg- ir Elvar spurður um ástæður þess- arar miklu aðsóknar. Einn þáttur markaðssetningarinnar er að nem- endur í 9. bekk koma eina viku á sumri í verknámsviku í skólanum þar sem þeir kynnast störfum sem tengj- ast verknámsgreinum og er þetta hluti af vinnuskólanum á staðnum. „Mér sýnist þetta vera að skila ár- angri.“ Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA, segir að tæp 37% þeirra ný- nema sem hófu nám við skólann núna í haust komi beint úr 10. bekk. T.d. séu þeir 25 af þeim 60 sem hófu nám í málm- og véltæknigreinum og tæpur helmingur þeirra sem hófu nám í matvælagreinum. „Starfsumhverfið er öðruvísi hér en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjalti Jón. „Hér er sterk hefð fyrir iðnnámi og atvinnulífið er áberandi á þessu sviði. Við erum t.d. með öflug fyrirtæki á sviði rafiðnaðar og málm- iðnaðar, við erum með stórar útgerð- ir og þessi fyrirtæki soga fólk til sín.“ Hjalti Jón segir að hann hafi merkt þá breytingu undanfarin ár að í skólann komi einbeittir nemendur sem ætli sér í áframhaldandi tækni- nám. „Þetta er greið leið fyrir dug- lega krakka og ég held að foreldrar séu að átta sig á því að þetta er góð leið til að mennta sig. Þetta snýst líka um að mennta sig til að vinna á svæð- inu, ekki að mennta sig til að flytja í burtu.“ Iðnnám nýtur hylli úti á landi  Mennta sig til að vinna á svæðinu  Greið leið fyrir duglega krakka Elvar Jónsson Hjalti Jón Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.