Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Í þessari skemmtilegu ferð til Þýskalands, Frakklands og Sviss
kynnumst við lífinu í bænum Oberkirch í Svartaskógi, skoðum
aldagamla kastala, gauksklukkur og förum í siglingu á ánni Ill.
Við heimsækjum háskólaborgina Heidelberg, Basel í Sviss og
ökum Vínslóðina í Alsace.Auðveld og skemmtileg haustferð,
þar sem gist verður á einu hóteli alla ferðina.
Verð: 174.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
8. - 15. október
Haustlitir í Svartaskógi
Haust 8
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ein af frumskyldum hags-
munasamtaka eins og okkar að vakta
afkomu greinarinnar á hverjum tíma.
Það gera hliðstæð samtök í nágranna-
löndunum,“ segir Baldur Helgi
Benjamínsson, framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda. Sam-
bandið hefur gefist upp á því að bíða
eftir opinberum tölum um afkomu
kúabænda og haf-
ið söfnun og úr-
vinnslu eigin upp-
lýsinga. Þar
kemur fram að
heildartekjur kúa-
búa jukust nokkuð
á síðasta ári en af-
koman hefur ekki
batnað í takti við
það.
Hagstofan tók
við hagskýrslugerð landbúnaðarins
þegar Hagþjónusta landbúnaðarins
var lögð niður. Það hefur orðið til þess
að mjög hefur dregist að vinna úr
upplýsingunum. Hagstofan birti til að
mynda niðurstöður fyrir árið 2013 nú
í júlímánuði. „Við tókum þær út og
gerðum grein fyrir þeim en það verð-
ur að viðurkennast að þetta eru orðn-
ar ansi gamlar upplýsingar. Það er þó
ákveðið gagn í þeim. Hagstofan bygg-
ir á yfirgripsmeiri gögnum en við er-
um með og gerir ítarlegri greiningar
en við höfum átt kost á. Vandamálið
liggur fyrst og fremst í tímanum,
hvað upplýsingarnar eru orðnar
gamlar,“ segir Baldur Helgi.
Í samræmi við ályktun frá aðal-
fundi Landssambands kúabænda var
leitað eftir samvinnu við bókhalds-
þjónustur búnaðarsambandanna um
upplýsingar til að gera úttekt á stöð-
unni 2014 og þróuninni frá árinu á
undan. Fengust búreikningar 39 búa
af Suður-, Vestur- og Norðurlandi og
notaði Baldur Helgi 38 þeirra í sam-
antekt sem birt hefur verið á vef LK.
Mjólkurframleiðsla jókst á árinu
2014, miðað við árið á undan, eins og
vitað var. Meðalinnlegg búanna 38
var 277 þúsund lítrar, sem er liðlega
22 þúsund lítra aukning. Hefur fram-
leiðslan aukist um tæp 9% á milli ára.
Baldur segir að þetta sé í ágætu sam-
ræmi við framleiðsluaukninguna í
landinu á síðasta ári. Stærð búanna
er afar misjöfn. Það minnsta fram-
leiddi 100 þúsund lítra en það stærsta
700 þúsund lítra.
Tekjur af mjólkursölu jukust um
tæplega 2,8 milljónir kr. að jafnaði á
bú. Það er vegna aukinnar fram-
leiðslu og hækkunar á mjólkurverði
til bænda sem ákveðin var síðla árs
2013. Á móti kom að tekjur af nauta-
kjötsframleiðslu minnkuðu. Í heildina
jukust rekstartekjur búanna úr um
40 milljónum í 42 milljónir, eða um 2
milljónir á bú.
Aukinn fóðurkostnaður
Kostnaður jókst einnig verulega og
í heildina meira en tekjurnar. Þar
sker fóðurkostnaður og aðkeypt
þjónusta sig úr. Fóðurkostnaðurinn
hækkaði að meðaltali um 900 þúsund
krónur á bú og þjónusta um 600 þús-
und krónur. Á móti kemur að áburður
og sáðvörur lækkuðu í verði og með-
alkostnaðurinn minnkaði um 640 þús-
und vegna þess.
Athygli vekur að fóðurkostnaður
skuli aukast því að talið er að fóð-
urverð hafi lækkað. Í greiningu LK
kemur fram að áætla megi að notkun
á kjarnfóðri hafi aukist um nærri
20%.
Fyrningar jukust, sem og vaxta-
gjöld. „Sjá má að þessi bú hafa ráðist í
talsverðar fjárfestingar bæði þessi ár.
Fjárfestingar eru meiri en afskriftir,
sem sýnir að bændur eru ekki að
ganga á eignir sínar. Það verður einn-
ig að líta til þess að afar litlar fjárfest-
ingar voru eftir hrun og þörfin fyrir
endurnýjun því umtalsverð. Ánægju-
legt er að sjá að bændur hafa að ein-
hverju leyti náð að fara í þær,“ segir
Baldur. Um leið getur hann þess að
vaxtagreiðslur séu annar eða þriðji
hæsti kostnaðarliður á hverju búi.
Það sé áhyggjuefni en segi ákveðna
sögu um rekstrarumhverfið hér á
landi, í landbúnaði eins og öðrum at-
vinnugreinum. Vextir séu háir og erf-
itt að bera sig saman við nágranna-
lönd þar sem bændur nái að
fjármagna sig á allt öðrum kjörum.
Þegar litið er til niðurstöðunnar,
þar sem hagnaður af rekstri búanna
hefur minnkað þrátt fyrir tekjuaukn-
ingu, segir Baldur að hann hefði viljað
sjá meira af tekjunum sitja eftir hjá
bændum. Tekjuaukinn renni þó að
einhverju leyti til bændanna með
auknum launagreiðslum. Búin hafi
verið í stakk búin til að greiða eig-
endum sínum hærri laun. Samkvæmt
samantektinni hafa laun og launa-
tengd gjöld aukist úr um 6,1 milljón
að meðaltali á bú í tæpar sjö milljónir.
Mikill breytileiki í kostnaði
Baldur segir að þegar hagsmuna-
samtökin hafi sjálf aðstöðu til að
vinna með upplýsingar um afkomu
búanna sé hægt að gera ýmsar grein-
ingar. Nefnir hann mikilvægi þess að
sjá breytileikann í kostnaðarliðum
svo að bændur geti miðað sig við aðra.
Nefnir Baldur að hann hafi slegið
lauslega á kjarnfóðurkostnað á lítra.
Komið hafi í ljós að hann sé mjög
breytilegur; frá því að vera innan við
20 krónur á lítra og upp í 35 krónur.
„Þetta spannar breitt bil og sýnir að
víða er svigrúm er til að gera betur í
rekstrinum.“
Þá segir hann að ekki megi gleyma
því að tölurnar séu nýjar. „Mér finnst
vandræðalegt að koma á fundi með
bændum og sýna þeim gamlar tölur
um reksturinn. Menn hafa ekki áhuga
á því. Þeir eru uppteknir af því hver
staðan er núna,“ segir Baldur.
Svigrúm til að gera betur
Landssamband kúabænda safnar upplýsingum um rekstur kúabúa á árinu 2014 Tekjur
bænda af mjólkursölu jukust um 2,8 milljónir Fóðurkostnaður og aðkeypt þjónusta jókst á móti
Morgunblaðið/Kristinn
Stækkun Kúabændur nýta góðærið í mjólkursölunni til að fjárfesta í tækjum og mannvirkjum. Byggð eru ný fjós og önnur endurbætt eða stækkuð.
Baldur Helgi
Benjamínsson
Mjólkurframleiðslan er mikil
þessa mánuðina og jafnvel meiri
en búist var við. Það var söguleg
ákvörðun að auka greiðslumarkið
um 15 milljónir lítra á þessu ári
en náðst hefur að auka fram-
leiðsluna sem því nemur og jafn-
vel meira því nú stefnir í að fram-
leiðslan fari yfir 140 milljón lítra.
Greiðslumarkið var aukið úr
125 í 140 milljónir lítra fyrir þetta
ár. Þar af voru fjórar milljónir til
að koma birgðastöðunni hjá
mjólkuriðnaðinum í lag. Baldur
Helgi Benjamínsson segir að
birgðir af mjólkurfitu hafi verið
orðnar óþægilega litlar. Það hafi
aðeins þurft að auka kvótann í
eitt ár til að laga birgðastöðuna.
Því hafi verið fyrirsjáanlegt að
greiðslumarkið yrði lækkað aftur
þegar þessu marki yrði náð, nema
svo ólíklega vildi til að sú gríðar-
lega söluaukning sem verið hefur
síðustu ár héldi áfram. Nú liggur
fyrir, að hans mati, að fram-
leiðslan verði 141-142 milljónir
lítra í ár. Greiðslumarkið á að
taka mið af sölu og birgðastöðu.
Það þýðir að hans sögn að
greiðslumarkið muni minnka um
5-6 milljónir lítra. Ákvörðun um
kvóta næsta árs verður tekin í
næsta mánuði.
Það skiptir ekki öllu máli fyrir
þá bændur sem hafa verið að
auka framleiðsluna hvað mest
hvert greiðslumarkið verður á
næsta ári. Þeir fá áfram greitt
fyrir alla mjólk sem þeir leggja
inn því að Mjólkursamsalan hef-
ur lýst því yfir að greitt verði
fullt afurðastöðvaverð fyrir alla
mjólk út næsta ár.
Til þess að fá fullar bein-
greiðslur frá ríkinu þurfa bænd-
ur að framleiða að fullu það
greiðslumark sem úthlutað er.
Það hefur valdið erfiðleikum hjá
þeim bændum sem ekki hafa
haft aðstöðu til að bæta miklu
við þegar greiðslumarkið hefur
verið hækkað stórlega. Ef
greiðslumarkið minnkar aftur á
næsta ári skapar það þeim hópi
bænda visst andrúm.
Greiðslumark lækkar líklega
um 5 til 6 milljónir lítra
BIRGÐASTAÐAN KOMIN Í LAG
Morgunblaðið/Kristinn
Kýr Dregið hefur úr vexti mjólkursölunnar og birgðastaðan er komin í lag.
Það mun leiða til þess að mjólkurkvóti næsta árs verður minni.