Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ungfrú Ísland fer fram þann 5. september, en keppnin verður þá endurvakin eftir að hafa legið í dvala í tvö ár. Keppnin er gríðarlega vin- sælt umræðuefni og hafa flestir skoð- un á henni. Alls eru 19 þúsund áskrifendur að Snap- chat-reikningi keppninnar, ungfruisland, en þar má sjá hvað fer fram bak við tjöldin. „Það er alltaf mikið umtal í kringum svona keppni. Fólk elsk- ar að tala um Ungfrú Ísland og vissu- lega hefur Snapchat aukið umtalið, en þetta er gríðarlega skemmtileg leið að kynnast keppendum og und- irbúningnum og bak við tjöldin,“ seg- ir Fanney Ingvarsdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar í ár og fyrrverandi Ungfrú Ísland. „Undir- búningurinn fyrir lokakvöldið er númer eitt, tvö og þrjú og ekki síður mikilvægur en sjálft lokakvöldið. Við erum búin að vera saman í þrjá mán- uði og hittast, æfa og upplifa skemmtilega hluti. Hópurinn fór meðal annars á Dale Carnegie- námskeið. Snapchat er hugsað til að fá innsýn í keppnina, hvernig und- irbúningi er háttað og hvað er hægt að læra af honum. Það eru núna 19 þúsund áskrif- endur að Snapchat-reikningi keppn- innar. Einhverjir vilja ekki viður- kenna að þeir séu að fylgjast með en það skoða þetta margir. Við höfum fengið góð viðbrögð enda hafa marg- ir skoðun á þessari keppni en heilt yfir hefur þetta ævintýri verið stór- skemmtilegt.“ Eigendaskipti urðu á keppninni í fyrra þegar Björn Leifsson og Haf- dís Jónsdóttir, kennd við World Class, keyptu keppnina og verður hún haldin í Hörpu. „Það var bara eitt ár sem keppnin var ekki og það var aldrei spurning um að koma til baka núna í ár. Undirbúningur hefur gengið vel, stelpurnar æfa mikið og góðir gestir hafa komið til okkar í heimsókn. Við höfum haldið marga fyrirlestra fyrir stelpurnar sem koma til með að hjálpa þeim í fram- tíðinni, meðal annars hvernig sé best að koma fram í fjölmiðlum, því að þetta eru allt óvanar stelpur að koma fram og sigurvegaranum er skyndi- lega hent í sviðsljósið.“ Góðgerðarstarf skiptir máli Keppendur hafa sinnt góðgerðar- starfi af miklum myndarskap og þannig hljóp stór hluti hópsins í Reykjavíkurmaraþoninu til góðs. Þá hefur verið haldinn fatamarkaður, sérstök bíósýning verður á mánudag í Laugarásbíói til styrktar lang- veikum börnum og þá gerðu nokkrir keppendur sérstaka auglýsingu fyrir Kvennaathvarfið. „Það er magnað að sjá hvað stelpurnar hafa hrist upp úr erminni. Stelpurnar taka allar þátt í góðgerðarstarfseminni. Ágóðinn af bíósýningunni rennur allur óskiptur til langveikra barna. Myndin No Escape verður þá forsýnd og mið- arnir verða seldir á 1.000 krónur.“ Góð stemning utan vallar Stemningin í hópnum er mjög góð, segir Fanney, og kemur það henni ekki á óvart. Sjálf kynntist hún mörgum góðum vinkonum í keppn- inni sem hún tók þátt í. „Það er klisja að segja svona en það er gaman að taka þátt í svona keppni fyrir félags- skapinn. Það er staðreynd. Margar stelpur í dag, sem hafa tekið þátt í Ungfrú Ísland, halda enn hópinn sem tók þátt með þeim og eiga marg- ar góðar vinkonur. Það hefur sitt að segja. Sjálf kynntist ég einni af mín- um bestu vinkonum þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland. Það er vissulega stór hluti af þessu. Utan vallar er líka góð- ur mórall, sem gerir ferlið skemmti- legra.“ Fer til Kína Sú sem verður krýnd Ungfrú Ís- land, eða Miss World Iceland, fer í keppnina Ungfrú heim, eða Miss World, sem fram fer í borginni Sanya í Kína þann 19. desember. Fanney þekkir borgina vel, en hún keppti þar á sínum tíma og heillaðist af landi og þjóð. „Það eru forréttindi að ferðast og sjá hluta heimsins. Kína var æðis- leg. Ég var alls í fimm vikur, þar sem við fórum til Peking, Shanghai og Mongólíu meðal annars. Síðustu tvær vikurnar dvaldi ég í Sanya, þar sem lokakvöldið fór fram. Þetta var frá- bær ferð. Ég kvarta allavega ekki.“ Keppt um titla Stóra stundin nálgast, en keppnin fer fram í Hörpu. Undirbúningi hefur verið breytt og stelpurnar skrifa ekki lengur undir stranga samninga. Þá verður engin í öðru eða þriðja sæti heldur verður keppt um fimm titla, en auðvitað vilja allar vinna stóra titilinn, Ungfrú Ísland. Morgunblaðið/Styrmir Kári Æfing Keppendur í Ungfrú Ísland á æfingu í vikunni en keppnin fer fram 5. september. Sigurvegarinn tekur þátt í Ungfrú heimi eða Miss World í borginni Sanya í Kína þann 19. desember. Bak við tjöldin á Ungfrú Íslandi  19 þúsund manns fylgjast með keppendum í Ungfrú Íslandi á forritinu Snapchat  Sigurvegarinn fer til Kína  Ekki lengur skrifað undir stranga samninga  Vinátta sem endist að eilífu Síminn skoðaður Hér skoða þær Indíana Svala, Kristjana, Bertha María, Íris Rós og María Björk Snapchat-reikningi keppninnar.Fanney Ingvarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.