Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 26

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Kennarar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV, hafa sent frá sér ályktun, en þeir telja forsendur brostnar fyrir innleiðingu nýs vinnumats kennara í framhaldsskólum. Nú sé komið í ljós að frá fyrstu kynningu á vinnu- matinu hafi verið skekkja og sú út- gáfa matsins hafi verið notuð til grundvallar í kosningu um kjara- samning kennara. Í nýjustu útgáfu af reikniverki fyrir vinnumatið hafi skekkjan verið lagfærð, en hún tek- ur til útreikninga á álagi fyrir 29. og 30. nemandann annars vegar, og hins vegar til álags vegna nemendafjölda umfram hámarks- fjölda. Telja forsendur vinnumats brostnar Sauðárkrókur Kennarar FNV álykta. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Íslenska fyrirtækið Digon Games gefur út fótboltaleikinn Kickoff CM í dag. Að baki útgáfu leiksins liggur mikil og löng vinna starfsmanna, stjórnarmanna, fjárfesta og annarra sem komið hafa að leiknum. Um þriggja ára verkefni er að ræða sem er fjármagnað að mestu leyti af einkafjárfestum. Kostnaður hljóðar upp á um 150 milljónir króna. Engin tölvugerð lið „Þróun leiksins hefur staðið yfir í þrjú ár og kostað blóð, svita og tár,“ segir Guðni Rúnar Gíslason leikja- hönnuður við Morgunblaðið. Hann segir að leikurinn sé nokk- urs konar „manager“-leikur á net- inu en samt sé hann frábrugðinn þeim hefðbundnu leikjum. „Hjá okk- ur er um að ræða einn leikjaheim þar sem allir notendur eru saman. Það eru því engin tölvugerð lið, bara ég að spila á móti vinum mínum. Einnig stjórna notendur dagskránni alveg sjálfir. Við erum því ekki að skipuleggja leiki fyrir þig, heldur ferð þú inn í leikinn og spilar þína leiki. Það gerir leikinn óformlegan en verður líka til þess að mikil spenna getur myndast snögglega.“ Einn músarsmellur Guðni segir að sáraeinfalt sé að skrá sig í leikinn og búa til lið. „Fólk fer inn á síðuna okkar, kickoff.is, og er leitt áfram í gegnum sáraeinfalt skráningarferli.“ Núna snúist markaðssetning leiksins um Ísland og vegna þess að flestir séu með að- gang að Facebook geti fólk skráð sig þar með einum músarsmelli. „Síðan tekur það bókstaflega nokkr- ar sekúndur að búa til lið, þú ein- faldlega velur nafn á lið og þá er það klárt.“ Leikurinn er fyrst um sinn aðgengilegur í vafra en næsta mál á dagskrá er að gera hann kláran fyrir spjaldtölvur og síma. Guðni segir tekjumódel leiksins vera traust. „Við teljum það okkar helsta styrkleika, fyrir utan skemmtilegan leik. Leikurinn er ókeypis en tekjumódelið er tvíþætt. Annars vegar sóttum við um einka- leyfi í Bandaríkjunum fyrir auglýs- ingamódel, en á ákveðnu stigi í leiknum geta notendur fengið tilboð um styrktaraðila og þá geturðu valið hverja þú getur samið við. Þetta eru þá alvöru vörumerki og við höfum samið við Ölgerðina um að greiða fyrir birtingu á þremur alþjóðlegum vörumerkjum í leiknum. Pepsi er búið að samþykkja þessa birtingu og við höldum áfram að vinna í þessu.“ Guðni er spenntur fyrir framhald- inu og segir prófanir hafa komið mjög vel út. „Við erum mjög ánægð með það. Það verður gaman að keyra leikinn í gang og sjá hver við- brögðin verða við þessu öllu saman.“ Íslenskur „manager“-fót- boltaleikur kemur út í dag  Þróun leiksins staðið yfir í þrjú ár  Einfalt að skrá sig og hefja leik Ljósmynd/Guðni Rúnar Gíslason Lið Engin tölvugerð lið eru í leiknum og munu spilarar því aðeins geta keppt innbyrðis. Guðni telur það mikinn kost. Guðbrandur Jónsson, sem vill finna flak danska herskipsins Gautaborgar, segir að hann þurfi ekki forn- leifafræðing eða leyfi Minjastofn- unar til að reyna að finna keðjur, fallbyssur og bal- lest skipsins. Guðbrandur segist að- eins vilja finna hlutina en ekki rannsaka og lögin ná ekki yfir slíkt. Í Morgunblaðinu á mánudag sagði Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, að aðeins fornleifafræðingar mættu rannsaka fornminjar og benti á að brot gegn minjavernd geti varðað fangelsi. „Mér fannst Minjanefnd taka heldur harkalega til orða á mánudag. Það voru stór orð sem þar voru látin falla. Fornleifafræð- ingur þarf ekkert að koma fyrr en eitthvað er fundið. Ég vil finna en ekki rannsaka,“ segir Guðbrandur. benedikt@mbl.is Vill finna en ekki rannsaka flakið Farið Skipið sökk hér við land 1718. Leikjahönnuðirnir vilja fyrst um sinn fá eins marga notendur til að spila leikinn og mögulegt er. Með því geta þeir séð hvernig notendur hegða sér í leiknum, hvað þeir gefa af sér í tekjum og fleira í þeim dúr. „Það mun síðan nýtast okkur í vinnunni áfram þegar við förum í markaðssetningu erlendis,“ segir Guðni R. Gíslason. Notendur geta einnig greitt fyrir ákveðna „flýtimeðferð“ í leiknum. „Notendur eru þá að uppfæra einhver atriði hjá sínu liði og geta sleppt því að bíða í kannski klukkustund með því að borga. Þá greiða þeir með gjaldmiðli innan leiksins. Þó að þú getir fengið þennan gjaldmiðil innan leiksins geturðu einn- ig keypt hann með alvöru peningum og einhverjum hluta spilara þykir þetta áhugavert,“ segir Guðni, en þeir óþolinmóðustu geta því greitt smá gjald og sleppt því að bíða, sem getur jú verið þreytandi. Hægt að kaupa „flýtimeðferð“ HÖNNUN Á NÝJA LEIKNUM Guðni R. Gíslason. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eru færri sem segjast vera trúaðir en meðaltal sömu könnunar segir á heimsvísu, eða 51% hér á landi á meðan hlutfallið er 63% á heimsvísu. Hér á landi sögðust 30% ekki vera trúaðir einstaklingar, 14% sögðust vera trúleysingjar en 5% tóku ekki afstöðu til spurningarinn- ar um hversu trúaðir viðkomandi væru. Á heimsvísu sögðust 22% ekki vera trúaðir einstaklingar, 11% sögðust vera trúleysingjar og 4% tóku ekki afstöðu. Könnun alþjóð- legu Gallup-samtakanna, sem Gallup á Íslandi á aðild að, náði til 64 þús- und manns víðs vegar um heim. Spurt var um hversu trúað fólk væri, burtséð frá því hvort það sækti trúarlegar samkomur eða staði. Trú mældist útbreiddust á Taí- landi en þar á eftir koma Armenía, Bangladess, Georgía og Marokkó. Flestir sannfærðir trúleysingjar eru í Kína, af þeim þjóðum sem spurðar voru, eða nær helmingi fleiri en hjá nokkurri annarri þjóð, segir í frétta- bréfi Gallup. Þar á eftir koma Hong Kong, Japan, Tékkland og Spánn. Af einstökum heimshlutum er hæsta hlutfall trúaðra í Afríku og Miðausturlöndum. Þar sögðust átta af hverjum tíu vera trúaðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Trú Rétt ríflega helmingur Íslendinga segist vera trúaður, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Um 44% segjast ekki vera trúuð, þar af 14% trúleysingjar. Íslendingar minna trúaðir en aðrir Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Eldhúsborð og stólar teg. Kelly Komnir aftur margir litir Borðstofuhúsgögn teg. Amadeus 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Opið virka daga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–15 Erum á Strandgötu 24, Hafnarfirði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.