Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 32

Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 www.thor.is ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR EPSON EXPRESSION HOME XP-322 Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-32 2 ,- TÖLVUVERSLUN - ÁRMÚLA 11 ÞÓR HF Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. EPSONWORKFORCEWF5620 20 ppm* EPSONWorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðummegin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. 49.30 0 EPSO NWo rkFor ce ProW F-562 0DWF ,- Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Ég er alinn upp við sjávarsíðuna og hef átt nokkra eikarbáta í gegnum tíðina. Ég var fimmtán ára gamall þegar ég keypti fyrsta súðbyrða tré- bátinn, sem fluttur var frá Sand- gerði í bílskúrinn til uppgerðar. Báturinn fyllti auðvitað vel upp í bíl- skúrinn, þar sem ég dyttaði að honum með hjálp góðra vina. Það er ástríða hjá mér að gera upp gamla eikarbáta, kynna mér sjóminjar og strandmenningu. Forfeður mínir voru sjómenn og kannski hef ég þetta frá þeim, en hvernig sem á því stendur hefur þetta verið mér mjög svo hugleikið í gegnum tíðina,“ segir Lárus H. List, listamaður á Akur- eyri. Hann hefur nú eignast enn einn eikarbátinn, sem er Fjóla BA 150. Lárus sigldi Fjólu frá Reykhólum til Akureyrar í síðustu viku. Megum ekki missa fleiri báta „Báturinn var smíðaður á Fá- skrúðsfirði árið 1971 og er um 17 metra langur, með þessari fínu Gardner-vél sem er algerlega ein- stök. Birkir Guðmundsson, báta- áhugamaður og vinur minn, sem er að gera upp Pilott BA í Reykjavík, kom okkur Jóhannesi Haraldssyni, fyrrverandi eiganda Fjólu, saman. Jóhannes hringdi einfaldlega í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við bátnum, með það að mark- miði að gera hann upp og varðveita. Ég þurfti nú ekki að hugsa málið lengi, enda er Fjóla um margt í mjög góðu standi, þannig að það eru spennandi tímar framundan hjá mér og eflaust fæ ég gott fólk í lið með mér varðandi framhaldið. Ég þakka mínum sæla fyrir að Jóhannes hafi viljað koma bátnum til fólks sem hefur áhuga á að varðveita íslenska skipasögu. Siglingin hingað norður gekk vel, enda veðrið ákjósanlegt. Eikarbátum hefur fækkað mikið og við hreinlega megum ekki við því að missa fleiri frá okkur. Skilningur á varðveislu gamalla báta og skipa hefur vissulega farið vaxandi á und- anförnum árum, en sú var tíðin að slíkir bátar þóttu best geymdir á áramótabrennum landsmanna og við sem vildum varðveita þessi skip og báta vorum einfaldlega álitin eitt- hvað skrýtin.“ Ástríða lykilatriði Lárus segir að á Akureyri séu um margt góðar aðstæður til að gera upp eikarbáta og bendir á Húna II, sem var smíðaður á Akureyri árið 1963. „Það var búið að taka Húna II af skipaskrá á sínum tíma og til stóð að eyða honum á áramótabrennu. En honum var bjargað og kom hing- að 2005 í ágætis standi. Ég átti frumkvæðið og hugmyndina að Húnaverkefninu, sem gekk eftir eins og við þekkjum það hér. Margir hafa komið að viðhaldi Húna II og ég held að augu landans séu að opnast í þessum efnum. Það tekur nokkur ár að gera upp slíkt skip og er ekki á færi eins manns, en margt gott fólk kemur til með að leggjast á árarnar með mér í þessu nýjasta verkefni. Við getum sagt að ástríða sé lykilatriðið í slíku verkefni og hérna á Akureyri er stór hópur sem hefur metnað og vilja til að varðveita söguna og gera upp slíkan bát. Fjóla verður án efa fallegt blóm í flórunni með tíð og tíma. Þótt ekki séu liðnir margir dagar frá því Fjólu var lagt hérna við Torfunefsbryggju, hafa þegar margir sett sig í sam- band við mig og lýst yfir áhuga á að koma að endurgerðinni, þannig að ég er viss um að þetta verkefni kem- ur til með að verða gjöfult og skemmtilegt.“ Lárus segir að almennt hafi verið hlegið að hugmyndinni um að hafa menningartengdan eikarbát við Torfunefið á Akureyri á sínum tíma. „Já, já, blessaður vertu, en draumur minn og hugmyndasmíð rættist með komu Húna II hingað. Við vorum nokkrir sem gengum í að vinna úr þessari hugmynd minni og fjármagna kaupin á Húna II og til að gera langa sögu stutta má segja að afstaðan hafi breyst mikið þegar Kristján Vilhelmsson í Samherja bættist í hópinn. Þá fóru hjólin að snúast hraðar og fyrr en varði fórum við að sjá til lands varðandi fjár- mögnun og fleira. Mörgum fannst al- gjör vitleysa að varðveita þessa gömlu báta, en í dag dettur engum í huga að hlæja. Túristarnir mynda þessa gömlu báta í gríð og erg, sem segir okkur auðvitað mikið. Það er sál í þessum bátum og flestir þeirra geyma merkilegar sögur.“ Lárus segist ekki sjá eftir tíman- um sem hann hefur varið í endur- gerð og varðveislu gamalla eikar- skipa. „Ég eflist með hverju árinu og Fjóla BA 150 verður líklega ofarlega í huga mér næstu árin. Ég hlakka bara til, enda er viðhorfið allt annað og jákvæðara en þegar ég talaði fyr- ir Húnaverkefninu á sínum tíma,“ segir Lárus H. List. Það er sál í þessum eikarbátum  Þegar Lárus H. List talaði fyrir varðveislu trébáta eins og Húna II var hlegið að honum  Gamlir eikar- bátar þóttu best geymdir á áramótabrennum  Næsta verkefni Lárusar er að endurbyggja Fjólu BA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fallegt blóm „Fjóla verður án efa fallegt blóm í flórunni með tíð og tíma,“ segir Lárus H. List. „Hérna á Akureyri er stór hópur fólks sem hefur metnað og vilja til að varðveita söguna og gera upp slíkan bát.“ Í höfn Lárus H. List, myndlistarmaður og áhugamaður um varðveislu tré- báta, kemur með bátinn Fjólu til Akureyrar í síðustu viku. Eikarbáturinn Húni II á Akureyri varð landsfrægur árið 2013 þegar hann fór tvær siglingar umhverfis landið, þá síðari með hóp tónlist- arfólks, sem kallaði sig Áhöfnina á Húna. Síðan þá hefur bátnum m.a. verið siglt til Noregs og Danmerk- ur. Fyrir um 20 árum stóð til að farga Húna en nú sinnir hann marg- víslegum verkefnum og í kringum hann starfar fjölmennt og öflugt hollvinafélag sem sér um rekstur hans og viðhald. Báturinn, sem er 130 tonn, var gerður út til fiskveiða í um 30 ár, að- allega frá Skagaströnd til síldveiða, en lengst af frá Höfn í Hornafirði þar sem hann var nefndur Hauka- fell. Síðan hlaut hann nafnið Gauti og síðar Sigurður Lárusson frá Hornafirði. Húnanafnið fékk skipið aftur er því var bjargað frá niðurrifi árið 1994; raunar stóð til að brenna hann á næstu áramótabrennu. Hjón úr Hafnarfirði, Erna Sigurbjörns- dóttir og Þorvaldur Skaptason, björguðu honum, gerðu hann haf- færan á ný og gerðu hann út sem hvalaskoðunarbát frá Skagaströnd og Hafnarfirði. Í þeim siglingum var Húni um hríð, uns hollvina- félagið útvegaði fé til kaupa á hon- um og afhenti hann Iðnaðarsafni Akureyrar, sem síðan fól félaginu rekstur hans og viðhald. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Húni II Mikill mannfjöldi tók jafnan á móti áhöfninni á eikarbátnum Húna II á viðkomustöðum bátsins í hringsiglingunni sumarið 2013 Eikarbátur á hring- ferðum um landið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.