Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 34

Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Ljósanæturhátíð Reykjanesbæjar, sem er ein stærsta bæjarhátíð lands- ins og spannar rúma fjóra daga, hef- ur fest sig rækilega í sessi, enda haldin í 16. sinn í ár. Heimamenn og gestir geta sem fyrr reitt sig á að fyrstu helgina í september verði Ljósanótt haldin hátíðleg. Fram- kvæmd hátíðarinnar er nokkuð hefð- bundin eins og fyrri ár; blöðrum er sleppt við setningarathöfn, allt sýn- ingarrými er nýtt fyrir fjölbreyttar sýningar, söluaðilar bjóða vörur sín- ar og framleiðslu, myndlistarfólk býður verk sín á uppboði og tónlist mun óma um allan bæ. Sem fyrr er heimafólk í öndvegi og nokkuð er um ferska vinda. Notaleg stemning í gamla bænum Meðal skemmtilegra nýjunga í ár eru tónleikar heima í stofu í gamla bænum föstudagskvöldið 4. septem- ber, þar sem fjórar hljómsveitir halda tónleika á jafnmörgum heim- ilum. Yfirskrift tónleikanna er „Heima í gamla bænum“ og eru allir tónlistarmennirnir af Suðurnesjum. Að sögn Dagnýjar Gísladóttur, menningarmiðlara og eins af for- sprökkum tónleikanna, hefur verk- efnið verið mjög skemmtilegt í undir- búningi og það sem meira er, þau hafi kynnst nágrönnum sínum betur, sem sé bónus. „Þetta er nefnilega svo skemmtilegt fólk upp til hópa og allir eru tilbúnir að leggja fram vinnu og hugmyndir svo að þetta verkefni megi verða að veruleika. Staðsetn- ingin er tilvalin enda er gamli bærinn eins og lítið þorp í bænum og skemmtileg umgjörð um svona nota- legt verkefni,“ segir Dagný. Hljómsveitirnar fjórar sem spila eru Æla, Trílógía, Gálan og Sígull. Hver hljómsveit leikur tvisvar sinn- um, 40 mínútur í senn. Tónleikar verða bæði kl. 21.00 og 22.00 þannig að gestir geta gengið á milli og fengið brot af öllu ef þeir vilja. Dagný segir miðafjölda takmarkaðan enda ekki ótakmarkað pláss í stofunni heima, en möguleiki sé á að færa tónleikana út í garð ef veður leyfi. „Við búumst við notalegri stemningu í gamla bæn- um og hlökkum til að hitta bæjar- búa.“ Miðasala er á tix.is. Lög 7. og 9. áratuganna Aðstandendur tónleikaraðarinnar Með blik í auga lofa ekki síður nota- legri stemmningu og ýfingu ljúfra minninga þegar taktur og tíðarandi útvarpsþáttanna „Lög unga fólksins“ verður rifjaður upp með stór- stjörnum í bland við heimamenn. „Allir sem komnir eru á besta aldur muna eftir þessum útvarpsþáttum, sem hófust á þriðjudagskvöldum en voru síðan fluttir yfir á mánudags- kvöld. Í þessum útvarpsþáttum réð unga fólkið tónlistarvalinu og gat sent kveðjur. Ekki var óþekkt að við sætum við útvarpssamstæðuna og tækjum upp lögin á kassettu, sem síðan var spiluð aftur og aftur þar til næsti þáttur fór í loftið,“ sagði Krist- ján Jóhannsson, einn aðstandenda Með blik í auga. Hann sagðist sjálfur muna eftir kveðjum til sætu strák- anna á Cortínunni eða Mustangnum og til allra þeirra sem voru á balli í Stapa sl. laugardagskvöld. „Þar hafði maður kannski verið og eftir kveðj- una voru þulin upp nöfn vina og kunningja. Við ætlum að rifja upp þennan tíðaranda í máli og myndum og flytja þau lög sem heyrðust í þess- um vinsælasta útvarpsþætti unga fólksins milli 1960 og 1990.“ Hljómsveitin verður að mestu skipuð heimamönnum en söngvarar í sýningunni eru þau Egill Ólafsson, Stefanía Svavarsdóttir, Pétur Örn Guðmundsson og Eyþór Ingi Gunn- laugsson. Tónlistarstjórn er í hönd- um Arnórs Vilbergssonar, sem einn- ig fer fingrum um Hammond-orgelið, en handritshöfundur og fararstjóri tímaferðalagsins er sem fyrr Krist- ján Jóhannsson. Auk frumsýningar- innar á miðvikudag í Andrews- leikhúsinu á Ásbrú verða tvær sýn- ingar sunnudaginn 6. september. Miðasala er á midi.is. Heimamenn í öndvegi Þáttur bæjarbúa í ljósanætursýn- ingu Listasafnsins verður óvenju mikill í ár því að Ljósop, félag áhuga- ljósmyndara á Suðurnesjum, ætlar að sýna andlit bæjarbúa sem félagið hefur safnað á undanförnum mán- uðum, undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar. Sýningin heitir „Andlit bæjarins“ og mun standa í tæpa tvo mánuði. Þá verður tónlist laugar- dagskvöldsins, sem að jafnaði er há- punktur Ljósanætur, að mestu leyti flutt af tónlistarfólki af Suður- nesjum. Þar mun Kolrassa krók- ríðandi stíga á svið, Sígull og Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson, auk þess sem flutt verður brot úr sýningunni „Sveitapiltsins draumur – Rúnar Júl- íusson 70 ára“ sem flutt var í Stapa í vor. Árgangagangan á laugardeginum, þar sem hver árgangur hittist við við- komandi húsnúmer á Hafnargötu og gengur niður götuna að hátíðar- sviðinu, er árviss og alltaf vinsæl, enda koma margir í bæinn til að hitta gömlu félagana. Sá árgangur sem fagnar fimm tugum skipar sérstakan sess í göngunni ár hvert. Börnin verða ekki svikin um dag- skráratriði. Þó að tívolítækin séu allt- af vinsæl má finna marga dag- skrárliði fyrir börn sem eru gjaldfrjálsir. Tveir ávextir úr Ávaxtakörfunni mæta á Bókasafn Reykjanesbæjar kl. 11.00 á laug- ardagsmorgun til að lesa og syngja og síðan hefst fjölskyldudagskrá á hátíðarsviði kl. 14.00 sem Leikhóp- urinn Lotta stýrir, auk þess að vera sjálfur með leikþátt. Skessan býður í lummur frá 14.30 og á sama tíma sýnir Brúðubíllinn aftan við Duus safnahús. Unglingum í 5.-7. bekk verður boðið í sundlaugarpartí síð- degis á föstudag og Ljósanæturballið í Stapa á föstudagskvöld verður fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Dagskrá Ljósanætur 2.-6. septem- ber má nálgast í heild sinni á vefnum www.ljosanott.is. Tónleikar á fjórum heimilum  Undirbúningur Ljósanæturhátíðar stendur nú sem hæst  Setningarathöfnin eftir viku en hátíð- inni þjófstartað á miðvikudag með tónleikaröðinni Með blik í auga  Nú er þemað Lög unga fólksins Ljósmynd/Guðlaug María Lewis Ljósanótt Styrktaraðilar, í fremstu röð f.v., Hallur Geir Heiðarsson frá Nettó og Kaskó, Jóhann Snorri Sigurbergsson frá HS Orku og Einar Hannesson frá Landsbankanum, ásamt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Æfing Arnór Vilbergsson, hljómsveitarstjóri Laga unga fólksins, stýrir hér hljómsveitinni á fyrstu æfingu hennar í vikunni. Aftan við Arnór eru Sólmundur Friðriksson bassaleikari og Júlíus Guðmundsson trommari. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gálan Júlíus Guðmundsson tónlistar- maður fær nokkra tónlistarmenn til liðs við sig á stofutónleikum. „Það þarf fólk eins og þig,“ söng Rúnar Júlíusson í vinsælu lagi og segja má að þessi lína gæti verið einkennislína Ljósa- nætur í ár. Í sumar var sent út bréf til fjölda fyrirtækja á svæð- inu og leitað eftir fjárhags- legum stuðningi við fram- kvæmd hátíðarinnar. Síðastliðinn þriðjudag skrifaði Kjartan Már Kjartansson bæj- arstjóri undir samninga við þrjá stærstu styrktaraðilana, Lands- bankann, sem er helsti styrkt- araðili Ljósanætur, Nettó, sem styrkir vel dagskrá föstudags- ins og barnadagskrána, og HS Orku, sem lýsir upp Ljósanótt með því að fjármagna flugelda- sýninguna. Bæjarstjóri þakkaði fulltrúum þessara þriggja fyr- irtækja sitt framlag og hvatti jafnframt önnur fyrirtæki til dáða. Fyrirtæki til stuðnings LJÓSANÓTT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.