Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Rannsóknum Steinunnar Krist- jánsdóttur fornleifafræðings og samstarfsmanna hennar á íslensk- um miðaldaklaustrum var fram- haldið í sumar og hefur nú verið gert hlé á vettvangsferðum fram á næsta sumar. Steinunn er afar ánægð með afrakstur sumarsins. Hún segir í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins að merkasta upp- götvunin sé að rannsóknarhópnum hafi líklega tekist að staðsetja rústir Þingeyraklausturs, sem rekið var lengst allra klaustra á Íslandi. „Það hljóta að teljast stórtíðindi,“ segir hún. Víðtæk rannsókn Rannsóknin miðar að því að leita að og kortleggja minjar um öll klaustrin sem starfrækt voru á Íslandi á miðöldum. Ætlunin er að greina ástæður stofnunar hvers klausturs fyrir sig, kanna rekstrargrundvöll þeirra og sögu en ekki síst að finna nýjar vís- bendingar um gerð þeirra, hlut- verk og innra starf með aðferðum fornleifafræðinnar. Stóra mark- miðið er svo að skoða áhrif klaustranna og umsvif í íslensku miðaldasamfélagi. Skoðað 11 klausturstaði „Við höfum núna leitað að rúst- um ellefu klaustra af fjórtán með jarðsjám og könnunarskurðum,“ segir Steinunn. Þessir staðir eru Bær í Borgarfirði, Hítardalur á Mýrum, Viðey á Kollafirði, Keldur í Rangárþingi, Helgafell í Helga- fellssveit, Þingeyrar í Húnaþingi, Reynistaður í Skagafirði, Munka- þverá og Saurbær í Eyjafirði, Möðruvellir í Hörgárdal og Þykkvabæjarklaustur. „Við eigum eftir að fara í Flatey á Breiðafirði og skoða niðurstöður uppgrafta á Kirkjubæjarklaustri og Skriðu- klaustri. Þetta eru mjög margir staðir og mikil vinna. En við erum mjög ánægð með árangurinn, enda þótt rústir klaustranna hafi ekki fundist á þeim öllum. Næsta ár er það síðasta í þessari rann- sókn. Þá munum við halda áfram leit á sumum þeirra klausturstaða sem við höfum þegar heimsótt en líka fara á þá sem eftir eru. Mark- miðið er að greina umsvif klaustr- anna sem einnar heildar í íslensku samfélagi miðalda út frá bæði heimildum og fornleifum. Ég held að áhrif þeirra hafi verið umtals- verð og hugsanlega meiri en áður hefur verið talið,“ segir Steinunn. Gekk vel í sumar Steinunn segir að síðasta sum- ar, 2014, hafi verið erfitt. „Þá fundum við svo fáar minjar, í það minnsta á meðan við vorum á vettvangi, en þegar við unnum frekar úr öllum upplýsingunum sem við höfðum safnað sáum við að árangurinn var ekki svo slæm- ur. Reynistaður er dæmi um það og líka Bær. Ef til vill voru vænt- ingarnar of miklar, en þetta var fyrsta ár þessarar rannsóknar. Í ár gekk allt miklu betur,“ segir hún. „Í sumar heimsóttum við klausturstaði þar sem klaustrin voru rekin farsællega í mörg hundruð ár, en líka þá staði þar sem klausturlifnaður rann út í sandinn á stuttum tíma. Öll klaustrin skipta nefnilega máli fyrir heildarmynd klausturlifnaðar á Íslandi. Svo virðist sem einka- reknu klaustrunum, s.s. á Keldum og í Saurbæ, hafi gengið verr en þeim sem stofnuð voru með stuðn- ingi biskups og kirkjunnar. Undantekningin er Viðeyjar- klaustur, sem var stofnað af einkaaðilum, en stofnendurnir voru í nánum tengslum við biskup, sem virðist hafa skipt mestu máli. Í heild sýnir þetta að klaustra- stofnanirnar voru samofnar deil- um kirkjunnar og höfðingja – og baráttu þeirra um jarðeignir, auð og völd,“ segir Steinunn. Svipuð erlendum klaustrum Steinunn gengur út frá því að klaustrin hafi verið alvöru stofn- anir og að þegar hús þeirra voru reist hafi verið tekið mið af rekstri klaustra eins og hann var víðast hvar innan hins kaþólska heims. „Þau þurftu að vera innréttuð með ákveðnum hætti vegna starfsins sem fór fram innan veggja þeirra. Kirkjurnar skiptu einna mestu máli í klausturbyggingunum og var mikið lagt í þær. Hér á Íslandi hefur á hinn bóginn gjarnan verið litið svo á að þegar klaustrin voru stofnuð hafi stofnendur endurnýtt þær byggingar sem voru þegar til staðar, t.d. kirkju, í klausturbygg- inguna. Ég held að það hafi ekki verið gert, enda þótt hvatinn til endurnýtingar hafi oft verið ríkjandi á mörgum sviðum og á þessum tíma sem og öðrum. Það á ekki við þegar stofna átti klaustur. Þess vegna geta leynst leifar af tveimur kirkjum á klausturstöð- unum, ef sérstök klausturkirkja var reist sem hluti af klaust- urbyggingunni. Sums staðar kunna kirkjur að standa enn á grunni gömlu klausturkirkjanna, en á öðrum klausturstöðum geta kirkjurnar enn staðið á grunni gömlu sóknarkirkjanna. Þetta er það sem við höfum haft í huga við leitina að rústum klaustranna, en það þýðir að við höfum leitað sem Ljósmynd/Klausturrannsóknin Þingeyrar Steinunn og samstarfsmenn hennar rannsaka vegg frá tíma klaustursins í prufuskurði. Steinhleðslur hafa komið í ljós. Margt þarf að skrásetja. Hafa staðsett Þingeyraklaustur Ljósmynd/Klausturrannsóknin. Rannsókn Steinunn J. Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, stýrir rannsókninni á íslenskum miðaldaklaustrum.  Unnið að kortlagningu allra minja um íslensk miðaldaklaustur  Voru skipulögð með sama hætti og erlend klaustur  „Ráðgáta hvar klaustrið á Helgafelli stóð,“ segir Steinunn J. Kristjánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.