Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Í ELDHEIMUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Safninu Eldheimum var komið á koppinn í Vestmannaeyjum til að gera tveimur af stærstu atburðum 20. aldarinnar hérlendis skil. Annars vegar gosinu á Heimaey 1973 og hins vegar gosinu sem varð til þess að Surtsey reis úr sæ 1963. Þegar komið er að Gerðisbraut 10 þá leynir sér ekki að safninu er ætl- að að fóðra ófáa ferðamennina á fróðleik á næstu áratugum. Bygg- ingin er stór og bílastæðið rúmar fjöldann allan af fólksbílum og rút- um. Þegar komið er að safninu má strax sjá hluta íbúðarhúss sem fór undir hraun á sínum tíma og stendur nærri inngangi safnsins. Með Eddu og Boga í eyrunum Þegar inn er komið kemur enn betur í ljós hversu mikil vinna hefur verið lögð í að gera safnið hið glæsi- legasta. Safngestir heimsækja safn- ið vopnaðir forláta snjallsímum sem leiða þá um salina á snjallan en ein- faldan hátt. Skynjarar í loftinu nema símana sem stýra gestum í gegnum svæðin sjö í safninu.Gestir setja á sig heyrnartól og fá þannig leiðbein- ingar og mikinn fróðleik sem að sjálfsögðu er lesinn af Eyjapæjunni Eddu Andrésdóttur fréttakona. Í það minnsta ef íslenska er valin en hægt er að fá fróðleikinn á nokkrum tungumálum. Þegar gengið er um þann hluta safnins sem helgaður er Surtsey sér fréttamaðurinn Bogi Ágústsson um lesturinn. Erfiðara er að átta sig á því hvers vegna Eyja- menn fengu yfirlýstan KR-ing til verksins en ef til vill er það vísbend- ing um þýðu í samskiptum ÍBV og KR. Blaðamaður rölti einmitt um safnið sama dag og félögin sættust á skiptan hlut á Íslandsmóti karla í knattspyrnu. Reist utan um íbúðarhús Safnið er reist utan um íbúðarhús sem stóð á Gerðisbraut 10 og safnið fær þar af leiðandi sama heimils- fang. Þessi nálgun þykir mér áhuga- verð og fyrir vikið verða Eldheimar allt annað en venjulegt safn. Hægt er að skoða rústir hússins sem varð gosinu að bráð en er þó nógu heillegt til að hægt sé að skoða herbergin. Þessi leið mun hafa verið farin eft- ir að grafið var niður að húsum göt- unnar en þá kom í ljós að húsið var furðu vel farið miðað við aðstæður. Starfsmenn safnsins tjáðu mér að um 15 metrar af ösku hefðu verið of- an á húsinu. Á safninu er stuðst við frekari tækni, til dæmis varðandi húsið á Gerðisbraut 10. Þar er hægt að skoða sig um inni í húsinu á skjá og með stýrispinna. Ef maður vill reyna að vera sniðugur þá getur maður sagt að í Eldheimum sé horft til framtíðar með því að skoða fortíð- ina með nútímatækni. Í það minnsta fannst mér eitt og annað framúr- stefnulegt í safninu í samanburði við ýmis söfn sem maður hefur heimsótt erlendis. Fyrir vikið eru safngestir ekki einungis að horfa á safnmuni úr fjarlægð heldur geta þeir sjálfir gert ýmislegt sem eykur væntanlega á upplifunina. Fjöldi ljósmynda prýðir safnið og er vert að minnast þeirra. Ekki er bara um hefðbundnar ljósmyndir að ræða heldur eru margar hverjar framúrskarandi. Hvort sem á þær er horft með listrænum gleraugum eða út frá fréttagildi þeirra. Mannlegi þátturinn skiptir máli Morgunblaðið spurði safnvörðinn, Kristínu Jóhannsdóttur, hvort gest- um þætti áhugaverðara, Vestmanna- eyjagosið eða Surtseyjargosið? „Vestmannaeyjagosið vekur meiri athygli enda var það mjög sérstakur atburður. Mannlegi þátturinn gerir þetta óvenjulegt miðað við önnur gos sem eru miklu stærri. Útlend- ingar nefna stundum að þeir muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fréttir um að gos væri hafið í miðri byggð. Surtseyjargosið er engu að síður mjög áhugavert og hingað koma vísindamenn sem hafa fræðilegan áhuga á Surtsey,“ sagði Kristín, en samkvæmt henni hafa Íslendingar verið tæpur helmingur safngesta hingað til. „Mér finnst skemmtilegt að við fáum einnig fólk sem ekki flokkast undir týpíska safngesti og mæta með alla fjölskylduna,“ sagði Kristín. Merkilegri sögu gerð skil  Horft til framtíðar þegar fortíðin er skoðuð með nútímatækni  Mikill sómi að gossafninu Eld- heimum í Vestmannaeyjum  Metnaðurinn og ástríðan í allri vinnu við safnið leyna sér ekki Ljósmyndir/Eldheimar Gerðisbraut Safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum hefur laðað til sín tugþúsundir gesta síðan í fyrra. Fyrir miðju á neðri hæð eru rústir hússins að Gerð- isbraut 10 sem grafið var upp úr hrauninu. Grafa þurfti eina 15 metra niður í gegnum öskulagið til að komast niður á þak hússins. Eldheimar Eitt helsta aðdráttaraflið er skífan sem hægt er að snúa og sjá þróun eldgossins í Heimaey í janúar árið 1973 og atburðarás eftir það. Safnið Eldheimar var tekið í notkun í Vestmannaeyjum hinn 23. maí í fyrra. Tæpur áratugur var liðinn frá því farið var að gefa hugmyndinni gaum en þeg- ar undirbúningsvinnan komst á rekspöl tók hún þrjú til fjögur ár. Í fyrra fékk safnið um 26 þúsund gesti og fór aðsóknin fram úr væntingum að sögn safn- varðarins Kristínar Jóhannsdóttur. Hún tjáði Morgunblaðinu að enn fleiri hefðu heimsótt Eld- heima á þessu ári. Yfir sumarið eru fjórir starfs- menn á hverri vakt en 1 til 1 ½ stöðugildi á veturna. Kristín seg- ir að þegar Land- eyjahöfn sé opin gangi safnið vel og raunar skipti öllu að þaðan sé siglt. Aðsóknin hefur aukist SAFNIÐ Á ÖÐRU STARFSÁRI Kristín Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.