Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 43
Vitinn í Kálfshamarsvík er fram á ystu tá. Ketubjörg á austanverðum Skaga molna niður.
Á Hrauni á Skaga er húsið á sléttunni
Tilkomumikill foss fellur fram af Króksbjargi.
Morgunblaðið/RAX
FRÉTTIR 43Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Æðarvarp á Hrauni á Skaga í vor
gekk vel, þó kuldatíð setti að-
eins strik í reikninginn. Nærri
3.000 kollur gerðu sér hreiður í
landi jarðarinnar og þumalputt-
areglan er sú að frá 60 hreiðr-
um fáist eitt kíló af dún sem
selst fyrir ágætt verð. Það hefur
verið drjúg vinna að undanförnu
við að verka dúninn, sem er
þurrkaður og hreinsaður bæði í
vél og höndum. „Það er talsvert
umstang sem þessu fylgir,“
sagði Guðlaug Jóhannsdóttir á
Hrauni.
Synir Guðlaugar og Rögn-
valdar Steinssonar eiginmanns
hennar, sem nú er látinn, þeir
Steinn Leó og Jóhann, búa nú á
Hrauni með fjölskyldum sínum.
Austanmegin á Skaga eru um
tíu bæir í byggð og er Guðlaug
ekki bjartsýn á að svo haldist
lengi enn. Víða á bæjum er fólk
nokkuð við aldur og ný kynslóð
virðist ekki áhugasöm um að
taka við.
Hraun á Skaga er þekktur
staður. Þar hafa veðurathuganir
verið gerðar í áratugi og þær
lesnar í útvarpi. Þá er viti þarna
á Skagatá sem sendir geisla
sína út á haf og er sjófarendum
þannig til halds og trausts.
Hraun á Skaga var í kastljósi
frétta vorið 2008 þegar ísbjörn
gerði sig þar heimakominn og
stjáklaði rétt við bæjarhúsin.
Setið var um björninn í nokkra
sólarhringa en ætlunin var að
lokka hann inn í búr, ná lifandi
og gera að sirkusdýri. Þær að-
gerðir tókust ekki.
„Auðvitað átti að skjóta dýrið
strax. Þessu fylgdu heilmikil
læti, þegar lögreglan lokaði hér
vegum en hingað var nokkur
straumur af fólki,“ segir Guð-
laug. „Æi, mér fannst þetta
hálfgerð vitleysa, svo ég segi
bara alveg eins og er.“
Var hálfgerð
vitleysa
ÆÐARVARP OG ÍSBJÖRN
Bangsímon Ísbjarnarheimsóknin
að Hrauni á Skaga snemma sum-
ars 2008 vakti mikla athygli.
Hlunnindi Guðlaug Jóhannsdóttir,
til hægri og tengdadóttirin Þórunn
Lindberg hreinsa æðardúnin.
Morgunblaðið/RAX