Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 50

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystu- fénu. Stundum er forystuféð meira að vexti en annað fé og feg- urra. Forystufé hefur verið órjúf- anlegur hluti af sauðfjárhaldi Ís- lendinga allt frá upphafi byggðar hér á landi. Með harðfylgi sínu, vitsmunum og einstökum forystu- eiginleikum hefur það margsann- að gildi sitt og not. Fullvíst er tal- ið að fé með hegðunarmynstur íslenska forystufjárins sé hvergi þekkt í heiminum nú á dögum nema á Íslandi. Þessi eiginleiki er því afar fágætur.“ Þessa lýsingu á íslensku for- ystufé er að finna á Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Forystukindin hefur fleiri góða eiginleika, en ull af forystufé þyk- ir mörgum mýkri og betri en af öðru fé. Ullin af forystufénu er unnin fyrir Fræðasetrið bæði hér á landi og í Noregi og aðeins er notuð vistvæn sápa við hreinsun hennar svo að hún heldur vel bæði mýkt og meiri ullarfitu. Úr afurðum forustufjár Á Fræðasetrinu í Þistilfirði er lítið gallerí þar sem selt er vandað handverk; allt er það unnið úr af- urðum forystufjár, svo sem ull, beini og hornum. Handverksfólkið er víða að finna og meðal þess er Edda Jóhannsdóttir á Þórshöfn, sem er hrifin af forystufjárullinni. „Ullin af forystufénu er svo ein- staklega mjúk og gaman að prjóna úr henni,“ segir Edda, sem prjón- ar núna ekkert nema úr þeirri úrvalsull. Í höndum Eddu verður ullin að fallegum flíkum af ýmsu tagi sem seldar eru í galleríi Fræðasetursins og rjúka þar út eins og heitar lummur. Edda hef- ur alltaf haft gaman af að prjóna en hefur núna fyrst nægan tíma til þess, þar sem hún er hætt að vinna úti. Situr ekki auðum höndum Edda er Þórshafnarbúum að góðu kunn, ekki bara fyrir fallegt handverk, heldur hefur hún átt töluverðan þátt í uppeldi margra þeirra, en hún hefur annast leik- skólabörn í þrjátíu og tvö ár og lagt mikið af mörkum til sam- félagsins. Edda kemur sjálf úr stórum systkinahópi, næstelst af tólf systkinum, fædd og uppalin í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Edda varð sjötug fyrir fimm ár- um og hætti þá að vinna úti og hefur núna nægan tíma til að sinna áhugamálinu. Hún situr ekki auðum höndum heldur ganga prjónarnir ótt og títt og listilega fallegar flíkur verða til handa væntanlegum viðskiptavinum Fræðasetursins í Þistilfirði. Morgunblaðið/Líney Á prjónunum Hestapeysurnar prjónaði Edda úr venjulegum plötulopa en annað handverk er úr ull af forystufé. Húfurnar með kindamunstrinu eru vinsælar og stoppa stutt við í galleríinu á Fræðasetrinu á Svalbarði. Prjónar lopapeysur úr ull af forystufé  Mörgum þykir þessi ull mýkri og betri en af öðru fé Hæsta verðið var oftast að finna í verslun Iceland við Engihjalla í Kópavogi þegar verðlagseftirlit Al- þýðusambands Íslands gerði verð- könnun á matvöru í lágvöruverslun- um, þjónustuverslunum og stórmörkuðum víðs vegar um landið 24. ágúst. Var hæsta verðið í verslun Iceland í 40% tilfella. Lægsta verðið var hins vegar í Bónus við Kjarna- götu á Akureyri í helmingi tilfella. „Mikill munur var á hæsta og lægsta verði milli verslana, en í um helmingi tilvika var um 10-30% verð- mun að ræða. Mestur varð verðmun- urinn 102%. Minnstur verðmunur var í vöruflokknum osti, viðbiti og mjólkurvörum,“ segir í fréttatil- kynningu frá ASÍ. 102% verðmunur á salati Þegar borið var saman verð á milli verslananna á þeim vörutegundum sem verðlagseftirlitið skoðaði var Iceland með hæsta verðið á 51 vöru af 121, Samkaup-Úrval var 25 sinn- um hæst, Hagkaup 22 sinnum og Víðir Skeifunni 16 sinnum. Bónus var með lægsta verðið á 67 vörum af 121, Fjarðarkaup 19 sinnum lægst, Krónan 16 sinnum og Nettó Mjódd 12 sinnum. Minnstur verðmunur í mæling- unni er í vöruflokknum osti, viðbiti og mjólkurvörum en hann var samt umtalsverður og náði þegar mest var ríflega 25%, að sögn ASÍ. Af ein- stökum vörutegundum var minnstur verðmunur á spelt flatkökum frá Ömmubakstri, sem voru dýrastar á 242 krónur hjá Fjarðarkaupum en ódýrastar á 229 krónur hjá Krón- unni; verðmunurinn var 6%. Mestur verðmunur að þessu sinni var á jöklasalati, þar sem kílóið var ódýrast á 198 krónur hjá Krónunni en dýrast á 399 krónur hjá Hagkaup- um; verðmunurinn var 201 króna eða 102%. Þá munaði m.a. 42% á verði á ORA sardínum í olíu milli Iceland og Bónus. Verðið lægst í verslunum Bónus  Iceland oftast með hæsta verðið Verðkönnun Verð er oftast lægst í verslunum Bónus í könnun ASÍ. Karl Á. Sigurgeirsson karl@forsvar.is Hvammstangi | Sveitarstjórn Húna- þings vestra kynnti í vetur áform um að dreifa heitu vatni sem víðast um héraðið. Í fyrsta áfanga var lagt um Miðfjörð og einnig byggðina norðan Reykja í Hrútafirði. Ráðgjafi hita- veitunnar um framkvæmdina er Bragi Þór Haraldsson frá Stoð ehf. á Sauðárkróki, en mikil reynsla er komin af slíkum veitum í Skagafirði. Að sögn Skúla Húns Hilmars- sonar, rekstrarstjóra hjá Húnaþingi vestra, var verkið boðið út og samið við Skagfirðinginn Símon Skarp- héðinsson vélaverktaka, sem er þaulvanur slíkum verkum úr Skaga- firði og víðar. Ljósleiðari lagður í leiðinni Lögnin um Miðfjörð kemur frá borholum ofan Laugarbakka, vatns- hiti er þar nær 90 °C. Lögnin liggur inn Austursíðu, allt að Barkar- stöðum, og er með þremur teng- ingum til bæja vestan Miðfjarðarár. Lögn er að Staðarbakka og þaðan að Króksstöðum og Skarfshóli. Önnur lögn að liggur að Brekkulæk og þaðan í Huppahlíð og Búrfell. Þriðja lögnin liggur að Laxahvammi, veiði- húsi Miðfjarðarár, og Grundarási. Á Miðfjarðarveitu verða tengd 26 hús. Einangruð stálrör eru í lögnum, þar sem hiti er yfir 70 °C og eru þau grafin niður. Einangruð plaströrin verða plægð niður. Mesta hæð yfir sjó verður um 130 metrar. Jafnhliða vatnslögninni er lagður ljósleiðari og á hluta leiðarinnar kemur þriggja fasa jarðstrengur RARIK, en um sveitina liggur einfasa loftlína, sums staðar komin til ára sinna. Verklok í október Frá Reykjum í Hrútafirði mun koma lögn til norðurs, allt að Bessa- stöðum á Heggstaðanesi og upp á Miðfjarðarháls, að Tjarnarkoti, Sveðjustöðum og Brúarholti. Mesta hæð yfir sjó er um 115 m. Alls eru um 15 íbúðarhús á þessari leið. Gert er ráð fyrir að hiti í báðum lagna- greinum verði frá 50-85 °C eftir fjar- lægð frá jarðhitasvæðum. Áætluð verklok og þar með teng- ingar mannvirkja er í október á þessu ári. Sveitarstjórnin hyggst halda átakinu áfram á næstu árum, með lögn í Víðidal og Fitjárdal, svo og norðurhluta Miðfjarðarsveitar að vestan. Innri hluti Hrútafjarðar mun bíða um sinn, þar sem bora þarf eftir auknu vatni við Reykjatanga. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Framkvæmdir Vinnuvélar að störfum í Miðfirði við að leggja hitaveitu og ljósleiðara á bæi í sveitinni. Áætluð verklok eru í október næstkomandi. Hitaveita um stór- an hluta héraðsins  Sveitarstjórn Húnaþings vestra stór- huga  Um 40 bæir fá til sín heitt vatn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.