Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 55

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 55
Í Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholtshreppi búa rúm- lega 3.800 manns, en samanlögð stærð sveitarfélag- anna er um 5.309 ferkílómetrar. Atvinnuvegir þar eru einkum landbúnaður, ýmiskonar þjónusta og iðnaður. Stærsti þéttbýliskjarni svæðisins er Borgarnes. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Ljómalind er matar- og handverks- markaður staðsettur við Brúartorg 4 í Borgarnesi, þar sem áhersla er lögð á matvöru beint frá býli og að skapa vettvang fyrir matvörur og handverk frá Vesturlandi. Upp- haflega voru það 12 konur af Vest- urlandi sem byrjuðu með jólamark- að árið 2012 og ákváðu síðan að halda áfram með sölumarkað rek- inn með samvinnuhugsjóninni. Eva Hlín Alfreðsdóttir viðskiptafræð- ingur var ráðin framkvæmdastjóri Ljómalindar sl. vor og segir rekst- urinn vera spennandi áskorun. „Þetta eru svokölluð „non- profit“ samtök sem standa að Ljómalind með alls 15 rekstrarað- ilum, auk þess sem við höfum vörur margra söluaðila í umboðs- sölu. Skilyrði er að vörurnar séu framleiddar á Vesturlandi. Allir rekstraraðilarnir vinna sjálfboða- framlag á markaðnum en mitt hlut- verk er að sjá um daglegan rekst- ur, halda utan um sjálfboðafram- lögin og önnur starfsmannamál, sinna markaðssetningu og fram- fylgja ákvörðunum stjórnar,“ segir Eva Hlín og bætir við að þar sem hún sé jafnframt einn af þessum 15 aðilum skili hún líka sjálfboða- framlagi. „Eftir að við fluttum hingað á Brúartorg í maí sl. hefur allt umfang aukist svo um munar. Fleiri gestir líta inn, heimamenn koma oftar og fjöldi söluaðila hefur aukist mjög,“ segir hún Verkfallið hægði mjög á Vörurnar sem eru á boðstólum eru handverk af ýmsu tagi og mat- vara úr héraði sem Eva Hlín segir vinsælast. „Við getum nefnt nautakjötið frá Mýrarnauti, vörurnar frá rjómabúinu Erpsstöðum, lax, bæði ferskan og reyktan frá Eðalfiski, kálfakjöt auk sultu frá Hunda- stapa, kiðakjöt frá Brennistöðum, kryddbrauð, grænmetismarkað og fleira, en úrvalið er bæði staðbund- ið og árstíðabundið. Auðvitað er ekki allt til alltaf því við leggjum upp með lítið upplag í einu,“ segir hún. Eva Hlín segir verkfall dýra- lækna hafa komið niður á rekstri Ljómalindar í sumar. „Í sex vikur áttum við ekkert nautakjöt og þetta var þegar fólk langaði að byrja að grilla en við prófuðum þá að taka inn ferskan fisk frá Há- tindi, sem er fiskvinnslufyrirtæki hér í Borgarnesi, og buðum upp á kola, löngu, þorsk og ýsu eftir því hvað var til. Þetta gafst vel og verður áfram,“ segir hún. Eva Hlín segir Ljómalind rekna án skuldsetningar en fyrr- greint verkfall hafi reynst þeim erfitt. „Það skaðaði fyrst og fremst uppbyggingu okkar, en við fengum því miður ekki styrk frá Uppbygg- ingasjóði Vesturlands. Það þýðir að það hægist á öllu rekstrar- og markaðslega séð, en við erum skynsamar og ætlum að spjara okkur. Ef fólk er duglegt að koma og versla hjá okkur þá höldum við sjó og markmiðið er að halda úti heilsársopnun alla daga sem er gríðarlega metnaðarfullt.“ Gæði vörunnar tryggð Heimamenn, sumarbústaða- eigendur og ferðafólk sem leggur leið sína í Ljómalind, geta verið vissir um gæði vörunnar sem þar fæst. Óháð matsnefnd fer yfir allar vörur og ekkert fer í sölu eða framleiðslu sem nefndin hefur ekki samþykkt, en skv. hugmyndafræði Ljómalindar eru vörurnar vand- aðar og vel fram settar úr nátt- úrulegum efnum. Engin matvara er seld sem ekki er framleidd í lög- giltu húsnæði. „Það er líka gæðaöryggi að vita að vörurnar eru beint frá bónda eða framleiðanda og í öllum tilfellum er það framleiðandinn sem fær meirihlutann af verðinu í sinn vasa. Ennfremur er það ánægjulegt að litlir framleiðendur hafi stað til að selja vöruna sína og aðgengi að neytendum á meðan þeir eru að þróa hana. Fólki finnst gaman að koma til okkar, það er alltaf heitt á könnunni og sultu- smakk í boði.“ Eva Hlín leggur áherslu á mikilvægi þess að verið sé að veita góða þjónustu. „Ég lít jafnframt svo á að þetta sé samfélagsverk- efni, hér eru konur á öllum aldri að öðlast trú á eigin getu með því koma handverki sínu í sölu. Ein okkar, Stella Dögg Blöndal, var að- eins 15 ára þegar hún byrjaði í Ljómalind, en hún ræktar græn- meti og blóm og hér er grundvöllur fyrir hana að selja vörurnar sínar. Hér eru líka margar óvenjulegar vörur og sérstakar, t.d. hálsmen gerð úr Rauðu ástarsögunum, kryddaðar berjasultur, þæfðir skúlptúrar o.fl. Við erum að vekja athygli á því skapandi starfi sem á sér stað á Vesturlandi og sam- félagið allt hagnast í stærra sam- hengi.“ Framundan er opið hús fyrir áhugsama söluaðila, en Eva Hlín segir jafnframt að þær langi til að koma á fót löggiltu eldhúsi í hús- næði Ljómalindar. „Svo tökum við á móti hópum, félagasamtökum eða saumaklúbb- um sem vilja koma í smakk og fá að heyra söguna okkar, þetta hefur vakið mikla ánægju. Við eigum t.d. von á 300 norskum prjónakonum í október. En aðallega ætlum við okkur að halda áfram að veita góða þjónustu, umfram allt. Og jú, svo verða jólatengdar vörur hérna fyrir jólin,“ segir hún. Markaðurinn Ljómalind slær í gegn  Handverk og matvara koma beint frá framleiðanda Morgunblaðið/Guðrún Vala Sveitamarkaður Eva Hlín Alfreðsdóttir aðstoðar danskan ferðalang. Morgunblaðið/Guðrún Vala Ferskt Það má finna margt girnilegt á markaðnum sem gleður augað. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 - stuttur afgreiðslutími - lagerlitur hvítur, boðið upp á málun - gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt - hurðaopnarar - boðið upp á uppsetningu Andlit hússins -fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.