Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikið hefurmætt áMerkel
Þýskalandskansl-
ara að undanförnu.
Forysta hennar í Evrópusam-
bandinu hefur verið umdeild. Er
Merkel á víxl sökuð um að sýna
of mikla hörku eða vera allt of
eftirgefanleg. Svo misvísandi af-
staða þeirra sem óánægðastir
eru með kanslarann gæti bent til
þess að Merkel hafi náð að rata
meðalveginn í afstöðu sinni.
Málin sem hún fæst við eru
snúin mjög. Grikklandsmálið
dúkkar reglulega upp og því er
ekki lokið. Sambandið við stóra
nágrannann í austri er við-
kvæmt. Rússland er ekki aðeins
sveiflukenndur vinur eða óvinur
í nútíma sögu Þýskalands og
Merkel þekkir á eigin skinni
hvernig það var að alast upp
undir járnhæl kommúnismans á
sínum tíma.
Eftir fall múrsins og hrun
Sovét-Rússlands og sameiningu
Þýskalands í eitt ríki á ný gjör-
breyttist allt. Rússland varð
fljótlega mikilvægur og um
skeið náinn viðskiptavinur.
Úkraínudeilan og afstaða Rússa
þar og afskipti þeirra af innri
málum þess lands reynir nú á
samband landanna með nýjum
hætti. Viðskiptabann, sem
Bandaríkin knúðu á um að Rúss-
land yrði beitt, er Evrópusam-
bandinu og ekki síst Þýskalandi
mun erfiðara en Bandaríkjun-
um.
Allir aðilar gæta þess þó mjög
vel að viðkvæmum þáttum sé
haldið utan við allar refsiaðgerð-
ir. Bandaríkin eiga þannig áfram
náin samskipti við Rússland um
fóðrun alþjóðlegu Geimstöðvar-
innar, því án atbeina Rússa væri
sú einstæða starfsemi í upp-
námi. Gas streymir áfram til
Þýskalands frá Rússlandi og
Þjóðverjar selja Rússum áfram
lúxusbifreiðar sínar eins og ekk-
ert hafi í skorist.
Eina ríkið, sem á einhverja
minnstu aðild að þessum refsiað-
gerðum sem ekki hefur gætt hið
minnsta að eigin hagsmunum
virðist vera Ísland, eyja í Norð-
ur-Atlantshafi sem fræg hefur
verið fyrir fiskmeti af betra tag-
inu.
Nú síðast stendur Merkel
kanslari frammi fyrir því að
bylgja „flóttamanna“ er brostin
á Evrópu. Evrópa með sameig-
inleg landamæri í suðri í vörslu
Ítalíu og Grikklands og opin
landamæri þaðan í frá, auk
Schengen-samstarfsins, stendur
frammi fyrir miklum vanda.
Ekki ríkir full samstaða í
löndum Evrópu hvernig við skuli
brugðist. Það er ekki hægt að
neita því að öll framangreind
stórmál eru að nokkru eða veru-
legu leyti sök ESB-ríkjanna
sjálfra. Grikkjum var hleypt inn
í evruna þótt að allir væru vit-
andi um að Grikkland var víðs-
fjarri því að uppfylla lágmarks-
skilyrði um veru í sameiginlegri
mynt. Nú er sagt að
Grikkland hafi
svindlað sér inn í
evruna. En það er
hafið yfir allan vafa
að leiðtogar ESB og helstu ríkja
þess tóku beint og óbeint þátt í
því svindli.
Þegar deilur mögnuðust um
það í Úkraínu á milli forsetans
og meirihluta þingsins, hvort að
tengsl landsins við ESB yrðu
aukin hraðar en áður hafði verið
stefnt að, sátu leiðtogar ESB
ekki hjá. Þeir blönduðu sér opin-
berlega og með áberandi hætti í
þessar innanríkisdeilur. Úkra-
ína er í stjórnmálalegum efnum í
grófum dráttum skipt á milli
vestur hluta og eystri hluta og
um afstöðu til tengsla við Rúss-
land.
Forsetinn, sem hrökklaðist
frá völdum í byltingunni sem
gerð var, sótti drýgstan stuðn-
ing til íbúa í eystri hlutanum.
Þótt forsetinn hafi vissulega
verið rétt kjörinn til síns emb-
ættis, er lítill vafi á að meirihluti
þjóðarinnar var á bandi meiri-
hluta þingsins og vildi auka
tengsl í vestur á kostnað tengsl-
anna við Rússland. En jafnljóst
er að byltingarmenn hafi talið að
ESB og Bandaríkin gætu og
myndu eftir stjórnarskipti veita
þeim meiri styrk í fyrirsjáan-
legum slag við Pútín en raunin
varð.
Upplausnin sem var eftir að
leiðtogar Evrópu og að nokkru
Bandaríkin fóru í „vorhrein-
gerningar“ sínar í Norður-
Afríku er ein af ástæðum hins
ólöglega og stjórnlausa straums
fólks til Evrópu. Leiðtogar
ESB-ríkja og Bandaríkjanna
veigruðu sér við að taka eig-
inlega afstöðu til uppreisnar-
innar gegn einræðisherra Sýr-
lands. Ekki einu sinni hefur
verið komið á flugbanni yfir
landinu, sem skipt hefði sköpum.
Þar hefur því staðið ógnvænleg
borgarastyrjöld með hræðileg-
um fórnum og óviðráðanlegum
flóttamannastraumi.
Tyrkland veit ekki í hvorn fót-
inn landið á að stíga. Jórdanía er
að kikna undir álagi. Bandaríkin
hafa komið sér út úr húsi í
Egyptalandi vegna meintra
svika þeirra við Mubarak fyrr-
verandi forseta og egypska her-
inn, sem ætíð hefur verið aðal-
leikarinn í stjórnmálum þess
lands, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Sisi forseti gerir
sér því mjög dælt við Pútín
starfsbróður sinn um þessar
mundir.
Flóttamannavandamálið er
tekið að valda verulegri spennu í
Þýskalandi. Flokkur Merkel
kanslara hefur enn mikla yfir-
burði í skoðanakönnunum á
meðan sósíaldemókratar, sem
eru með í ríkisstjórninni, eru að-
eins hálfdrættingar. Merkel
þarf eins og áður að halda vel á
sínum spilum. Fyrri málin hafa
verið vandmeðfarin en þetta síð-
asta gæti orðið erfiðast.
Óviðráðanleg bylgja
að skella á?}Merkel kanslari í eldlínu
V
ið höfum í langan tíma fengið
fréttir af því að læsi barna hér á
landi sé verulega ábótavant og
staðan verri en víðast hvar ann-
ars staðar í samanburðarlöndum.
Ég á erfitt með að skilja hvernig það hefur
getað gerst að börnin hafa verið í skólakerfinu
í allt að 10 ár án þess að kunna almennilega að
lesa. Mér finnst eins og ekki hafi komið fram
nægilegar skýringar á því hvað veldur. Sofn-
uðu kannski foreldrar og skólastjórnendur á
verðinum? Nú virðist sem töluverður ágrein-
ingur sé um hvaða aðferðir þykja bestar við
lestrarkennslu. Af hverju eru ekki bestu að-
ferðirnar notaðar fyrir börnin okkar? Ef lest-
ur barna hefur versnað með árunum ætti
kannski að horfa til þeirra kennsluaðferða
sem áður voru notaðar ef þær hafa gefið betri
raun, jafnvel þó að þær gætu þótt gamaldags.
Nú hefur menntamálaráðherra hrundið af stað her-
ferð undir yfirskriftinni Þjóðarsáttmáli um læsi, með það
að markmiði að börn geti við lok grunnskóla lesið sér til
gagns. Líklega dugir ekkert minna en slíkur sáttmáli til
að koma ástandinu í betra horf og má kannski ekki
seinna vera. Bókmenntaþjóðin verður að geta staðið
undir nafni og viðhaldið lestraráhuga nýrra kynslóða.
79% grunnskólanema eru að ná lágmarksviðmiðum í
lestri. Það er auðvitað óviðunandi að 30% drengja og
12% stúlkna geti ekki lesið sér til gagns. Markmið átaks-
ins er að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í
lestri. En af hverju er ekki stefnt á 100%? Við
hljótum að vilja að allar stelpur og allir strák-
ar kunni almennilega að lesa, en svo virðist
sem strákar hafi orðið eftirbátar í lestri, sem
líklega hefur haft þau áhrif að færri strákar
skila sér í háskólanám.
Læsi telst vera einn mikilvægasti þáttur
þess að vera sjálfstæður. Það getur skipt
sköpum fyrir frelsi einstaklingsins að vera
ekki upp á aðra kominn með helstu upplýs-
ingar. Það er hverjum manni nauðsynlegt að
geta lesið sér til, lagt mat á menn og málefni
og tekið afstöðu einn og óstuddur. Það er því
til mikils að vinna að öll börn kunni að lesa en
ekki einungis 90%.
Í leikskóla og grunnskóla eru mikilvæg
mótunarár sem geta lagt línurnar fyrir allt
sem á eftir kemur. Líklega verður ekki lögð
nægilega mikil áhersla á hversu mikilvægt er að lestr-
arkunnáttan sé í lagi strax á þessum upphafsárum skóla-
göngunnar. Menntamálaráðherra hefur sýnt að hann
hefur skilning á mikilvæginu með því að hleypa þessu
átaki af stokkunum. Það er vonandi að sem flestir taki
vel við sér, enda hlýtur það að vera sameiginleg ábyrgð
foreldra og skóla að öll börn læri almennilega að lesa. Nú
þarf að hætta að kýta um aðferðirnar, bretta upp ermar
og kenna börnunum lestur. Ef mömmur, pabbar, afar og
ömmur leggjast á eitt með fagfólki skólanna ætti að vera
hægt að snúa þessari þróun við með það að markmiði að
öll börn lesi. margret@mbl.is
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
Pistill
Af hverju er ekki stefnt á 100%?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Tólf framhaldsskólar álandsbyggðinni hafa síð-ustu ár haft formlegt sam-starf sín á milli um fjar-
nám. Samstarfsverkefnið fer fram
undir merkjum Fjarmenntaskólans
sem býður upp á bæði verknám og
bóknámsáfanga.
Eyjólfur Guðmundsson, skóla-
meistari Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu, er for-
maður stjórnar Fjarmenntaskólans.
Hann segir verkefnið útvíkkun á því
samstarfi sem hafi verið milli skóla
á Austurlandi síðan um 1990. Með
tímanum hafi orðið ljóst að Austur-
land væri of lítill markaður til að
geta haldið úti náminu eins reglu-
lega og vilji hafi staðið til og því
verið ákveðið að færa það út á
landsvísu.
„Þetta er samstarf sem hefur
verið að vaxa á síðustu tveimur til
þremur árum,“ segir Eyjólfur.
„Meginmarkmiðið er að auka náms-
framboð fyrir fólk sem býr á lands-
byggðinni, þó að það einskorðist
ekki við það. Í því felst einnig að
minni hópar eru sameinaðir í ein-
stökum skólum í stærri heild. Þann-
ig er hægt að halda úti fámennari
áföngum og veita fólki þann undir-
búning sem það kýs.“
Eyjólfur segir skólana vinna
áfram að því að finna hvernig best
sé að þjónusta nemendur í fjarnámi,
en þar er fjölbreyttur hópur með
mjög margvíslegar þarfir. Í fjar-
náminu er til dæmis lögð áhersla á
lotubundið nám. Þá er verklegum
hluta námsins raðað á eina helgi eða
viku, en ekki á klukkustund hér og
þar í vikulegri stundaskrá.
Fátt um tækifæri fyrir marga
Í verknáminu hefur það verið
nokkuð algengt, að sögn Eyjólfs, að
fólk setjist á eiginlegan skólabekk
og klári fyrir fram setta námskrá. Í
almenna bóknáminu segir hann hins
vegar mikið um að þar sé fólk sem
hafi áður horfið frá námi og sé að
koma aftur, oft með vinnu. Stór
hluti stundi jafnframt nám á fleiri
en einum stað á hverjum tíma og
allur gangur sé á því hvort fólk sé
að hluta eða í heild í fjarnámi.
„Þannig er þetta að sumu leyti eins
og kjörbúð þar sem þú getur valið
það nám sem þú þarft, þegar þú vilt
það.“
Eyjólfur segir dæmigerðan
nemanda í fjarnáminu vera kven-
kyns, á bilinu 30 til 50 ára, og að sá
hópur hafi fá önnur tækifæri til
náms. „Fólk skynjar það að valið er
um þetta eða að rífa sig upp og
flytja til Reykjavíkur í tvö til þrjú
ár, sem fólk yfirleitt gerir ekki.“
Eyjólfur nefnir einnig að fjarnám
verði oft sundurslitið og brottfall úr
fjarnámi sé hátt, í samræmi við al-
mennt mikið brottfall úr framhalds-
skólum.
Þó að fólk sem áður hafi horfið
frá framhaldsskólanámi sé statt á
höfuðborgarsvæðinu kemur það
ekki að opnum dyrum í framhalds-
skólum þar. Á síðasta ári var sú
breyting gerð að framhaldsskólar fá
ekki greitt með nemendum sem eru
25 ára eða eldri. Fyrir þá breytingu
var þegar illfært, ef ekki ómögu-
legt, að komast inn í dagskóla á
bóknámsbrautum eftir 18 ára aldur
og þá aðeins í fáum skólum. Að-
gengið batnaði skiljanlega ekki við
þessa breytingu. Kvöldskólar og
fjarnám eru í boði í nokkrum fram-
haldsskólum en fyrir þá sem hyggja
á fullt nám til jafngildis stúdents-
prófs og setja takmarkið á há-
skólanám er eini raunhæfi kost-
urinn nám í líkingu við Háskólabrú
á Keili, Háskólagátt á Bifröst eða
Frumgreinadeild Háskólans í
Reykjavík.
Efla námsframboð
með fjarnámi
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjarnám Fyrstu fjarnemar Tæniháskóla Íslands mæta í skólann, árið
2004. Tæknin og framboðið hafa tekið nokkrum framförum síðan þá.
Sigurlaug Kristmannsdóttir hef-
ur haft umsjón með fjarnámi
Verzlunarskóla Íslands frá upp-
hafi þess fyrir tíu árum.
Hún segir námsárangur hafa
farið batnandi með árunum,
samhliða aukinni reynslu af
fyrirkomulaginu. Að hluta felst
það í því að tölvukunnátta og
tölvubúnaður hefur almennt far-
ið batnandi með tímanum og
betri kennslukerfi verið innleidd.
Hlutur kennara er ekki síðri,
en þó að nám fari fram úr
fjarska skiptir kennarinn áfram
höfuðmáli og það hvernig hann
setur efnið fram og kynnir fyrir
nemendum. Tæknileg útfærsla
skiptir ekki öllu í því samhengi
og hún segir suma t.d. nýta
mikla samskiptahæfileika við
nemendur til þess að koma efni
til skila.
FJARNÁMIÐ
Nýstúdentar útskrifaðir í Háskólabíói.
Bætt og
að batna