Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 61

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Skuggsjá Speglarnir í náttúrunni kalla fram ókennilegar myndir þar sem hið óvænta kemur í ljós og ýmislegt er öfugsnúið, en hver veit í hvaða átt veran gengur sem stendur á haus. RAX Þegar ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun að sýna Evrópusambandinu (ESB) fylgispekt í öll- um málum voru gerð afdrifarík mistök. Flest ráðuneyti rík- isstjórnarinnar hafa haldið í þessa aumk- unarverðu vegferð og má nefna þrjú dæmi um glapræði; veð- urfarsstefnu ESB (umhverfisráðu- neyti), flóttamannastefnu ESB (velferðarráðuneyti) og Rússlands- stefnu ESB (utanríkisráðuneyti). Hér verður síðastnefnda glapræðið tekið til umfjöllunar. Að meðaltali sendir ESB eina fyrirskipun á viku til einhvers ráðherra Íslands, sem þeir undirrita möglunarlaust. Íslendingar aðhyllast lýðræði og lýðveldi er það stjórnar- form sem við kjósum Flestir Íslendingar aðhyllast lýðræði sem stjórnarfar. Það var staðfest með upptöku lýðveldis 1944, þegar einveldi danska kon- ungsins var hafnað. Lýðveldi nefn- ist það stjórnarform sem svarar best til lýðræðishugsjónarinnar og einungis nokkrar hjáróma raddir ESB-sinna hafa mælt fyrir öðru stjórnarformi. Í lýð- veldi er fullveldi rík- isins hjá þjóðinni og brölt ESB-sinna fær ekki breytt þeirra stjórnarfarslegu stað- reynd. Höfðingja- veldið sem ríkir í ESB er litlu skárra en ein- veldi. Í ESB er engin ráðamanna lýðræðis- lega kosinn. Afstaða Íslendinga til utanríkismála hef- ur alla jafna mótast af lýðræðishugsjón landsmanna. Þess vegna hafa Ís- lendingar almennt verið andsnúnir ríkjum þar sem einræði hefur ríkt og má nefna: Ítalía – Mussolini, Spánn – Franco, Þýskaland – Hit- ler og Ráðstjórnarríkin Stalín. Þrátt fyrir rótgróna andúð á ein- ræðisríkjum hefur Ísland ekki tal- ið sig þess megnugt að fella ein- ræðisstjórnir með viðskiptaþving- unum. Raunar hefur engu ríki tekist að fella stjórnvöld í öðru ríki með slíkum aðgerðum og hafa þó stórveldi reynt slíkt. Meðal annars hafa svonefndar „vinaþjóðir“ beitt viðskiptaþvingunum gegn Íslandi. Evrópusambandið og NATO fylgja útþenslustefnu Þróun mála í Evrópu síðustu 60 árin, varðandi áhrifasvæði, er deg- inum ljósari. Grunnur að ESB var lagður 1951 með stofnun Kola- og stálbandalagsins (KSB). Að stofn- un KSB stóðu sex ríki og það voru Bandaríkin sem fyrirskipuðu stofnun þess. Allar götur síðan hefur ESB verið fjarstýrt af Bandaríkjunum. Núna eru ESB- ríkin 28, þannig að varla getur neinum dulist sú gríðarlega út- þensla sem ESB stendur fyrir. Samtímis stækkun ESB hefur NATO teygt út arma sína og regl- an er sú að skömmu eftir að ríki hafa verið tekin í ESB hafa þau fengið inngöngu í NATO. Raunar verður ekki annað séð en ESB sé skipulagt sem stökkpallur inn í NATO. Á góðum dögum tala menn um NATO sem varnarbandalag, en samstarf NATO-ríkjanna utan Evrópu og fjölgun aðildarríkja, þótt Kalda stríðinu hafi lokið með falli Ráðstjórnarríkjanna, veldur því að menn brosa í laumi þegar NATO er nefnt varnarbandalag. Engum dylst að ætlunin er að um- sóknir Úkraínu um aðild að ESB og NATO fái hraða afgreiðslu. Ekki dugar að mótmæla þessu því að fyrir liggur samþykkt NATO frá 2008 um að Úkraína og Georgía verði aðilar að NATO. Í ályktun fundar NATO, sem 2008 var haldinn í Rúmeníu, segir: „NATO fagnar löngun Úkraínu og Georgíu að verða aðilar að NATO. Í dag samþykktum við að þessi ríki munu verða aðildarríki NATO. Bæði ríkin hafa lagt drjúg- an skerf til hernaðaraðgerða bandalagsins. Næsta skref fyrir Úkraínu og Georgíu á þráðbeinni leið þeirra að aðild, er að hefja MAP-ferlið (MAP = Membership Action Plan). Við gefum þá yfirlýs- ingu í dag, að við styðjum MAP- umsókn þessara ríkja.“ Farið er mörgum fleiri orðum um MAP-umsókn Úkraínu og Georgíu, sem sýnir eindreginn vilja NATO til að fá þessi tvö lönd í sínar raðir og að vínföng hafa ekki verið skorin við nögl á fund- inum. Við getum ímyndað okkur hvernig ráðamenn í Moskvu hafa tekið þessum hvatningum til þeirra næstu nágranna. Varla hef- ur Kremlverjum fundist að vor- vindar glaðir hafi blásið úr vestr- inu. Lagabeiting Íslands í anda hryðjuverkalaga Bretlands Utanríkisráðherra gerði Íslandi óleik, þegar hann setti „Reglugerð 281/2014 um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu“. Heimild ráð- herrans er að finna í „Lögum 93/ 2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða“. Þessi lög voru sett í framhaldi af árásum músl- ima á Bandaríkin 2001 og áttu að fjalla um varnir gegn hryðjuverk- um. Svo undarlega bregður við, að „hryðjuverk“ eru ekki nefnd í texta laganna. Flest ríki settu sambærileg lög og þar á meðal Bretland (Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001). Það voru einmitt þessi lög sem notuð voru gegn Íslandi í Icesave-deilunni. Það er kuldalegt til þess að vita að Ísland notar hryðjuverkalög gegn Rússlandi á jafn fráleitum for- sendum og Bretland gerði gegn Íslandi. Ef ríkisstjórn Íslands gæfi sér tíma til að fylgjast með heimsmál- unum mætti ef til vill vænta vit- rænna ákvarðana. Viðskiptastríð við Rússland, sem byggir á áróðri frá Brussel, þjónar ekki hags- munum Íslands. Engu máli skiptir þótt NATO hafi í kalda stríðinu verið mikilvægt tæki lýðræð- isþjóða til að andæfa kommúnism- anum. Tímarnir eru breyttir og hryðjuverk múslima eru verðug verkefni fyrir NATO. Rússland ætti að vera bandamaður vest- rænna ríkja gegn þeirri miklu bölvun. Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Höfðingjaveldið sem ríkir í Evrópusam- bandinu er litlu skárra en einveldi. Í ESB er engin ráðamanna lýð- ræðislega kosinn. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. Stöðvum fylgispekt Íslands við ólýðræðislegt Evrópusamband
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.