Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 62

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 62
62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 16. mars 2015 er stutt frétt í Morgunblaðinu með heitinu „Refastofninn á Hornströndum hrundi“. Í fréttinni álítur Ester Rut Unnsteinsdóttir spen- dýravistfræðingur, í fyrirlestri sínum, að orsök hrunsins gæti tengst háu magni kvikasilfurs í tóf- um, þar sem þær éti sjófugla og sjórekin spendýr. Ágangur ferðamanna sé neikvæður að hennar mati. Í júlí 2015 hefur Leifur Hauksson, fréttamaður í útvarpsþættinum „Samfélagið í nærmynd“, við- tal við Ester Rut um refastofninn á Horn- ströndum og kveður þar við annan tón hjá spen- dýravistfræðingnum. En upplýsingum sem til eru um stærð refastofnsins ber ekki saman. Nú er allt í þessu fína lagi án frekari skýringa. Fréttamað- urinn og viðmælandinn glöð og sæl með endur- komu refastofnsins í friðlandinu, sem er uppeld- isstofnun refa fyrir stóran hluta landsins. Það sem vakti athygli mína og varð til þess að ég sting nið- ur penna er hvort Leifur Hauksson hafi haft svo nauman tíma í viðtalinu að hann gæti ekki forvitn- ast um afleiðingar á fjölgun í refastofninum er snertir fuglalíf á landinu, þar með áhrif á æð- arvarp, rjúpustofninn og mófugla, að viðbættu drápi unglamba í úthaga og afrétti. Ég mæli með að Leifur Hauksson velji sér við- mælanda sem geti frætt hann og hlustendur, þar með Ester Rut, um áhrif refa á náttúru landsins. Jafnframt hvet ég Ester Rut til að hætta athug- unum sínum á íslenska refastofninum en snúa sér að hagamúsinni. Þorgils Gunnlaugsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Refirnir á Hornströndum hressast Misvísandi Upplýsingum sem til eru um stærð refastofnsins hér á landi ber ekki saman. Ég hef fylgst með umræðum undan- farinna daga um við- skiptabann Rússlands gegn Íslandi og ákvað að leggja orð í belg að gefnu tilefni. Í umræð- unum þar um er mörgu blandað í einn graut. Oftar en ekki hafa Íslendingar stutt málstað frelsis og rétt- lætis og ekki látið stundarhagsmuni ráða. Af því sem ég hef séð skrifað, þá gætir margvíslegs misskilnings um málefni Úkraínu, bæði hvað varðar sögu landsins og undangengna at- burði. Sumt af því langar mig að leiðrétta eftir besta minni. Og mér virðist þar sem ýmsir vilji bera í bætifláka fyrir innrásarher Rússa. Einnig sakna ég sakna samúðar með þjóð sem að ósekju hefur orðið fórnarlamb innrásar þar sem hinum hernumdu svæðum er stjórnað með ofbeldi, pyntingum og aftökum án dóms og laga. Um algengar rangfærslur um sögu Úkraínu og Rússlands Krímskagi er sagður hafa verið ævarandi hluti Rússlands og íbú- arnir Rússar. Hvort tveggja er al- rangt. Krímskagi var lengstum hluti af eða áhrifasvæði Mongóla og Tyrkjaveldis eins og eðlilegt var. Stærsta þjóðarbrotið var enda Krím-tatarar, sem eru eiginlega Tyrkir. Rússar lögðu Krím svo und- ir sig og réðu þar ríkjum eitthvað á aðra öld. Það var ekki fyrr en félagi Stalín lét til sín taka með alkunnum töktum eftir seinna stríð sem Rúss- ar urðu þar stærsta þjóðarbrotið. Á þá það afrek Stalíns að skipta sköpum? Ekkert land varð verr fyrir barðinu á ógnarstjórn komm- únismans en Mið- og Austur-Úkraína. Þar féllu milli 10 og 20 milljónir manna í val- inn í því sem Halldór Laxness nefndi „ynd- islega húngursneyð“ eftir skoðunarferð um svæðið. Fyrir vikið fjölgaði að- fluttum Rússum þar mjög. Á þetta kannski að ráða örlögum Úkraínu? – Svo er á kreiki flökkusaga, ættuð frá áróðursmönnum eystra, um að Krúsjoff hafi gefið Úkraínu Krím (og stundum bætt við: á fylliríi). Það rétta mun vera að Úkraína og Rússland skiptust á landsvæðum meðan þríeykið stýrði Rússlandi eftir dauða Stalíns. Eitt er víst; í seinustu frjálsu kosningum á Krímskaga fékk sá flokkur, að mér er tjáð, sem vildi sameinast Rússlandi 4% atkvæð- anna. Í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir valdatöku Rússa fjölgaði þeim sem vildu sameinast Rússlandi um heil 1.500%, eitt þúsund og fimm hund- ruð prósent, og má nú minna gagn gera á fáeinum vikum. Úkraína hefur alltaf verið undir stjórn Rússlands Allir sem vilja vita, vita að þetta er rangt. Ekki rétt frekar en að Rússland hafi alltaf verið undir stjórn Mongóla eða Pólland aldrei verið til. Stór hluti Úkraínu hefur meira að segja aldrei heyrt undir Rússland þótt hún hafi að lokum lent undir hæl Ráðstjórnarríkjanna eftir ráðstefnurnar í Potsdam eða Yalta (eða Teheran). En aldrei nokkru sinni fyrr. Deila Evrópusambandsins og Rússa – best að halda sig til hlés Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru áberandi í hópi þeirra sem, í verki, styðja Rússa. Það þarf líklega að vera gal- inn eða mjög þrjóskur Íslendingur að vilja Ísland á bekk í Evrópusam- bandinu (og ekki sakar að vera hvort tveggja, galinn og þrjóskur). Ávinningurinn er sagður vera tilraunamynt (evra) sem ekki hent- ar íslenskum efnahag (og því fer raunar mjög fjarri) og gjaldið er ekki nema meginauðlindir Íslands. Sambandinu er lýst sem stjórn- arfarslegri fúamýri af öllum nema embættismönnum þess og diplóm- ötum hvarvetna. En er það Evrópu- sambandinu að kenna að til séu hér á Íslandi (enn) örfáir talsmenn að- ildar? Af hverju leiðum við málið ekki sjálfir til ævarandi lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu? Spyr sá sem ekki veit. En hitt veit ég að flestar bestu vinaþjóðir Íslands eru í Evrópusambandinu. Elsta ríkja- bandalag Evrópu er milli Englands og Íslands að mér er sagt. Þar er mestöll Skandinavía. Þar er Þýska- land, Frakkland og nýju vinaríkin, Eistland, Lettland, Litháen og Pól- land. En engan skyldi furða að Evrópusambandið vilji fá Ísland og auðlindir þess inn fyrir dyr. Það segja enda þingmenn Þýskalands hreint út. Það gerir sambandið og aðildarríki (verðandi fylki þess) ekki að einhverjum óvinum Íslands. Hverjir voru talsmenn Íslands þegar Indriði Þorláksson og Stein- grímur J. lögðu það til og fengu Al- þingi til að samþykkja að íslensk þjóð fórnaði sjálfstæði sínu, legði Icesave-klyfjarnar á íslenska þjóð? Hvað gerði Pólland, bræðraland Úkraínu, þá? Löglegum stjórnvöldum Úkraínu var steypt af stóli í byltingu. Hvílík firra! Þegar lögleg stjórnvöld í Úkraínu höfðu staðið að morðum og seinast fjöldamorðum á Frels- istorginu í Kænugarði (þar sem ís- lenska var töluð fram á 13. öld hið minnsta), brast ríkisstjórnina meirihluta þingsins. Yfirráð hersins og lögreglunnar voru þar með á nýrri hendi. Þar með féll hin „lög- lega ríkisstjórn“. Og þótt fyrr hefði verið. Flest bendir til að fjölda- morðin hafi verið framin af af rúss- neskum sérsveitarmönnum eða með tilstyrk þeirra, en maðurinn sem er allt í senn, forseti og þjófur og fyrirskipaði morðin, Janúkóvits, studdi þau af öllu afli og hafði um þau forgöngu. Forsetinn brá að svo búnu undir sig betri fætinum og flúði sem fætur toguðu alla leið til hinna gömlu Sovétríkja. Ýmis „lög- leg stjórnvöld“ og það ekki af verri endanum hafa verið hrakin frá, meir að segja með erlendri íhlutun! Man nú enginn eftir Saddam Húss- ein? Um innlimun Krímskagans og innrás Rússa í Úkraínu Við Íslendingar fylltumst rétt- látri reiði við árásir Serba á ná- granna sína. En þeir þurftu víst, því miður, að vernda serbneska minni- hlutann þar. Væri ekki ráð að rifja upp þar sem þá var sagt og ritað hér á Íslandi, að vísu að kostnaðar- lausu? Nema hvað – þá var sum sé beitt kunnuglegum ráðum. Annars vegar hernum og hins vegar hópum glæpamanna. Herinn sá um stríðs- tólin, en glæpamennirnir um stríðs- glæpina. Einhverjir vilja meina að alvarlegir stríðsglæpir, svo sem gegn farþegaflugvélum, séu af slysni. – Það fer eftir skilgreiningu; útvegun mjög langdrægra eldflauga til glæpamanna sem láta sér í léttu rúmi liggja hvað fyrir verður er glæpsamleg í mínum huga. Um áhrifin af banninu og ástæður þess Efnahagslega er Rússland komið að fótum fram. Gjaldeyrisforðinn er á þrotum og ríkissjóður rekinn með gríðarlegum halla. Er ekki ástæða til að skoða aðgerðir Rússa í því ljósi? Stuðningur Íslands við mál- stað Úkraínu er ekki nýr. Ísland hefur ekkert gert sem máli skiptir gegn Rússlandi nema lýsa sam- stöðu sinni með bandalagsþjóðum okkar í NATO og hún hefur legið fyrir lengi. Er þá Rússland búið að setja okkur í tjáningarbann með samþykki okkar sjálfra? Það er varla spurning að Rússar þurfa að hugsa sig vel um hvernig þeir eyða takmörkuðum gjaldeyri. Og hvað er betra til heimabrúks en koma með svona líka hraustlega at- lögu að minnsta aðildarríki NATO? Væntanlega hefði Ísland því þurft að leita nýrra markaða fyrir makríl hvort eð er. Að því er ég veit best er einn stærsti einstaki kaup- andi, ef ekki stærsti, í Hvíta- Rússlandi. Hvorki Hvíta-Rússland né Úkraína eru lokaðir markaðir. Og hversu miklu meira þarf Ísland að ákveða að veiða í bræðslu til að tjónið verði viðráðanlegt. Væri það ekki öllum skiljanlegt? Að lokum um lærdóm sögunnar Meðan sögukennsla var enn áberandi fag í skólum, þá var oft fjallað um svonefnda lærdóma sög- unnar. Árin fyrir seinna stríð hafa oft verið nefnd í því sambandi. Söguskoðun Churchill varð, á tíma- bili, ofaná. Yfirgangi skyldi mæta, hart mæta hörðu. E.t.v. átti að byrja þegar rússneskur stjórn- arandstæðingur var myrtur í Lond- on og morðingjarnir risu í fram- haldinu til hæstu metorða í Rússlandi. Eða við árásina á Georgíu? Nú hefur reyndar ný söguskoðun látið á sér kræla; Hitler ætlaði ekkert í stríð. Hann vildi bara eðlilegan aðgang að Austur- Prússlandi fyrir samgöngur. Eða var, sem sé, afstaða Hermanns Jón- assonar þá sú rétta, þ.e. a.m.k. fyrir okkur Íslendinga? Við Íslendingar erum í þónokkr- um metum í Austur-Evrópu vegna afstöðu okkar til „ólögmætrar“ úr- sagnar Eistlands, Lettlands og Litháen úr Sovétríkjunum. Við er- um í bandalagi vestrænna lýðræðis- þjóða með Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi. Í smáríkinu Litháen eru t.a.m. 500 rússneskir sendiráðsstarfsmenn af einhverjum ástæðum. Pútín telur það mestu mistök Rússa fyrr og síðar að sleppa Eystrasaltsríkjunum. Og mistök þarf jú að leiðrétta, ekki satt? Eigum við að hlusta á raddir Eistlands, Lettlands og Litháen og Póllands þegar að Úkraínu kemur. Fyrr en varir þurfum við að út- skýra afstöðu Íslands fyrir vinum, kunningjum, viðskiptavinum og samstarfsmönnum í Póllandi, Lett- landi, Litháen og Úkraínu (og víð- ar). Væntanlega dugar þá velviljinn sem Jón Baldvin skapaði ekki langt. Um viðskiptabann Rússlands gegn Íslandi Eftir Einar S. Hálfdánarson »Rússar þurfa að hugsa sig vel um hvernig þeir eyða tak- mörkuðum gjaldeyri. Og hvað er betra til heimabrúks en koma með svona líka hraust- lega atlögu að minnsta aðildarríki NATO? Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Morgunblaðið/Ómar Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Pakkaðu nestinu inn með wrapmaster! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Engar flækjurEkkert vesen • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.