Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 64

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Í kynningu á þjóðar- átaki um eflingu læsis- kennslu hefur mennta- og menningarmálaráð- herra klifað á því að rannsóknir skorti á læsismenntun, aðferð- um við hana og árangri af henni – helst í formi skimunarprófa og ann- arra mælinga. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að verkefnisstjóri við aðgerðaáætlun um eflingu læsis fékk ítarlega kynn- ingu haustið 2014 á viðamikilli rann- sókn á læsismenntun í íslenskum grunnskólum sem nú stendur yfir. Rannsóknin er í samvinnu rannsak- enda við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Hér er ekki leitt getum að því hvers vegna þessar upplýsingar hafa ekki komið fram, en hvað sem því líður er þessari grein ætlað að vekja athygli á rann- sókninni. Rannsóknarhópur um Byrjenda- læsi var stofnaður haustið 2011 til að rannsaka læsiskennslu á yngsta stigi grunnskóla. Efnt var til samstarfs við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skóladeild Akureyrar. Fyrstu áfangar þessarar rannsóknar beind- ust sérstaklega að Byrjendalæsi en á síðari stigum hefur gögnum verið safnað um starfshætti og starfsþróun læsiskennara og viðhorf foreldra til læsiskennslu í fyrsta til fjórða bekk í um 120 skólum. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru smátt og smátt að líta dagsins ljós. Hluti þeirra hefur þegar verið kynntur í íslenskri rit- rýndri grein og í bók- arkafla, og fleiri greinar til birtingar í erlendum tímaritum eru á loka- stigi. Niðurstöður hafa einnig verið birtar í um það bil 20 ráðstefnuer- indum innanlands og 10 erindum á alþjólegum ráðstefnum. Í einu þess- ara alþjóðlegu ráð- stefnuerinda kynntu til dæmis starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur niðurstöður um árangur þeirra 11 skóla borgarinnar, sem lok- ið höfðu innleiðingu Byrjendalæsis vorið 2011. Árangurinn var metinn með sex skimunarprófum sem lögð eru fyrir í öllum skólum þau tvö ár sem innleiðing aðferðarinnar stend- ur. Niðurstaðan sýndi í stuttu máli að enda þótt árangur skólanna væri mis- jafn var hann mjög góður í mörgum skólanna og heilt yfir gaf hann ekki tilefni til efasemda um gagnsemi Byrjendalæsis. Í niðurstöðum viðtala við kennara, stjórnendur, foreldra og nemendur í Byrjendalæsisskólum hefur komið fram eindregin ánægja með aðferð- ina. Kennarar og stjórnendur lýsa einnig mikilli ánægju með samstarfið við Miðstöð skólaþróunar og þá um- fangsmiklu viðbótarmenntun sem fylgir innleiðingu Byrjendalæsis. Það er samdóma álit þeirra að þátttaka í þróunarstarfinu leiði af sér öfluga starfsþróun sem hafi breytt miklu um læsiskennslu í skólunum. Breytingar koma meðal annars fram í aukinni áherslu á markvissar kennsluáætl- anir og skýr markmið, nám við hæfi ólíkra nemenda, notkun innihalds- ríkra og vandaðra texta í kennslunni, frjálsan lestur nemenda, ritun og skapandi málnotkun frá upphafi læs- isnáms, lesskilning frá upphafi læs- isnáms, fjölbreytt námsverkefni og minnkandi notkun merkingarsnauðra eyðufyllingarverkefna. Vettvangs- athuganir staðfesta almenna virkni, vinnugleði og áhuga nemenda. Ítar- leg spurningakönnun um fram- kvæmd læsiskennslu á yngsta stigi nær langt út fyrir raðir Byrjendalæs- iskóla. Svör kennara við þessum spurningalista bera með sér að læsis- kennsla á yngsta stigi grunnskóla standi almennt styrkum fótum og að kennarar í Byrjendalæsiskólum hafi að flestu leyti tileinkað sér þá starfs- hætti sem aðferðin byggist á. Læsi er flókið fyrirbæri og við þró- un læsiskennslu þarf að gaumgæfa bæði markmið, stefnu, aðgerðir og mat á árangri. Ekkert af þessu getur byggst á einföldum lausnum, átaks- verkefnum og slagorðakenndum frös- um um aðgerðir og árangursmæling- ar. Læsi er miklu meira en mælanleg færni; það er háð áhuga og viðhorfum og það felur í sér rökhugsun, lausna- leit, ályktunarhæfni og gagnrýna hugsun. Umfram allt þurfa börn sem eru að læra að lesa að vera virk við fjölbreytt og skapandi viðfangsefni sem kveikja varanlegan áhuga þeirra á lestri og ritun. Rannsóknin á læsis- kennslu á yngsta stigi grunnskóla tekur mið af þessu og á næstu mán- uðum verður leitast við að miðla nið- urstöðum hennar um þennan fjöl- breytta veruleika bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Rannsókn á fjölbreyttum viðfangsefnum Byrjendalæsis Eftir Rúnar Sigþórsson »Rannsóknarhópur um Byrjendalæsi var stofnaður haustið 2011 til að rannsaka læsiskennslu á yngsta stigi grunnskóla. Rúnar Sigþórsson Höfundur er prófessor við kennaradeild HA og verkefnisstjóri rannsóknar á Byrjendalæsi. Á undanförnum ár- um hafa mótmælenda- kirkjur í N-Evrópu sótt sér nýjan kraft til hinnar keltnesku arf- leifðar, því á sama tíma og messusókn er hverfandi er fólk opið fyrir að tengjast rótum sínum í dýrð náttúr- unnar og að upplifa heilaga staði og guð- dóminn undir berum himni og á fornum helgistöðum. Á sama tíma hefur pílagrímahreyfingum vaxið fiskur um hrygg. Þær bjóða til göngu um gamlar þjóðleiðir í skipulögðum ferðum, en fólk getur líka valið að ganga á eigin for- sendum um vel merkt- ar og fornar leiðir. Þá hafa Norðmenn verið að endurvekja pílagrí- masjóleiðir meðfram strönd Noregs þar sem m.a. er komið við á eyjunni Selju sem er einn elsti helgistaður kristninnar á Norð- urlöndum. Í pílagrímaferðum er áhersla á rólega yfirferð, á tengslin við nátt- úruna og á uppruna- og einfaldleika í bland við andleg íhugunarefni. Oft er dvalið í þögn, því hún er dýrmæt og fágæt auðlind í erli og fjölmenni flestra samfélaga. Hér á landi hefur pílagrímahreyf- ingin verið að skjóta rótum, einkum á Vesturlandi þar sem boðið hefur verið upp á pílagrímagöngur á síð- ustu árum um valdar þjóðleiðir og milli kirkna. Búið er að merkja píla- grímaleið frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti, sem er um 120 km löng ganga. Áhugafélagið Pílagrímar hef- ur sl. þrjú ár leitt sex daga göngur um leiðina og nefnt hana til gamans „íslenska Jakobsveginn“ sem muni án efa ná fótfestu á komandi áratugum og verða hluti af evrópsk- um menningarvegum (sjá: Resolution CM/ Res(2007)12 on the cultural routes of the CE). Leiðin muni tengjast annars vegar um Eyrarbakka, sjó- og landvegi að Nið- arósi og hins vegar í Suðurveg allt til Róm- ar. Með tímanum gæti Skálholt orðið mik- ilvæg miðstöð píla- gríma sem vilja hvílast og upplifa helgi og grið staðarins í kyrrð og njóta andlegrar að- hlynningar. Víðar á Ís- landi gætu slíkir helgi- og griðastaðir þjónað pílagrímum nútímans, í anda vistvænnar ferða- mennsku (e. Ecotour- ism). Keltneskar, eða eng- ilsaxneskar rætur Ís- lendinga hafa verið staðfestar með erfða- tækni og forn rit segja frá viðkomu norrænna sæfarenda víða á Bretlandseyjum á víkingatíð, þar sem kristni austur- kirkjunnar hafði blandast írsk/ keltneskri hefð allt frá því á 5. öld. Sterkur þáttur í þeirri trúarhefð var einlífi þar sem úthafið var „eyði- mörkin“ og áskorun í lífi einfarans. Þannig héldu papar/keltar/ pílagrímar á opnum skinnbátum – kúðum – á haf út og létu skeika að sköpuðu um lendinguna. Heimildir greina frá ferðum þeirra um N- Atlantshafið og viðkomu hér á landi. Krossmörk í hellum og örnefni eins og Papey, Kúðafljót og Seljaland gefa til kynna hvar þeir dvöldu. Þeir voru friðsamir hafsins pílagrímar í árdaga Íslandsbyggðar, áður eða meðfram því að hinir norrænu, menningarblönduðu sæfarendur fóru að brjóta hér land til búsetu. Til að fjalla um pílagríma fyrr og nú og þá hugmyndafræði sem að baki býr, verður opin ráðstefna þann 4. september nk. í sal Þjóð- minjasafnsins. Þar munu ýmsir flytja erindi, m.a. Norðmaðurinn Harald Olsen sem hann nefnir „De söfarende keltiske pilgrimme“, en Harald er einn helsti fræðimaður á Norðurlöndum um pílagrímsferðir og keltnesk áhrif. Hann hefur skrif- að bækur um efnið, leitt göngur og ferðir til Iona, eyjarinnar helgu við stönd Skotlands og um aðrar slóðir pílagríma í Vesturvegi. Hann mun einnig halda erindi í Skálholti dag- inn áður um „Hellige steder“. Nán- ari upplýsingar má finna á vefslóð- inni www.pilagrimar.is Pílagrímahreyfingin er líka hér Eftir K. Huldu Guðmundsdóttur » Pílagríma- hreyfingar endurvekja fornar leiðir á landi og sjó, með áherslu á: tengsl við nátt- úruna, uppruna- og einfaldleika, íhugunarefni, kyrrð og ró. Karólína Hulda Guðmundsdóttir Höfundur er í áhugafélaginu Pílagrímar. Góðmennt hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 24. ágúst var spilað- ur tvímenningur á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Örn Ingólfsson – Oliver Kristóferss. 280 Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 256 Siguróli Jóhanns. – Bergur Ingimundar. 251 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 249 A/V Guðm. K. Steinbach – Bjarni Guðnas. 257 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 254 Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 248 Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 243 Spilað er í Síðumúla 37. Spilamennska í Gullsmára hafin eftir sumarfrí Mánudaginn 24.ágúst var spilað á 9 borðum í Gullsmáranum og urðu úrslit þessi í N/S: Pétur Antonss. – Guðlaugur Nielsen 226 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 200 Ragnh. Gunnarsd. – Sveinn Sigurjónss. 195 A/V Magnús Marteinss. – Ragnar Ásmundss. 202 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 183 Lúðvík Ólafsson – Óskar Ólason 178 Spilað er alla mánu- og fimmtu- daga. Allt spilaáhugafólk velkomið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.