Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 66
2015 HAUSTferðir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Ferðaskrifstofan Nazar var stofnuð í Svíþjóð árið 2004 og var fyrst til að bjóða svokallaðar „all inclusive“ ferðir hér í Skandinavíu,“ segir Kristín Lind Andrésdóttir sem starfar á skrifstofu Nazar í Malmö og sér um markaðsmál fyrir öll Norðurlöndin. „Í kjölfarið opnuðu skrifstofur í fleiri Norðurlöndum og loks var svo komið að það vantaði bara Ísland.“ Úr því hefur nú verið bætt og Íslendingar eru komnir í hóp viðskiptavina Nazar. Allt innifalið – alltaf Að sögn Kristínar hefur á það verið lögð áhersla frá því ferðaskrif- stofan hóf starfsemi að bjóða upp á ferðir þar sem allt sé innifalið, og í því felist sérstaða þeirra á markaði. „Við leggjum líka áherslu á að þjón- usta fjölskyldur og leggjum upp með að ferðirnar okkar séu lúxusferðir að því leytinu til að fólk geti verið ró- legt í þeirri vissu að allt sé innifalið. Þá er ekki bara átt við matinn með- an á fríinu stendur heldur hvers konar dægradvöl eins og skemmti- klúbba fyrir börnin á þeirra tungu- máli, ásamt alls konar annarri af- þreyingu sem er þá innifalin líka. Gestir eiga því að geta bara haft það gott í fríinu án þess að vera að borga aukalega. Það sjáum við sem ákveð- inn lúxus. Vilji börnin fara í sund- skóla, dans eða annað þá er það inni- falið. Það er allt í boði þegar þú kemur í fríið.“ Nazar bjóða upp á ferðir til fjögurra áfangastaða á tyrknesku ri- víerunni. Flogið er til Antalya en einnig má fá hótel í Belek, Side og Alanya, sem allar eru í stuttri akst- ursfjarlægð, að sögn Kristínar. „Þarna er stutt í sjálfa Kleópötru- ströndina sem er ein fallegasta strönd Tyrklands og sannarlega yndislegt ferðamannaumhverfi.“ Hótel við allra hæfi Tyrkland hefur vaxið talsvert að vinsældum hin seinni ár sem áfangastaður fyrir Íslendinga og það getur Kristín Lind tekið undir. „Fólk sem við heyrum í að loknu fríi er afar ánægt og oft hreinlega frá sér numið yfir gæðum dvalarinnar. Fólk er oft með fyrirfram mótaðar hugmyndir og væntingar um dvölina en Tyrkland hefur lag á að fara fram úr væntingum. Þetta á ekki síst við um þá sem skella sér í skoðunarferð og sjá svolítið af stórbrotinni nátt- úru landsins.“ Aðspurð segir Kristín hótelin sem Nazar býður upp á skiptast í þrjá flokka. „Við reynum að koma til móts við þarfir og óskir sem flestra en erum ekki með nein tveggja stjörnu hótel,“ útskýrir hún. „Premium Collection er úrvalsfokk- urinn okkar og þar eru okkar allra flottustu hótel. Þar er maturinn al- gerlega framúrskarandi, herbergin eru hvert með sinni einkasundlaug, þjónar svífa milli gesta á sundlaug- arbakkanum með klúta, raka af köldu vatni til að fríska upp á mann- skapinn í hitanum og ávallt er ný- áfyllt ávaxtakarfa inni á her- bergjum. Nazar Collection inniheldur svo sérstaklega fjöl- skylduvæn hótel með alls konar af- þreyingu og dægradvöl fyrir börnin á borð við fjölbreytt námskeið, fjár- sjóðsleit með sjóræningjum og margt fleira, og þau eru vinsælust hjá okkur. Meira en helmingur okk- ar bókana er á hótelin í Nazar Col- lection, ekki síst þau sem tilheyra Pegasos-keðjunni. Loks erum við með Holiday Collection, sem inni- heldur oft sérstaklega hagstæða val- kosti í hótelgistingum.“ Flogið beint frá Keflavík Nazar flýgur beint frá Keflavík til Antalaya og verður svo til 23. september. Þá kveður við nýjan tón er beint flug verður frá Akureyri. „Við verðum aðeins að dekra við fólkið fyrir norðan líka,“ segir Krist- ín Lind og kímir við. Það eiga greini- lega allir skilið tækifæri til að kom- ast í sólina til Tyrklands. www.nazar.is Draumaferðir til Tyrklands  Ferðir í sól og sælu í Tyrklandi hafa notið aukinna vinsælda hjá Íslendingum hin seinni ár  Þar er ferðaskrif- stofan Nazar á heimavelli með ferðir til fjögurra áfangastaða  Sérstaðan er sú að allt er innifalið í verðmiðanum Vatnaveröld Flatarmál sundlaugarinnar í Pegasos World er með ólíkindum og sama er að segja um veðursældina á tyrknesku rivíerunni. Bláhiminn og bláar laugar heilla landann. Ævintýri Það er næsta ógerningur að láta sér leiðast í Pegasos Resort þar sem ævintýralegt úrval skemmtunar er í boði fyrir alla aldurshópa, ekki síst hress börn á öllum aldri. Heildarpakki „Við leggjum líka áherslu á að þjónusta fjölskyldur og leggj- um upp með að ferðirnar okkar séu lúxusferðir að því leytinu til að fólk geti verið rólegt í þeirri vissu að allt sé innifalið,“ segir Kristín Lind hjá Nazar. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.