Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 HAUSTferðir 2015 Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staðameð 5–7manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting ogmatur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur er haustið og veturinn ekki síst tími skemmtilegra stuttra borgarferða til Evrópu. Taka landsmenn þá stefnuna á „klassíska“ áfangastaði eins og Kaupmannahöfn, Berlín eða Amsterdam en WOW air flýgur til þessara borga árið um kring. „Í júní hófum við áætlunarflug til Dyflinnar og er það í fyrsta skipti sem flogið er milli Keflavíkur og höfuðborgar Írlands í áætlunar- flugi. Þangað fljúgum við alla jafna þrisvar sinnum í viku og margir sem skjótast þangað í borgarferð enda flugið stutt og á hagstæðu verði, og mjög skemmtilegur staður heim að sækja.“ Svanhvít segir að líka megi að hluta til skýra vinsældir Dyflinnar með því að þar er evran notuð, og gengið með hagstæðara móti um þessar mundir. „Næturlífið þykir líka mjög skemmtilegt og margir sem halda rakleiðis á pöbbahverfið Temple Bar. Þeir sem áhugasamir eru um gæðabjór og viskí ættu líka að heimsækja Guinness-verksmiðj- una sem laðar til sín fjölda gesta, og írska viskí-safnið sem var opnað fyrir skemmstu,“ segir hún. „Du- blin er auðveld yfirferðar, ekki of stór, og tilvalið að fara þaðan í dagsferð á svæði eins og hinn fagra Glendalough-dal.“ Vel nýttar vélar á vesturleið Ferðalangar kættust þegar WOW air tók að bjóða upp á ferðir til Boston og Washington DC. „Upphaflega stóð til að fljúga til Washington yfir sumarmánuðina og út október en viðtökurnar voru svo góðar að ákveðið var að fljúga þangað allt árið. Það sem af er hef- ur sætanýtingin á flugleiðunum til Boston og Washington verið í kringum 90% sem er mjög góður árangur,“ útskýrir Svanhvít. Ætti ferðafólk að hafa það hug- fast að WOW er lággjaldaflugfélag og ekkert afþreyingarkerfi er um borð í vélunum. Er gott að hafa meðferðis bók, tímarit eða fartölvu til að stytta sér stundir, sér í lagi ef flugið er langt. Sjálf segist Svanhvít nota tímann um borð til að slappa af og kafa ofan í eitthvert skemmti- legt bókmenntaverkið. „Margir eru með eigin fartölvur um borð með sitt safn af kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum en um borð í vélunum okkar má líka leigja iPad-spjald- tölvur sneisafullar af afþreyingu þegar flogið er til Norður-Ameríku og Tenerife.“ Ferðalög sjálfsögð lífsgæði Gaman er að skoða hvernig ferðalög Íslendinga hafa breyst. Samkeppni á flugmarkaði hefur ýtt verði niður og landsmenn eru farnir að líta á það sem sjálfsögð lífsgæði að fljúga út í heim einu sinni, tvisv- ar, eða jafnel oftar ár hvert. Í stað þess að ferðast sjaldnar og lengri tíma í senn eru ferðalögin orðin tíð- ari og styttri, og hafa þau líka færst yfir á aðra árstíma. Þannig bendir Svanhvít á að margir bíði með sólarstrandarferð- irnar fram að haustinu. „Fólk vill þá verja sumardögunum á Íslandi þegar mestar líkur eru á góðu veðri, en fara svo á haustmánuðum og nær jólum til áfangastaða eins og Tenerife til að drekka í sig sól- ina.“ WOW air flýgur bæði til Tenerife og Alicante árið um kring, nema að gert er stutt hlé á Alicante-ferðun- um í febrúar. Segir Svanhvít að all- stór hópur fólks eigi sumarhús á svæðinu í kringum Alicante og margir sem geta ekki hugsað sér að láta haustið líða án þess að upplifa spænska sældarlífið og milda lofts- lagið og taka kannski nokkra hringi á fallegum golfvelli. „Sætanýtingin á þessum leiðum er mjög góð og margir kannast eflaust við það að skima yfir Facebook-vegginn hjá sér og finnast eins og annar hver maður sé að njóta lífsins á sólar- strönd í Tenerife.“ Aldrei verið auðveldara að skipuleggja ferðalagið Svanhvít segir Íslendinga líka orðna sjálfstæðari á ferðalögum sínum og þeir hafi lært að nota net- ið til að skipuleggja ferðalög upp á eigin spýtur. Tæknin gerir und- irbúninginn auðveldan og ekkert mál að skjótast út í heim þegar útþráin gerir vart við sig. „Ég man hvað þetta gat verið erfitt þegar ég var lítil stelpa. Mamma var oft heil- an vetur að skipuleggja sumarfrí fjölskyldunnar og notaði til þess stóra handbók frá Michelin með lista af hótelum og engum myndum. Hún sendi þeim bréf í pósti til að spyrjast fyrir um hvort herbergi væri laust, og mikil eftirvænting sem ríkti á meðan beðið var eftir svari frá hótelunum. Í dag getur maður með nokkrum músars- mellum leitað að gistingu eftir stað- setningu og verði, og skoðað ljós- myndir af hverjum krók og kima áður en herbergið er bókað.“ Stefna á sólarstrandir með haustinu  Margir vilja njóta sumarsins á Íslandi en halda svo til Tenerife og Alicante á haustin  Dublin hefur slegið í gegn með sína góðu verslanaflóru og næturlíf  Mjög góð sætanýting í fluginu til Washington D.C. og Boston Morgunblaðið/Kristinn Rætur Svanhvít Friðriksdóttir segir næturlífið, verslanirnar og stuttan flugtímann meðal þess sem fær Íslendinga til að heimsækja Dublin. Þar er gaman að kíkja í Guiness verksmiðjuna og viskí-safnið sem var að opna. Ljósmynd / WOW air - Getty Sandar Þegar kuldinn og rokið tekur yfir á Íslandi er gott að skjótast suður í hlýjuna og sólina á Tenerife, taka smá lit og drekka nokkra kokkteila. Rómantík Dublin er hlýleg borg sem auðvelt er að ferðast um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.