Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
HAUSTferðir 2015
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með hverju árinu fjölgar farþeg-
unum hjá Icelandair og bæði inn-
lendir og erlendir gestir eru dug-
legir að fljúga út í heim í leit að
ævintýrum og upplifunum. Þor-
varður Guðlaugsson er svæð-
isstjóri íslenska sölusvæðisins hjá
Icelandair og segir hann að und-
anfarið hafi íslenskum farþegum
fjölgað um 10-13% samkvæmt töl-
um Ferðamálastofu. Hann bætir
við að nýjustu sölutölur bendi til
þess að þessi þróun haldi áfram í
haust og vetur.
„Íslendingar fara mjög víða
enda bjóðum við upp á fjölda
áfangastaða. Á haustin og veturna
liggur straumurinn einkum til
Skandinavíu og margir sækja í að
upplifa aðventu- og jólastemn-
inguna í Stokkhólmi eða Kaup-
mannahöfn,“ segir Þorvarður.
„Aðsókn í ferðir til Bretlandseyja
hefur aukist og borgir á borð við
Brighton vekja lukku, jafnt hjá
hópum og einstaklingum. Mjög
hentugt er að fljúga með Ice-
landair til Gatwick-flugvallar og
þaðan er stutt í þennan fallega
strandbæ sem þykir bjóða upp á
góða flóru verslana, kastala og
sögufræg svæði í bland við
skemmtilega golfvelli.“
Jólamarkaðir og fótbolti
Þorvarður nefnir líka Glasgow,
sem hefur verið vinsæll vetr-
aráfangastaður í tugi ára. „Síðan
má ekki gleyma meginlandi Evr-
ópu og skemmtilegt er að bregða
sér í borgarferð á haustin til
Amsterdam eða Parísar, nú eða
skoða jólamarkaðina í þýsku borg-
unum Frankfurt og München.
Býður Icelandair upp á sérferðir
með fararstjóra til Evrópu í vet-
ur og t.d. mun Laufey Helgadótt-
ir stýra ferð sem kallast Upplifðu
jólaljósin í París.“
Áður en talið berst yfir til
Vesturheims nefnir Þorvarður
knattspyrnuferðirnar. Stór hluti
landsmanna er þungt haldinn af
fótboltabakteríu og kveikir þá sér
í lagi enska deildin eld í brjóst-
um. Segir Þorvarður að ferðum
Íslendinga á leiki ensku stórlið-
anna hafi fjölgað mjög og greini-
legt sé hvernig t.d. leikir Liver-
pool og Manchester United laði
að eldheita íslenska stuðnings-
menn.
Sól og skemmtigarðar
Að sögn Þorvarðar leita íslensk-
ir haust- og vetrarferðalangar
vestur um haf bæði til að komast í
sól og blíðu við sundlaugarbakk-
ann og eins til að komast í hvítar
brekkurnar á skíðasvæðunum.
Ferðir til Orlando standa alltaf
fyrir sínu og er þar bæði hægt að
upplifa töfra skemmtigarðanna
eða skjótast yfir til Tampa, Jack-
sonville eða suður til Miami.
„Frá og með 4. september
skiptum við um flugvöll og lendum
eftirleiðis á Orlando International.
Það er stærri flugvöllur en sá
gamli og býður bæði upp á auð-
veldari samgöngur inn í Orlando
og eins flugtengingar til annarra
borga í Bandaríkjunum, í Kar-
íbahafi og í Mexíkó,“ útskýrir Þor-
varður.
Hann bætir við að á næsta ári
eða þarnæsta verði tekin í notkun
ný hraðlest sem tengi Orlando við
Fort Lauderdale og Miami. Ætti
lestin að bjóða ferðalöngum upp á
mjög þægilega leið til að komast á
milli borganna og spara þeim
margra klukkustunda akstur á
hraðbrautunum.
„Í ár lengjum við síðan
flugáætlunina til Minneapolis al-
veg fram yfir áramót og munum
bjóða upp á skemmtilegar pakka-
ferðir til þessarar borgar, sem er
m.a. heimili Mall of America.
Haust- og vetrarferðir til Wash-
ington DC og Boston standa líka
alltaf fyrir sínu, og ekki má
gleyma Edmonton, þar sem finna
má stærstu verslunarmiðstöð
Norður-Ameríku.“
Skíðafólkið hefur uppgötvað
brekkurnar í Colorado, og flýgur
þá til Denver. „Þar eru mjög fín
skíðasvæði sem geta hæglega
keppt við skíðabæina í Sviss og
Austurríki.“
Sækja í Skandinavíu á aðventunni
Borgarferðir til
Evrópu alltaf jafn
vinsælar Fjöldi
fólks skreppur líka til
Orlando í sólina en
nú er flogið á annan
völl með góðar teng-
ingar í allar áttir
Morgunblaðið/Eggert
Pakki Þorvarður Guðlaugsson segir áhugaverðar sérferðir með fararstjóra í boði bæði í haust og vetur.
Ljósmynd / Icelandair
Huggulegt Í Montreal eru frönsku áhrifin greinileg. Þar er oft líf í
tuskunum þegar hokkíliðin mætast enda þjóðaríþrótt Kanadabúa.
Ljósmynd / Icelandair
Saga Fallegt er um að litast í Aberdeen og granítið gefur borginni sérstakt
yfirbragð. Skotarnir eru alltaf skemmtilegir heim að sækja.
Icelandair hefur þegar tilkynnt
að þrjár nýjar borgir bætist við
leiðakerfið seint í vetur. Vestan-
hafs verður flogið til Chicago og
Montreal en í Evrópu bætist
Aberdeen við.
„Chicago er skemmtilegur
staður þar sem margt er um að
vera, og kjörin borg fyrir
skemmtilega helgi með heim-
sóknum á góða veitingastaði og
verslanir. Þar er blómleg djass-
flóra og á sumrin hýsir borgin
tónlistarhátíðina Lollapalooza,“
segir Þorvarður.
Flugið til Aberdeen í Skotlandi
er skipulagt í samstarfi við Flug-
félag Íslands og hefst í mars.
„Þar er viðskiptalífið mjög öflugt
og eflaust eiga íslensk fyrirtæki
þangað erindi, en ferðalangarnir
hafa gaman af að skoða þessa
fögru borg sem oft er kölluð
Granítborgin því að bygging-
arnar eru margar byggðar úr
fallegum granítsteini sem feng-
inn er úr námum á svæðinu. Eins
og Skota er síður er þar líka eng-
inn skortur á góðum golfvöllum.
Þá er ekki langt að heimsækja
hinn fagra Balmoral-kastala sem
hefur verið í eigu konungsfjöl-
skyldunnar frá 1852.
Montreal er fimmta borgin í
Kanada sem Icelandair flýgur til.
Þorvarður segir borgina undir
frönskum áhrifum, hún skarti
fallegri byggingarlist og litríku
mannlífi. „Þar er gaman að
skoða sig um í gamla bænum,
heimsækja söfn og garða eða
upplifa spenninginn með heima-
mönnum þegar íshokkíliðin mæt-
ast í Bell Centre.“
Chicago, Montreal og
Aberdeen á leiðinni
Mikið úrval af póstkössum
og bréfalúgum
Póstkassar
Verð frá kr. 5.900
Póstgrindur
Hvítar og krómaðar
Verð kr. 2.980
Bréfalúgur
Verð frá kr. 5.125
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið virka daga
frá 9-18
lau frá 10-16