Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 70

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 HAUSTferðir 2015 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með hverju árinu fjölgar farþeg- unum hjá Icelandair og bæði inn- lendir og erlendir gestir eru dug- legir að fljúga út í heim í leit að ævintýrum og upplifunum. Þor- varður Guðlaugsson er svæð- isstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair og segir hann að und- anfarið hafi íslenskum farþegum fjölgað um 10-13% samkvæmt töl- um Ferðamálastofu. Hann bætir við að nýjustu sölutölur bendi til þess að þessi þróun haldi áfram í haust og vetur. „Íslendingar fara mjög víða enda bjóðum við upp á fjölda áfangastaða. Á haustin og veturna liggur straumurinn einkum til Skandinavíu og margir sækja í að upplifa aðventu- og jólastemn- inguna í Stokkhólmi eða Kaup- mannahöfn,“ segir Þorvarður. „Aðsókn í ferðir til Bretlandseyja hefur aukist og borgir á borð við Brighton vekja lukku, jafnt hjá hópum og einstaklingum. Mjög hentugt er að fljúga með Ice- landair til Gatwick-flugvallar og þaðan er stutt í þennan fallega strandbæ sem þykir bjóða upp á góða flóru verslana, kastala og sögufræg svæði í bland við skemmtilega golfvelli.“ Jólamarkaðir og fótbolti Þorvarður nefnir líka Glasgow, sem hefur verið vinsæll vetr- aráfangastaður í tugi ára. „Síðan má ekki gleyma meginlandi Evr- ópu og skemmtilegt er að bregða sér í borgarferð á haustin til Amsterdam eða Parísar, nú eða skoða jólamarkaðina í þýsku borg- unum Frankfurt og München. Býður Icelandair upp á sérferðir með fararstjóra til Evrópu í vet- ur og t.d. mun Laufey Helgadótt- ir stýra ferð sem kallast Upplifðu jólaljósin í París.“ Áður en talið berst yfir til Vesturheims nefnir Þorvarður knattspyrnuferðirnar. Stór hluti landsmanna er þungt haldinn af fótboltabakteríu og kveikir þá sér í lagi enska deildin eld í brjóst- um. Segir Þorvarður að ferðum Íslendinga á leiki ensku stórlið- anna hafi fjölgað mjög og greini- legt sé hvernig t.d. leikir Liver- pool og Manchester United laði að eldheita íslenska stuðnings- menn. Sól og skemmtigarðar Að sögn Þorvarðar leita íslensk- ir haust- og vetrarferðalangar vestur um haf bæði til að komast í sól og blíðu við sundlaugarbakk- ann og eins til að komast í hvítar brekkurnar á skíðasvæðunum. Ferðir til Orlando standa alltaf fyrir sínu og er þar bæði hægt að upplifa töfra skemmtigarðanna eða skjótast yfir til Tampa, Jack- sonville eða suður til Miami. „Frá og með 4. september skiptum við um flugvöll og lendum eftirleiðis á Orlando International. Það er stærri flugvöllur en sá gamli og býður bæði upp á auð- veldari samgöngur inn í Orlando og eins flugtengingar til annarra borga í Bandaríkjunum, í Kar- íbahafi og í Mexíkó,“ útskýrir Þor- varður. Hann bætir við að á næsta ári eða þarnæsta verði tekin í notkun ný hraðlest sem tengi Orlando við Fort Lauderdale og Miami. Ætti lestin að bjóða ferðalöngum upp á mjög þægilega leið til að komast á milli borganna og spara þeim margra klukkustunda akstur á hraðbrautunum. „Í ár lengjum við síðan flugáætlunina til Minneapolis al- veg fram yfir áramót og munum bjóða upp á skemmtilegar pakka- ferðir til þessarar borgar, sem er m.a. heimili Mall of America. Haust- og vetrarferðir til Wash- ington DC og Boston standa líka alltaf fyrir sínu, og ekki má gleyma Edmonton, þar sem finna má stærstu verslunarmiðstöð Norður-Ameríku.“ Skíðafólkið hefur uppgötvað brekkurnar í Colorado, og flýgur þá til Denver. „Þar eru mjög fín skíðasvæði sem geta hæglega keppt við skíðabæina í Sviss og Austurríki.“ Sækja í Skandinavíu á aðventunni  Borgarferðir til Evrópu alltaf jafn vinsælar  Fjöldi fólks skreppur líka til Orlando í sólina en nú er flogið á annan völl með góðar teng- ingar í allar áttir Morgunblaðið/Eggert Pakki Þorvarður Guðlaugsson segir áhugaverðar sérferðir með fararstjóra í boði bæði í haust og vetur. Ljósmynd / Icelandair Huggulegt Í Montreal eru frönsku áhrifin greinileg. Þar er oft líf í tuskunum þegar hokkíliðin mætast enda þjóðaríþrótt Kanadabúa. Ljósmynd / Icelandair Saga Fallegt er um að litast í Aberdeen og granítið gefur borginni sérstakt yfirbragð. Skotarnir eru alltaf skemmtilegir heim að sækja. Icelandair hefur þegar tilkynnt að þrjár nýjar borgir bætist við leiðakerfið seint í vetur. Vestan- hafs verður flogið til Chicago og Montreal en í Evrópu bætist Aberdeen við. „Chicago er skemmtilegur staður þar sem margt er um að vera, og kjörin borg fyrir skemmtilega helgi með heim- sóknum á góða veitingastaði og verslanir. Þar er blómleg djass- flóra og á sumrin hýsir borgin tónlistarhátíðina Lollapalooza,“ segir Þorvarður. Flugið til Aberdeen í Skotlandi er skipulagt í samstarfi við Flug- félag Íslands og hefst í mars. „Þar er viðskiptalífið mjög öflugt og eflaust eiga íslensk fyrirtæki þangað erindi, en ferðalangarnir hafa gaman af að skoða þessa fögru borg sem oft er kölluð Granítborgin því að bygging- arnar eru margar byggðar úr fallegum granítsteini sem feng- inn er úr námum á svæðinu. Eins og Skota er síður er þar líka eng- inn skortur á góðum golfvöllum. Þá er ekki langt að heimsækja hinn fagra Balmoral-kastala sem hefur verið í eigu konungsfjöl- skyldunnar frá 1852. Montreal er fimmta borgin í Kanada sem Icelandair flýgur til. Þorvarður segir borgina undir frönskum áhrifum, hún skarti fallegri byggingarlist og litríku mannlífi. „Þar er gaman að skoða sig um í gamla bænum, heimsækja söfn og garða eða upplifa spenninginn með heima- mönnum þegar íshokkíliðin mæt- ast í Bell Centre.“ Chicago, Montreal og Aberdeen á leiðinni Mikið úrval af póstkössum og bréfalúgum Póstkassar Verð frá kr. 5.900 Póstgrindur Hvítar og krómaðar Verð kr. 2.980 Bréfalúgur Verð frá kr. 5.125 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.