Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 HAUSTferðir 2015 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Dagarnir eru teknir að styttast og handan við hornið er haustið og veturinn. Myrkrið og kuldinn tekur yfir, dagblöðin fyllast af röfli og tuði um stýrivexti og stjórnmál, og æv- intýri sumarsins víkja fyrir hinu reglubundna brauðstriti frá níu til fimm. En það eru aðrir valkostir í stöð- unni. Hinu megin á hnettinum er enginn kuldi, myrkur og slydda. Þar má skipta út brauðstritinu fyrir mak- indalegar bátsferðir í góðu yfirlæti, eða hjólreiðatúr meðfram hrís- grjónaökrunum. Austur í Víetnam hafa menn aldrei heyrt um Sjálf- stæðisflokk eða Samfylkingu. Fyrir fólk sem ræður við Esjuna Helgi Benediktsson stýrir tveimur ferðum til Víetnam í október og nóv- ember, en það er íslenska ferðaskrif- stofan Óríental sem skipuleggur ferðina. Helgi er reynslumikill leið- sögumaður og heimshornaflakkari, og var mjög stórhuga á sínum yngri árum þegar hann sigraðist á hverjum krefjandi fjallstindinum á fætur öðr- um. Verða einmitt í október liðin slétt þrjátíu ár síðan Helgi komst á tind fjallsins Díran í Himalaja- fjallgarðinum, og sló þá nýtt hæð- armet íslensks fjallaklifursfólks. Nær árlega leiðir Helgi ferðir á spennandi slóðir og hefur t.d. farið með íslenska hópa upp í fjöllin í Perú og upp á tind Kilimanjaro. Ferðin til Víetnam er útivistarferð en Helgi tekur þó fram að átökin verði ekkert í líkingu við prílið í Himalajafjöllum. „Við hjólum á flat- lendi í suðurhluta Víetnam og göng- um eftir nokkuð þægilegum leiðum í mishæðóttu landslagi í Norður-- Víetnam. Er þetta ferð sem fólk ætti að ráða vel við ef það er vant al- mennri útivist, er í ágætu ástandi líkamlega og ætti t.d. ekki í miklum erfiðleikum með að ganga á Esjuna. Við höldum síðan góðan fund með hópnum með ágætum fyrirvara, för- um yfir hvernig best er að vera út- búinn og hverju ferðalangarnir ættu að huga sérstaklega að.“ Siglt um Mekong Brottför í fyrri ferðina er 28. októ- ber og varir hún í sautján daga. Hefst seinni ferðin 12. nóvember og er lokið 28. nóvember. Er flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar og þaðan áleiðis til Bangkok með Thai Airways. Loks er flogið síðasta spöl- inn frá Bangkok til Saígon, eða Ho Chi Minh-borgar eins og heimamenn kalla stórborgina í suðurhluta Víet- nam. „Við komuna þangað er hópnum ekið beint að árósum Mekong, þar sem við hefjum siglingu um fljótin. Siglt er á trébáti þar sem allir hafa sína huggulegu káetu með einka- snyrtingu og matur og drykkur er framreiddur um borð,“ útskýrir Helgi. „Á siglingunni sjáum við þorp og fljótandi markaði, og komumst í snertingu við mannlífið og náttúruna við fljótið.“ Næsti dagur blandar saman sigl- ingu og reiðhjólaferðum eftir kyrr- látum sveitavegum. Á þriðja degi í Víetnam er haldið áfram að hjóla og skoðar hópurinn meðal annars Cu Chi-neðanjarðargöngin sem Víet- kong-liðar grófu þegar Víetnam- stríðið geisaði, og Bandaríkjaher tókst ekki að eyðileggja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Saígon og Hanoí Fjórði dagurinn er helgaður Saí- gon, og frönsku menningaráhrifun- um gerð góð skil með heimsókn í gamla pósthúsið, óperuhúsið og ráð- húsið. Hér gefst tækifæri til að skoða merkilega markaði, listasöfn og gall- erí, og hafa það huggulegt eftir hjól- reiðatúrana. „Við fljúgum svo næsta dag norður til Hanoí og skoðum þar meðal ann- ars bókmenntahofið sem var fyrsti háskóli Víetnam, byggður árið 1070,“ segir Helgi. „Sjötta daginn ökum við til Halong-flóa og siglum um þetta einstaka svæði í þrjá daga og tvær nætur með viðkomu á sólbaðs- ströndum og veiðimannaþorpum.“ Aftur er farið til Hanoí og nætur- lest tekin þaðan til bæjarins Sapa. Þar taka við gönguferðir um holt og hæðir norðurhlutans þar sem hópur- inn heimsækir afskekkta þjóðflokka og fær meira að segja að verja einni nótt í heimagistingu við ekta víet- namskar aðstæður. „Við vegum svo upp á móti því með því að dvelja næstu nótt á glæsihóteli í Sapa þar sem hugsað er fyrir öllum þæg- indum.“ Síðasti leggur ferðarinnar er frá Sapa, til Hanoí og áfram til hita- beltiseyjunnar Phu Quoc í suðri, þar sem stoppað er í tvo daga áður en haldið er aftur heim til Íslands. „Phu Quoc er staður þar sem hægt er að slappa rækilega af á hvítum strönd- unum undir blaktandi laufum pálma- trjánna.“ Merkileg þjóð Helgi segir margt heilla við Víet- nam og á ferðalaginu muni hópurinn ekki bara upplifa fallega náttúru og einstaka menningu, heldur líka kom- ast í tæri við merkilega þjóð. „Víet- nam er fjölbreytt land þar sem býr harðduglegt og stolt fólk sem á sér merkilega sögu. Matarmenning þess er þekkt um allan heim en þegar komið er á staðinn koma líka í ljós skemmtileg frönsk einkenni frá ný- lendutímanum, og t.d. hægt að fá víetnömsk vín með matnum gerð eft- ir frönskum hefðum,“ segir hann. „Margir hafa áhuga á að heimsækja þetta land, og er ferðaþjónustan að byggjast þar hratt upp, en enn sem komið er ekki svo mikið álag af ferða- mönnum að það geti truflað upplif- unina eins og á sumum öðrum stöð- um í þessum heimshluta.“ Í náinni snertingu við náttúru og mannlíf Helgi Benedikts- son fjallgöngu- garpur er leiðsögu- maður í langri og fjölbreyttri ferð um Víetnam Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplifun Helgi segir að hópurinn muni sigla eftir Mekong-ánni á notalegum trébát þar sem hver hefur sína káetu og snyrtingu og verður vel gert við ferðalangana í mat og drykk. Farið er vítt og breitt um Víetnam. Ljósmynd/TMAX - Fotolia Klassík Mannlífið á markaði. Víetnamar bera enn sína hefðbundnu hatta. Ljósmynd/photlook - Fotolia Landslag Halong-flói þykir mörgum með fegurstu stöðum veraldar. Ljósmynd/Gina Smith - Fotolia Hefðir Kona selur ávexti úr bát sínum í Halong-flóa. Samfélagið heldur enn sérkennum sínum og á mörgum stöðum eru ferðamenn sjaldséðir. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. Mama B - Haust 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.