Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 HAUSTferðir 2015 ferðalanga á Íslandi hafi líka jákvæð áhrif, þannig opnist nýir möguleikar, og Heimsferðir bjóði upp á ferðir til 11 borga haustið 2015 og vorið 2016. „Sem dæmi má nefna Valencia á Spáni, Bratislava í Slóvakíu og Lissabon í Portúgal. Þar fljúga vél- arnar aðra leiðina, út, með íslenska farþega og koma til baka með er- lenda gesti, í samvinnu við systur- fyrirtæki Heimsferða, Terra Nova. Þessar nýju borgir eru spennandi á allan hátt. Lissabon er mjög áhugaverð og falleg og samkvæmt öllum könnunum ódýr áfangastaður; Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Áherslurnar í ferðalögum á haustin eru í takt við þær breytingar sem verða á lífi landans á þessum árs- tíma,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. „Sumarið er tími fjölskylduferða og í ár höfum við boðið upp á flug til 17 sólarlandastaða, en nú fækkar fjöl- skyldum í hópi farþega enda skól- arnir að byrja. Á haustin eru það að- allega pör, einstaklingar og minni hópar sem fljúga á sólarstrandir, svo sem til Spánar, Ítalíu og Marokkó, að ógleymdum hinum fjölmörgu, spennandi borgarferðum.“ Tómas segir marga kjósa að lengja sumarið með haustferð á suð- ræna strönd. „Alicante hefur selst mjög vel og við erum með tvö morg- unflug þangað í viku hverri í sept- ember og út október. Gríska eyjan Krít, Bodrum í Tyrklandi og Costa del Sol á Spáni eru vinsælir áfanga- staðir í september. Einnig bjóðum við upp á beint flug til Sikileyjar á Ítalíu í byrjun október. Í lok október hefjast svo ferðir til Kanaríeyja og þangað verður flogið í allan vetur; Tenerife verður æ vinsælli áfanga- staður og er sá eini sem við fljúgum til allan ársins hring.“ Brugge og Bratislava Aðspurður segir Tómas söluna hjá Heimsferðum hafa aukist um um það bil 20% á ári hverju frá 2009 og fjöldi seldra ferða sé nú farinn að nálgast það sem var árið 2006. „Fjöl- skylduferðum hefur sérstaklega fjölgað, fólk er orðið ferðaþyrst og kaupmáttur er greinilega meiri. Aukin eftirspurn þýðir að hægt er að bjóða upp á fleiri áfangastaði og nú förum við til dæmis í fyrsta sinn til Brugge í Belgíu, sem er mjög heillandi borg.“ Hann bendir á að áhugi erlendra flogið er þangað í nóvember, apríl og maí, eða á þeim tíma árs þegar reikna má með mjög þægilegu hita- stigi. Farin verður ferð til Bratislava í byrjun september og svo aftur næsta vor; borgin er stundum kölluð litla Prag, með sinn rómantíska, gamla miðbæ og kastala. Örstutt er þaðan með lest yfir til Vínarborgar. Flogið er til Valencia í byrjun október en borgin þykir ein sú feg- ursta á Spáni, hún er þekkt fyrir matarmenningu, vegleg listasöfn og iðandi mannlíf. Þá erum við með ferð í byrjun nóvember til Sevilla, höf- uðborgar Andalúsíuhéraðs á Spáni, en hún er einstaklega fögur og rík af sögu og stórfenglegum byggingum. Loks bjóðum við beint flug til Barce- lona, Búdapest, Prag, Ljúblijana, Róm og Verona.“ Töfrandi Cinque Terre Heimsferðir bjóða í haust upp á þriðju ferðina til Agadir í Marokkó, að sögn Tómasar. „Íslendingar eru smátt og smátt að uppgötva þetta merkilega og töfrandi land á NV- horni Afríku. Agadir er stærsti sól- strandarstaður Marokkó og þaðan er stutt að fara með nýrri hraðbraut austur til Marrakech, með sinn fræga útimarkað, notaleg kaffihús og fjölskrúðugt mannlíf. Sérferðir Heimsferða njóta sífellt meiri vinsælda og má þar helst nefna gönguferðir til ítölsku bæj- anna Cinque Terre; svæðið er ákaf- lega fallegt og töfrandi og við höfum boðið um fjórar til fimm ferðir þang- að að hausti sem alltaf seljast upp. Við bjóðum upp á tvær aðrar sér- ferðir til Ítalíu í október; 10 daga gönguferð til Vindeyja, skammt frá Sikiley, og ferð til Sorrento við Napólíflóann.“ Spurður út í skipulagðar golf- ferðir segir Tómas slíkar ferðir allt- af mælast vel fyrir á haustin. „Við höfum selt mikið af ferðum í golf til Suður-Spánar. Flogið er til Jerez og þaðan er ekið til Costa Ballena, Novo Sancti Petri, Montecastillo og Alcaidesa. Einnig hafa golfferðirnar til La Sella, norður af Alicante, verið afar vinsælar enda er aðstaðan þar til golfiðkunar glæsileg.“ Fljótandi spilavíti Tómas bætir við að æ fleiri láti það eftir sér að ferðast með skemmtiferðaskipum heimshorna á milli; árlega sigli um 300 manns á vegum Heimsferða vítt og breitt um heiminn. „Íslenskir ferðalangar hafa áttað sig á því að slíkar ferðir eru ódýrari en margur heldur. Í vor bjóðum við upp á siglingu til Dubai og í þeirri ferð er meðal annars kom- ið við á Indlandi, Sri Lanka og Maldíveyjum. Einnig eru siglingar um Miðjarðarhafið mjög vinsælar. Þá seljum við heimsreisuferð árið 2016, þar sem siglt verður umhverfis jörðina á 109 dögum. Lagt er upp frá Ítalíu, þaðan siglt til Spánar, suður til Brasilíu og áfram til Argentínu, Chile, Pólynesíu, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Stóru skemmtiferðaskipin eru sum hver nánast eins og fljótandi borgir, með þrjú til fjögur þúsund manns um borð, og þar er allt til alls. Hægt er að ganga út frá því sem vísu að þar séu góðir veitingastaðir, lík- amsræktarstöðvar og spa. Í skipun- um eru kvikmyndasalir og leikhús og á hverju kvöldi er boðið upp á tónlist og skemmtidagskrá með völdum listamönnum. Andinn um borð getur verið breytilegur eftir skipum; sumar ferðirnar eru miklar galsa- og gleði- ferðir en aðrar rólegar og róman- tískar. Sigling með skemmtiferða- skipi er sannkölluð upplifun og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að slaka á úti á sól- bekk, taka sprett í sundlauginni, dansa við lifandi tónlist eða freista gæfunnar í spilavíti.“ Valencia The City of Arts and Sciences-hverfið. Flogið er til Valencia í byrjun október en borgin þykir ein sú fegursta á Spáni, þekkt fyrir matarmenningu, vegleg listasöfn og iðandi mannlíf. Umhverfis jörðina á 109 dögum Tenerife Dream Gran Tacande-hótelið. Landinn sækir í sól og svo vinsæl er Tenerife að þangað er flogið allt árið. Morgunblaðið/Golli Ferðalög Tómas J. Gestsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða.  Heimsferðir kynna í haust fjölmarga nýja áfangastaði og bjóða upp á flug til 11 borga, ásamt sólarlandaferðum til Spánar, Ítalíu, Grikklands, Tyrklands og Marokkó, og æv- intýrasiglingum á skemmtiferðaskipum um heimsins höf. Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Buxur frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.