Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 80

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 80
80 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 ✝ GuðmundurIngimarsson fæddist á Stóru- Háeyri á Eyrar- bakka 19. maí 1927. Hann lést á Ljósheimum 15. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Sólveig E. Guðmundsdóttir, f. á Eyrarbakka 1893, d. 1971, og Ingimar H. Jóhannesson, f. í Dýrafirði 1891, d. 1982. Systk- ini Guðmundar: Sigríður, f. 1923, d. 2008. Sólveig, f. 1925. Ásgerður, f. 1929, d. 2013. Guðmundur kvæntist 3. maí 1952 Ásthildi Sigurðardóttur. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurfinnsdóttir, f. í Keflavík 1906, d. 1983, og Sigurður Ágústsson, f. í Birtingaholti 1907, d. 1991. Börn Guðmundar og Ásthildar eru, 1) Sigurður, f. 1953, sambýliskona hans er Elín Þórðardóttir, f. 1953, barn þeirra er Ásthildur, f. 1991. Barn hans og fyrri eiginkonu hans, Steinunnar Ingv- arsdóttur, f. 1952, er Atli, f. 1976. 2) Jóhannes, f. 1955, eig- fluttist að Flúðum með for- eldrum sínum 1929 þar sem fað- ir hans var nýráðinn fyrsti skólastjóri Barnaskólans á Flúðum. 1937 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu lauk Guðmundur prófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1945, garðyrkjumaður frá Garðyrkju- skólanum á Reykjum í Ölfusi 1948 og sótti síðan námskeið í garðyrkju í Gjövik í Noregi 1949-1950. Árið 1953 stofnuðu Ásthildur og Guðmundur nýbýlið Birt- ingaholt 3 og bjuggu þar síðan. Þar starfaði hann við hefð- bundin landbúnaðar- og garð- yrkjustörf. Upp úr 1978 höfðu þau að mestu lagt niður búskap og Guðmundur vann ýmis störf fram undir 1980. Þá fór Guð- mundur að vinna á garð- yrkjustöðinni Áslandi á Flúðum og starfaði þar um árabil. Jafn- framt því hóf hann talsverða kartöflurækt í Birtingaholti í samvinnu við yngsta son sinn og tengdadóttur og vann hann við kartöflurækt til starfsloka. Árum saman var Guðmundur virkur i leiklistarstarfsemi Ung- mannafélags Hrunamanna og lék þar mörg eftirminnileg hlutverk, bæði stór og smá. Útför Guðmundar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 27. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 14. inkona hans er Inga Guðlaug Jóns- dóttir, f. 1964, börn þeirra eru Kristín Hanna, f. 1999, og Sesselja Sólveig, f. 1999. Barn hans og fyrri eiginkonu hans, Önnu Kol- brúnar Þórmunds- dóttur, f. 1957, er Lára, f. 1982. 3) Sólveig, f. 1957, börn hennar eru Magnea Bjarnadóttir, f. 1976, Móeiður Gunnarsdóttir, f. 1983, Guð- mundur Bragason, f. 1986, Sig- rún Bragadóttir, f. 1989, og Ragnar Bragi Bragason, f. 1990. 4) Skúli, f. 1963, eig- inkona hans er Lára Hildur Þórsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru Ásthildur, f. 1983, Erna El- ínbjörg, f. 1983, Ingibjörg, f. 1988, og Sunna, f. 1990. 5) Sig- ríður María Guðmundsdóttir, f. 1966, börn hennar eru, Tanja Ilona Rijsdorp, f. 1993, og Sim- on Rafael Rijsdorp, f. 1996. Barnabarnabörn þeirra eru átta að tölu. Guðmundur var fæddur á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka en Elsku afi, nú sitjum við syst- urnar aftur saman og rifjum upp gamlar og nýjar stundir. Þrjár í Reykjavík og ein í Kaupmanna- höfn, sameinaðar í gegnum tæknina sem þú varst að kynnast síðustu árin. Þér þætti þessi nú- tíma fundur okkar örugglega merkilegur. Þú varst svo duglegur með tæknina, þó svo að þú þyrftir nú stundum að kalla á tækniað- stoð úr Litla Græna. Við systur og tengdasonur mættum þá á svæðið og framkvæmdum einhverja töfra á græjunum, eyddum sms-um úr símanum, stilltum DVD-tækið, tjónkuðum við alheimsnetið og kenndum þér á hinn mikilvæga enter-takka. Meðal okkar kærustu minninga um þig eru stundirnar í stofunni í Birtó. Þar sem við byrjuðum að smakka kaffi (jú, eða bara sykur) með því að dýfa ofan í bollann þinn molasykrinum, þá sátum við á arminum á hægindastólnum, oftar en ekki með einhverja systranna á hinum arminum eða fótskemlin- um. Á þeim stundum veltum við systur mikið fyrir okkur handar- bökunum á þér og ýttum í bústnar æðarnar og í „tóma“ þumalinn. Á sófaborðinu á milli hægindastól- anna ykkar ömmu var alltaf köfl- ótti hitabrúsinn, molakar og brjóstsykur og á hinum helmingn- um lagði elsku amma kapal. Margar minningar okkar um þig tengjast kartöflunum og öðr- um útiverkum. Það að hossast í Zetornum í upptökunni og að fá sér smá blund þegar dagarnir úti í garði voru orðnir langir og kaldir voru kærkomnar stundir, enda var hjá okkur stanslaus keppni um það hver fengi að sitja á efri púðanum. Þá sastu við hliðina á okkur með röndóttu húfuna upp- fyrir eyrun og fylgdist með öllu. Eins þótti okkur alltaf ævintýri að vera með þér í fjárhúsunum og fylgjast með fénu flykkjast til þín, okkur til mikillar undrunar því ekki höfðum við sama aðdrátt- araflið. Þú fylgdist alltaf svo vel með flokknum þínum. Þú vissir hvað fólkið þitt var að gera og hvar það var niðurkomið. Þú varst alltaf svo spenntur yfir nýjustu ævintýrun- um og uppátækjunum hjá okkur systrum, hvort sem það voru ein- hver ferðalögin, nám eða aðrir persónulegir sigrar sem þér fannst jafnan stærri en okkur. Elsku afi, þú varst svo góður sögumaður og leikari, allar frá- sagnir lifnuðu við með orðum þín- um og tjáningu. Við sátum stjarf- ar af spenningi yfir sögunum þínum. Það skipti engu máli hvort það væru vísur, ævintýri um furðuverur eða álfa í miðjum bú- ferlaflutningi. Í seinni tíð þróuðust ævintýrin sífellt meira yfir í minn- ingar þínar. Sendill á stríðsárun- um, sigling í Stöðvafjörð og hvern- ig þú kynntist ömmu þegar Tondeleyó hljómaði. Þetta eru þó alls ekki minni ævintýri í okkar hugum. Við búum vel að öllum heilræð- unum sem þú gafst okkur og kunnum að meta gildi traustra brandara sem við vissum alltaf hvenær kæmu. Við munum alltaf halda í þá trú að þú hafir bakað all- ar kökurnar, láta eins og snjóþekj- an af þakinu muni falla á okkur, passa okkur á að blotna ekki í lauginni og munum héreftir alltaf „púkka“ a.m.k. einni eða þremur. Við vitnum að lokum í tölvu- póstana góðu: „Jæja, nú er kom- inn tími til að slá botninn í þessi skrif.“ Stelpurnar í Litla Græna sakna þín. Ásthildur, Erna, Ingibjörg og Sunna. Ég var unglingur þegar ég heyrði fyrst getið ungs manns, sem vakti allnokkra athygli í sveit- inni minni fyrir fræknleik. Korn- ungur, harðfrískur og kattliðugur. Á fimleikasýningu á Flúðum eitt sumarið lék þessi ungi maður sér að því að sýna m.a. flikk-flakk, sem þótti nýjung. Hann hét Guðmundur Ingi- marsson, ólst sem barn upp í Hrunamannahreppi, enda sonur fyrstu skólastjórahjónanna á Flúðum eftir að skólinn þar var stofnaður. Böndin við sveitina voru sterk, svo að eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur voru þau Mummi, eins og hann var jafnan kallaður, og Ása, yngsta systir hans, jafnan sumarlangt í sveitinni þeirra fyrir austan fjall. Sumarstörfin skópu löngun hans til ræktunarstarfa og eftir nám við Garðyrkjuskólann var teningunum kastað. Hann settist að í Hrunamannahreppi, kvæntist bóndadóttur frá Birtingaholti, Ásthildi Sigurðardóttur, og gerð- ist þar með mágur þess er þetta ritar. Betri vin en þennan mág minn held ég að ég geti varla hugsað mér. „Það hlægir mik, ef þú kemst í braut, mágr, at þú munt hefna vár,“ sagði Skarphéðinn forðum við Kára í brennunni, en mjög hlýtt mun hafa verið í millum þeirra mága. Sem betur fer þurft- um við mágarnir aldrei að standa í vígaferlum hvor fyrir annan svo óáreitinn sem hann var en því nefni ég þetta að óvíða er að finna öllu betri lýsingu á traustri vináttu tveggja óskyldra manna en í Njálu gömlu. Ekki skal hér endurtekin lýsing á hinu góða sambýli okkar hjónanna með þeim Ásthildi og Mumma á fyrstu búskaparárun- um í Birtingaholti, en henni voru gerð nokkur skil í minningargrein um systur mína fyrir ekki svo löngu síðan. Guðmundur Ingimarssom var fagurkeri í öllum störfum. Vand- virkur með afbrigðum. Gleðimað- ur á góðum stundum, vinsæll leik- ari hjá ungmennafélaginu og ekki síður á hinu sviðinu, leiksviði lífs- ins. Tveim dögum fyrir lát Mumma sat ég við rúm hans nokkra stund. Við ræddum lífið og dauðann. Hann var léttur í tali sem jafnan fyrr. Sáttur við allt og alla. Þannig er gott að kveðja góða tilveru. Sigurfinnur Sigurðsson. Tengdafaðir minn og kær vin- ur, Guðmundur Ingimarsson, Mummi, var ákaflega sjarmerandi maður, það var auðvelt að heillast af honum. Hann var tungulipur, fyndinn og orðheppinn. Hann heillaði mig og marga fleiri, til dæmis dætur mínar. Hann hafði gott vald á málinu, var víðlesinn og hafði lag á að rifja upp ýmislegt skemmtilegt úr for- tíðinni. Hann vildi vera út af fyrir sig og vildi gera hlutina sjálfur en var ákaflega þakklátur ef hann þurfti að þiggja hjálp. Ég fékk það hlutverk oft á tíðum ásamt mínum nánustu og er ég glöð að hafa feng- ið að þakka fyrir mig á þann hátt. Ég kynntist Mumma vel ung að árum þegar við Skúli giftum okk- ur og fluttum sveitina, ég borgar- barnið. Ekki veit ég hvað þeim fannst um mig í byrjun en þau Ásthildur og Mummi tóku vel á móti mér, ekki bara mér heldur okkur fjölskyldunni, en þá áttum við litlu tvíburana okkar, Ásthildi og Ernu. Við unnum mikið saman og vor- um langdvölum í kartöflugeymsl- unni, þar sem dætur mínar segj- ast hafa alist upp með okkur og ömmu og afa. Þetta voru ár upp- byggingar og elju þar sem allir lögðust á eitt. Þetta voru líka ár þar sem við Skúli eignuðumst fleiri stelpur og afi og amma fengu svo sannarlega sinn skerf í umönnum stúlknanna. Alltaf í kartöfluupptöku voru ein eða fleiri litlar stúlkur í traktornum hjá afa að spjalla eða sofa. Þetta voru ánægjulegir tímar þar sem þær kynntust alls konar störfum og síðast en ekki síst afa sínum og ömmu. Ásthildur og Mummi áttu sér- staklega fallegt samband síðustu árin þegar tengdamóðir mín veikt- ist. Ég dáðist að honum fyrir það. Þakka þér Mummi minn fyrir samveruna og skemmtilegt spjall í gegnum tíðina. Þín, Lára. Mamma sagði okkur þá sögu að einhverju sinni voru þau systkinin á Flúðum, þau Sigga, Eia, Ása og Mummi, að leik heima í barnaskól- anum. Þau léku sér að dúkkulísum en Mummi var orðinn leiður á þessum stelpuleikjum og klippti dúkkulísuna sína, hana Leifu, í bita, setti þá í körfu og kom fær- andi hendi til hinna dúkkulísanna og sagði: „Það má víst ekki bjóða ykkur leifuket?“ Þessi saga er í takt við þær minningar sem við eigum um Mumma frænda og kímnigáfu hans, sem var jafnan frumleg og meinfyndin. Við bræður urðum þess aðnjót- andi í bernsku að dvelja í Birtinga- holti um nokkurra daga skeið á hverju vori. Við náðum því að kynnast Guðmundi móðurbróður okkar á þeim árum og þótti okkur hann skemmtilegur og ólíkinda- legur. Mátti vart á milli sjá hvort væru skemmtilegri brandararnir og tilsvörin eða dillandi hlátur Ásthildar, sem sló sér á lær yfir vitleysunni. Þegar Ingimar afi var með okk- ur í sveitinni myndaðist oft kvöldvökustemning í stofunni hjá Ásthildi og Mumma. Þá var skanderast, sagðar sögur og farið í leiki á meðan afi og Ásthildur sýsluðu við einhverja handavinnu. Eitt af því sem afi vildi að við kynnum var beini karlleggurinn frá Skúla langt fram í ættir vestur á fjörðum. Runan var svona: Skúli, Guðmundur, Ingimar, Jó- hannes, Guðmundur, Hallgrímur, Guðmundur, Hákon, Bárður, Nikulás, Bjarni og Nikulás. Ís- lendingabók kemst ekkert lengra með rununa en afi kenndi okkur, en Nikulás þessi sem er síðastur í rununni var fæddur um siðaskipti. Við munum það vel hvað afi varð hátíðlegur nokkrum árum síðar þegar hann frétti að Atli Sigurðs- son væri fæddur og þar með væri karlleggnum í fjölskyldunni við- haldið. En Mummi átti aðra og áhuga- verða hlið, sem var leikferill hans. Þær eru eftirminnilegar leiksýn- ingar Ungmennafélags Hruna- manna í Kópavogsbíói. Við minn- umst best Dansins í Hruna og Deleríum Búbonis. Svo heyrðum við sögur og sáum myndir af upp- færslunni á Gullna hliðinu þar sem Mummi lék sjálfan Jón sem var settur í skjóðuna. Eins var oft rifj- að upp þegar Ingimar afi og Mummi tóku þátt í sögulegri leik- sýningu um Áshildarmýrarsam- þykktina á Landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 1965. Þeir voru þar í hlutverkum sunnlenskra höfð- ingja klæddir níðþungum fornald- arbúningum með gerviskegg og það í steikjandi sumarhita. Sólveig amma hélt að afi myndi ekki lifa sýninguna af. Mummi naut sín vel á sviði og skemmtilegast þótti okkur að sjálfsögðu þegar hann var í hlut- verki gamanleikarans, en þar var hann með meðfædda hæfileika. Hann bauð líka upp á óvænt atriði heima í stofu sem höfðu mikið skemmtanagildi fyrir okkur, ekki síst þar sem hann var rólyndur og dagfarsprúður maður. Við sendum frændfólkinu frá Birtingaholti innilegar samúðar- kveðjur við fráfall Mumma frænda með kvöldversi sem afi hans og nafni, Guðmundur Ísleifs- son á Stóru Háeyri, hélt mjög að barnabörnum sínum: Voldugur Drottinn veri mér fylgjandi, verndin hans á báðar hliðar standi, faðminn breiði, götuna greiði, Guð mig leiði, öllu eyði grandi. Arinbjörn og Þórhallur Vilhjálmssynir. Kær mágur og vinur er nú fall- inn frá og eftir sitja hugsanir og minningar frá liðinni tíð eða allt frá því að hann kom að Birtinga- holti í fylgd Ásthildar, elstu systur minnar, sem mannsefni hennar. Mummi var dagfarsprúður, hafði einstaklega góðan húmor og var skemmtilegur maður. Á veg- um Ungmennafélags Hruna- manna voru settar upp leiksýning- ar næstum árlega um áratuga skeið. Þar var Mummi góður liðs- maður og vann eftirminnilega leiksigra í mörgum stórum leik- verkum. Fyrst og fremst var Mummi góður heimilisfaðir og voru þau Ásthildur sérlega samheldin og nutu þess að vera saman heima. Til þeirra var alltaf jafn gott að koma enda mikill samgangur milli heimilanna í Birtingaholti þar sem systkinabörnin okkar ólust upp saman í leik og starfi og öll heim- ilin stóðu þeim opin. Næst huga okkar á þessari stundu er hversu mikið æðruleysi og dugnað hann Mummi sýndi og hve þétt hann stóð við bak Ást- hildar þegar heilsu hennar tók að hraka og hallaði undan fæti. Hann var henni sem klettur sem hún gat lagt allt sitt traust á. Það var Mumma ekki auðvelt en þó óum- flýjanlegt þegar Ásthildur varð að fara að heiman á Ljósheima. Þar var Mummi nálægur eins oft og mögulegt var og lét misgóð veður ekki aftra för, slíkt var aðdáunar- vert af manni á níræðisaldri. Þeg- ar Ásthildur lést fyrir rúmu ári síðan var Mumma ekkert að van- búnaði lengur, hann var tilbúinn til endurfunda. Eftir að Mummi varð einn heima urðu samskiptin tíðari og alltaf tilhlökkun að fá hann í spjall til okkar en hann var einstaklega minnugur á fólk og viðburði enda víðlesinn og hafði yndi af hverskyns bókmenntum. Mummi sá að mestu leyti um sig sjálfur þar til að hann veiktist og fór á spítala á afmælisdaginn sinn, 19. maí síðastliðinn og ekki varð afturkvæmt. Mummi ætlaðist aldrei til neins af öðrum en átti góða að þar sem þau Skúli sonur hans og Lára tengdadóttir bjuggu í nábýli við hann og voru hans stoð og stytta. Að endingu viljum við Bubba þakka áratuga samfylgd og óskum góðum vini alls góðs á Guðs veg- um. Megi minningin um góðan dreng vera ljós í lífi afkomenda hans. Magnús H. Sigurðsson. Það fá ekki allir að eiga vinnu- félaga eins og hann Guðmund Ingimarsson. Við sem störfuðum á garðyrkjustöðinni Áslandi nutum þess. Þar starfaði Guðmundur í 18 ár. Jafnaðargeð, yfirvegun og þó viss ákveðni með léttleikandi yf- irbragði lýsir sennilega best þeim góðu samskiptum sem við sam- starfsmenn hans áttum við hann. Guðmundur var ávallt úrræðagóð- ur, hvort sem það varðaði verkefni sem þurfti að leysa tengd vinnu en ekki síður málefni sem yngsta kynslóðin á Áslandi þurfti að ræða og fá leiðbeiningar með. Votta að- standendum dýpstu samúð. Guðmundur Sigurðsson. Guðmundur Ingimarsson Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Það dimmir er sumir kveðja. Þannig varð þegar Kristín Karls- dóttir eða Kidda eins og hún var kölluð kvaddi. Hún var fágæt perla og mikill mannvinur. Hún var perlan mín. Ef spurð um líðan svaraði hún, ég er hress, ég kvarta ekki þó ég sé með tvo stafi. Ég er nú orðin 95 ára. Hún var þó hvíldinni fegin og sagði að Guð hlyti bara að hafa Kristín Karlsdóttir ✝ Kristín Karls-dóttir, Kidda, fæddist 6. mars 1920. Hún lést 13. ágúst 2015. Útför hennar fór fram 24. ágúst 2015. gleymt sér. Eiginmað- ur Kiddu, Axel Magn- ússon, lést fyrir nokkrum árum. Mig langar að minnast Kiddu fáein- um orðum og óska að fleiri ættu jafn frá- bæran velgjörðar- mann eins og Kidda var mér. Ég var heppin að alast upp í næsta húsi við sæmd- arhjónin Kiddu og Axel og dæturn- ar Kristínu og Katrínu. Vinskapur okkar Katrínar sem smástelpna varð upphafið að órjúfanlegri vin- áttu. Heimili Kiddu og Axels varð hluti af minni bernsku og þangað var gott að koma. Heimilið ein- kenndist af gleði og góðum heim- ilisanda. Kidda stjórnaði heimilinu af myndarskap. Ég minnist góðra stunda. Við vinkonurnar sitjandi við eldhúsborðið að bíða eftir pönnu- kökum sem Kidda bakaði á 3 pönnum dansandi um gólfin í takt við dægurlag í útvarpinu með pön- nukökuspaðann á lofti. Það bakaði enginn eins góðar pönnukökur og Kidda. Popp framleiddi hún í stórum stíl fyrir bíóhús borgar- innar og stundum fengum við stelpurnar að hjálpa til. Aldrei minnist ég þess að hún hafi atyrt okkur vinkonurnar eins miklir grallarar og við þó vorum, ekki einu sinni þegar við brutum stóra Bing og Gröndal gólfvasann henn- ar og földum bakvið stól. Hún stundi bara og sagði: „stelpur“. Kidda lífgaði upp á umhverfi sitt og það var gaman að vera ná- lægt henni. Hún talaði tæpitungu- laust, hló hátt og mikið svo hljóm- aði um nágrennið. Kidda var ekki allra en þeim sem hún tók sýndi hún mikla góðmennsku og hlýhug. Þess hef ég notið allt mitt líf. Símtal frá henni nokkrum dögum fyrir afmælið mitt var árvisst og spurði hún hvort hún ætti ekki að baka pönnukökur fyrir mig en Kidda vissi að það var ekki mín sterka hlið. Pönnukökur komu og iðulega fylgdi með súkkulaðikaka eða kanilsnúðar. Kidda fór ekki varhluta af sorg- um lífsins. Katrín dóttir hennar dó aðeins 38 ára eftir stutt veikindi frá fjórum börnum. Þá var mikið frá Kiddu tekið og sárið eftir dótt- urmissinn var djúpt. Eins og hennar var von og vísa umvafði hún börn Katrínar umhyggju og naut við það góðrar hjálpar Krist- ínar dóttur sinnar. Síðustu ára- tugina hef ég átt margar yndisleg- ar samverustundir með Kiddu minni ásamt Kristínu dóttur hennar og fjölskyldu. Komið er að leiðarlokum. Mér er efst í huga þakklæti til perlunn- ar minnar fyrir samfylgdina og þann einstaka kærleik sem hún sýndi mér alla tíð. Ég mun heiðra og næra þá minningu sem hún skilur eftir sig í mínu hjarta. Hennar verður sárt saknað. Kristínu, Kidda, barnabörnum og barnabarnabörnum ásamt öðr- um ástvinum votta ég mína inni- legustu samúð. Blessuð sé minn- ing Kristínar Karlsdóttur. Áslaug Björg Viggósdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.