Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 82

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 ✝ Jóhannes Jó-hannsson fædd- ist í Hnausakoti, Mið- firði, 24. ágúst 1953. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst 2015. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu D. Jónsdóttur og Jó- hanns Helgasonar. Hann var sjötti í röð níu systkina. Þau eru Ólafur Helgi, Jón Unnar, Jenný, Ragna Guðrún, Bryndís, Kristín, Oddfríður og Skafti. Jóhannes ólst upp í Hnausakoti til ferm- ingaraldurs, en árið 1968 brugðu foreldrar hans búi og fluttu til Reykjavíkur og bjó Jó- hannes í foreldrahúsum þar til hann flutti til Bandaríkjanna ár- ið 1987. Hann lauk stúdentsprófi frá MH og BA-prófi í íslensku og almennum málvís- indum frá Háskóla Íslands. Eftir að hann flutti til Banda- ríkjanna lauk hann meistaraprófi í tölv- unarfræði. Árið 1987 kvænt- ist hann Jeanie Stephenson kennara og bjuggu þau í Dec- herd, Tennessee. Þau ættleiddu tvö börn, William Steven, f. 1992, og Jóhönnu Lynn, f. 1995. Fjölskyldan kom reglulega til Íslands og heim- sótti þá ætíð æskustöðvarnar. Jóhannes starfaði sem tölvun- arfræðingur við Háskólann í Sewanee, Tennessee. Minningarathöfn um Jóhann- es verður í Grensáskirkju í dag, 27. ágúst 2015, kl. 13. Jói bróðir ólst upp í níu systk- ina hópi, sjöundi í röðinni. Hann naut góðs atlætis frá foreldrum okkar, móðurforeldrum og aldr- aðri afasystur. Þetta var sem sagt stórfjölskylda sem nú heyrir að mestu sögunni til. Húsakynni voru þröng en hjartarúm nóg. Aðspurð hvort ekki hafi oft gengið mikið á í svo stórum systkinahópi svaraði mamma: „Það heyrðist aldrei í þeim.“ Svona snyrtir tíminn minn- ingarnar. Sveitastörf eru fjöl- breytt og handtökin mörg við lít- inn vélakost. Jói lærði því til þeirra verka sem tíðkast höfðu í sveitum á 19. öld. Hann hafði gam- an af skepnum, einkum hestunum. Og þegar hann hafði aðstöðu til hélt hann hesta í Reykjavík sér til mikillar ánægju. Jói var tónelskur og hafði yndi af söng, enda mikið sungið heima. Við stofnuðum Hnausakotskórinn og hafði Jói ánægju af því bralli og í heimsókn- um til Íslands hristum við rykið af kórnum. Sumir sögðu að við hefð- um einkum sungið á elliheimilum þar sem áheyrendur eiga sér ekki undankomu auðið, en við föllumst ekki á það. Í mörg sumur aðstoðaði Jói hjónin í Austvaðsholti við hesta- ferðir með erlenda ferðamenn um Landmannaafrétt. Í einni ferðinni voru örlög hans ráðin. Hann hitti Jeanie sína og um jólin það ár brá hann sér í heimsókn til Bandaríkj- anna. Frá þeim tíma fylgdust þau að. Þau giftu sig á Íslandi árið 1987 og sama ár fluttist Jói til Tennes- see. Þau ættleiddu tvö börn, Will og Jóhönnu Lynn, sem nú syrgja ást- ríkan föður. Jói talaði íslensku við börnin og því gátu þau spjallað við afa sinn og ömmu í heimsóknum til Íslands. Þá var jafnan haldið á æskustöðvarnar í Hnausakoti, sem voru honum svo kærar. Jói og Jeanie settust að í Dec- herd í Tennessee. Þar áttu þau áttu dálitla landareign og gátu haldið skepnur; hesta, hunda, ketti og hænur og ræktað græn- meti. Það vorar snemma í Tennes- see og þegar snjóa leysti í Miðfirði voru fyrstu kartöflur vorsins komnar í pottinn hjá þeim. Jói naut sín vel við þessar aðstæður. Hann tók daginn snemma, stund- aði bústörf áður en hann hélt til vinnu því árla morguns er örlítill svali í lofti, en síðdegin heit. Þarna nýttist honum vel 19. aldar verk- lagið. Svo hélt hann til starfa sem tölvunarfræðingur við Háskólann í Sewanee við verk sem útheimtu annars konar færni en þó sömu eiginleika; verklagni og samvisku- semi. Hann naut virðingar starfs- félaga sinna fyrir hæfni og greið- vikni sem látin var í té með bros á vör. Jói ræktaði tengsl við fjöl- skylduna og fylgdist vel með lífi og starfi systkinabarna sinna. Þau voru vinir hans og mörg þeirra heimsóttu hann og nutu gestrisni þeirra hjóna. Móðir okkar heim- sótti þau einnig og gladdist yfir gæfu þeirra og góðu gengi. Harmur er kveðinn að fjöl- skyldunni. Móðir okkar syrgir hjartkæran son sem kvaddi alltof fljótt. Við sendum Jeanie og börn- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Þessar fátæklegu línur tjá þakk- læti okkar systkina en persónuleg- ar minningar geymir hver og einn í hjarta sér. Ólafur Helgi, Jón Unnar, Jenný, Ragna Guðrún, Bryndís, Kristín, Oddfríður, Skafti. Minningarnar um Jóa frænda minn streyma fram. Ljúfsárar nú þegar hann er farinn eftir skamm- vinna baráttu við illvígt krabba- meinið. Mikil og góð samskiptin spanna alla mína ævi, þrátt fyrir áralanga búsetu hans í Bandaríkj- unum með sinni góðu fjölskyldu. Hestarnir, Hnausakotið, sveitin og bókmenntirnar viðhéldu ævilöng- um vinskap, en Jói var einstakt ljúfmenni og þægilegur maður. Gamansamur, hlýr og æðrulaus. Af ótrúlegri stillingu tók hann tíðindunum af veikindum sínum í vor. Vitnaði í eina af eftirlætisbók- unum í tölvupósti til systkina sinna, í orð Skarphéðins Njálsson- ar, rétt áður en brennumenn mættu á staðinn: „Öllum fannst þá mikið um öðrum en Skarphéðni. Hann bað menn ekki syrgja né láta öðrum herfilegum látum svo að menn mættu orð á því gera.“ Höggið er jafn þungt þrátt fyrir ósk Jóa um stillinguna. Stórt skarð hoggið í samstæðan hóp Hnausa- kotssystkinanna níu og afkomend- anna allra. Miðja og miðstöð stórfjölskyld- unnar norður í Hnausakoti sam- einar og er uppspretta góðra sam- skipta og samveru. Stórhugur afa til uppbyggingar og viðhalds á Kotinu lifir góðu lífi og heldur minningunni hátt á lofti. Nú einnig lífshlaupi Jóa. Of seint er að trega ferðirnar sem aldrei voru farnar eða bréfin sem ekki voru skrifuð, heldur minnast vináttu sem aldrei bar skugga á. Tíðar heimsóknir þeirra Jóa, Jeanie, Will og Jóhönnu til Ís- lands voru tilhlökkunarefni. Hátíð í Skarði þegar þau komu austur fyrir fjall. Undantekningarlaust farið á hestbak og riðið um land- areignina. Náði blessunarlega að koma til Jóa og Jeanie í sveitina þeirra í Tennessee. Átti erindi til Memp- his, vinnu minnar vegna sem al- þingismaður, og náði að skjótast 600 kílómetrana að kvöldi dags. Gista og eiga með þeim góðar stundir fram á næsta dag þegar ég þurfti að aka til ráðstefnunnar. Hápunktar samskiptanna var hestaferðin 2002 frá Skarði í Hreppum norður í Miðfjörðinn í hlað á Hnausakoti. Mamma skipu- lagði ferðina og hélt utan um eins og henni einni er lagið, enda var ferðin farin og myndar nú horn- stein góðra minninga. Ógleymanlegt kvöldið við Arn- arvatn þar sem Jón frændi okkar í Austvaðsholti og Óli móðurbróðir minn höfðu bæst í hópinn. Daginn eftir var riðið í breiðfylkingu með reksturinn niður af heiðinni og inn Austurárdalinn. Stórfjölskyldan mætt í Hnausakotið sitt enn á ný. Sterkar minningar sem standa eftir ævilanga og góða vináttu. Þær munu lengi lifa með fjölskyld- unni stóru frá Hnausakoti og þeirra afkomendafjöld. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur af Suðurlandinu til Jeanie, Will og Jóhönnu sem nú syrgja fallinn föður og eiginmann og Jó- hönnu ömmu minnar sem nú syrg- ir son sinn. Minningin um þann öndvegismann sem Jói frændi minn var mun lengi lifa. Björgvin G. Sigurðsson. Þegar kær vinur kveður þennan heim, einungis á 62. aldursári, vakna upp minningar um kynnin. Leiðir okkar Jóa lágu fyrst saman fyrir 52 árum þegar ég kom í mína fyrstu heimsókn í Hnausakot með Jennýju systur hans. Systkina- hópurinn var stór, níu að tölu, Jói sá sjötti í röðinni. Maður var nú ekki búinn að vera lengi samvist- um við Jóa þegar það kom í ljós hve hann var næmur og fróðleiks- fús, þurfti margs að spyrja, þá tíu ára gamall. Seinna þegar hann fór til náms í gagnfræðaskóla í Mos- fellssveit gisti hann oft hjá okkur Jenný og kom þá í ljós hversu nær- færinn hann var við frændsystkini sín. Þau sakna nú kærs vinar og frænda. Jói var einnig næmur á dýrin og eignaðist hesta og notaði til ferðalaga. Og þá tók hann eitt mesta gæfuspor lífs síns er hann tók upp samband við eftirlifandi eiginkonu sína, Jeanie. Þau gengu í hjónaband fyrir 28 árum síðan og eiga tvö börn, Will og Jóhönnu, sem nú sakna sárlega síns góða föður og félaga. Jói flutti til Ten- nessee og starfaði sem tölvunar- fræðingur við háskólann í Sew- anee. Hans er sárt saknað af vinnufélögum sem mátu hann mik- ils sem félaga og frábærs fag- manns. Kæra Jeanie, Will og Jó- hanna, missir ykkar er mikill, mín er samhryggðin. Blessuð sé minn- ing góðs drengs. Sigurður Björgvinsson. Jóhannes Jóhannsson ✝ Trausti RúnarTraustason fæddist í Hafnar- firði 23. desember 1960. Hann lést 11. ágúst 2015. Hann var sonur hjónanna Trausta Pálssonar versl- unarstjóra, f. 28.10. 1915, d. 8.10. 1982, og Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur verkakonu, f. 1.12. 1929, d. 23.7. 2012. Systkini Trausta Rúnars eru Rannveig, f. 7.9. 1950, Guð- mundur Bjarni, f. 18.3. 1953, d. 27.11. 2008, Örn, f. 21.9. 1954, d. 23.11. 2002, Aðal- björg, f. 13.7. 1959, og Ingi Hrafn, f. 10.7. 1962. Börn Trausta Rúnars eru fjögur: 1. Jón Skúli, f. 25.4. 1980, móðir hans er Ragnheið- ur Jónsdóttir, fyrrum sam- býliskona Trausta Rúnars. Sonur Jóns Skúla er Ingvar Breki, f. 24.8. 2001. Sambýlis- kona Jóns Skúla er Kolbrún Rósa Valsdóttir. 2. Ragna Að- albjörg Bergmann, f. 27.11. 1988. Sambýlismaður hennar er Benedikt Ernir Stefánsson og sonur þeirra er Stefán Páll, f. 31.4. 2014. Móðir Rögnu Að- albjargar er Ingibjörg María Sæmundsdóttir sem var sam- býliskona Trausta Rúnars um nokk- urt skeið. 3. Ingi Hrafn, f. 10.10. 1991, og 4. Lóa Rut, f. 25.12. 1995. Móðir þeirra er Sjöfn Jónsdóttir sem var sambýlis- kona Trausta Rún- ars um margra ára skeið. Trausti Rúnar var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgar- skóla 1976 og fór síðan í Iðn- skólann í Hafnarfirði og stundaði þar nám um nokkurt skeið. Eftir námið í Iðnskóla Hafn- arfjarðar vann hann í Lýsi og mjöli. Árið 1982 hóf hann störf á Fjölritunarstofunni Stensli þar sem hann vann næsu 15 árin. Hann gegndi ýmsum störfum innan fyr- irtækisins en var lengst af framleiðslustjóri. Eftir að hann lét af störfum í Stensli vann hann um nokk- urt skeið hjá Hans Petersen við myndvinnslu þar til heilsa hans gaf sig og hann varð að hætta að vinna. Útförin hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. ágúst 2015, kl. 13. Yndislegur vinur minn Trausti Rúnar er látinn. Orð fá því ekki lýst hve mikils ég met vinskap okkar þessi 35 ár síðan hann kynntist Röggu systur og þau eignuðust Jón Skúla, þegar ég var 12 ára á Suðurgötunni í Reykjavík. Ég fékk oft að fara með þeim í Hafnarfjörðinn þar sem Rúna amma, sem ég kallaði slíka, tók á móti mér með allt- umvefjandi faðminum sínum og dásamlega bakstrinum. Þau eru mér bæði fyrirmynd í lífinu og mun ég hugsa til þeirra með hlýju alla tíð. Eftir að ég fluttist til Íslands aftur fyrir 18 árum urðu kynni okkar nánari og tókum við upp vinskap, hittumst á kaffihúsum og spjölluðum mikið um lífið og tilveruna. Hann var einn sá al- besti maður sem ég hef kynnst, réttsýnn, fyrirgefandi og vitur á þann hátt að mann setur hljóðan. Hann talaði aldrei illa um nokk- urn mann, þagði frekar, sem mér fannst til mikillar fyrirmyndar. Trausti var einangraður síðustu árin, kvalinn vegna veikinda í hálsi og átti ekki öfundsvert líf. Ég á eftir að sakna góðra sam- verustunda en er einnig þakklát fyrir hverja og eina þeirra. Ég bið almættið að vaka yfir heilsteyptu börnunum hans fjór- um sem hann var svo gífurlega stoltur af. Við Rikki samhryggj- umst öllum aðstandendum. Berglind Jónsdóttir. Trausti Rúnar Traustason Söknuður okkar systkinanna er sár er við sjáum á eftir næstelstu systur okkar á annað til- verustig. Þegar ást- vinur deyr rifjast ósjálfrátt upp margar minningar liðins tíma, allt frá samverustundum æsku- áranna til hinstu stundar, ekki hvað síst þar sem systkinahóp- urinn var stór og öll ólumst við upp undir verndarvæng foreldra okkar. Við minnumst Bjargar sem óvenju duglegrar og fórn- fúsrar konu þar sem velvildin sat í fyrirrúmi. Björg var sívinnandi alla tíð. Ung, varla yfir tíu ára, fór hún að vinna við fiskvinnslu, í þá daga einkum við þurrkun saltfisks, en einnig í vist við umönnun barna í öðru byggðar- lagi. Peningaleg uppskera var rýr. Á seinni stríðsárunum svo- nefndu þar sem peninga var að vænta fyrir vinnu vann hún í mötuneyti setuliðs á Reyðarfirði. Fljótlega upp úr því lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún vann einkum við afgreiðslu- og þjón- ustustörf. Síðar á lífsleiðinni stofnaði hún ásamt fleirum mat- vöruverslun sem starfrækt var í Björg Karlsdóttir ✝ Björg Karls-dóttir fæddist 26. júlí 1923. Hún lést 1. ágúst 2015. Útför Bjargar fór fram í kyrrþey. nokkur ár. Eftir það tímabil vann hún við bókband og fleiri störf, þar á meðal prjónaði hún úr íslenskum lopa peysur og fleira sem eftirsótt var í verslunum bæjar- ins. Allt þetta gerði hún ásamt hinu hefðbundna heimil- ishaldi. Af þessu má ráða að vinnudagurinn var oft langur. Við systkinin og aðrir ættingjar af landsbyggðinni átt- um alltaf athvarf hjá Björgu og Erlingi. Þetta gilti hvort heldur var um skamman tíma að ræða eða langtímadvöl. Hún reyndist afar hjálpsöm og velviljuð í alla staði. Síðustu æviárin fór að halla undan fæti. Hún átti við meltingarerfiðleika ásamt lystar- leysi að stríða og síðar gáfu lung- un einnig eftir. Hún sá um sig sjálf í eigin íbúð fram á síðustu mánuði þar til flutti á Hrafnistu. Hún varð fyrir því áfalli að detta. Þreyttur líkaminn með lítið mót- stöðuafl þoldi ekki álagið sem því fylgdi. Við þökkum systur okkar fyr- ir samfylgdina og óskum henni velfarnaðar í nýjum heimkynn- um. Afkomendum og vinum sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Lára, Ágúst, Valgerður og Svala. ✝ Gunnar Ósk-arsson fædd- ist í Reykjavík 28. janúar 1940. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 18. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Þóra Sigur- rós Eyjólfsdóttir, f. í Borgarhreppi Mýr. 16. mars 1911, d. í Reykja- vík 17. september 1992, og Ósk- ar Sigurður Guðjónsson vél- virki, f. í Reykjavík 10. september 1911, d. í Reykjavík 26. júlí 2005. Bróðir Gunnars er Eyjólfur Reynir Óskarsson raf- eindavirki, f. 3. maí 1951. Gunnar ólst upp með for- eldrum sínum að Hjallavegi 21 og í nánu sambýli við móð- ursystur sína, Ólafíu Eyjólfs- ýmsu leyti upp frá því og átti hann t.d. aldrei kost á að fá öku- réttindi. Hann lét almennt ekki mikið fyrir sér fara í lífinu, hann kvæntist ekki né átti börn, en bjó í foreldrahúsum á Hjallavegi 21 ásamt bróður sínum Eyjólfi alla ævi og önnuðust þeir for- eldra sína saman af stakri um- hyggju og natni þegar elli og erfið veikindi sóttu að. Gunnar hafði vítt áhugasvið og las mikið og var vel heima í landsmálum jafnt sem heimsmálum. Hann var metnaðarfullur fagmaður og hafði lifandi áhuga á starfi sínu alla tíð og hvers kyns fram- förum á tæknisviði, þar á meðal á þróun geimferða, sem hann fylgdist með af sérstökum áhuga, m.a. með þátttöku í al- þjóðasamtökum áhugamanna. Hann var einnig áhugasamur um garðyrkju og ræktaði vel garðinn sinn. Útför Gunnar fer fram frá Áskirkju í dag, 27. ágúst 2015, og hefst kl. 15. dóttur, og Aðalstein Úlfarsson og börn þeirra; Agnar, Rann- veigu og Guðríði sem þar bjuggu einnig. Gunnar gekk fyrst í Laugarnesskóla og síð- ar í Langholtsskóla. Hann hóf nám í raf- vélavirkjun á Rafvéla- verkstæði Haraldar Hanssonar aðeins 15 ára og starfaði hjá því sama fyrirtæki allt til sjötugs. Hann varð ungur meistari í raf- vélavirkjun og keypti síðar verkstæðið ásamt Eyjólfi bróður sínum, og hafa þeir átt það og rekið saman undanfarna ára- tugi. Gunnar varð fyrir slysi í barnaskóla og hlaut mikið höf- uðhögg, sem orsakaði alvarlega sjóntruflun sem háði honum að Nú þegar Gunnar Óskarsson, frændi minn, hefur hvatt þessa jarðvist vil ég minnast hans fá- einum orðum. Hann var fimm ár- um eldri en ég og var í bernsku minni stóri frændi á Hjallaveg- inum, sem litið var til sem fyr- irmyndar. Hann var snemma hófstilltur í framgöngu og traustur, en glaður í bragði og með honum var jafnan gott að vera. Hann var lítillátur, ljúfur og kátur og lék sér ei úr máta. Það rifjast upp góðu stundirn- ar sem við systkinabörnin áttum saman á býli afa okkar og ömmu, Deild á Álftanesi, þar sem við m.a. ræktuðum kartöflur, fyrst með eldri kynslóðum og síðast þeim yngri, allt þar til landið hvarf undir byggingar um alda- mótin. Þarna undum við á ljúfum, kyrrum haustdögum við að taka upp kartöflurnar, en yfir flugu stórir hópar af margæs til milli- lendingar og hvíldar á Álftanes- inu á sínu langa ferðalagi milli heimsálfanna. Í þessu umhverfi naut Gunnar sín vel, enda var hann náttúrubarn og ræktunarmaður af Guðs náð. Gunnar lærði ungur rafvéla- virkjun og starfaði við það fag alla sína starfsævi og síðustu ára- tugi átti hann og rak verkstæði með Eyjólfi bróður sínum. Oft leitaði ég ásjár þeirra bræðra með biluð tæki og ýmis raffræði- leg vandamál og var jafnan greitt úr mínum vanda fljótt og vel. Þarna áttaði ég mig vel á því hve metnaðarfullur fagmaður Gunn- ar var, og hvað hann lagði mikið á sig við að afla sér sífellt nýrrar þekkingar. Einnig hvað hann var í eðli sínu mikill fræðari og reyndi þá stundum að kenna frænda sínum meira en honum var ætlað að meðtaka í þessum fræðum. Það var með algerum fádæm- um þegar Óskar faðir þeirra bræðra veiktist af Alzheimers- sjúkdómi og þeir ákváðu að takast sjálfir á hendur umönnun hans og hjúkrun og breyttu heimilinu nán- ast í sjúkrastofnun. Þeir minnk- uðu vinnuna á verkstæðinu og skipulögðu sólarhringsvaktir yfir föður sínum í allmörg ár, allt þar til yfir lauk. Gunnar Óskarsson tókst af ábyrgð og metnaði á við þau við- fangsefni sem lífið færði honum. Okkur sem áttum hann að var hann afar kær og mikils virði og nú að leiðarlokum kveðjum við hann með þakklæti og virðingu. Valur Þorvaldsson. Gunnar Óskarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.