Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 84
84 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
✝ Jóhanna Erlafæddist að
Helgusöndum í
V-Eyjafjallahreppi
5. apríl 1944. Hún
lést 13. ágúst 2015.
Foreldrar Erlu
voru Sigurþór
Ívarsson, f. 12.7.
1899, d. 27.11. 1949,
og Ágústa Marta
Guðmundsdóttir, f.
7.8. 1915, d. 2.8.
1972.
Bræður Erlu eru Sigurður H.
Sigurþórsson, f. 7. júní 1936,
Ólafur Sigurþórsson, f. 8. ágúst
1938, Eggert Sigurþór Guð-
laugsson, f. 11. september 1952,
og Sighvatur Einar Sighvatsson,
f. 11. febrúar 1956.
Fyrri maður Erlu
var Arilíus Óskars-
son skipstjóri. Þau
gengu í hjónaband
21. ágúst 1965. Ari-
líus fæddist á Eski-
firði 21.1. 1942.
Hann lést af slysför-
um 18.1. 1970. Börn
Erlu og Arilíusar
eru 1) Marteinn Sig-
urþór, f. 23. október
1962, kvæntur Sigríði Birnu
Birgisdóttur, f. 4. desember
1964, börn þeirra eru a) Arilíus,
f. 1984, b) Birgir, f. 1987, og c)
Andri, f. 1992. 2) Óskar Valberg,
f. 13. júní 1965, kvæntur Þórhildi
Dröfn Ingvadóttur, f. 12. maí
1972, börn þeirra eru a) Ingvi
Rafn, f. 1993, b) Arilíus, f. 1998,
c) Jóhann Fannar, f. 2004, og d)
Steinþór Blær, f. 2011. 3) Linda,
f. 18. desember 1966, gift Skarp-
héðni Ómarssyni, f. 9. september
1963, börn þeirra eru a) Ari
Steinn, f. 1992, og b) Sindri Snær,
f. 1993.
Erla giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Steingrími Jóns-
syni, f. 14. september 1928 frá
Stokkseyri, 12. desember 1975.
Steingrímur átti einn fósturson,
Sigurð Kristján, sem nú er látinn,
og þrjár dætur, Oddnýju, Guð-
leifu Ernu og Önnu Margréti.
Fyrstu æviárin bjó Erla með
móður sinni undir Eyjafjöllum en
flutti síðar á Stokkseyri þar sem
hún bjó til dauðadags. Erla vann
lengstum í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar auk þess sem hún
vann um tíma á elliheimilinu
Kumbaravogi.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Elsku mamma.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér.
Skrítið stundum hvernig lífið er.
Eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig,
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
þar er eins og að losni úr
læðingi lausnir, öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér.
Og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
Þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig.
Það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er og þá ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín dóttir,
Linda.
Elsku besta amma. Lífið getur
verið hverfult og stórskrítið. Við
eigum svo erfitt með að trúa því
að þú sért farin frá okkur. Það er
svo fjarstæðukennt að við bræður
sitjum hér og skrifum minningar
um þig. Þinn tími var alls ekki
kominn þar sem okkur fannst þú
svo ung.
Frá því við bræður munum eft-
ir okkur hefur léttleiki og gleði
ávallt einkennt lífið á Helgafelli,
að ógleymdum pönnukökum,
kleinum, kærleika og umhyggju
fyrir öllu, jafnt fuglunum í garð-
inum sem og gestum og gangandi.
Fyrir utan hundinn hjá nágrönn-
unum, á móti honum tóku hvell-
hettubyssa og flugeldar.
Það var alltaf stutt í grínið og
glensið hjá þér og þú gast verið
mjög stríðin sem okkur bræðrum
fannst alltaf frábært. Gott dæmi
um það er þegar þú skelltir hvítu
laki yfir höfuðið og tókst að þér
hlutverk draugs þegar við kom-
um heim af draugasetrinu. Þar
vannstu leiksigur svo sannfær-
andi varstu í þínu hlutverki.
Þú hefur gefið okkur svo
margt. Þú eyddir miklum tíma í
að prjóna og hekla alls kyns hluti
handa okkur. Þú hefur t.a.m.
haldið á okkur hita með ullar-
sokkum, vettlingum og lopapeys-
um og kemur til með að gera það
áfram. Við sofum líka aldrei betur
en þegar við leggjumst til hvílu
umvafðir rúmfötunum sem við
fengum frá þér og afa í ferming-
argjöf. Það hefur mikill tími farið
í þetta allt saman, það dugði aldr-
ei neitt minna en fullkomnun, svo
vandvirk varstu.
Við erum þakklátir fyrir allt og
minningarnar eru margar og
góðar. Það er því miður ekki
hægt að koma þeim öllum fyrir í
þessum texta en við munum alltaf
eiga þær. T.d. fjöruferðir, berja-
mó, útilegur, sumarbústaður,
Mallorca, helgar á Helgafelli,
þjóðhátíð í garðinum og fleira og
fleira. Við erum svo þakklátir fyr-
ir að hafa átt þig fyrir ömmu.
Okkur fannst þú fullkomin í alla
staði. Þú varst og ert frábær fyr-
irmynd fyrir alla. Við gátum allt-
af treyst á þig og þú vildir okkur
allt það besta. Okkur þykir svo
vænt um þig og viljum þakka þér
fyrir að hafa verið til og engar
áhyggjur, við munum passa upp á
afa.
Að lokum viljum við minnast
þess að alltaf þegar einhver var
að ganga í gegnum eitthvað, sama
hve lítilvægt það var, þá kveikt-
irðu alltaf á kerti fyrir viðkom-
andi. Er það orðið svo að þegar
okkur verður litið á kertaljós þá
verður okkur ávallt hugsað til þín,
elsku besta amma.
Ari Steinn og Sindri Snær.
Elsku amma, amma á Helgó,
minning um þig mun ávallt eiga
stað í hjarta mínu. Þær voru ófáar
heimsóknirnar farnar á Helgafell
til ykkar afa. Alltaf var tekið á
móti manni með opnum örmum.
Amma annaðhvort búin að baka
sínar frægu pönnukökur eða
kleinur. Amma sem fékk litlu tána
mína að gjöf. Á Helgó var mikið
spilað og einkenndust jólaboðin af
hnallþórum og félagsvist. Þar var
spilað í öllum krókum og kimum.
Krakkarnir tóku að sjálfsögðu
þátt í því og fengum við um leið
bestu kennslu sem völ var á í
spilamennsku. Þegar drukkið var
kaffi enduðu ófáir bollarnir á
hvolfi því allir vildu láta ömmu
spá í bollann sinn.
Mikið þykir mér vænt um
minningarnar sem ég á um heim-
sóknir ykkar afa til okkar á hót-
elið á Laugarvatni þar sem við
gátum dekrað við ykkur afa og átt
með ykkur skemmtilegar stundir.
Amma, mikið þykir mér vænt um
alla þá hluti sem þú heklaðir,
færðir okkur fjölskyldunni og nú
prýða heimili okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk, elsku amma, fyrir allt.
Áslaug Jónsdóttir.
Jóhanna Erla
Sigurþórsdóttir
Mig langar til að
minnast frænda
míns Árna Gunnlaugssonar með
nokkrum orðum. Við Árni vor-
um náskyld, bæði systra- og
bræðrabörn, sem er nokkuð sér-
stakt.
Það var því mikill og náinn
samgangur milli fjölskyldna
okkar.
Ég minnist margs skemmti-
legs frá þessum æskudögum, til
dæmis þegar við vorum boðin í
veislur til Snjólaugar og Gunn-
laugs, sem voru oft, og það stór-
veislur. Snjólaug var yfirfull af
ást á tónlist sem Árni tók í arf
eftir hana og samdi fjölda gull-
fallegra laga, bæði við sálma
eftir afa okkar Árna Björnsson
og einnig við frumsamin ljóð,
sem hann gaf út á geisladiskum
og fleira. Árni var líka góður
söngvari og er mér minnisstætt
úr fjölskylduveislunum að hafa
heyrt skæra rödd Árna hljóma
út um gluggann frá Gunnlaugs-
húsi með undirspili móður hans
er við nálguðumst.
Árni var alltaf hress og ein-
staklega elskulegur við mig eins
og besti bróðir. Eitt sinn er ég
þurfti fljótlega á allstóru láni að
halda bauðst Árni óumbeðinn til
að lána mér alla upphæðina án
nokkurrar tryggingar.
Systir Árna, Sigurlaug, var
Árni Gunnlaugsson
✝ Árni Gunn-laugsson
fæddist 11. mars
1927 í Hafnarfirði.
Hann lést 10. ágúst
2015. Útför Árna
fór fram frá
Hafnarfjarðar-
kirkju þann 25.
ágúst 2015.
sjúklingur meiri
hluta ævi sinnar og
var aðdáunarvert að
sjá hve Árni lét sér
annt um hana alla
tíð. Árni var sannur
Hafnfirðingur og
barðist fyrir hags-
munum bæjarbúa
til síðustu stundar,
sbr. St. Jósefsspít-
alann og framtíð
hans. Við Reynir
vottum Maríu og Árna Stefáni
okkar dýpstu samúð.
Líney Friðfinnsdóttir.
Þegar ég frétti af andláti
jafnaldra míns og vinar Árna
Gunnlaugssonar, sem kom mér
ekki í opna skjöldu því ég vissi
að hann hafði átt í baráttu við
alvarlegan sjúkdóm, fór ég að
velta fyrir mér hvenær við hefð-
um fyrst vitað hvor af öðrum.
Rifjaðist þá upp fyrir mér að
fyrst hefði ég séð hann ungan
að árum er hann stundaði frjáls-
ar íþróttir með Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar og þótti efnilegur
á þeim vettvangi. Löngu síðar
lágu leiðir okkar saman er við
sungum í Karlakórnum Þröst-
um, en Árni hafði mjög fallega
og fremur bjarta barítónrödd.
En hann lét ekki þar við sitja
heldur hélt hann áfram að
stunda sönglist, sem getur orðið
þeim sem hana stunda bæði
þroskandi og mikil lífsnautn.
Áður en yfir lauk hafði hann
samið fjölda fallegra sönglaga,
sem hann gaf út á tveimur
geisladiskum. Einnig skrifaði
hann og myndskreytti merkar
bækur sem hann kallaði „Fólkið
í Firðinum“. En þó að áhugi
Árna væri mikill bæði á íþrótt-
um og listum veit ég að áhugi
hans á sveitarstjórnarmálum
var einnig mjög mikill og þar
beitti hann sér af alefli áratug-
um saman. Upphafleg reynsla
hans á þessu sviði var innan Al-
þýðuflokksins en síðar gerðist
hann forgöngumaður ásamt
nokkrum öðrum áhugamönnum
um stofnun Félags óháðra borg-
ara, sem náði þegar í sveitar-
stjórnarkosningunum árið 1962
þeim glæsilega árangri að hljóta
þrjá af níu bæjarfulltrúum.
Þessi sigur Óháðra borgara var
ekki síst að þakka Árna, sem
hafði hlotið eldskírn og reynslu í
þessum efnum á öðrum vett-
vangi. En því er ekki hægt að
neita að ástand málefna bæj-
arins á þessum árum var óvið-
unandi.
Eru mörg dæmin um það sem
ekki verða rifjuð upp í þessari
stuttu minningargrein. Þessi
vandamál tókst með tímanum að
leysa, ekki síst vegna þess að
Árni hafði forgöngu um að ráða
Kristin Ó. Guðmundsson bæj-
arstjóra, en ráðning hans var að
mati undirritaðs eitt af happa-
verkum bæjarstjórnar. Þegar
hann lét af störfum eftir farsæl-
an feril var bæjarsjóður alger-
lega skuldlaus.
Eitt af áhugamálum Árna var
algert bindindi á vín og tóbak
og skrifaði hann mikið um þau
mál. Voru þau skrif auðskilin og
vönduð þar sem hann greindi
gjarnan frá nýjustu rannsókn-
um og skoðunum þeirra vísinda-
manna sem máttu vita um skað-
semi víns og tóbaks. Af þeim
niðurstöðum taldi hann sér
skylt að fræða um þessa skað-
semi. Í þessu samhengi kemur
mér í hug frásögn bresks læknis
sem reykti en taldi það samt
sem áður skyldu sína að hvetja
sjúklinga sína til þess að hætta
að reykja. Þó að ég reyki sjálfur
get ég aðeins sagt án virðing-
arleysis við þann sem reykir:
„Gerðu ekki eins og ég geri;
gerðu eins og ég segi þér að
gera.“ Á sama hátt tel ég að
Árni hefði getað sagt með góðri
samvisku: „Gerðu eins og ég
geri“ og náð með því bæði yfir
áfengi og tóbak.
Ekki verður svo skilið við
þessi fátæklegu orð að ekki sé
minnst á þann áhuga sem Árni
sýndi málefnum St. Jósefsspít-
ala. Þetta sjúkrahús hefur frá
upphafi átt þann sess í hugum
Hafnfirðinga sem erfitt er að út-
skýra í stuttu máli.
Þegar stjórnvöld ákváðu að
hætta rekstri spítalans, sem ég
fullyrði að hafi verið gert í
óþökk Hafnfirðinga, tók Árni
upp hanskann og barðist gegn
þessari fyrirætlan en því miður
án árangurs. En þessi tilraun
sýndi þann hug sem hann bar
ávallt til bæjarbúa.
Að lokum sendi ég Maríu,
Árna Stefáni og öðrum ættingj-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Vilhjálmur G. Skúlason.
HINSTA KVEÐJA
Ég minnist Árna með
þakklæti og hlýju. Frá hon-
um streymdu ávallt góðir
straumar til mín og minna.
Ég vil hugsa til hans með
þessum ljóðlínum Jóhann-
esar úr Kötlum:
Ég horfinn er úr heimi,
minn hugur er á sveimi
um ókunn undralönd.
Ég finn mig léttan líða
á ljóssins örmum víða,
mig leiðir einhver æðri hönd.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Guðbjörg Þórdís
Baldursdóttir.
Á fallegu júlí-
kvöldi í sumar fékk
ég þær sorgar-
fréttir að ástkær
vinkona mín til 30 ára væri dá-
in. Hefði kvatt þennan heim.
Gugga var falleg innra sem ut-
an – brosmild með mikið krull-
að hár og augun geisluðu af
glettni enda hláturinn ávallt
stutt undan. Hún var í senn bú-
in kostum hinnar ábyrgu og
góðu móður og ömmu – og
þeirrar sem var á stundum
kærulaus með gleði lífsins að
leiðarljósi. Enda var hún virkur
þátttakandi í lífinu, yfirleitt í
fararbroddi og vildi ekkert með
neikvæðni eða fýlu hafa að
gera. En þrátt fyrir þessa eðl-
islægu gleði átti hún sína
dimmu daga – alveg eins og við
öll. Hún þorði og gat rætt þau
mál, þessi dimmu, þungu mál
sem flestir vilja sópa undir
teppið og láta sem ekkert væri.
Þannig var hún Gugga. Henni
var ljóst að eina leiðin til að
sigrast á hinu dimma væri að
draga það út í birtuna – takast
á við erfiðleikana og horfast í
augu við lífið eins og það er.
Hver verður ekki upp með sér
og montinn að eiga slíkan vin,
jafnvel pínu eigingjarn? Hún
var alltaf til staðar fyrir alla –
alltaf til staðar fyrir mig – og
hafði einstaka nærveru. Það fór
henni því afskaplega vel úr
hendi að starfa með krökkum
og unglingum, en hún var lengi
starfsmaður Barna- og ung-
lingageðdeildar Landspítalans
og síðar hjá Unglingaheimili
ríkisins. Börnin elskuðu hana
og hún þau og líka við sem þar
Guðbjörg
Gylfadóttir
✝ GuðbjörgGylfadóttir
fæddist 25. maí
1954. Hún lést 2.
júlí 2015.
Útför Guð-
bjargar fór fram
16. júlí 2015.
unnum með henni.
Í kringum Guggu
var aldrei logn-
molla og yfirleitt
sægur góðs fólks.
Skemmtilegur og
fjölbreyttur hópur.
Ekki bara vinir
hennar, heldur líka
bræður hennar,
börn og barnabörn
– Gylfi pabbi og
hún Véný mamma
á meðan hennar naut við. Sam-
heldnari, fjörugri og galsa-
fengnari fjölskyldu hef ég vart
kynnst. Og alls þessa fékk ég
að njóta. Af því að ég og Gugga
vorum vinir. Fyrir það er ég
óendanlega þakklátur. Ég er
líka þakklátur fyrir langt spjall
sem við áttum fyrr í sumar – en
í gegnum Skype gat hún sýnt
mér nýja húsið sitt á Stokks-
Eyrarbakka og var hin stolt-
asta. Sagði mér hreykin frá
barnabörnunum sem hún sá
ekki sólina fyrir, hve vel henni
liði á nýja staðnum og hve
björtum augum hún liti fram-
tíðina. Og auðvitað er lífið gott
þegar maður er umvafinn ást
og umhyggju líkt og hún. En
svo allt í einu tók það bara
endi. Búið – si svona og án þess
að nokkuð hafi bent til annars
en að hún yrði amma Gugga
fyrir austan fjall. Með þessum
svo allt of fátæklegu orðum
langar mig að minnast vinkonu
minnar og þakka fyrir að hún
skyldi velja mig sem vin sinn.
Fyrir það er ég óendanlega
þakklátur.
Elsku fjölskylda Guggu –
missir ykkar er mestur. Ykkur
votta ég samúð mína og vil fá
að þakka ykkur fyrir að hafa
lánað mér Guggu þær stundir
sem ég fékk með henni. Gugga
mín, betri vin er ekki hægt að
eignast. Söknuðurinn er bæði
mikill og sár. Hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Þorleifur Ágústsson.
Með tregatár á hvarmi nú
kveðjumst við um sinn.
Í hvammi sumarblóma
þig brátt ég aftur finn,
þar sem ljós og friður nú
faðma þína sál
og fegurðin mun lifa, þitt hjartans
tungumál.
Já, óþarft er að kvíða því er koma skal,
þín kærir vinir bíða í glæstum himnasal.
Svanhildur
Albertsdóttir
✝ Svanhildur Al-bertsdóttir fædd-
ist 31. október 1941.
Hún lést 16. júlí 2015.
Útför Svanhildar
fór fram 6. ágúst 2015.
Meðal þúsund engla nú
lífsins ljós þitt skín,
já, lýsir eins og stjarna
fögur minning þín.
(Lag og ljóð: Ólafur
Þórarinsson)
Við þökkum þér
fyrir samfylgdina og
allar þær góðu
stundir í gegnum ár-
in. Þín verður sárt
saknað.
Hvíldu í friði elsku Svanhildur
okkar.
Birkir, Helga og
Berglind Rún.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar