Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 86

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Áfallið og sorgin var mikil þann 15. ágúst síðastliðinn þegar þær fréttir bárust að mamma hefði veikst svo snögglega og svo alvarlega að hún lést af völdum veikinda sinna á innan við sólarhring. Svo ótrúlega margs er að minnast, elsku yndislega og góða mamma mín. Ég var þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp hjá þér og afa sem tókuð mig að ykkur og óluð mig upp sem ykkar eigið barn og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Í mínum augum varstu því alltaf mamma mín, eða mútta eins og ég kaus að kalla þig og þú varst mér allt. Þar sem ég kom til múttu og afa aðeins nokkurra mánaða gamall þá var það þeirra hlut- verk að dekra við strákinn sem auðvitað vandist því fljótt og vel að vera dekraður í kaf. Það var alveg sama hvað það var, hún mútta gerði allt fyrir strákinn sinn enda ég mömmustrákur með eindæmum. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða einhver annar dagur þegar ég kallaði fram úr herberginu mínu og bað múttu að græja fyrir mig mat eða henda í pönnsur eða lummur, alltaf voru einhverjar kræsingar til- búnar innan skamms. Það sama má segja um jólaísinn sem mamma gerði, auðvitað fékk mömmustrákurinn alveg sér ís- box fyrir sig og eftir að ég flutti að heiman gat ég alltaf treyst á að eiga eitt merkt mér í frystin- um hjá mömmu. Ég held ég hafi aldei heyrt múttu neita mér varðandi mat og er það hrein- lega stórskrýtið að ég skuli öll mín bernskuár hafa verið „tíu kíló með skólatösku“ en ekki akfeitur letingi. Já, hún mamma var einstök kona, hún hafði einstaklega hlýja og góða nærveru, hún var óeigingjörn og setningin „nei, ég hef ekki tíma“ var ekki til í hennar orðabók, a.m.k. ekki þegar ég, mömmustrákurinn, Helga Jónsdóttir ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist 18. desember 1939. Hún lést 15. ágúst 2015. Útförin fór fram 25. ágúst 2015. var annars vegar. Mamma var alltaf best og þegar eitt- hvað bjátaði á var best að leita til hennar og breyttist það ekkert eftir að ég varð fullorðinn. Þá var símtólið iðu- lega tekið upp þeg- ar flensan mætti í hús og alltaf gat maður treyst á samúð og góð ráð frá múttu. Þær fjölmörgu minningar sem ég á frá Lambastekknum eru mér einstaklega ljúfar og góðar. Mikið sakna ég nú allra samverustundanna sem ég átti þar með mömmu, fjölskyldunni og öllum þeim sem þar voru tíð- ir gest, en Lambó var oft eins og hin besta félagsmiðstöð. Þangað voru allir velkomnir og tekið vel á móti öllum enda mútta höfðingi heim að sækja. Það er svo erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að fá að njóta samvista við þig lengur, elsku mútta mín, en það hjálpar að hugsa til þess að nú líður þér vel og dansar í blómabrekkunni þinni. Það að hafa alist upp á gleðiríku heimili, við alla þessa ást og umhyggju sem þið veitt- uð mér er eitthvað sem ég fæ seint fullþakkað og án ykkar afa veit ég ekki hvar ég væri í dag. Bjartur Orri saknar þín mik- ið og finnst mjög sorglegt að Tinna Karen fái ekki tækifæri til þess að kynnast ömmu sinni betur, en hann ætlar að passa upp á að segja henni frá þér. Minningarnar um yndislega manneskju, sem við geymum í huga okkar og hjörtum, munu ylja okkur um ókomin ár. Hvíl þú í friði, elsku mútta mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn, Jóhannes (Jói) og fjölskylda. Elsku Helga amma. Í útför- inni hjá afa í apríl síðastliðinn sagðir þú við mig að sorgin væri óbærileg. Ást ykkar afa var svo innileg og falleg, eins falleg og hún gerist. Nú ertu komin til afa og þið alveg alsæl að spila vist. Svoleiðis sé ég ykkur fyrir mér. Þið afi voruð bæði búin að lifa tímana tvenna þegar þið kynntust, komin með uppkomin börn og jafnvel barnabörn. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var um 12 ára gömul, afi hafði eign- ast kærustu. Fyrir unglinginn var þetta skrítið, mega afar bara eiga kærustur? Ég kom einu sinni í viku til ykkar afa til að þrífa, það var þá sem ég kynntist þér almennilega. Það leið ekki á löngu þangað til ég fór að kalla þig Helgu ömmu. Sólveig systir var bara tveggja ára svo auðvitað varst þú amma hennar og hefur alltaf verið. Þegar ég var að vinna í Árbæj- arútibúi Landsbankans vönduð þið komu ykkar þangað á föstu- dögum áður en þið fóruð í bingó til að heilsa upp á mig. Oft náð- uð þið í Sólveigu systur líka og hún vann alltaf eitthvað í bin- góinu, lukkugripurinn ykkar, sögðuð þið einhvern tímann. Þið fenguð ykkur kaffisopa, kvödd- uð mig síðan með kossi og afi stal einni lúku af brjóstsykri og stakk í vasann, hann glotti og þú skammaðir hann. Svona var rútínan og það er ljúft að rifja hana upp. Ég er svo þakklát fyrir að þú tókst okkur opnum örmum og með bros á vör inn í líf þitt. Við systurnar, Siggi og Magnús Þór komum í heimsókn til þín rétt fyrir síðustu versl- unarmannahelgi. Þú varst nýbúin í lagningu, komin með varalit og í nýrri peysu sem þú hafðir keypt þér í Smáralind með Írisi, dóttur þinni. Þú varst svo fín og sæt þennan dag. Ég á eftir að sakna þess að heyra afa grínast og þú að segja, Bóbó minn! eins og nú væri nóg kom- ið. Síðan brostir þú út í annað að vitleysunni í honum. Takk fyrir árin amma og fyrir að vera partur af lífi afa og okkar, takk fyrir ferðirnar í Hvassahraun, takk fyrir matarboðin, takk fyr- ir bingóin, takk fyrir heimsókn- irnar, takk fyrir allar spurning- arnar og áhugann á syni mínum og umfram allt takk fyrir að vera amma mín. Ég bið að heilsa afa, elska ykkur. Elísabet Þóra Jóhannesdóttir. Góði Guð ég þakka þér að þú vakir yfir mér gæt þú mín og geym í nótt svo ég geti sofið rótt. (G.ÓL.) Elsku amma Helga mín. Mér þótti mjög vænt um þig og mér fannst þú mjög skemmtileg. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið og finnst leiðinlegt að fá ekki að hitta þig aftur. Mér finnst líka leiðinlegt að Tinna Karen hitti þig svona fáum sinnum en ég ætla að segja henni helling um þig. Guð geymi þig og ég veit að þú ert núna engill sem hjálpar mér ef eitthvað er. Þinn, Bjartur Orri. Mig langar með þessu ljóði að kveðja hana Helgu, sem var með hjarta úr gulli og bros sem allt varð betra við að sjá. Athvarf hlýtt ég átti hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem mér varstu ástarþakkir færi ég þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: Elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í huga mér hjartkær lifir minning þín. Sendi samúðarkveðju til ykk- ar systkina, Hauks, Björns, Ragnars, Jóns og æskuvinkonu minnar, hennar Írisar, og ann- arra aðstandenda. Sigurbjörg Vignisdóttir (Silla). Við kveðjum nú kæra ná- grannakonu af Lambastekkn- um, Helgu Jónsdóttur, eða Helgu á Horninu eins og við nefndum hana. Helga var yndis- legur nágranni, hlý kona, kall- aði okkur alltaf elskuna sína, strauk okkur um vangann með mjúkum höndum og umvafði okkur með kærleika. Þetta var á þeim tíma sem mæður voru margar heimavinnandi og kíktu í kaffi til nágranna sinna og var Helga okkar góður gestur. Við systkinin vorum á sama aldri og börnin hennar Helgu og sam- gangur því mikill milli heimil- anna. Það er með þakklæti sem við kveðjum þessa yndislegu ná- grannakonu sem auðgaði svo líf okkar og sendum börnum henn- ar, Hauki, Bubba, Ragga, Jonna, Írisi, Jóa og fjölskyldum þeirra, innilegar samúðarkveðj- ur. Fjölskyldan á Lambastekk 8, Jakobína (Bína), Jakob, Guðrún Lilja, Vignir, Gunnar og Benedikt (Benni). Elsku vinkona, ég get ekki lýst því í orðum almennilega hversu stórt skarð í mínu lífi þú skilur eftir þig. Ég man það svo vel þegar ég sá þig fyrst, ég var ekki eldri en 6-7 ára, mamma og pabbi höfðu keypt af þér hænuunga og við mamma fórum að sækja þá til þín í Djúpadal. Þú komst með þá í kassa til okkar og skutlaðir kassanum inn og sagðir svo: „svo læturðu mig bara hafa hanana, ég ét þá“. Ég sat í aftursætinu stóreygð og starði á þig, hugsaði svo með mér þegar við renndum í burtu „þetta var skondin kona“. Ekki hvarflaði að mér þá að seinna á lífsleiðinni yrðum við of- boðslega góðar vinkonur. En svo kynntist ég þér í gegn- um nöfnu þína og barnabarn, Elínborg Guðmundsdóttir ✝ Elínborg Guð-mundsdóttir fæddist 23. maí 1946. Hún andaðist 9. ágúst 2015. Útför Elínborgar fór fram 22. ágúst 2015. hana Elinborgu fyrst, svo fórum við að vinna saman í Kaupfélaginu í Varmahlíð. Þar var einfaldast að kalla þig ömmu, því að þið voruð þar tvær nöfnurnar og gat valdið talsverðum ruglingi í miklum hamagangi og þá var best að arga amma ef maður þurfti á þér að halda, og við það ráku oft kúnn- arnir upp stór augu. Enda varstu amma allra. Ekkert mál að redda hinu og þessu og ef maður var ekki viss þá varstu alltaf með ráð, og mikið sem þið systur gát- uð létt lundina á vöktunum. En það var svo ekki fyrr en ég flutti aftur heim frá Reykjavík 2010 að við smullum saman aft- ur, aðra eins bissnesmanneskju hef ég ekki hitt. Ég á eftir að sakna þess hrika- lega að koma ekki til þín í Grænuhlíð reglulega, hanga þar fram á kvöld, borða með þér gegnumsteiktan lambahrygg klukkan hálf tólf að kvöldi með öllu meðlæti sem hugsast gat og hlegið eins og vitleysingar. Ræddum allt milli himins og jarðar, allt mögulegt. Ég hafði líka einhverja óeðlilega matar- lyst við matarborðið hjá þér. Það var eitthvað við þig og andrúms- loftið í Grænuhlíð, ég gat setið endalaust hjá þér, talað við þig og borðað. Og stundum sátum við bara saman og horfðum á sjónvarpið og þögðum. Ósjaldan spjölluðum við sam- an í síma svo tímunum skipti, þá var ég oftar en ekki niðri í fjár- húsi og lá í heyrúllunni og lýsti fyrir þér hvaða kindur væru nú á garðanum, hvernig þær litu út, hvaða hrút ég hefði haldið þeim undir og svo fram eftir götunum. Og við gátum spjallað og spjallað þó að við vissum að ég væri að koma daginn eftir og vera allan daginn hjá þér. Ég á líka eftir að sakna þess mikið að fara ekki á rúntinn á að- fangadag í froststillu eða snjó- kófi til að hitta þig og skiptast á gjöfum, það var orðin hefð. Hitt- umst, knúsuðumst, skiptumst á gjöfum, skiptumst á stuttum fréttum og svo kom setningin þín „bara æðislega, takk“. Ég held nefnilega að við höf- um verið með sálir á sama aldri, þú ung sál og ég gömul og þann- ig hist á sama punkti. Elsku Elinborg, megir þú hvíla í friði, ég á eftir að sakna þín endalaust mikið, en ég stóla á það að þú takir svo á móti mér þegar minn tími kemur og þá höldum við fjörinu áfram. Ég vil senda börnunum og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Þín vinkona, Þórdís Halldórsdóttir Ytri-Hofdölum. Ég ætla að minnast Elínborg- ar með örfáum orðum. Það er tæp hálf öld síðan við hittumst fyrst, og strax tókst með okkur mikill vinskapur, sem stóð og efldist alla tíð. Ellý reyndist mér afskaplega vel alla tíð, stoð og stytta í lífsins ólgu- sjó. Ellý var gift Skarphéðni frænda mínum, bónda í Djúpa- dal, og hafa þau nú sameinast á ný. Að lokum vil ég votta Völlu, Eiríki, Siggu, Ingibjörgu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi minningin um einstaka konu ylja okkur öllum um ókomna tíð. Hörður. Hún elsku Sigga frænka er látin. Þetta er svo hræði- lega sorgleg stað- reynd sem við ráðum ekki við. Hún barðist svo lengi við þennan illvíga sjúkdóm og varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir honum. Við fjölskyldan viljum þakka henni innilega fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, það var aldrei neitt mál að passa eða hugsa um börnin okkar ef við þurftum að skreppa eitthvað. Það var mikill samgangur á milli okkar hjóna og áttum við margar ánægjulegar stundir með þeim hjónum, bæði heima og erlendis. Það var alltaf mikið líf og fjör í návist þeirra hjóna. Tengslin voru mikil og hitt- ust þær frænkurnar nánast dag- lega, ef það einhverra hluta vegna náðist ekki var talað saman í sím- ann tímunum saman, vinátta þeirra frænknanna var einstök. Á mánudegi eftir verslunar- mannahelgi þegar taka átti saman dótið úr dalnum fær hún Þóra mín hringingu og segir svo við mig, „Siggi minn, komdu heim, ég þarf að fara suður til hennar Siggu minnar.“ Allar samgönguleiðir voru yfirbókaðar svo góður frændi okkar sá til þess að fljúga með Þóru mína, Huldu og Þórarin upp á Bakka. Af þessu má sjá hversu nánar þær voru frænkurnar og gátu hreinlega ekki án hvorrar annarrar verið. Þóra mín var svo hjá þeim þar til yfir lauk. Þegar ég svo náði að komast yfir á fasta- landið lá leiðin beint upp á sjúkra- húsið. Það síðasta sem hún Sigga Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir ✝ SigríðurÁgústa Þór- arinsdóttir fæddist 30. maí 1958. Hún lést 12. ágúst 2015. Útför Sigríðar fór fram 22. ágúst 2015. mín sagði við mig þegar ég kvaddi hana eftir sam- veruna á spítalanum var, „Siggi minn, ég þakka þér innilega fyrir lánið á henni konunni þinni“. Þetta eru falleg orð sem munu lifa í minningunni og er ég ævinlega þakklát- ur fyrir þau. Okkur fjölskyldunni fannst það sjálfsagt að vera til staðar fyrir þau öll líkt og alla okkar tíð og munum við halda því áfram það sem eftir lifir. Elsku Hilli okkar, Þórarinn, Solla og Hulda, við vottum ykkur innilega samúð og biðjum góðan Guð að styðja í þessari miklu sorg. Minning Siggu frænku mun lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Sigurður, Þóra og fjölskylda. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Elsku Sigga okkar, þetta kom svo snöggt að maður er ekki búinn að átta sig á því að þú sért farin. Þú varst alltaf svo til í allt, jákvæð og skemmtileg og lumaðir á hnyttnum tilsvörum. Og þrátt fyr- ir að þú sért búin að vera með krabbann í mörg ár þá gekkstu í hús með Þóru frænku þinni ár eft- ir ár og seldir fyrir félagið. Komst í stjórn og mættir alla þriðjudaga á skrifstofuna. Þín verður sárt saknað og þökkum við fyrir góða samveru alla tíð. Góða ferð kæra vinkona og takk fyrir allt. Fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fh. Krabbavarnar Vestmanna- eyja, Ester Ólafs. Ég vil minnast afa Erlings, sem kvaddi heldur snemma, með nokkrum orðum. Það var gaman að eiga svona góðan afa sem var alltaf til í að aðstoða mann og svala forvitni manns um hina undarlegustu hluti. Margar góð- ar minningar rifjast upp fyrir mér um þegar við afi veltum fyrir okkur hinum ýmsu hlutum sem hann gaf mér ávallt svör við, t.d. hvað x-ið merkti fyrir framan bókstafina í auglýsingum á kosn- ingatímabilum. Afi var góður sögumaður og sagði okkur sögur af sjálfum sér, sannar og ósannar og misýktar. Sérstaklega er mér minnisstæð sagan af ljóninu sem bjó í veggn- um bak við bláa sófann í Fögruk- inninni og var ég ekki viss hvort það væri til og kíkti er enginn sá til stundum undir sófann til kanna málið. Afi var mjög dug- legur að segja okkur krökkunum frá fyrri afrekum sínum, meðal annars að hann væri sjóræningi, og því trúði krakkaskarinn alveg og afi hló sínum skemmtilega hlátri. Afa þótti gaman að kanna hin ýmsu tungumál og man ég eftir því þegar hann skoðaði með mér Erling Þór Hermannsson ✝ Erling ÞórHermannsson fæddist 12. mars 1941. Hann lést 5. ágúst 2015. Útför Erlings Þórs fór fram 18. ágúst 2015. bæklinga sem fylgdu nýjum raf- tækjum og honum fannst gaman að bera saman alls konar tungumál í þeim. Ég hef örugg- lega smitast af tungumálaáhuga afa því að ég er að hefja nám á tungu- málabraut. Mér er minnisstætt þegar ég kom með danska skólavinkonu í heimsókn í Sléttuhlíð og var afi þar og reyndi á skandinavísku sína í samskiptum við hana. Skildi brosandi Daninn ekki neitt og afi hló þá bara. Það var alltaf gaman með afa í Sléttuhlíð og er margs að minnast; brekkusöng- urinn, hengirúmið, smíðarnar og viðhaldsvinnan. Afi leyfði mér að valta túnið eitt sinn í Sléttuhlíð og ók ég þá Willysnum með valtar- ann Hallstein í eftirdragi, afi og Donni fylgdust grannt með og var þetta ógleymanlegur dagur. Afi var öllum kær, bæði mönnum og málleysingjum, hann var dug- legur að sinna skógarþröstunum og máríuerlunum sem voru sér- stakir vinir hans og ekki má gleyma góðum vini hans, hund- inum Torres. Þá voru afmælis- kort frá afa og ömmu minnisstæð því að afi skrifaði falleg heilræði og góðar óskir til mín sem verða mér gott veganesti í framtíðinni. Ég þakka þér, afi minn, fyrir all- ar stundirnar sem við áttum sam- an. Þín afastelpa, Dagný Gréta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.