Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 87

Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 ✝ Pétur JóhannMagnússon bókbandsmeistari fæddist í Hnífsdal 23. júlí 1925. Hann lést 12. ágúst 2015. Foreldrar Pét- urs voru Petrína Sigrún Skarphéð- insdóttir húsmóðir, f. 1892, d. 1933, og Magnús Guðni Pét- ursson sjómaður, f. 1889, d. 1964. Alsystkini Péturs eru: Eva, f. 1926, Páll Sig- mundur, f. 1928, d. 1932, Skúli, f. 1930, d. 1930, Óskar, f. 1931, Guðný María, f. 1933, og Guð- mundur Ingvar, f. 1933, d. foreldrum sínum að Kleifum í Seyðisfirði þar sem fjölskyldan bjó um fjögurra ára skeið, en árið 1931 fluttist fjölskyldan til Flateyrar. Pétur Jóhann kvæntist 1947 Þorbjörgu Rögnu Björnsdóttur, f. 1923, d. 2007. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jóns- son bakarameistari og Jónína Guðrún Elíasdóttir húsmóðir. Börn Rögnu og Péturs eru: Björn Pétursson, f. 27.4. 1947, ókvæntur og barnlaus. Magnús Pétursson, f. 27.1. 1949, var kvæntur Kristínu Þórisdóttur. Þau skildu. Magnús er barn- laus. Pétur Ragnar Pétursson tæknifræðingur, f. 2.5. 1966. Kona hans er Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, f. 15.10. 1964. Börn þeirra eru Björn Hlynur, f. 14.11. 1987, og Alexander Glói, f. 17.7. 1995. Útför Péturs fór fram 19. ágúst 2015. 2012. Hálfsystkini sammæðra: Sigríð- ur Aðalheiður Pét- ursdóttir, f. 1915, d. 1999, Hall- grímur, f. 1918, d. 1941, og Magnús Björn, f. 1920, d. 1985. Faðir eldri barnanna, Pétur Sigurður Pét- ursson, f. 1893, drukknaði árið 1921. Tók þá Magnús bróðir hans við framfærslu fjölskyld- unnar. Hann kvæntist Petrínu árið 1925. Hálfsystkinin eru því einnig bræðrabörn. Pétur Jó- hann fluttist á þriðja ári með Bróðir minn, Pétur Jóhann Magnússon bókbandsmeistari, er látinn. Hann fæddist í Hnífsdal 23. júlí 1925, en fluttist 1927 með fjölskyldu sinni, að Kleifum í Seyðisfirði þar sem fjölskyldan bjó til 1931, að hún flutti til Flat- eyrar. Eins og tíðkaðist á þeim árum tók Pétur snemma þátt í lífsbaráttunni. Magnús faðir hans var sjómaður, ýmist formaður eða vélstjóri þegar Pétur var að alast upp á Flateyri. Meðfram sjómennskunni var nokkur bú- skapur, venjulega um 20 ær og garðyrkja til fjölskylduþarfa. Pétur tók virkan þátt í þeim störfum, eins og börn gerðu á þeim árum. Strax eftir fermingu var svo farið á sjóinn. Pétur var háseti á Ingólfi, 12 lesta bát hjá föðurbróður sínum þegar mest gekk á við strendur Vestfjarða vegna stríðsátaka. Í einum róðr- inum rákust þeir á látinn sjó- mann sem flaut í björgunarhring. Hann var tekinn um borð. Undan Vestfjörðum hafði orðið stórt slys, er skipalest sigldi í gegnum tundurduflagirðingu og spreng- ingarnar svo miklar að rúður skulfu í húsum á Flateyri. Síðar kom í ljós að sjómaðurinn látni var af flutningaskipinu Fanefjeld sem hvarf um þessar mundir. Þetta snerti unglinginn djúpt og hafði mikil áhrif. Veturna 1942 til 1944 var Pétur í héraðsskólanum á Laugarvatni en var til sjós á sumrum á síldveiðum. Hann hóf bókbandsnám í Ísafoldarprent- smiðju 1945 og lauk þar sveins- prófi 1949. Meistaraprófi lauk hann 1953. Fljótlega eftir náms- lok tók Pétur að sér verkstjórn í Sveinabókbandinu. Varð það starfsvettvangur hans í hálfa öld, með öllum þeim breytingum bók- bandsins sem orðið hafa gegnum tíðina, frá „handunnu“ bókbandi til einnar fullkomnustu bók- bandsverksmiðju í Odda. Pétur tók starf sitt alvarlega og af skyldurækni og ætlaðist til hins sama af starfsfólki því er hann stjórnaði. Þó Pétur væri vinnu- þjarkur gáfu þau hjónin sér tíma til ferðalaga. Fyrstu árin eftir að fjárhagur rýmkaðist ferðuðust þau innanlands og til meginlands Evrópu, en síðar til Kanarí, þang- að sem þau fóru gjarnan eftir jólatörnina og gistu þá oftast á hótel Broncemar. Eftir lát Rögnu virtist slakna á lífsgleðinni og síð- ustu mánuðir hafa verið Pétri mjög erfiðir og hann orðinn feg- inn hvíldinni. Faðir okkar, Magn- ús Pétursson, gerðist togarasjó- maður eftir miðjan aldur og flutti þá til Reykjavíkur og er þau Ragna og Pétur hófu sinn búskap átti hann heimili hjá þeim, keypti húsnæði í félagi við þau og hafði þar sitt herbergi. Þessa sam- starfs naut undirritaður meðan hann sótti skóla í höfuðborginni. Á heimilinu var alltaf góður andi og gott samkomulag. Þessi stóri bróðir minn var auðvitað eitthvað til að líta upp til í æsku minni, enda fimm árum eldri og lífs- reyndari, á því varð reyndar eng- in breyting þegar árunum fjölg- aði. Alla tíð höfum við verið í góðu sambandi og átt margar gleði- stundir saman sem ég er þakk- látur fyrir. Þær stundir hefðu ugglaust orðið fleiri ef ég hefði ekki búið austan fjalls, en Pétur og systkini okkar í Reykjavík. Ég kveð stóra bróður minn með söknuði og við hjónin og stórfjöl- skyldan okkar sendum fjölskyldu Péturs innilegar samúðarkveðj- ur. Óskar Magnússon. Pétur Jóhann Magnússon er látinn, hann var bróðir föður okk- ar, Magnúsar Péturssonar, þeir voru hálfbræður og bræðrasynir. Við systkinin eigum ótal góðar minningar um Pétur frænda, mikill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna. Pétur var einstak- lega ræktarsamur, hélt góðu samband við stórfjölskylduna. Fyrir okkur, börn bróður hans, var hann frændinn sem heimsótti okkur á sunnudögum og bauð okkur í bíltúr. Hann eignaðist bíl löngu áður en for- eldrar okkar keyptu sér bíl. Og bílarnir hans Péturs báru vott um hirðusemi hans og natni, voru yfirleitt nýbónaðir og skínandi, annað hæfði ekki R 1776. Ótal ferðir voru farnar niður að Reykjavíkurhöfn, Pétur og Magnús fram í og okkur krökk- unum hrúgað í aftursætið. Þeir voru eins og margir Vestfirðing- ar heillaðir af hafinu og bátum og skipum. Í endurminningunni var alltaf sól þarna á bryggjunum þegar þeir röltu um með okkur og sögðu sögur af sjónum. Pétur var glæsimenni, bar sig einstaklega vel, var alltaf flottur og vel til fara, hvort sem var við störf eða á hátíðum og tyllidög- um. Hann var fagurkeri, hann var drátthagur, naut tónlistar og las mikið. Það var gott að sækja Pétur heim, hann hafði yndi af að ræða málin, Pétur hafði góða kímnigáfu og hafði gaman af að glettast í góðum hópi. Fullorðna fólkið naut samverunnar á meðan börnin okkar fengu að leika sér við að spila á orgelið hans ótrufl- uð. Pétur og Ragna kona hans nutu þess að ferðast og ferðuðust mikið, jafnt innan lands sem ut- an. Minnisstæðastar eru ferðir um Vestfirði og heimsókn til London, ferðir sem styrktu fjöl- skylduböndin. Pétur var hreinskiptinn og samviskusamur í lífi og starfi. Við systur kynntumst annarri hlið á Pétri frænda þegar við fengum tímabundið vinnu við bókbandið sem hann stýrði. Undir hans verkstjórn var allt í föstum skorðum, hann taldi brýnt að starfsfólkið legði sig fram við vinnuna og bæri virðingu fyrir tíma, viðfangsefnum og starfi, eins og hann gerði sjálfur. Fjölskylda Péturs tengdist sterkum böndum, það kom fram í umhyggjusemi sona hans, sem sinntu föður sínum einstaklega vel í löngum og erfiðum veikind- um hans síðustu árin. Þeir heim- sóttu hann hvern dag, oft tvisvar daglega, sinntu honum á allan hátt og gættu þess að hann héldi sinni reisn. Þeir eiga sannarlega hrós og þakkir skilið. Við þökkum Pétri samfylgd- ina, blessuð sé minning hans. Biðjum algóðan Guð að vaka yfir sonum hans Birni, Magnúsi og Pétri Ragnari og fjölskyldu. Sigríður Ella, Bjarni Pétur og Sigrún Kristín Magnúsar og Pollubörn. Pétur Jóhann Magnússon✝ Anna Sigurð-ardóttir fædd- ist á Akranesi 27. desember 1923. Hún lést á Hrafn- istu við Boðaþing 17. ágúst 2015. Anna var dóttir hjónanna Sigurðar Sveins Vigfússonar, kaupmanns og vigt- armanns á Akra- nesi, og konu hans, Jónínu Herdísar Eggertsdóttur, húsfreyju. Hún var næstelst sjö systkina. Þau eru: Nanna, f. 24. október 1922, d. 15. janúar 1989; Vigfús, f. 11. júní 1925, d. 23. desember 2013; Eggert Böðv- ars, f. 12. október 1929, d. 13. ágúst 2006; Þorvaldur, f. 24. apríl 1933, d. 7. nóvember 2003; Guðmundur, f. 18. október 1935, og Sigurður, f. 29. september 1939. arkitekt, dóttir þeirra er Aldís María, f. 2012; Leó, f. 1984, myndlistarmaður, kvæntur Heiðu Björk Árnadóttur doktorsnema, dóttir þeirra er Nína Heiðrós, f. 2012. 2. Sig- urður Örn Leósson, f. 1957, kennari, kvæntur Laufeyju Jónsdóttur kennara. Börn þeirra eru: Jón Trausti, f. 1982, lögfræðingur, sambýliskona hans er Inga Lára Ingvarsdóttir læknir, sonur þeirra er Flóki Forni, f. 2013; Anna Kristín, f. 1983, fatahönnuður; Leó Ingi, f. 1986, BA í heimspeki, sambýlis- kona hans er Björg María Odds- dóttir, BA í heimspeki; Ingunn Erla, f. 1990, nemi, og Elísabet Ýr, f. 1992, nemi. Fyrir átti sr. Leó dótturina Önnu Magdalenu, f. 1945. Útför Önnu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 27. ágúst 2015, kl. 13. Eiginmaður Önnu var sr. Leó Júlíusson, f. 1919, d. 1986, prófastur að Borg á Mýrum. Þau eignuðust tvö börn: 1. Nína, f. 1956, kennari, gift Stefáni Yngvasyni lækni. Börn þeirra eru: Anna Lea, f. 1977, fiðluleikari, gift Michael Gu- tierréz framkvæmdastjóra, dæt- ur þeirra eru Alma Cecilia, f. 2009, og Vivian Nína, f. 2012; Þórunn, f. 1979, fjármálastjóri, gift Elmari Bergþórssyni við- skiptastjóra, synir þeirra eru Stefán Þór, f. 2005, Daníel Þór, f. 2009, og Tómas Þór, 2011, sonur Elmars er Viktor Smári, f. 2002; Kristrún, f. 1981, læknir, sambýliskona hennar er Inga Ósk Pétursdóttir innanhúss- Nú er elsku amma okkar farin. Þakklæti og gleði er okkur efst í huga þegar við hugsum til hennar, hún var okkur alltaf svo góð og ljúf og vildi alltaf gera allt fyrir okkur systkinin til að gleðja okk- ur. Við vorum svo heppin að fá að vera mikið hjá ömmu sem börn þó svo að fjarlægðin hafi oft verið erfið þau ár sem við bjuggum í Svíþjóð. En amma kom árlega og var hjá okkur og við fengum að vera hjá henni á sumrin á Íslandi. Minningarnar um hana eru margar og sérstaklega þótti mér, Önnu Leu, svo vænt um þegar hún kom og kúrði hjá mér á köldum vetrarkvöldum þegar ég gisti hjá henni og hlýjaði mér þangað til ég sofnaði, eða þegar við leigðum okkur grínmynd og grétum úr hlátri saman fyrir framan sjón- varpið. Herbie, frægi bíllinn nr. 54, var í miklu uppáhaldi hjá okk- ur. Hún átti alltaf svo létt með að hlæja og var með svo smitandi og innilegan hlátur að það var erfitt að hætta þegar byrjað var á annað borð. Ætli öll þessi hamingjuhormón sem hún fékk í gegnum hláturinn hafi ekki gert henni það kleift að lifa jafn lengi og hún gerði, þrátt fyrir mikil veikindi alla ævi. Lífið var henni oft svo erfitt og við dáumst að þeim innri styrk sem hún hafði til að takast á við það. Þegar við vorum börn vissum við oftast ekki hvað hún var oft þjáð því hún kvartaði sjaldnast. Henni var ekki spáð löngum lífdögum en hún amma var bara engin venju- leg kona og sýndi okkur í verki hvað hún var mikill nagli. Hlæj- andi nagli sem kvaddi sátt við Guð og menn 91 árs gömul. Takk elsku amma fyrir að sýna okkur að hægt sé að sigrast á öllum erfiðleikum. Það sem einkenndi ömmu kannski öðru fremur var að það var alltaf hægt að treysta því að hún segði hlutina eins og þeir voru því hún var alltaf hreinskilin. Þrátt fyrir að hafa verið blind síðustu árin skynjaði hún alltaf svo vel um- hverfi sitt og fólkið í kringum sig og hvernig því leið. Hún var ein- stakur mannþekkjari og með djúpt innsæi sem óhætt var að treysta. Elsku amma. Við erum þakklát fyrir allar hlýju og skemmtilegu stundirnar okkar saman. Við er- um svo glöð og þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur og fjölskyld- um okkar, ekki síst langömmu- börnunum þínum. Þau voru öll svo hænd að þér og fundu svo vel fyrir kærleika þínum. Það var alltaf jafn gaman að spjalla við þig og þú fékkst ekki nóg af sögum af þeim. Þú munt eiga sérstakan stað í hjörtum okkar að eilífu og styrkur þinn mun veita okkur styrk þegar við þurfum á honum að halda. Þín Anna Lea, Þórunn, Kristrún og Leó. Nú þegar sólin hefur sest á ævi- kvöld tengdamóður minnar kvikna minningar um lífshlaup hennar sem bera fagran vitnis- burð um þrautseigju, æðruleysi og lífsgleði í lífsins óvissuferð. Prestsfrúin og húsfreyjan á Borg á Mýrum hafði í mörg horn að líta. Borg var ekki einungis kirkjustaður og aðsetur prófasts heldur einnig sögufrægur staður sem öðlast hafði nýtt líf eftir end- urbyggingu staðarins í kjölfar bruna árið 1959. Gestkvæmt var á heimilinu af þessum sökum og hlutverk prestsfrúar á slíkum stað var svo sannarlega fjöl- breytt. Kirkjukaffi, gestamót- taka, kirkjuvarsla og símsvörun voru meðal þess sem féll í hennar umsjá. Það var inn í þetta um- hverfi sem ég kom ungur maður, ástfanginn af heimasætunni. Ég skynjaði strax hve mikið hún lagði upp úr starfi sínu þótt aldrei væri slíkt launað nema með þakklæti. Á milli okkar varð góð vinátta sem engan skugga bar á. Árin á Borg með eiginmanni og börnunum tveimur voru hennar bestu ár. Þau hjón fluttu til Kópa- vogs 1982 vegna veikinda Leós, en hann lést árið 1986. Önnu var mjög umhugað um fjölskylduna og dvaldi hún löngum samvistum með börnum og barnabörnum bæði heima á Íslandi og í Svíþjóð. Ung hafði Anna átt við heilsu- brest að etja vegna berkla en komst yfir þá eftir margra ára veikindi. Síðar á ævinni veiktist hún aftur alvarlega og bar þau mein til æviloka. Í þeim veikind- um sýndi hún mikla þrautseigju um áratuga skeið. Þessi þraut- seigja ásamt meðfæddri hlátur- mildi og kímnigáfu voru þau per- sónueinkenni sem ávallt fylgdu henni. Hún bjó yfir andlegum styrk, var ern og fylgdist vel með hvað var að gerast í lífi fjölskyld- unnar og samferðafólks. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu við Boðaþing. Hún andaðist þann 17. ágúst sl. á 92. aldursári. Eftir situr söknuður en jafnframt þakklæti fyrir kær- leiksríkt líf hennar sem við feng- um að taka þátt í. Fjölskyldan flytur þakkir öllu því góða starfs- fólki sem annaðist hana af mikilli umhyggju í veikindum hennar. Stefán Yngvason. Frú Anna Sigurðardóttir kom í fylgd Nínu og Stefáns laugar- dagskvöld eitt í sambýlið Gull- smára. Undirrituð bauð hana vel- komna en spurði hvort hún væri kvíðin. Hélt áfram: „Þetta er líkt og í sveitinni í gamla daga, maður grætur í koddann, svo lagast allt.“ Stefán sagði að bragði „Anna mín, þú straukst úr sveitinni á sínum tíma.“ „Hvaða sveit?“ spurði ég. „Þingvallasveit,“ svar- aði frúin, „Skógarkot hjá Ólínu frænku minni.“ Þarna var ísinn brotinn því ég gat haldið áfram og sagt: „Þá erum við af sama bergi brotnar, því Kristján skóg- arbóndi var langalangafi ömmu minnar.“ Anna ákvað að flytja í sambýlið því að sjónin var farin að valda því að henni fannst ekki boðlegt að vera lengur á sínu eig- in heimili. Hún sættist á lífið í litla herberginu og samlagaðist íbúum fljótt. Hún undi hag sínum við að hlusta á rás 1, klassíska tónlist og hljóðbækur. Ég hafði þann sið þegar tími gafst að líta til hennar þegar hinar voru að horfa á sjónvarp og spjalla lítil- lega. Þá sagði hún mér af lífi sínu sem prestsfrú á Borg á Mýrum, þegar hún einn daginn með börn- in sín ung fann reykjarlykt snemma morguns og enn í nátt- slopp. Það var kominn upp eldur, hún dreif börnin út, kallaði í mann sinn, fór eftir kirkjubókun- um. Ekki mátti tæpara standa, en á hlaðinu stóð fjölskyldan og horfði á heimilið brenna. Eftir stóðu þau allslaus. Þetta var lífsreynsla sem lifði með henni alla tíð. Hún stóð í stór- bakstri fyrir messukaffi þegar sóknarbörn komu til kirkju, stóð fyrir miklu heimilishaldi eins og margar prestsfrúr gerðu á sínum tíma. Við gátum oft hlegið dátt þegar við minntumst á sameig- inlegan uppruna okkar. Við vor- um jafnvel búnar að finna út að þeytirjómagenið gæti verið upp- runnið frá Skógarkotsbóndanum því að rjómi, þeyttur sem fljót- andi, var uppáhaldið hennar og vissi ég líka að það gæti passað við ýmsa af minni ætt. Hún var alltaf vel til höfð og fór í lagningu vikulega eins og margar konur af hennar kynslóð. Stundum á laugardagskvöld- um settum við Álftagerðisbræður í spilarann og sungu konurnar með, öll lögin frá upphafi til loka. „Í berjalaut hvíldi ég bakkanum á“ var lag sem Anna tók undir og söng af mikilli innlifun og eitt- hvað sagði mér á fasinu og söngn- um að þetta væri henni kært. Sagði við hana að mér þætti þetta vera lagið hennar, þegar ég heyrði það minnti það mig á hana. Anna svaraði og sagði að þetta væri eitt af uppáhaldslögum sín- um. Hún flutti í Boðaþing, fékk stærri vistarverur og rýmri til að taka á móti börnunum sínum, barnabörnum og langömmubörn- um, sem hún unni og fylgdist með lífi þeirra og athöfnum. Hvernig sem berjasprettan verður þetta Herrans árið þá hefur Anna feng- ið langþráða hvíld frá lífsins þrautum því liðin er jarðar gang- an. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukin þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hjóða. (Jóna Rúna.) Blessuð sé minning Önnu Sigurðardóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Anna Sigurðardóttir Elsku, elsku frænka mín, ég vil ekki trúa því að þú sért ekki hérna lengur. Eins og dóttir mín Sólbjörg Linda sagði, Hrabba og Jónas ásamt börnum hafa verið svo stór þáttur í lífi okkar. Ég veit að systkini hennar eru sammála. Allt í einu er svo einkennilega mikið tómarúm. Við vorum ekki bara systkinadætur, heldur miklu meira. Þurftum oft ekki að segja nema byrjun á setn- ingum þá vissum við hvað hvor okkar vildi segja. Mennirnir okk- ar voru oft gáttaðir, en við bara brostum og sögðum að við gætum sagt helmingi meira en þeir á sama tíma. Gítarleikur, söngur, Hrafnhildur Eysteinsdóttir ✝ HrafnhildurEysteinsdóttir fæddist 17. júní 1949. Hún lést 31. júlí 2015. Útför Hrafnhildar fór fram 14. ágúst 2015 glettni og gaman einkenndust af sam- vistum okkar, fyrir utan komu þau Jón- as okkur hjónum í golf. Við skulum ekki tala hátt um okkar fyrstu kennslustund í golf- inu. Jónas þurfti að dröslast með mig og auðvitað vann hitt parið. Börnin mín eru þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig, elsku frænka. Við eig- um svo margar góðar minningar sem enginn getur tekið frá okkur. Elsku Jónas, Raggi, Kata, Hrönn, Edda Rán, Eysteinn, Katrín amma, Anna Sjöfn og barnabörn, þið hafið misst svo mikið, en það eru forréttindi að hafa átt þessa hjartahlýju og góðu eiginkonu, móður, dóttur og ömmu. Elsku besta frænka og vinkona, nú geturðu bæði sungið og spilað golf. Jóna Þ. Vernharðsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.