Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 90

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 90
90 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Guðlaugur Eyjólfsson fyrrum landsliðsmaður í körfubolta er 35ára í dag. Guðlaugur sem spilaði körfubolta fyrir Grindavík umárabil, vann bæði deildar- og bikarmeistaratitla með liðinu. Í dag er hann forstöðumaður á sölu- og einstaklingsmörkuðum hjá Sím- anum. Hann er þó ekki hættur að hreyfa sig en um síðustu helgi hljóp hann hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu en auk þess ferðaðist hann til Rotterdam þar sem hann hljóp maraþon á þremur klukkutímum og sjö mínútum, sem verður jú að teljast býsna gott. Guðlaugur hefur verið töluvert á faraldsfæti í sumar en auk Hollandsferðarinnar þar sem hann hljóp maraþonið ferðaðist hann með fjölskyldunni til Bandaríkjanna. Stórborgin New York var sótt heim en auk þess fór fjölskyldan einnig um New Jersey-fylki. Guðlaugur segir að það hafi verið mikil upplifun fyrir börnin að koma til New York- borgar þar sem mannlífið iðar. „Ætli ég hafi það ekki bara notalegt með fjölskyldunni og læt dekra aðeins við mig,“ segir Guðlaugur aðspurður um hvernig verja eigi af- mælisdeginum. Hann segist þó almennt ekki vera mikið afmælisbarn. Að afmælið falli í skuggann af ellefu ára afmæli dóttur hans í fyrradag. Eiginkona Guðlaugs er Hugrún Ósk Óskarsdóttir, viðskiptastjóri Já. Saman eiga þau þrjú börn, Sögu, 11 ára, Brynju, 6 ára og Eddu, sem er eins árs gömul. Á ferðalagi Guðlaugur ásamt fjölskyldu sinni í New York í sumar. Lætur dekra við sig á afmælisdaginn Guðlaugur Eyjólfsson er 35 ára í dag H lín fæddist á Selfossi 27.8. 1965 en ólst upp í Þorlákshöfn: „For- eldrar mínir voru meðal frumbyggja bæjarins og það var gaman að alast upp í Þorlákshöfn þegar bærinn stækkaði sem mest. Þar ríkti mikil bjartsýni og samstaða einkenndi bæjarbraginn.“ Hlín var í Grunnskóla Þorláks- hafnar og fór síðan í Menntaskólann við Sund. Að loknu stúdentsprófi ár- ið 1985 hélt Hlín með tilvonandi eig- inmanni til St. Paul, Minnesota, og hóf BA-nám við Macalester College. Þar næst fór hún í mastersnám í Cornell University, Ithaca, New York, og útskrifaðist þaðan með mastersgráðu í skipulagsfræði og landslagsarkitektúr. „Við bjuggum í tvö ár í Stokk- hólmi í Svíþjóð eftir námsárin í Am- eríku en ákváðum að halda heim til Íslands árið 1995 eftir níu ára búsetu erlendis. Þá hóf ég störf á Skipulags- sviði Reykjavíkurborgar, sem þá hét Borgarskipulag. Ég var þar verk- efnisstjóri og starfaði hjá Reykjavík- urborg til ársins 2001. Nokkru síðar stofnaði ég eigið ráðgjafafyrirtæki sem heitir Skipulag og hönnun ehf. Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur – 50 ára Hress Golf- og skíðafjölskylda Hlín og Hreggviður með börnunum sínum, þeim Leifi, Sverri og Ölmu Rún. Gott umhverfi krefst skynsamlegs skipulags Kátar konur Hlín með vinkonum sem allar eru hressar og uppátækjasamar. Systkinin Eyrún Lára Sigurjónsdóttir og Björn Kári Sigurjónsson héldu tombólu hjá Sundlaug Kópavogs. Þau söfnuðu 3.190 kr. og gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sigurður Ara- son Fossdal, f. 27. ágúst 1935, er 80 ára í dag. Afmælisbarnið mun fagna deginum í faðmi fjöl- skyldu. Árnað heilla 80 ára Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.