Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 91

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 91
og hef síðan tekið að mér ýmis verk- efni á mínu starfsviði.“ Hlín sat í stjórn FÍLA, Félags ís- lenskra landslagsarkitekta, var for- maður félagsins 2008-2011, situr í samkeppnisnefnd félagsins og hefur setið í stjórn SFFÍ, Skipulagsfræð- ingafélags Íslands. Verður ekki landslagsarkitektúr sífellt veigameiri fræðigrein með hverju árinu? „Jú. Við getum orðað það svo að starfsvettvangur greinarinnar hafi eflst mikið frá því ég lauk námi og sama er að segja um skilning á mik- ilvægi skipulagningar almennt. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig en ég held að það sé almennt mjög til bóta.“ Margir vinkvennahópar Áhugamál Hlínar snúast flest um útiveru: „Ég hef gaman af göngu- ferðum og fer yfirleitt í nokkrar lengri gönguferðir á ári um Ísland. Einnig er ég búin að stunda golfið í nokkur ár en karlleggur fjölskyld- unnar er áhugasamur í golfinu. Í sumar náðist sá áfangi að ég varð minnst í fjölskyldunni. En á sama tíma var forgjöfin mín orðin hæst. Synirnir hafa báðir lækkað í forgjöf í sumar um rúman tug á meðan mín forgjöf silast hægar en þó sígandi niður á við. Við höfum einnig gaman af skíða- mennsku og ferðalögum ýmisskonar og við fjölskyldan höfum farið reglu- lega í ævintýraferðir á framandi slóðir, nú síðast í magnaða jólaferð til Sri Lanka. Garðyrkja er eitt af áhugamál- unum og má segja að mín hugleiðsla sé fólgin í því að róta í moldinni þeg- ar ég dunda mér ein með sjálfri mér í garðinum mínum. Síðan er eiginlega stærsta áhuga- málið að vera með fjölskyldu og í góðra vina hópi. Ég er svo heppin að ég er umvafin góðum vinum og til- heyri nokkrum vinkvennahópum. Það eru margar gleðistundirnar sem ég hef átt með æskuvinkonunum, göngu-, veiði- eða golfhópnum og ekki má gleyma stelpunum í „Bostonians“ sem ég bralla mikið með. Ég er sífellt að skipulegga eitt- hvað skemmtilegt með vinkonum eða fjölskyldu þannig að í mínu lífi er alltaf eitthvað til að hlakka til.“ Fjölskylda Eiginmaður Hlínar er Hreggviður Jónsson, f. 18.6.1963, stjórnarfor- maður Veritas-samstæðunnar og Festi og formaður Viðskiptaráðs Ís- lands. Þau gengu í hjónaband árið 1992. Foreldrar Hreggviðs: Guðný María Jóhannsdóttir, f. 29.6. 1936, verkakona á Þórshöfn, og Jón Kr. Jóhannsson, f. 4.8. 1923, d. 6.3. 1993, verslunarmaður á Þórshöfn. Börn Hlínar og Hreggviðs eru Leifur Hreggviðsson, f. 18.6. 1993, viðskiptafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík; Alma Rún Hreggviðs- dóttir, f. 2.1. 1997, nemi í Verslun- arskóla Íslands, og Sverrir Hregg- viðsson, f. 12.6. 2001, nemi í Réttarholtsskóla. Systkini Hlínar: Hrönn Sverris- dóttir, f. 17.1. 1962, kennari í Þor- lákshöfn, og Hlynur Sverrisson, f. 2.3. 1969, d. 5.1. 1974. Foreldrar Hlínar voru Álfhildur Steinbjörnsdóttir, f. 11.4. 1933, d. 17.4. 2014, húsfreyja í Þorlákshöfn og Sverrir Sigurjónsson, f. 28.2. 1934, d. 1.7. 2015, húsasmíðameistari í Þorlákshöfn. Úr frændgarði Hlínar Sverrisdóttur Hlín Sverrisdóttir Anna Kristófersdóttir húsfr. á Reykjum Jónas Jónsson b. á Reykjum í V.Hún Elínborg Jónasdóttir húsfr. Syðri Völlum Steinbjörn Jónsson söðlasm. og b. á Syðri -Völlum í V.Hún Álfhildur Steinbjörnsdóttir húsfr. í Þorlákshöfn Ingveldur Pétursdóttir vinnuk. í Haukagili á Mýrum Jón Jónsson b. í Gröf í Lundarreykjadal Guðrún Gísladóttir húsfr. í Eyjum og Rvík Auðunn Jónsson trésm. í Vestm.eyjum og í Rvík Ingileif Auðunsdóttir húsfr. á Grímsstöðum Sigurjón Guðmundsson b. á Grímsstöðum í Rangárvallasýslu Sverrir Sigurjónsson húsasmíðam. í Þorlákshöfn Sigríður Sigurðardóttir vinnuk. í Rangárvallasýslu Guðmundur Magnússon vinnum. í Rangárvallasýslu Katrín Sigurjónsdóttir skrifstofum. í Rvík Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafr. í Rvík Anna Steinbjörnsdóttir bankastarfsm. í Rvík Afmælisbarnið Hlín Sverrisdóttir. ÍSLENDINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Gunnlaugur Blöndal fæddist áSævarlandi í Þistilfirði 27.8.1893. Foreldrar hans voru Björn Gunnlaugsson Blöndal, héraðs- læknir á Blönduósi, Hvammstanga og á Siglufirði, og k.h., Sigríður Möll- er húsfreyja. Björn var sonur Gunn- laugs Blöndal sýslumanns, og k.h. Sigríðar, systur Benedikts Gröndal og dóttur Sveinbjarnar Egilssonar, skálds og rektors, en Sigríður Möller var dóttir Hans Carstens Möller, lög- fræðings í Kaupmannahöfn, og Ingi- bjargar Einarsdóttur húsfreyju. Gunnlaugur flutti ungur með for- eldrum sínum til Hvammstanga og ólst þar upp. Hann lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík, stund- aði nám í teikningu við Teknisk Sel- skab Skole í Kaupmannahöfn frá 1913 og síðar nám við Listaakadem- íuna í Osló hjá einum virtasta málara Norðmanna, Christian Krogh. Um það leyti kynntist hann verkum franskra málara á borð við Renoir og Matisse. Að loknu tveggja ára námi ferðaðist Gunnlaugur um Evrópu, kom heim 1922 og hélt sína fyrstu einkasýningu. Hann dvaldi síðan í París á árunum 1924-29, varð þar fyr- ir áhrifum af expressjónisma og kú- bisma, stundaði nám í Akademíu Andrés Lhote og við „Hina frjálsu vinnustofu“ þar sem hann lærði hjá Fernand Léger. Hann var síðan bú- settur í Kaupmannahöfn, sýndi víða um Evrópu og varð þekktur listmál- ari í París og Kaupmannahöfn. Hann flutti heim á stríðsárunum og starfaði hér síðan. Tómas Guðmundsson skrifaði bók um Gunnlaug sem kom út hjá Helga- felli á sjöunda áratugnum, enda báðir rómantískir með afbrigðum. Um list Gunnlaugs segir Björn Th. Björnsson m.a. í Listasögu sinni: Fyrir [honum] vakir alls ekki að túlka lífið, veru- leikann. Hann notfærir sér aðeins svipmyndir hans sem rómantískt yrkisefni, smíðisefni fegurðar, sem á sér í raun og veru hljómgrunn á allt öðru sviði mannlífsins. … Þar á ég ekki sízt við konumyndir hans, en margar þeirra eru óumdeilanleg snilldarverk, þrungnar rósemd og djúpu ljóðrænu yndi.“ Gunnlaugur lést 28.7. 1962. Merkir Íslendingar Gunnlaugur Blöndal 90 ára María Jónína Sigurðardóttir 85 ára Einar Ólafsson Kristín Þorleifsdóttir Ulla Bertelsen 80 ára Auður Hermannsdóttir Guðrún Hjaltadóttir Martha K. Sveinbjörnsdóttir Óli Þ. Guðbjartsson Sigurður Arason Fossdal 75 ára Amalía Sverrisdóttir Anna J. Þorsteinsdóttir Árni Þór Kristjánsson Guðrún Ásmundsdóttir Ingjaldur Ásvaldsson Kristbjörg Elma Elíasdóttir 70 ára Bjarni Sigurjónsson Björn Eiríksson Hallgrímur Guðmundsson Ingibjörg Árnadóttir Ingimundur Árnason Kolbrún Úlfarsdóttir Snjólaug Þóroddsdóttir Steingrímur Steingrímsson Viðar Þormóðsson 60 ára Birgir Árdal Steingrímsson Bjarni Ástvaldsson Björk Tryggvadóttir Elísabet Kristín Einarsdóttir Grímur Andrésson Gunnar Helgason Halldór Ólafsson Hlynur Ómar Svavarsson Jón Guðni Guðmundsson Sigríður Lovísa Sigurðardóttir Sigríður O.Þ. Sigurðardóttir Trausti Axels Haraldsson 50 ára Álfhildur Anna Stefánsdóttir Birkir Hreinsson Guðrún Hermannsdóttir Inga María Hansen Ásgeirsdóttir Kolbeinn Ingi Birgisson Kristín S. Kristinsdóttir Sigrún Björk Pétursdóttir Sigrún Erlendsdóttir Soffía Hauksdóttir 40 ára Guðbjörg Guðlaugsdóttir Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir Huld Óskarsdóttir Jóhann Möller Jón Bjarni Bjarnason Kristín Ásta Ólafsdóttir Rafal Rusak Sigrún Edda Erlendsdóttir 30 ára Anusha S. Perera Kulathilakage Dagur Hákon Rafnsson Daria Agata Kolodziejczyk Erling Páll Karlsson Guðmundur Hauksson Gylfi Þór Jónasson Hjördís Erna Þorgeirsdóttir Ingunn Hreinberg Indriðadóttir Leif Stefan Anderson Nimnual Khakhlong Robert Gaj Sólveig Lind Helgadóttir Tomás Hub Yoav Tirosh Til hamingju með daginn 30 ára Matthías ólst upp á Guðnastöðum í Austur- Landeyjum, býr þar og er vélaverktaki. Systkini: Dagný, f. 1972; Bryndís, f. 1974; Guðni, f. 1977, og Magnús, f. 1982. Foreldrar: Ragnar Guð- laugsson, f. 1934, fyrrv. bóndi á Guðnastöðum, nú búsettur á Selfossi, og k.h., Margrét Strubler, f. 1948, fyrrv. húsfreyja á Guðnastöðum, nú á Sel- fossi. Matthías Ragnarsson 30 ára Helgi ólst upp á Akureyri, er nú búsettur í Mosfellsbæ, lauk stúd- entsprófi frá VMA og prófi í fjölmiðlatækni frá Borg- arholtsskóla og stundar nú nám í tölvunarfræði við HÍ. Systur: Margrét Elva Ragnarsdóttir, f. 1977, og Álfheiður Rut Ragn- arsdóttir, f. 1979. Foreldrar: Ragnar Þór El- ísson Olsen, f. 1955, og Erla Helgadóttir, f. 1959. Helgi Snær Ragnarsson 30 ára Kristjana ólst upp í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum, býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í fjármálafræði og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Uni- versity of Florida og MSc- prófi í fjármálahagfræði frá HÍ og er að hefja nám í verðbréfamiðlun. Foreldrar: Marta Krist- jánsson, f. 1957, skrif- stofustjóri, og Guðleifur Kristjánsson, f. 1955, dreifingarstjóri. Kristjana G. Kristjánsson 3.855KR SALTFISKUR með möndlu og graslauks- smjöri, fíkjumogkartöflum g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.