Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þrestir, kvikmynd Rúnars Rúnars- sonar, verður heimsfrumsýnd á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í To- ronto, TIFF, 11. september nk. og hefur auk þess verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastián- kvikmyndahátíðarinnar sem fer fram í samnefndri borg á Spáni 18. til 26. september. Margir muna eflaust eftir sigurgöngu Eldfjalls, síðustu kvik- myndar Rúnars, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes vorið 2011 og sópaði næstu mánuði að sér verðlaunum á hinum ýmsu hátíðum og þá m.a. fyrir frábæra frammistöðu Theódórs Júlíussonar sem fór með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Ferill Rúnars hefur verið verðlaun- um stráður, allt frá því hann útskrif- aðist frá Danska kvikmyndaskól- anum árið 2009, því stuttmyndir hans Smáfuglar, Anna og Síðasti bærinn fóru einnig sigurför um heiminn og unnu til um hundrað alþjóðlegra verðlauna. Verður því forvitnilegt að fylgjast með flugi Þrasta milli hátíða næstu mánuði. Saga feðga þungamiðjan „Aðalsöguhetjan, Ari, er að flytj- ast aftur vestur á firði þar sem hann ólst upp og þarf að búa með pabba sínum. Þeir hafa ekki sést í sex ár og móðir Ara er að fara utan vegna vinnu,“ segir Rúnar um söguna sem rakin er í Þröstum. Ara leikur Atli Óskar Fjalarsson og Ingvar E. Sig- urðsson föður hans. Í öðrum helstu hlutverkum eru Rakel Björk Björns- dóttir, Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija og tónlistina samdi Kjartan Sveinsson. Rúnar segir Þresti vera þroska- sögu 16 ára pilts sem þarf að laga sig að breyttum aðstæðum. Það geti verið erfitt að snúa aftur á æskuslóð- irnar. „Það gerist heilmikið á þess- um tíma, frá 10 til 16 ára aldurs. Þungamiðjan í sögunni er saga þeirra feðga,“ segir Rúnar. -Þetta er þá dramatísk og tilfinn- ingaþrungin kvikmynd? „Já, en hún er dálítið fyndin líka. Ég hef ekki verið þekktur fyrir það hingað til að gera kómedíur og ég er ekki að segja að þetta sé gaman- mynd en ég get lofað fólki því að það mun hlæja reglulega að myndinni,“ svarar Rúnar. Hann hefur áður leik- stýrt Atla Óskari í stuttmyndinni Smáfuglum og Atli fór einnig með aðalhlutverkið í Óróa, kvikmynd Baldvins Z. -Í hvað vísar titill myndarinnar? „Þetta byrjaði sem vinnutitill. Hann kom eiginlega þannig til að þrösturinn er fagur og kvikur en það er samt eitthvað brothætt við hann. Það átti að endurspegla persónuna sem er verið að kljást við í myndinni. Svo lagðist ég í dálitla rannsóknar- vinnu og komast að því að þröstur- inn er tákn sem kemur oft fyrir í Biblíunni. Þar táknar hann breyt- ingar og sakleysi,“ segir Rúnar. Tit- illinn hafi því smellpassað við sög- una. Tökustaðurinn mikilvægur -Er þessi saga byggð á persónu- legri reynslu þinni? „Allt sem ég skrifa er á einn eða annan hátt frá fyrstu, annarri eða þriðju hendi og síðan setur maður þetta náttúrlega í alls konar sam- hengi og skáldar í eyðurnar,“ segir Rúnar. Og spurður að því hvort hann hafi stundað einhvers konar heimildarvinnu fyrir handritsskrifin segist hann alltaf gera það. „Töku- staðurinn er líka alltaf mjög mikil- vægur fyrir mér. Við tókum þessa mynd fyrir vestan, mikið á Flateyri og norðurfjörðunum. Ég þekki Flat- eyri og nágrenni mjög vel og stór hluti skrifanna fór fram fyrir vest- an,“ segir Rúnar. Hann hafi verið heimalningur á Flateyri í um 20 ár. Rúnar segir Flateyri einstaklega fallegan stað og þá ekki síst fyrir kvikmyndatökur. „Það er kannski aðeins flögnuð málning á húsum og svona og það gefur dýpt í myndflet- ina og annað. Að vera með þetta samspil milli innri baráttu persóna og vera í þessu umhverfi, í bænum og náttúrunni í kring, að reyna að tengja þetta saman fyrir söguna, var mjög skemmtilegt,“ segir hann. Tökur á Þröstum fóru fram í júlí og ágúst í fyrra og þegar Rúnar er spurður að því hvort þær hafi gengið átakalaust fyrir sig segir hann að alltaf þurfi að takast á við einhverjar brekkur. Heimamenn hafi verið boðnir og búnir að veita tökuliði alla þá aðstoð sem þurfti og það hafi létt róðurinn. „Almennt séð eru Íslend- ingar mjög hjálpsamir, tilbúnir að koma kvikmyndunum okkar á kopp- inn. Mér finnst mjög gott að vinna á Íslandi,“ segir Rúnar. Rúnar segir undirbúning fyrir tökur afar mikilvægan, m.a. að dvelja lengi á tökustað svo allt sé komið á hreint þegar tökur hefjast. Það sé mikilvægt að vera með eins mikið vald á aðstæðum og mögulegt er. „Ef maður lifir og hrærist á töku- staðnum fer maður að sjá hluti sem maður sér ekki þegar maður er kom- inn á yfirsnúning í tökum,“ bendir Rúnar á. Hann hafi búið á aðaltökustaðnum í tvo mánuði fyrir tökur, heimili feðganna í myndinni sem sé gamalt hús á eyrinni og líklega það elsta í þorpinu. Rúnar segir að með því að búa á staðnum hafi hann náð að tengjast umhverfinu betur. „Stoltur af mínu fólki“ -Nú naut Eldfjall mikillar vel- gengni og maður sér það í greinum fagtímarita að miklar væntingar eru gerðar til Þrasta. Ertu eitthvað stressaður yfir því? „Nei, ég er bara voða stoltur af mínu fólki, alveg hrikalega stoltur af því hverju við áorkuðum í þessari mynd. Allt annað er hagkvæmur hé- gómi, héðan í frá. Auðvitað vill mað- ur að myndirnar manns fái braut- argengi og að sem flestir sjái þær og það er frábært ef fólki líkar við myndina. En maður fer af stað í þetta ferðalag og viðar að sér flokki fólks sem er með sérþekkingu á hin- um og þessum sviðum, til þess að ná sýn manns alla leið og koma með einhverjar viðbætur,“ segir Rúnar. Meðal þeirra sem komu að gerð myndarinnar voru vinir Rúnars úr námi í Danska kvikmyndaskólanum, tökumaðurinn Sophia Olson og klipparinn Jacob Schulsinger sem bæði hafa unnið við fyrri myndir hans. Schulsinger er einn vinsælasti ungi klipparinn í heiminum í dag að sögn Rúnars og á m.a. að baki marg- lofaða kvikmynd Rubens Östlund, Force Majeure. Þá er Mikkel Jersin einn framleiðenda myndarinnar og er Þrestir fyrsta mynd Rúnars sem hann framleiðir. Tákn fyrir breytingar og sakleysi  Þroskasaga 16 ára pilts er rakin í Þröstum, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem verður heimsfrumsýnd í Toronto í næsta mánuði  Undirbjó sig með því að búa á aðaltökustaðnum í tvo mánuði fyrir tökur Feðgar Ingvar E. Sigurðsson og Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum. Þeir leika feðga sem hafa ekki hist í sex ár. Farsæll Rúnar Rúnarsson, handrits- höfundur og leikstjóri Þrasta. Ljósmynd/Hulda Sif Eftir að hafa barist í heim-styrjöldinni fyrri snýrTom Sherbourne aftur tilheimalands síns, Ástralíu, og tekur að sér starf vita- varðar á eyjunni Janus, sem er pínu- lítil og fjarri öll- um manna- byggðum. Þar býr hann við al- gera einangrun um skeið, en síð- an kynnist hann Isabel, þau gift- ast og hún flytur út í eyjuna til hans. Nokkrum árum síðar, eftir að Isabel hefur misst fóstur tvisvar og fætt andvana barn heyrir hún barnsgrát í vindinum. Báti hefur skolað á strönd eyjunnar og um borð í honum eru látinn maður og ung- barn, lítil stúlka. Hjónin standa frammi fyrir erfiðu vali; eiga þau að taka barnið að sér eða eiga þau að tilkynna atvikið til yfirvalda? Tom, sem hefur mikla þörf fyrir reglur vill fara að lögum og tilkynna um lát mannsins og að barnið hafi rekið á fjörur þeirra. Isabel er aftur á móti sannfærð um að stúlkan sé gjöf frá guði. Þau taka hana að sér, nefna hana Lucy og engum dettur annað í hug en að hún sé dóttir þeirra. Nokkrum árum síðar breytast að- stæður. Og þá vakna ýmsar spurn- ingar, því í þeim aðstæðum sem Tom og Isabel hafa komið sér í er ekkert eitt rétt svar. Hvað er rétt og hvað er rangt og hver ætlar að skera úr um það? Réttlæti fyrir einn getur falið í sér að brotið er á öðrum. En hverjum og hvernig á að meta hvað er barni fyrir bestu? Hér kemur Biblíusagan um Salómon konung, sem tvær konur sem báðar gerðu til- kall til sama barnsins, upp í hugann. Það er leitun að jafn vel skrifuðum persónum. Innri barátta Toms er átakanleg, hann er afar réttsýnn maður og veit að hann hefur gert rangt en barnið veitir honum sífellt meiri gleði. Þrá Isabel eftir barni og hversu langt hún er tilbúin að ganga til að uppfylla þá löngun er sömuleið- is nánast áþreifanleg. Litla stúlkan Lucy er heillandi persóna, glöð og forvitin og auðvelt fyrir lesandann að þykja vænt um hana og vilja henni allt það besta. Þetta er saga um að velja, saga um að gera mistök og þegar fólk þarf að taka afleiðingum gjörða sinna. Saga um venjulegt fólk sem kemur sér í erfiðar aðstæður. Það kemur ekki á óvart að hún hefur komist í efstu sæti metsölulista víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga. Fyrir það fyrsta er þetta óskap- lega vel skrifuð bók og býsna vel þýdd af Guðna Kolbeinssyni, hún heillar lesandann upp úr skónum og vekur ýmsar tilfinningar. Fyrir þá sem hyggja á að lesa Ljós af hafi er hér smá viðvörun: Það er erfitt að leggja hana frá sér fyrr en í bókar- lok. Hvað er rétt og hvað er rangt? Skáldsaga Ljós af hafi bbbbn Eftir M.L. Stedman. Guðni Kolbeinsson þýddi. JPV útgáfa 2015. 414 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Ljósmynd/Annette Porter Höfundurinn Gagnrýnandi segir að skáldsaga M.L. Stedman, Ljós af hafi, sé „óskaplega vel skrifuð bók og býsna vel þýdd af Guðna Kolbeinssyni, hún heillar lesandann upp úr skónum og vekur ýmsar tilfinningar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.