Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 96

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég kolféll fyrir þessu verki Gunn- steins um leið og ég kynntist því fyr- ir um tveimur árum,“ segir Sveinn Einarsson, sem leikstýrir ævintýra- óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðv- ar Guðmundsson sem frumsýnd verður í Norður- ljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst kl. 14. „Textinn hans Böðvars er óheyrilega spenn- andi og býr yfir skemmtilegum skírskotunum í bæði hefðir og söguna á sama tíma og hann er algjörlega nútímalegur. Tónlistin er mjög áheyrileg, lagræn og á köflum mjög fyndin,“ segir Sveinn og tekur fram að eitt af því sem höfði til hans við Baldursbrá sé hversu alþýðlegt verkið sé, en tón- listin byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, hvort tveggja rímnalög- um og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjörlegum dönsum. „Þetta er ævintýraópera sem höfða ætti til allrar fjölskyldunnar,“ segir Sveinn, en verkið, sem er í þremur þáttum, tekur um tvær klukkustundir í flutningi með hléi. „Þetta er dæmisaga sem túlka má á marga vegu, en leiðarþráður verks- ins er náttúruvernd. Fyrir mér er Baldursbrá Ísland. Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa sem hvetur hana til að fara með sér upp á fjallstind til að njóta útsýn- isins. Þegar hún er komin upp á hæð- ina kemst hún að því að þar er ekk- ert skjól. Niðurstaðan verður sú að það á ekki að róta við náttúrunni heldur leyfa henni að hafa sinn gang.“ Frumsköpun í bland við víðsýni Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. Sextán manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins. „Ég er mjög ánægður með mína áhöfn, bæði inn- an og utan sviðs. Það eru margir reynsluboltar í kringum mig í þess- ari sýningu. Þannig gerir Sigurjón Jóhannsson leikmyndina, en hann var yfirleikmyndateiknari Þjóðleik- hússins í mörg herrans ár. Ljósa- meistari Þjóðleikhússins til margra ára, Páll Ragnarsson, sér um lýs- ingu. Höfundur dansa er Ingibjörg Björnsdóttir, sem stýrði Listdans- skólanum til margra ára. Messíana Tómasdóttir, sem á langan feril að baki, gerir grímur. Meira að segja sminkurnar, þær Elsa Þórisdóttir og Kristín Thors, eru miklir reynslu- boltar. Það eru bara tvær ungar manneskjur í listræna teyminu, en það eru Kristína R. Berman sem hannar búninga og Árni Kristjáns- son sem er aðstoðarleikstjóri. Hann var það reyndar líka árið 2008, en er nú kominn í frábært leikstjórnar- nám, valinn úr hundruðum umsækj- enda.“ Að sögn Sveins er ekki hlaupið að því að koma nýjum íslenskum óp- erum á svið hérlendis. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var tilnefnd til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. Uppsetn- ingin nú er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óper- unnar og Hörpu. „Það er gríðarlegur barningur að koma fram nýrri ís- lenskri óperu en Gunnsteinn hefur sýnt óþrjótandi elju og úthald í að koma verkinu á svið,“ segir Sveinn og rifjar upp að Baldursbrá hafi ver- ið neitað um styrk úr bæði leiklistar- og tónlistarráði. „Óperur lenda þarna mitt á milli listgreina.“ Svo skemmtilega vill til að 26. október nk. verða liðin fimmtíu ár síðan Sveinn leikstýrði fyrstu leik- sýningu sinni, en það var Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi 1965. „Ég veit ekki nokkur dæmi þess hérlendis að leikstjóri sem enn er í fullu fjöri hafi fagnað 50 ára starfsafmæli sínu. Leikstjórnarferill minn hefur verið samfelldur öll þessi ár, þó að ég sé á síðustu árum farinn að veigra mér við stórum sýningum. Það hentar betur að stýra minni sýn- ingum þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Sveinn, sem fagnar 81 árs afmæli sínu í næsta mánuði, en síðasta stóra uppfærsla hans var Cavalleria Rusticana hjá Ís- lensku óperunni haustið 2008. Í ljósi þess að Baldursbrá telst seint lítil sýning í sniðum liggur beint við að spyrja hvers vegna Sveinn hafi tekið leikstjórn verksins að sér. „Þegar hringt er í mig og ég spurður hvort ég vilji leikstýra óperu endar samtalið venjulega á því að ég segi „já“, því að ég hef elskað óperur frá því að ég man eftir mér og hluti af námi mínu var við Stokkhólms- óperuna. Á mínum yngri árum fannst mér freistandi að einblína al- farið á óperuleikstjórn á heimsvísu, því að Walter Felsenstein, sem á sín- um tíma var talinn fremsti óperu- leikstjóri í veröldinni, bauð mér að gerast hjá sér aðstoðarleikstjóri. Það var auðvitað frábært tækifæri, en flestir hans aðstoðarleikstjórar urðu síðar heimsfrægir. En ég var þá orð- inn bundinn Leikfélagi Reykjavíkur og fannst að ég myndi bregðast mál- staðnum ef ég færi út, því að á þeim tíma var verið að ræða hvort reisa ætti Borgarleikhúsið eða ekki. Mér fannst ég því ekki geta yfirgefið fé- laga mína á þeim tíma og hafnaði til- boðinu,“ segir Sveinn, sem á löngum ferli sínum hefur leikstýrt fjölda óp- erusýninga samhliða leiksýningum. „Ég hef voða gaman af því að vinna óperusýningar, því að maður kemst í svo gott skap við að vinna þær,“ segir Sveinn og bendir á að mikilvægt sé að leyfa músíkinni að ráða, þar sem allar tilfinningar og framvinda liggi í tónlistinni. Að- spurður segir Sveinn spennandi að vera fyrsti leikstjórinn til að vinna nýtt verk. „Það er gaman að fást við frumsköpun. En þegar maður setur upp þekkt klassík verk reynir maður eðlilega að útiloka aðrar upp- færslur,“ segir Sveinn og tekur fram að hann hafi alltaf verið mjög stoltur af því að taka þátt í frumsköpun. „Ég lít þannig á að heilbrigt og fram- sækið leikhús, á hvaða sviði sem er, þurfi að byggjast upp á tveimur þráðum. Annars vegar á frumsköpun og hins vegar víðsýni gagnvart því sem verið er að gera annars staðar. Þetta er grundvallarviðhorf sem ég hef haft á öllum ferli mínum í leik- húsinu.“ Aðeins eru fyrirhugaðar fjórar sýningar á Baldursbrá í Norður- ljósum. Þær verða helgina 29. og 30. ágúst kl. 14 báða daga og síðan 31. ágúst og 1. september kl. 20 hvort kvöld. Miðasala er á harpa.is. „Maður kemst í svo gott skap“  Sveinn Einarsson leikstýrir ævintýraóperunni Baldursbrá  Hann fagnar 50 ára starfsafmæli sínu í október  Segir mjög mikilvægt að hlúa að frumsköpun og styðja betur við nýjar íslenskar óperur Morgunblaðið/Styrmir Kári Skrafað Baldursbrá (Fjóla Nikulásdóttir) spjallar við Rebba (Jón Svavar Jósefsson) og Spóa (Eyjólf Eyjólfsson). Sveinn Einarsson Michel Houellebecq er einn þekkt- asti rithöfundur samtímans, um- deildur og ögrandi, og hefur mynd- list komið fyrir í nokkrum verka hans. Ekki síst í skáldsögunni Kort- ið og landið, síðustu bók höfundarins sem kom út á íslensku og fékk frá- bæra dóma hér sem víðar, en þar er aðalpersónan virtur samtímalista- maður. Nú hefur það vakið mikla at- hygli og forvitni í Frakklandi, heimalandi Houellebecq, að í hinu virta samtímalistasafni í París, Pala- is de Tokyo, verður á næsta ári sett upp sýning á myndlistarverkum eft- ir Houellebecq. Samkvæmt The Art Newspaper hefur ekkert lekið út um það hvers konar verk rithöfundurinn hefur verið að skapa og mun sýna. Hann hélt í fyrra sýningu á ljós- myndum en þær hafa ekki vakið við- líka athygli og ritverk hans. „Sýningin verður opnuð í júní nk. og sýningarstjórinn er Jean de Loisy, forstöðumaður Palais de To- kyo,“ segir talsmaður sýningar- miðstöðvarinnar og bætir við að þetta verði fyrsta raunverulega einkasýning Houellebecq. Nýjasta skáldsaga hans, Soumiss- ion, hefur vakið mikla athygli, rétt eins og þær fyrri. Sögusviðið er Frakkland árið 2022 og er forseti landsins múslimi. Myndlistarmaður Michel Houellebecq við opnun á sýningu á ljósmyndum sínum í París í fyrra. Ekki er vitað hvað hann sýnir í Palais de Tokyo. Stór sýning á mynd- verkum Houellebecq
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.