Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 101

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 101
AF LISTUM Vernharður Linnet linnet@simnet.is Fyrir fimm árum sagði JónPáll í viðtali við Einar FalIngólfsson hér í blaðinu, að spilagleðin væri alltaf jafn mikil, „það er lífið“. Þá var hann 72ja ára. Nú, fimm árum síðar, er hann horf- inn yfir móðuna miklu. Hann spilaði framundir það síðasta; hann og Gibsoninn eitt. Jón Páll var enginn venjulegur djassspilari. Hann og Gunnar Ormslev voru boðberar nýrra tíma í íslenskum djassi, þó Jón væri tíu árum yngri. Gunnar var fulltrúi hins svala djass, en Jón Páll bíboppsins. Þegar Jón Páll var spurður um uppáhaldsgítarista sinn, svaraði hann jafnan: „Charlie Parker“, enda hlustaði hann meira á altóleikarann en aðra djassmúsíkanta, þó gítarist- arnir Tal Farlow, Barney Kessell og Jimmy Raney væru í miklu uppá- haldi. Ópusar Parkers voru Jóni Páli tamir, enda gjarnan byggðir á hljómagangi klassískra söngdansa, en Jóni Páli fannst ekki þörf á því að vera sífellt að semja nýja ópusa með- an óteljandi möguleikar væru í hin- um gömlu. Lee Konitz var líka á þessari skoðun og meira að segja Gunni Sveins, tónskáldið Gunnar Reynir Sveinsson, en í tríói hans á Röðli lék Jón Páll með bassaleik- aranum Hödda Björns, en þeir voru lengi samtíða í Svíþjóð. Enginn norrænn gítaristi lék jafn leikandi bopplínur og Jón Páll, sífellt nýjar og nýjar hugmyndir í hverjum sólókór, en þó hann væri boppari fram í fingurgóma, var ekki hinn innbyrgði tryllingur í spuna hans eins og hjá Parker, Bud Powell og öðrum svörtum bopp- meisturum, er bjuggu við ógnir kynþáttahatursins allt sitt líf. Lín- urnar liðu jafnari fram. „Ljóðasöngvari“ djassins Jón Páll var atvinnumaður í tónlist í 60 ár. Byrjaði með Svavari Gests 17 ára, lék með fjölmörgum öðrum dans- og djasssveitum hér heima, frá KK-sextettnum til hljóm- sveitar Ragga Bjarna. Hann var hljóðfæraleikari í fjögur ár í Dan- mörku, tíu í Svíþjóð og sautján í Los Angeles, þar sem hann lék með óteljandi hljómsveitum af öllum sortum – en líka með snillingum á borð við Tal Farlow, Joe Pass og Buddy Rich. Það var alltaf hátíð í bæ þegar Jón Páll heimsótti okkur og það eru fimmtíu ár síðan ég heyrði hann fyrst. Í upphafi hreifst maður mest af hinum hröðu bopplínum, en þeg- ar frá leið voru það ballöðutúlkanir hans sem heilluðu fyrst og fremst. Ég man enn glöggt kvöldstund í Stúdentakjallaranum fyrir margt löngu þar sem hann spilaði með stráklingum eins og Gunna Hrafns bassaleikara. Eitt laganna var „Darn That Dream“ og túlkunin þrungin slíkri fegurð að Ben Webster í Jazzhus Montmartre kom upp í hugann. Við eigum flest okkar uppá- halds „Jóns Páls standarda“: „Lov- er Man“, „Have You Met Miss Jon- es“ og „Stella By Starlight“, svo örfáir séu nefndir. Það eru ein- kenni mikilla listamanna hversu aukinn þroski og lífsreynsla kemur fram í ballöðutúlkun þeirra. Jón Pál má kalla „ljóðasöngvara“ djass- ins á Íslandi, og svo var hann flest- um mönnum ljúfari í viðmóti. Ólaf- ur Stephensen sagði um Gunnar Ormslev: „Tónn Gunnars var eins- og maðurinn, blíður og hæversk- ur.“ Það sama má segja um Jón Pál og tónlist hans. Hvar hefur þessi maður verið? Það var ævintýri að hitta Jón Pál, hvort sem það var í fiskbúðinni eða tónleikasalnum. Hans verður sárt saknað, en sem betur fer er nokkuð til á hljómdiskum með list hans, má nefna hljóðritanirnar með Gunnari Ormslev frá fyrri árum og diskana tvo með Útlendingaher- sveitinni, er hann hafði náð fullum þroska sem listamaður. Svo var hann meira að segja farinn að skrifa ópusa sjálfur og er „Ice“ þeirra þekktastur. Það var líka nafnið á einu skífunni er hann gaf út með bandrískri hljómsveit. Einn þekktasti djassgagnrýnandi djass- heimsins, Leonard Feather, skrif- aði þá: „Hvar hefur þessi maður verið? Af hverju er nafn hans ekki löngu komið á lista þeirra lista- manna sem gagnrýnendur Down Beat telja að eigi skilið meiri við- urkenningu?“ Jón Páll hefur trú- lega brosað í kampinn þegar hann las þetta og haldið áfram að leika sitt bíbopp í klúbbunum í Los Ang- eles. Spilagleðin er lífið sjálft Morgunblaðið/Golli Gítarleikarinn Bíboppmeistarinn Jón Páll Bjarnason með Gibsoninn. Útför hans fer fram á morgun. »Enginn norrænngítaristi lék jafn leikandi bopplínur og Jón Páll, sífellt nýjar og nýjar hugmyndir í hverjum sólókór … Reynsluboltar Jón Páll ásamt félögum í blúsdjasssveitinni Bláum skuggum, þeim Pétri Östlund, Sigurði Flosasyni og Þóri Baldurssyni. MENNING 101 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Svavar Örn Svavarsson og Sigvaldi Kaldalóns, kallaður Svali, verða kynnar íslenskrar útgáfu sjón- varpsþáttanna The Voice, The Voice Ísland, sem sýningar hefjast á í haust á SkjáEinum. Svali segir þá félaga hafa sóst eftir því að fá að stýra þáttunum og Svavar segir geysilega margt gerast á bak við tjöldin. „Það er svo mikil orka á svona stað þar sem fólk kemur til að sanna sig, fær uppbyggilega gagnrýni og getur bætt sig,“ segir hann. Ísland verður 61. landið sem gerir eigin útgáfu af þáttunum. Kynnar í The Voice Kynnar Tvíeykið Svali og Svavar. Hipphopp-dúettinn Rae Sremmurd, skipaður bræðrunum Swae Lee og Slim Jimmy, heldur tón- leika í Laugardalshöll í kvöld. Lee og Jimmy ól- ust upp í fátækrahverfi í Tupelo í Missisippi, bjuggu árum saman á götunni, unnu af kappi að tónlist og héldu teiti til að vekja á sér athygli. Árið 2013 fóru þeir að setja lög sín á YouTube og tók framleiðandinn Mike WiLL Made-It þá í kjöl- farið upp á arma sína. Vinsældir bræðranna á netinu eru gríðarmiklar og hafa þeir verið á tón- leikaferðalagi um heiminn með bandarísku tónlistarkonunni Nicki Minaj. Höllin verður opnuð í kvöld kl. 19 og stígur Hermigervill fyrstur á svið hálftíma síðar og þeytir skífur. Kl. 20 troða upp Hr. Hnetusmjör og Frikki Dór, kl. 20.20 hefur hljómsveitin Retro Stefson leika og Gísli Pálmi kl. 20.40. Kl. 21 er komið að Pell og ráðgert er að Rae Sremmurd mæti á svið kl. 21.30 og skemmti gestum í klukkustund eða þar um bil. Rae Sremmurd í Höllinni í kvöld Bræður Swae Lee og Slim Jimmy hafa skotist upp á stjörnuhimin hipphoppsins í heimalandi sínu. STRAIGHTOUTTACOMPTON 7, 10 ABSOLUTELY ANYTHING 6, 8, 10 THE GIFT 8, 10:20 MINIONS - ENS TAL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Ítarlegar upplýsingar á www.kofaroghus.is • s. 553 1550 sumarTILBOÐA KOFAR OG HÚS Brekka 34 - 9,0 m² 25% afsláttur Verð áður 399.000 Verð nú 299.250 Brú - 5,0 m² 25% afsláttur Verð áður 265.000 Verð nú 198.750 Naust - 14,5 m² 25% afsláttur Verð áður 459.000 Verð nú 344.250 Síðustu dagar 25% afsláttu r Gildir á meðan birgðir e ndast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.