Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Síða 9
Yfirlit.
Summary.
A. Inngangsorð.
Introductory remarks.
Við allsherjarmanntalið 1. desember 1950 var, auk upplýsinga um fólkið
sjálft, einnig leitað nokkurra upplýsinga um húsnæði þess. Var sérstakt eyðu-
blað fyrir hvert hús, þar sem tilgreina skyldi alla íbúa þess, ásamt þeim upp-
lýsingum, sem um þá var krafizt, en á bakhlið eyðublaðsins átti að setja upp-
lýsingar um húsið sjálft og íbúðirnar í því, og voru þar leiðbeiningar um,
hvernig það skyldi gert. Efni þess hluta manntalsskýrslueyðublaðsins er tekið
upp sem viðauki aftan við töfludeild þessa heftis. Má þar sjá, bæði hvað um
hefur verið spurt og hvemig það hefur verið skýrgreint.
Þessar húsnæðisupplýsingar voru færðar á sérstök vélspjöld og úr þeim
unnið með skýrsluvélum. En vegna þess hve önnur stærri verkefni hafa hlaðizt
á vélarnar, og þá einkum stofnsetning Þjóðskrárinnar, hafa þessar skýrslur
orðið að bíða úrvinnslu alllengi. Við úrvinnsluna hefur verið leitazt við að
veita ýtarlegar upplýsingar um húsnæði í einstökum kaupstöðum og kaup-
túnum, svo og sýslum utan þeirra. Kauptún með yfir 300 íbúa hafa verið tekin
sérstaklega, en minni kauptún og þorp hafa verið tekin með sveitum. Um
sumt hafa þó verið látnar nægja upplýsingar fyrir hverja þessara heilda:
Reykjavík, aðra kaupstaði, (sem til hægðarauka eru kallaðir kaupstaðir, án
takmörkunar), kauptún (með yfir 300 íbúa) og sveitir. Þessar heildir má telja
mismunandi stig þéttbýlis hér á landi, og þetta yfirlit hefur að mestu verið
miðað við þá skiptingu.
I töflu X er útdráttur úr húsnæðisskýrslum 1940, sem safnað var með
manntalinu það ár og ekki hafa verið áður birtar. Má að sumu leyti nota þær
til samanburðar við húsnæðisskýrslurnar 1950. Húsnæðisskýrslum hafði einnig
áður verið safnað um leið og manntal var tekið hér á landi. Var það gert í
fyrsta sinn 1910, en þá aðeins spurt um byggingarefni og að nokkru leyti um
byggingarlag íbúðarhúsanna, en 1920 og 1930 var einnig spurt um íbúðimar
í húsunum, þó aðeins í kaupstöðum og kauptúnum, en ekki í sveitum. Auk
þess var gerð sérstök húsnæðisrannsókn í Reykjavík 1928 að tilhlutan bæjar-
stjórnarinnar.