Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Qupperneq 13

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Qupperneq 13
Húsnæölsskýrslur 1950 11 til íbúðar 1940. Ekki þarf að vera, að öll þau hús hafi verið rifin eða þau eyðilagzt á annan hátt, heldur teljast þar með líka þau hús, sem búið hefur verið í, en síðar verið tekin að öllu leyti til annarra nota. Hér hefur aðeins verið reiknað með þeim húsum, sem í skýrslunum voru talin yngri en 10 ára, en ekki tekið tillit til húsa með ótilgreindum aldri. Má vera, að yngstu aldursflokkarnir ættu eitthvað að hækka vegna þessara ómerkinga, en tölu- vert minni líkur eru þó til, að aldur sé ótilgreindur á nýjum húsum heldur en gömlum, og ætti þetta því ekki að valda mikilli skekkju. Varðandi hæö húsanna skal þess getið, að kjallari telst ekki hæð, enda þótt búið sé í honum, en kjallari telst aðeins, þar sem gólfið er lægra heldur en landið umhverfis, og þó ekki, ef það stafar aðeins af hækkun (t. d. af götugerð) eftir að húsið var byggt. Efsta hæðin telst % hæð, ef íbúðar- herbergi þar, öll eða sum þeirra, eru undir súð (rishæð). Af íveruhúsum í landinu 1950 voru nærri % hlutar (72%) 1 hæð slétt eða með risi og tæpl. y4 (24%) 2 hæðir sléttar eða með risi, en hærri húsa gætti lítið, nema helzt í Reykjavík, þar sem þau voru 7% af húsatölunni. En einnig þar voru þó einnar hæðar hús (án eða með risi) meir en helmingur húsatölunnar (52%), en hlutdeild þeirra óx mjög við minnkandi þéttbýlisstig (67% í kaupstöðum, 81% í kauptúnum og 87% í sveitum). Hefur hlutfall þetta þó alls staðar lækkað töluvert frá 1940, nema í Reykjavík, þar sem það hefur hækkað lítils háttar. Einnar hæðar hús voru ekki nema tæpl. helmingur húsatölunnar þar 1940. Um 90% af íbúðarhúsunum 1950 voru aðeins notuð til íbúöar, en 10% voru jafnframt höfð til annarra afnota. Svipað þessu var hlutfallið 1940, en þó heldur lægra (9%). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve mikill hluti íbúðarhúsa 1950 var jafnframt notaður til annars en íbúðar, og enn fremur, hver af- notin hafi verið. Hús % Hús % Reykjavík .., 826 15,8 Verzlun 522 27,8 KaupstaOir ., 549 11,8 Iðnaöur 422 22,5 Kauptún 240 8,3 Opinber not 265 14,1 Sveitir 262 4,0 Annað og óákveðið 668 35,6 Allt landið 1877 9,8 Allt landið 1877 100,0 Varðandi ibúöatölu í húsunum skal þess getið, að um % af íbúðarhúsum landsins 1950 voru einbýlishús (með 1 íbúð). í sveitum voru þau alveg yfir- gnæfandi (%o), í kauptúnum líka, en þó ekki eins (%), í kaupstöðunum líka í meiri hluta (%), en í Reykjavík aðeins þriðjungur húsatölunnar. Tvíbýlis- hús voru rúmlega % húsatölunnar á landinu, en 3ja íbúða hús aðeins 8%. Kveður lítið að þeim, nema í Reykjavík, þar sem þau voru rúml. % af húsa- tölunni. Fjögra íbúða hús voru þar ekki nema 8% af húsatölunni, en örlítill hluti annars staðar. Aftan við töflu n eru nokkrar upplýsingar um bragga og annaö bráöa- birgöahúsnœöi, sem ekki hefur verið tekið með í 2. yfirliti. Er það að heita má allt 1 hæðar hús, mestmegnis hermannaskálar, enda aldur flestra 1950 innan við 10 ár. Flestallir hafa þeir verið notaðir til íbúðar eingöngu og flestir aðeins með 1 íbúð. Þó hafa 34 (eða 5%) verið taldir með 2 íbúðum og 9 með fleirum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.