Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Page 19

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Page 19
Húsnæðisskýrslur 1950 17 bergi, en á hverja leiguíbúð 3,85 herbergi. Algengasta herbergjatala í eigu- íbúðum var 4 herbergi (um y3 íbúða), en í leiguíbúðum 3 herbergi (rúml. y3 íbúða). í 2 eða 3 herbergjum bjó nál. helmingur íbúa leiguíbúða, en aðeins tæpl. fimmtungur íbúa eiguíbúða. í töflu IV eru upplýsingar um herbergja- fjölda íbúðanna í hverjum kaupstað og hverju kauptúni og í hverri sýslu utan þeirra. í töflu V eru tilsvarandi upplýsingar um herbergjaf jölda í kjallaraíbúðum, risíbúðum, braggaíbúðum og öðru bráðabirgðahúsnæði, bæði á landinu í heild og sérstaklega í Reykjavík, kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. En þessar íbúðir eru einnig innifaldar í íbúðatölunni í töflu IV. Þessar íbúðir eru yfir- leitt töluvert minni en íbúðir almennt. 1950 var meðalstærð risíbúðanna á öllu landinu 3,75 herbergi, kjallaraíbúða 3,21 herbergi og braggaíbúðanna einnig 3,21 herbergi. 6. íbúatala íbúða og þéttseta þeirra. Number of occupants and density of habitation. Mannfjöldinn, sem skýrslur þessar ná til, var alls sem hér segir: Heykjavik ....... Kaupstaðir .......... 31026 Kauptún ........... 15 824 Sveitir ........... 37161 í íbúðum in dwelling units með eldhúsi án eldhúss Samtals wíth kitchen without kitchen total 53 672 1147 54 819 315 31341 79 15 903 577 37 738 Menn á Ibúð persons per. dwell'.ng unlt í íbÚðum Qotntalo með eldhúsl án eldhúss 4,36 2,30 4,27 4,42 1,84 4,36 4,44 1,80 4,41 5,13 2,84 5,07 Allt landið 1950 ... 137 683 —1940 ............ 118396 2118 644 139 801 119 040 4,57 5,18 2,31 2,93 4,50 5,16 Mannfjöldi sá, sem hér er talinn 1950, er rúml. 97% af öllum mannfjöld- anum við manntalið þá. Þeir, sem hér koma ekki fram, hafa ekki búið í venjulegum íbúðum, heldur í ýmiss konar stofnunum (elliheimilum, sjúkra- húsum, skólum o. fl.) eða jafnvel verið fjarverandi erlendis. Þess má geta, að heimilisfólk er talið á annan hátt í húsnæðisskýrslunum, þar sem miðað er við íbúðirnar, heldur en í heimilisskýrslum manntalsins, þar sem aðallega er miðað við fjölskylduböndin. í manntalsskýrslunum eru menn taldir þar sem þeir eiga heimili, enda þótt þeir séu fjarverandi frá því, þegar manntalið fer fram, en í húsnæðisskýrslunum eru menn taldir í þeirri íbúð, þar sem þeir dvelja að staðaldri um manntalsleytið, t. d. við nám eða atvinnu, enda þótt þeir eigi heima annars staðar. Hins vegar eru menn ekki taldir í þeirri íbúð, þar sem þeir kunna að vera staddir á manntalsdag- inn, ef dvölin þar er aðeins í snöggu bili, svo sem á ferðalagi. Það er því viðbúið, að íbúatala íbúðanna komi ekki heim við tölu heimilisfólks samkvæmt manntalsskýrslunum, enda eru þessar tvennar tölur teknar upp óháðar hvor annarri. Árið 1940 var meðalmannfjöldi á íbúð töluvert hærri heldur en 1950 (5,16 á móti 4,50). Þar sem meðalstærð íbúða hefur samkvæmt því, sem áður segir, aukizt á þessu tímabili, þá sýnir þetta hvort tveggja, að rýmra hefur orðið um fólkið í íbúðunum. Þetta mætti orða þannig, að íbúðirnar væru ekki eins þéttsetnar af fólki og áður eða að þéttseta þeirra hefði minnkað. Annars er 3

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.